Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1947, Blaðsíða 8

Fálkinn - 07.03.1947, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Við höfðum setið og verið að ræða um síðustu morðfréttina, sem blöðin höfðu prentafó á fyrstu síðu ásamt myndum af öllum, sem við þetta voru riðn- ir nema einum mikilsverðum aðila, nefnilega morðingjanum sjálfúm, sem lögreglan hafði ekki íundið enn, og þeir böl- sýnu töldu víst að hún mundi aldrei finna. Það rigndi, við vorum fjórir, og mikilsverðasti maðurinn í þessum litla hóp, bankastjórinn, sem átti að útvega peningana í verksmiðjuna, sem við allir höfðum hug á að koma á fót, spilaði aldrei bridge. Þessvegna gátum við ekki gert það heldur. Við sátum og töluðum saman, og biðum eftir að rigningunni slotaði. Verksmiðjan var langt frá bænum, og við áttum ekki nema um eitt að velja, að drepa timann. Og svo drápum við tímann með því að tala um morð. Það er ágætt umtalsefni, og það er ekki refsivert. Verksmiðjustjórinn var lang- ur en íturvaxinn maður, sem var nýkominn heim frá Banda- ríkjunum. Hann talaði um morð af sérþekkingu. En við hinir hlustuðum á. — Ja, þið hafið víst aMrei verið viðriðnir neitt morðmál? Ekki höfðum við verið það, nei. — En það hefi ég, sagði hann og kveikti sér i nýjum vindli, og nú skal ég segja ylckur sög- una eins og hún geklc. Húsbóndinn stóð upp og fór að fást eitthvað við viskíflösku. — Mér finnst að þið æltuð að fá ykkur glas áður, þetta er gott viskí, — kanadiskt — ég hefi vit á viskí. Meðan við vorum að hella á hjá okkur, sagði húsbóndinn: — Þegar ég segi að ég hafi vit á viskí og sérstaklega kanad- isku tegundinni af þessum hálf- guðadrykk, þá lýg ég engu í því. Eg var í heilan ársfjórðung meðal fremstu leynivínsalanna í Detroit, Michigan. Bootleggers, vorum við kallaðir. Það kemur Eftir Palle Rosencrantz Ð af því að fyrrum var bannað að selja Indíánum áfengi. Þess- vegna földu landnemarnir á- fengið í stígvélabolunum sínum. Þaraf kemur nafnið, og Indíán- arnir lærðu að meta keiminn, sem áfengið fékk af leðrinu. Jæja, ég var atvinnulaus og þetta var um vetur, ég var ung- ur og andbannraaður at sann- færingu. — Þessir bootleggers borguðu vel, og þetta var frem- ur áhættulítið — ég átti að stýra vélbát, hlöðnum öli og viskí og víni frá kanadiska bakkan- um yfir til Detroit yfir vatnið, sem greinir bretsku paradísina með frjálsu áfengi, frá Michig- an-fylki í USA, þar sem bannið var. Eg get ekki hugsað mér að bankastjórinn neiti mér um lán- ið þó að ég hafi siglt með á- fengi hinumegin á hnettinum. Bankastjórinn hló og vætti varirnar. Viskíið var mjög gott. — Well, hélt verksmiðjustjór- inn áfram. — Eg var sem sagt sprittsmyglari og felldi mig ve' við það. Við vorum ráðnir upp á hlut, og stundum var ágóðinn mikill, því að Bandaríkjamenn- irnir vildu nú fá spritt, hvað sem það kostaði. Það var stund- um skotið á okkur í myrkrinu á nóttinni, stundum lenti í stympingum og fjórum sinnum lenti ég í klakavatni í öllum fötunum. En það er ekki meira en hraustir menn hafa gott af. Og það er gaman að hugsa til þess eftir á, þegar maður situr svona notalega eins og við ger- um núna. Finnst ykkur það ekki? Viskíið er gott! Þetta gekk allt vel um sinn. Svo bættist lögreglumaður í hópinn — innfluttur Þjóðverji sem hét Bauer; hann var auð- vitað jafnframt starfsmaður i Detroit og mesti fyrirmyndar- maður. Hann stöðvaði bæjar- búa, án minnsta manngrein- ingarálits, þegar þeir óku of hratt. Með því þjónaði hann lög- unum. Og hann stöðvaði meira að segja útsendara bannmann- anna, þegar þeir óku of hratt á eftir vögnum smyglaranna, sem voru hlaðnir áfengi. Með því þjónaði hann okkur og fékk tvöfaldan ágóða. Þetta var dugnaðarmaður, og mér lik- aði vel við hann. Við sögðum hvor öðrum margar sögur, þeg- ar við sátum saman og nutum lífsins í frítímanum, eins og við gerum hérna núna. En nú átti að skjóta Bauer. Hann hafði orðið ósáttur við Jenkins, sem var einskonar for- maður á bækistöð okkar í De- troit. Við höfðum ágætan stað með bryggju