Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1947, Side 7

Fálkinn - 07.02.1947, Side 7
F Á L K I N N 7 Hættulegt verk. — Frá því í júní- mánuði og þangað til i vetur vann hópur þýskra stríðsfanga stöðugt að því að grafa upp ósprungna 500 kg. sprengju, sem í stríðinu féll milli West Kirkby og Chester. — Hér sést sprengjan loksins komin upp á yfir- borð jarðar, herföngunum sýnilega til léttis. Roosevelt heiðraður í París. — Sem tákn fransk-amerískrar vináttu hafa borgaryfirvöldin í París láitið breyta nafninu á „Rondpoint des Chámps Elysees, sem er í hjarta borgarinn- ar, yfir í „Franklin D. Roosevelt." Mynd þessi er frá skírnarathöfninni, og er tekin við innganginn í neðan- jarðarbrautarstöðina. Ekki lengur í guðatölu. — Hirohito Japanskeisari hefir mí fallið burt úr guðatölu meðal þjóðar sinnar. Áður fyrr mátti enginn líta á keis- arann, en nú gera allir landar hans það óhræddir og verður ekkert meint af, þó að eitt sinn tryðu þeir því, að þeim væri bráður bani bú- inn, ef þeir gerðust svo djarfir. Hér sést keisarinn (með hatt) í heimsókn á spítala. Sjúklingarnir heilsa honum virðulega, en loka þó ekki augunum lengur.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.