Fálkinn


Fálkinn - 25.05.1945, Blaðsíða 4

Fálkinn - 25.05.1945, Blaðsíða 4
4 P Á L K I N N JÓHANNES JÓSEFSSON Á BORG Jóhannes Jósefsson mun vera sá íslendingur, sem flestir hafa átt kost á að sjá sem íþróttamann. Hann var einnig sá íslendngur, sem sýndi alheimi, hve glíman var þrauthugsuð íþrótt. — Hér fer á eftir grein um manninn, sem sýnt hefir öðrum fremur, að hann var íþróttavíkingur af lífi og sál, en gleymdi aldrei íslandi. Jóhunnes Jósefsson í Ameríkn í I ndíánabúningi. (Gœli verið á gæsa- veiðum!). Þegar Jóhannes Jósefsson var að alast upp á Akureyri fyrir aldamótin síðustu, við kröjjp kjör og mikið erfiði, hefir vafalaust engan órað fyrir því, að liann yrði svo mjög og eins viða rómaður og síðar varð ra*un á. Hann hafði ekki sjá- anlega neitt við að styðjast til þess, nema þann „kraft í kögl- um“, er snemma har á, og ]iað „kapp í hug“, sem ýmsir töldu einþvkkni og óbilgirni. En liann vanciist öllu ]iví, sem örðugt var i þá daga, var látinn ganga i allt, sem fyrir féll, og ekki við liann dekrað á neinn liátt. En hann lærði tiltölulega fljótt að líta á lilutina og um- Jiverfið með eigin augum. Hann var röskur til úrræða þá þegar og einbeittur í hugs- un. Þegar til þess kom, að Jó- liannes átti að fara að fást við nám, varð honum það auðvelt. Það sýndi sig og hetur seinna, því að þótt liann gengi ekki langan skólaveg (sem engin tök virtust á fyrir hann, eins og ástæður lians voru), var hann frábær lil náms, fljótur að „gleypa“, þótt „meltingin“ færi eftir því, hvern tíma hann gaf sér til rólegrar umhugs- unar, því að áhuginn rak hann áfram. Hann hafði engan tírna til að fara sér hægt; honum fannst fljótt, að mikið skyldi afrekað í einu og öðru, og líí- ið beið eftir honum með ótelj- andi möguleikum. En það var ])ó ekki auðhlaupið að þeim. Steiktar gæsir flugu þá ekki í loftinu eða í munn hvers og eins asadrengs. Jóhannes tók vel eftir því, sem gerðist í kringum liann og varð ósjálfrátt, sakir greindar og kappgirni, framarlega í þeim hreyfingum, sem unglingana greip í þá daga fyrir norðan. Hann komst sem ungur maður til Noregs og félck þar skóla- vist við verslunarnám, skaraði þar á ýmsan hátt fram úr, þótt ókunnugur kæmi úr öðru landi. Og er hann svo hrátt hvarf heim aftur, ætlaði liann sér að komast áfram á þeirri hraut, sein námið gaf tilefni til. Hann fór að reka verslun á Akureyri, en fremur var það skammgóður vermir, þvi að margt var fyrir stafni. — Hann hafði kynst ungmennafélags- skap og íþróttum í Noregi og gaf sig nú af alliug að því að stofna til samtaka um slíkt á Akureyri, sem síðar breiddist út víðar. Og allsslað- ar skaraði hann sjálfur fram úr og efldi annara kapp. Hann setti íslensku glímiina í hásæt- ið og gerði liana að þróttmik- illi list, hvar sem hann fór, og það var ekki honum að kenna þótt yfir lienni dofnaði siðar. Hann tókst á liendur reglulegt glímutrúhoð, sem rak liann sjálfan til þess að flytja hana (með ýmsum tilhreytingum) út yfir Islands ála og til ann- ara og oft fjarskyldra þjóða. Það má segja, að „glímufer- ill“ Jóhannesar Jósefssonar er- lendis hæfist 1908. Þá fór liann sem foringi Islendinganna á Olympiuleikina í London (liafði þá undangengið ár verið „glímukóngur" Islands). Þá urðu hin fyrstu þáttaskifti i lífi hans. En áður sama ár gaf hann út fyrstu bók um íslensku fflímuna á erlendu heimsmáli, ensku („Icelandic Wrestling“, með glímumyndum), og varð það fyrsta og veigamesta kynningin á íslenskri íþrótt meðal erlendra þjóða. Þessu virðast menn liafa gleymt eða ekki skeytt um að halda á lofti. För Jóhannesar á Olympíu- leikina og umtalið um hana livatli liann til frekari aðgerða. Nú ákvarðaði hann sína heims- göngu. Hann skyldi „leggja undir sig“ lönd og lýði. Og hann fór í víking og árangurinn varð, að hann gerði mörg og mikil strandhögg í tveim lieims álfum. Iiann fékk sér liðs- menn, aðallega íslenska full- lmga, og fór nú næstu árin um fjölmörg þjóðlönd, sýndi ís- lenska glímu og fleiri íþróttir og aflraunir þar á meðal liina svokölluðu „sjálfsvörn“ og gerðist nú orðstír lians mikill. Lék ekki á tveim tungum, hvar sem liann „hrá á leik“, að nær engir kappar, þótl „heims- meistarar“ væru jafnvel, stóðu honum snúning, i liverju sem kej)t var. Eftir.að liafa horn- að Norðurálfu og gert sig þar beran að yfirburðum á flest- um leiksviðum afls og áræðis (jafnvel þegar liann lét vopn á sig bera), lagði hann leið sína til Vesturálfu, þar sem „gullið grær“. Þá gerðust önn- ur þáttaskifti æfi lians og þar varð dvöl hans lengst, °8 að ýmsu leyti merkilegust, þótl sjaldan liéldi hann sjálfur og félagar lians kyrru fyrir á sama stað. Þar varð hann einnig víðkunnur, um öll ríki og fylki Norður-Anieríku. Jóhannes varð snemma hrennheitur og nærri ofsafeng- inn „ættjarðarvinur“, og rén- aði það síðiur en svo við fjar- vistir lians frá heimalandinu. Hann fylgdist með því, sem lieima gerðist og vildi láta allt vinna i einu, og skeytti í þvi efni lílt um „lögmál lífsins“, sem er fremur seingengt. Ilann liélt uppi lieiðri lands síns, livar sem hann fór um. Var lionum einnig fjarri skapi að villa á sér heimildir. Kendi sig og flokk sinn og afrek sín á- valt við Island, svo að engum duldist, enda undruðust marg- „Sterldr vöðvar“.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.