við fljótið, þar sem við gátum skipað vörunum á land. Bauer og Jenkins höfðu orð- ið ósáttir út úr stelpu. Það var ekkert sérstakt við hana, en maður á aldrei að deila um smekk manna. Jenkins barði Bauer, en hann var sterkur eins og björn og sór að hefna sín. Við misstum tvo brennivíns- farma og einn af oklcar mönn- um var skotinn en einn drukkn- aði. Svona gat alltaf komið fyr- ir, og við tókum það með í reikninginn. En það lá hundur grafinn bak við þessa atburði, og bossinn okkar - eða foring- inn, skiljið þið, sem ég nefni ekki af ásettu ráði, því að hann er þingmaður í Washington, og ég vil ekki koma manninum í bölvun, þvi að hann er dugnað- armaður í allan handa mála —komst að því að Bauer hafði gerst svikari við okkur. Við- skipti okkar voru þess eðlis, að ekki var hægt að komast hjá að skjóta manninn, úr þvi að svona var komið. Meðal smygl- ara eru jafn strangar reglur um heiðarleik eins og í banka- málum, annars væri ekki hægt að reka smygl. Jæja, forstjór- inn kallaði mig til sín og sagði bara: „Á morgun farið þið Jenkins í ökuferð með hann Bauer, og þegar þið eruð komn- ir nokkrar mílur út úr bænum þá setjið þið hann út úi' vagnin- rnn og skjótið hann.“ Mér var nú ekkert um þetta og sagði, að ég væri ekki not- andi til þess. Því að ég hefði aldrei lært þetta þegar ég gekk í barnaskólann í Danmörku, þó að alþýðumenntun væri á mjög háu stigi þar, og kostaði skattborgarana ærna peninga. En liann sat við sinn keip; hann skildi ekki gaman, þó að hann væri allra besti maður í allan lianda máta, eins og ég hefi sagt. „Þetta dæmist á þig,“ sagði hann. „Við verðum að gegna okkar skyldum, og þegar minnst varir getur maður fengið reikn- inga gerða upp hjá lögreglunni með bráðu andláti. Það er ekki hægt að gera greinarmun á mönnum í félaginu, að undan- teknum foringjanum, og það er ég. Nú ert það þú,‘sem átt að gegna skipun. Þú liefir grætt 1000 dollara á slcömmum tíma, án þess að hafa mikið fyrir því. Eða livað finnst þér? Hér stoða engar undanfærslur. Annars verður farið með þig eins og svikara.“ Þetta var það versta sem fyr- ir mig gat komið í þeim félags- slcap. Eg stalck upp á að við skyldum láta Jenkins vinna þetta skítverk, en forstjórinn vildi ekki heyra á það minnst. Þá liti það út eins og þetta væri hefndarverk frá lians hálfu, og það kom í bága við frumregl- urnar. Eins og þið hafið hevrt hafði hann líka sínar frumregl- ur, þó að ég fyrir mitt leyti sé nú helst á því að ástæðan hafi verið sú, að Jenkins var eftir- lætið hans, og að hann hafði ógjarnan viljað sjá hann steikt- an í rafmagnsstólnum, ef illa færi. En ég var ekki annað en vesæll útlendingur, og þeir voru aldrei í háu gengi. Það átti að vera ég. Og það varð ég. Bauer kom daginn eftir til að sækja ágóðahlutann sinn eftir síðustu viku. Jenkins sló hann í rot og svo bundu þeir hann og fleygðu honum inn í bifreiðina, þangað sem ég sat í baksætinu. Þeir höfðu fengið mér skammbyssu. Eg hefi aldrei átt skammbyssu — þessliáttar verkfæri geta valdið slysum — voðaskotum eða sjálfsmorði, en af því að ég átti að stjórna ferð lögregluþjónsins í annan heim varð ég að liafa skotvopn, og það fékk ég. Ekki langaði mig nú til að drepa mann, en það var liður í því starfi, sem ég hafði tekist á hendur. Með öðrum orðum var ég morðingi. Maðurinn sem ég átti að murka lífið úr hafði verið gripinn aftan frá og var for- svaranlega bundinn. Svo að hann get ekki gert neitt. Og Jenkins félagi minn var með mér; hann stýrði bifreiðinni sem við sátum í, og hafði skam- byssu líka. Eins og þið munuð skilja langaði mig mest til að ekkert yrði úr morðinu. Maður verð- ur að hafa þá skoðun sem mað- ur vill. Ef ég hefði bundið mig við það eitt, að vilja ekki sjálf- ur drýgja morðið, þá hefði ef til vill verið hægt að finna eitt- hvert úrræði, en sannast að segja þá getur verið skap í mér þegar svo ber undir, og ég vildi helst að maðurinn yrði ekki myrtur, hvorki af mér né öðrum. I þvi lágu örðugleikarn-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.