Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1947, Qupperneq 6

Fálkinn - 07.02.1947, Qupperneq 6
6 FÁLKINN FORSETI MEXICO. — Hér sést Miguel Aleman, hinn nýi forseti Mexico, koma með konu sinni til hátíðahalda i Mexico City. Hann er fyrsti borgarlegi forsetinn, sem þjóðin hefir haft, síðan Francisco Hadero var myrtur árið 1913. — Aleman vill nána samvinnu við Bandaríkin. - LITLA SAGAN - Eftlr ■ ri i • Siflrid Apnldagarmr Dagana fgrir 9. apríl 1940 var Sigrid Undset á ferð í Oslo.- Eftir aff Þjófíverjar komu lcomst hún með lest til Lillehamm- er, þar sem hún átti heima, ásamt Iians sgni sínum. And- ers, eldri sonurinn, sem var undirliðsforingi, féll skömmu síðar. Frá Lillehammer komst Sigrid Undset austur gfir landa mæri Svíþjóðar, og eftir nokkra dvöl i Stokkhólmi, þar sem Hans komst til hennar, fór hún um Sovjet-Rússland og Japan til Ameríku. Um þetta hefir hún ritað bókina ,,Return to the Future", sem kom út í Ameríku 1942 og síðar í Sviss Hér fara á eftir nokkur atriði úr þessari bók. KVÖLDIÐ 7. apríl vorum við syst- ir min á hljómleikum til ágóða fyrir Finnlandshjálpina .... Eg man frá þessu kvöldi eftir norskri skáldkonu, sem kom svo ljómandi inn í salinn, ásamt manni sem líkt- ist Þjóðverja, að mér datt ósjálfrátt i liug orðtakið: „Hún brosti eins og höggormsungi í sólskini“. Árum saman hafði þessi kona með ótrú- legri seigju en örlitilli gáfu gáfu barist fyrir að ná sessi i norskum bókmenntum. Loks fékk hún hinn þrúða sess — i Þýskalandi! við lilið Knúts llamsun var hún eini norski rithöfundurinn, sem tjáði sig óbifanlega samliuga Þýskalandi hinu nýja. Mánudagsmorguninn kunngerðu blöðin með feitum fyrirsögnum að Bretar hefðu rofið lilutleysi okkar .... Allir voru sannfærðir um, að duflin hefSu verið lögð til þess að hindra þýska flutninga sænsks járn- grýtis frá Narvik. Okkur dreymdi ekki um að þýski innrásarherinn var þegar á leiðinni til Noregs og Danmerkur, að árásin hefði verið undirbúin mánuðum saman. Þegar kvöldblöðin sögðu frá því að þýsk- ur floti, yfir hundrað skip, hefðu sést í dönsku sundunum, héldu flestir að nú mundi hin mikla Norð- ursjávarorusta, sem orðrómur hafði gengið nm allan veturinn, lolcsins koma. Eg var háttuð og var að lesa þeg- ar loftvarnarlúðrarnir fóru að ýlfra klukkan hálftólf um kvöldið. Og af því að ég hafði heyrt um þýska flotann datt mér í liug: „Skyldi eitt- hvað gerast núna?“ Og samt fannst mér eg verða að hlæja að mér sjálfri þegar ég fór á fætur, fór í sokka og skó og vatt um mig loð- kápunni minni. Niðri í forstofunni stóðu tveir drengir og stúlkur. Þau hristu höfuðið og gátu ekki gefið skýringu á livað blásturinn ætti að þýða. Smámsaman komu fleiri gest- ir. Lyftudrengurinn fór með okkur í byrgi niðri í kjallara. Þar stóð- um við í myrkri, skulfum og reykt- um sígarettur, gerðum að gamni okkar og leiddum getum að hvað þetta ætti að þýða. Var það æfing eða alvara? Kannske stóð sjóorusta suður við Færder, kannske höfðu útlendar flugvélar flogið yfir norskt land. Þegar ungur liðsforingi studdi þessa skoðun af visku sinni féllust flestir á hana. Engu okkar datt i hug að verið væri að ráðast á Nóreg. Þegar við höfðum staðið þarna nokkra klukkutima kom annað merki og við fórum upp. En varla höfðum við lagt okkur fyrr en ýlfr- ið byrjaði í annað sinn. Nú datt engum í hug að fara í kjallarann. Við sátum i anddyrinu og gestgjaf- inn sá okkur fyrir mat og drykk. Þegar lyftudrengurinn kom með aukablað, sem sagði frá því að flug- vellirnir á Fornebu og Kjeller hefðu orðið fyrir sprengjum, og strand- virkin í Oslófirðinum væru í bar- daga við þýsk herskip, sáum við fyrstu sprengjuflugvélina. Hún flaug svo lágt að við gátum séð Þórs- hamarinn og mennina. Svo komu fleiri. Skotliríð lieyrðist úr öllum áttum. Það var sagt að þýskir flug- menn hefðu skotið úr vélbyssum, og þá hefðu loftvarnarvirki Oslóar svarað, án þess þó að vinna nokk- urt mein. Þegar ég gekk niður að St. Ólafs- kirkjunni klukkan átta til að hlýða messu, hringsóluðu flugvélarnar yf- ir bænum. Fólk var á leið til vinnu sinnar eins og venjulega. Það virt- ist eitthvað annars hugar. Það var auðséð að enginn liafði neina hug- mynd um hvað það er að verða fyr- ir sprengjukasti. í ltirkjunni voru hvorki nunnur né skólabörnin, þau höfðu verið flutt burt úr bænum. Monsignore þarna einn við