Fálkinn


Fálkinn - 25.05.1945, Blaðsíða 13

Fálkinn - 25.05.1945, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 KROSSGATA NR. 541 Lárétt skýring: 1. Vopnið, 12. mann, 13. áningar- staðir, 14. hreinsar, 1G. fum, 18. gin, 20. flani, 21. tónn, 22. fugl, 24. í munni, [).f., 2G. upphafsstafir, 27. braka, 29. verkfæri, 30. tími, 32. skemmtistaður, 34. söngfélag, 35. ræða, 37. upphafsstafir, 38. sund- kennari, 39. söngfélag, 40. liryggir, 41. borða, 42. hrylla, 43. fara með, 44. umbrot, 45. tveir eins, 47. upp- hafsstafir, 49. kveikur, 50. greinir, 51. gata i Reykjavík, 55. tveir eins, 56. hlífir, 57. olía, 58. lagarmál, G0. veiðistað, 62. félag, 63. tveir saman, 64. blóm, 66. mann, 68. dreg úr, 69. skeyta, 71. fiskur, 73. ungviði, 74. notað í mat. Lóðrélt skýring: 1. Blása, 2. mæli, 3. frumefni, 4. frið, 5. rifrildi, 6. rýkur, 7. missir, 8. ending, 9. á fæti, 10. nudda, 11. kona, 12. notað í stríði, 15. her- mannafötin, 17. þjóðflokkur, 19. fuglar, 22. meiðsli, 23. efnið, 24. ágætur, 25. sjór, 28. samtenging, 29. upphrópun, 31. leikari í Hollywood, 33. hamur, 34. siðferði, 36. tindi 39. hjartfólgin, 45. pestin, 46. skepn- ur, 48. borðaðir, 51. þrep, 52. korn, 53. export, 54. svar, 59. fuglar, 61. á fuglum, 63. dauði, 65. sjá, 66. lang- borð, 67. eldavél, 68. kvenkenning, 70. leikur, 71. tónn, 72. í sólargeisla, 73. félag. LAUSN KROSSGÁTU NR. 540 Lárétt ráðning: 1. Harmóníkuspil, 12. slut, 13. bónus, 14. snær, 16. jór, 18. tal, 20. NNA, 21. óð, 22. elg, 24. þró, 26. af, 27. ósært, 29. frami, 30. ÁF, 32. stór- fræga, 34. fa, 35. tjá, 37. ið, 38. LI, 39. fag, 40. Rask, 41. UU, 42. ÓD, 43. baun, 44. yst, 45. Hr., 47. óm, 49. uss, 50. GA, 51. gæsahamir, 55. TS, 56. fágæt, 57. auðir, 58. IH, 60. tal, 62. Ras, 63. að, 64. not, 66. frá, 68. æti, 69. Gróa, 71. kræla, 73. aðan, 74. fataræflarnir. Lóðrétt ráðning: 1. Hlóð, 2. aur, 3. RT, 4. Ob, 5. nót, 6. inar, 7. kul, 8. US, 9. PS, 10. inn, 11. læna, 12. sjóvátrygging, 15. rafmagnssoðin, 17. ólæti, 19. kragi, 22. ess, 23. gróðursæl, 24. þræl- dómur, 25. óma, 28. TR, 29. Fr, 31. fjasa, 33. fá, 34. Faust, 36. ást, 39. fau, 45. hægar, 46. KH, 48. miðar, 51. gát, 52. at, 53. AA, 54. ris, 59. horf, 61. kræf, 63. atar, 65. tóa, 66. fræ, 67. áll, 68. æði, 70. at, 71. Kr, 72. AA, 73. An. styrjuhrognin og glóðarsteiktu hanakamb- arnir .... Það er gott að þokan helst .... Engan grunar neitt, því annars værum við dauðadæmdir. Þeir mundu kyrkja oklcur umsvifalausl ef j)á grunaði nokkuð. Eftir þrjá stundarfjórðunga eiga að fara fram vaktaskifti og fyrir þann tíma þurfum við að hafa lokið okkur af hér um borð. Það sér enginn „snekkjuna“, hún flýtur eins og hnetuskurn við hlið „The Eagle“. Allt liefir gengð samkvæmt áætlun. Og á meðan þokan umlykur okkur, getur enginn yfir- bugað okkur. En ef það kæmi fyrir .... Á þessari stundu streymdu hinir 1100 fyrstu farrýmisfarþegar inn i hinn geysi- stóra borðsal sem tók yfir mikinn hluta af miðju skipsins. Hljómsveitin lék pólskt danslag eftir Chopin. Hlæjandi og með spaugsyrði á vörum gengu þessir skraut- klæddu hópar inn í hinn hátílabúna, upp- Ijómaða risa-borðsal, sem sindraði í hvít- um og gullnum litum. Konurnar voru afar prúðbúnar og dem- antarnir leiftruðu á nöktum örmum og hvítum liálsum. Stocklon majór fanst það fögur sýn. Hið rauðbirkna andlit lians var venju fremur rautt þegar hann steig yfir þröskuldinn. Og í svörtum augum hans, sem voru eins og kol, var svipur ekki ólíkur þvi að hann hefði tekið nokkuð djúpt í flöskuna. Ungfrú Westinghouse kom út úr saln- um og mætti honum i dyrunum. Hún var óeðlilega