altarið, kórdrengjalaus. Auk mín voru að- eins nokkrar fullorðnar konur við messugerðina, sem fór fram undir þrumugný frá flugvélunum og skot- hríð. Þegar mér tókst að ná í leigubíl fór ég þangað sem Anders var við vinnu. Enginn hafði séð hann. Það- an fór ég heim til hans, hringdi bjöllunni, en enginn kom til dyra. Á gistihúsinu hitti ég Hans. Hann átti heima fyrir utan bæinn og hafði sofið eins og steinn alla nótt- ina án þess að heyra nokkurn flug- vélaþys eða innrás. Eg afréð að hafa hann með mér til Lillehammer, ef þá yfirleitt væri nokkra brautarlest að fá. í húsi minu í Bjerkebenk hafði ég þrjú litil börn frá her- eyddum slóðum í Finnlandi. Þegar við vorum að fara inn í bifreiðina skaut Anders upp, með bakpoka, byssu o. s. frv. Hann hafði gefið sig fram hjá sinni sveit, bif- reiðasveitinni, en verið sagt að ó- mögulegt væri að búa út þær sveit- ir, sem að réttu áttu að vera til taks í Osló. Hann gat ekki komið með ohkur. Líklega hefir liann átt að hjálpa til að ná mönnum saman og senda þá þangað, sem fylkja átti liðinu. Á Austur-brautarstöðinni stóð fólk eins og síld í tunnu. En enginn vottur af óðagoti. Morgunlestin til Lillehammer komst aðeins klukku- tima of seint af stað. Við Hans sát- um á koffortunum okkar i gangin- um. Þar voru margir herklæddir menn, sem höfðu árangurslaust reynt að finna sinar sveilir í Osló. Margir voru í finnskum herbúning- um — þeir liöfðu barist sem sjálf- boðaliðar í Finnlandi. Þar voru líka ýmsir Gyðingar og þýskumæl- andi útlendingar, sem höfðu flúið land fyrir Hitler og komist til Nor- egs fyrir lijálp Nansenshjálparinn- ar og Hjálparnefndar verkamanna. Það var ekki nema eðlilegt að þessir menn væru órórri en við. En þá skildum við það alls ekki og settum út á að þeir skyldu ekki hafa stjórn á sjálfum sér. Lestin var ekki fyrr komin út af stöðinni en sprengjur féllu svo nærri að lestin hrislist og hossaðist, eins og hún væri að fara af sporinu. Á Jessheim og Haugasetri var mikið af hermönnum. Margir þeirra rudd- ust inn í lestina. Á öllum stöðvum biðu hópar af fólki til þess að hafa spurnir af hvað væri eiginlega að gerast. Á Hamar sáum við ýmsa kunna Stórþingsmenn. Við komum til Lillehammer seint um kvöldið. Það var koldimmt. Raf- magnið var lokað vegna vatnsleysis. Þegar ég kom heim voru þar engir nema vikatelpan, sem var að hátta finnsku börnin. Ráðskonan og bif- reiðastjórinn liöfðu farið til Osló til þess að reyna að hafa upp á okkur og aka okkur heim. Þau komu til baka um lágnættið og skömmu síðar kom Anders, svangur, þyrstur og ákaflega þögull. Hann skildi hve erfitt það var að koma hervæðingu á þegar svikarar liöfðu gerst til að hjálpa fjandmönnunum — enginn vissi hve margir þeir voru. Morguninn eftir sá ég Anders sem snöggvast þegar hann kom út úr baðklefarium. Þegar ég kom niður* að borða var liann farinn af stað til Jörstadmoen. Rétt á eftir símaði hann að Hans skyldi koma á hj.óli með hertygin hans. Og svo hringdi lians frá lierslöðinni, að einn af sjúkraliðsmönnunum væri að ná í sjálfboðaliða og að hann hefði gefið sig fram. Hann kom lieim um miðj- an daginn, tólc saman dót sitt og sagði: — Líði þér vel, niamma. Vertu eklci hrædd um mig — þú veist að við í hjúkrunarliðinu erum ekki í neinni hættu. Eg hugsaði mitt en sagði ekki neitt. Nú voru báðir synir mínir, synir kunningja minna og margs eldra fólks komn- ir í stríðið. .... Nokkrum vikum síðar féll Andres í orustu um brú, þar sem hann var að koma fyrir vélbyssu ú árbakkanaum. Eitt kvöldið steyptist þýsk flutn- ingaflugvél niður rétt fyrir fram- an húsið mitt. Fyrir utan garðinn rakst ég á 10-12 Þjóðverja, óher- klædda. Þeir sögðust vera flótta- mcnn og eiga heima á gistiliúsi í lrinum enda bæjarins.. En mér var ekki ljóst hvernig þeir gátu þá verið komnir þarna, tæpum tíu mínútum eftir að vélin hrapaði. Þýski liðs- foringinn skaut sig en liinir voru handteknir. í æsku vann ég tíu ár sem skrif- ari hjá verslunarfyrirtæki. Og nú símaði ég til herstjórans í Lille- hammer og spurði hvort hann gæti ekki haft neitt gagn af mér. Hann vantaði ritskoðara -— pósturinn til allra byggða við Mjörs fór um Lillehammer. Nú var ég aftur orð- in skrifari og gekk á hverjum morgni til vinnunnar, en tafðist oft af flugvélum, sem fóru beint yfir höfðinu á mér.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.