föl og majórinn komst ekki hjá þvi að veita athygli hinum áliyggjufulla svijj í yndislegum augum hennar. — Eruð þér að fara, ungfrú? spurði hann og hneigði sig auðmjúkur. Get ég i nokkru verið ýður hjálplegur. — Þakka yður fyrir, lierra majór, svar- aði hún og brosti þreytulega. En ég lield ég sé ekki lijálparþurfi. Eg er ekki vel frísk í kvöld og ætla því að sleppa mið- degisverðinum. — Yðar mun verða saknað mikið. — Varla. — En segið mér majór, er ekki þungt loft hérna inni, mér finst það vera svo þungt, eða er það aðeins ég sem ekki er frísk .... Það er eins og eitthvað þrengi að hjartanu .... alveg eins og einhver skelfilegur atburður væri i aðsígi. Mig dreymdi svo hræðilega í nótt. — Enginn veit hvað fyrir kann að koma, svaraði majórinn kuldalega. — Og ég vil ráðleggja yður að fara ekki upp á þilfar- ið, andrúmsloftið er hættulegt þar í nótt .... Mér finst ég lika liafa það á tilfinn- ingunni að; eittlivað muni koma fyrir. Unga stúlkan greip um höfuð sér eins og liún væri að þvi komin að falla í ómegin, en hún hristi af sér ónotin og gekk hnarr- reist áfram. Majórinn horfði á eftir henni og yppti öxlum. — Það býr meira i þessari stúlku, en nokkur heldur, tautaði hann. Skaði að hún skuli þurfa að deyja svo ung. Svo gekk liann að einu borðinu sem stóð næst dyr- unum og settist þar. En það leit ekki út fyrir að matarlyst majórsins væri sérlega góö, því hann drakk aðeins eitt stórt glas af rauðvíni og rétt nartaði í ristuðu hana- kambana. Það var eins og eyru hans væru spert jeftir einu eða öðru hljóði og fingurnir á smáum höndum hans ýmist krepptust eða réttust upp eins og af taugaóstyrk. Þá vældi flauta skipsins allt í einu, snöggt, þrisvar sinnum og samstundis var öllum hurðum horðsalsins skellt harkalega aftur. Úti á ganginum var skifst á nokkrum skammbyssuskotum og við allar útgöngu- dyr skaut allt í einu upp grímuklæddum mönnum, með langar riddarabyssur í hönd- unum og girtir skammbyssum. Flestir slóðu upp skelfingu lostnir. Hljómsveitin þagnaði. Og þrumandi rödd heyrðist í hátalaranum: — Heiðursmenn og frúr — upp með hendurnar! VIII. Ránið. Það var eins og risavaxin hönd hefði dregið tjaldið til hliðar, frá einhverri ó- þekktri skelfingu. Það var eins og allir i hinum stóra sal, sem geislaði af fegurð og auði, væru lamaðir af hinni skerandi, bjóð- andii rödd og glampandi riddara- og skamm- hyssuhlaupunum, sem var beint út yfir fólkið. ITljómsveitin, sem bafði verið byrjuð á eldfjörugum marsi eftir Soussa og nú bis- aði við angurbliðan þrileik, varð algjörlega ráðalaus. Hvert hljóðfærið eftir annað þagnaði. Hljómsveitarstjórinn, hlægilega siðhærður náungi, sem hvorki sá eða heyrði annað en rugl, sem rauðklæddir hljóðfæra- leikarar lians suðu saman, veifaði í ör- væntingu sinni bæði höndum og fótum. Hann minti á druknandi mann, sem er að kveðja veröldina. Þarna sviku líka bassa- fiðlurnar! Þá hlaut djöfullinn að vera í þvi öllu saman! Og þessi aumingja sið- liærði og söngnæmi maður lét hljómstaf- inn síga, og hné niður á stól, á milli flaut- anna og klarinettanna. Þá stóð liár maður upp úr sæti sínu, og af gömlum vana varð honum þreifað til rassvasans, en óánægjulegt glott, sem birt- i-st á skarpleitu, skegglausu andlitinu sýndi að hann fann ekki það, sem hann leit- aði að. — Heyrið þið mig nú, heiðursménn, sagði hann hárri og bjóðandi röddu. Eig- um við að láta bjóða okkur svona lagað, án þess að bera hönd fyrir höfuð okkur? Erum við ekki menn? llingað og þangað í salnum, stóðu hinir kjólklæddu herrar upp einbeittir á svip.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.