Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1947, Blaðsíða 14

Fálkinn - 07.03.1947, Blaðsíða 14
14 FALKINN Frá skíðamótinu í Holmenkollen árið 19b0. Stökkbrautin efst til hægri. HOLMENKOLLEN-MÓTIÐ Nú er 50. Holmenkollenmótið ný- afstaðið og hefir vakið geysiathygli víða um lönd. Þúsundir áhorfenda sóttu mótið hvaðanæva að, og kepp- endur skiptu hundruðum. Og nú á þessum merkis tímamótum í Holm- enkollen sendu íslendingar í fyrsta skipti fulltrúa sína til að þreyta leik við skíðagarpa þá, er þar keppa. Það eru Siglfirðingarnir góðkunnu, Jónas Ásgeirsson og Jón Þorsteins- son ,sem voru fulltrúar íslendinga. Fyrstu keppnirnar voru 50 km. og 18 km. göngur. Sænsku skíða- mennirnir, sem tóku þátt í þeim, fóru hina mestu frægðarför og besti maður þeirra, Karlson, vann báðar göngurnar. Svíinn Israelson vann Konungsbikarinn að þessu sinni, en hann er veittur þeim, sem flest stig fær fyrir göngu og stökk samanlagt. Svisslendingurinn Stump kom næst- ur lionum, og Norðmaðurinn Huf- seth hlaut 3. sæti. Norðmennirnir Odden og Hermansen, sem menn gerðu sér glæstar vonir um, voru nr. 5 og 6. Jónas Ásgeirsson Svo kemur að aðalstökkflokknum, þar sem bestu skíðastökkmenn ver- aldarinnar reyna sig. í þeirri keppni tóku þeir Jónas og Jón þátt. Náðu þeir góðum stökkum, en komust þó ekki i úr- slit. Lengsta stökk Jónasar var 57 m. en Jóns 54 m. og var Jónas nr. 93 en Jón 95 af 137 keppendum. — Þeir sem i úrslit komust, stukku um og yfir 60 m. Norð- maðurinn George Thrane, 23 ára gamall frá Asker við Oslo, bar sig- ur úr býtum í keppni þessari, og stökk hann 69 og 64,5 metra. Kaar- stein, sem varð 7. í röðinni stökk lengst, eða 71 meter. Norðmenn höfðu greinilega yfirburði i þessari grein, og áttu þeir 11 fyrstu menn. Tólfti í röðinni varð Svíinn Lindgren. Þótt Jón og Jónas kæmust ekki í úrslit er frammistaða þeirra með prýð- um, sérstaklega þcgar tekið er tillit til þess að hér á landi gerast ekki svo stórar stökkbrautir sem í Noregi. Þessvegna má fyllilega segja að þátttaka Siglfirðinganna hafi verið gott spor í rétta átt, og íslendingar eru þeim þakklátir fyrir góða för. Jón Þorsteinsson Ekki má það hjá líða að minnast á það, að íslendingunum var vel fagnað á Holmenkollen, eins og Norðmanna var von og vísa, og var þeim tvímenningunum heils- að með þjóðsöng íslendinga. Til- kynnti þulurinn, að það væri í fyrsta skipti, sem hann heyrðist á Holmenkollen, og nú hefðu ís- lendingar bæst i tölu þeira þjóða, sem tekið hefðu þátt í Holmenkollen_ mótinu. Stiornalestar. Framhald af bls. 6. við að striða og vatnsveitur og orku- stöðvar eru undir slæmum áhrifum. Námurekstur óhagstæður. Sprenging i opinberri byggingu. — Satúrn og Plútó i 7. húsi. örðugleikar í utan- ríkismálum. — Örðugleikar við Frakkland, Ítalíu og íran. — Júpít- er í 9. húsi. Hefir nálega allar af- stöður slæmar. Viðskiptavandkvæði við aðrar þjóðir og tafir í rekstri siglinga. Tokyo. — Nýja Tunglið og Mars í 10. húsi.'— Ráðendurnir og stjórn- in eiga í miklum örðugleikum. Veik- indi í keisarafjölskyldurini og jafn- vel dauðsfall og álitið gæti beðið verulegan hnekki. — Merkúr i 11. liúsi. Umræður miklar í þinginu og líf i j)ingstörfum. — Satúrn í 4. húsi. Hefir allar afstöður slæmar. Eykur það mjög á örðugleika ráð- endanna. Námurekstur á örðiigtmpp- dráttar og jarðeigendur verða fyrir tapi. — ÍJran í 1. liúsi. Hefir góð- ar afstöður. Almenningur mun æskja endurbóta í ýmsum greinum. Ó- róleiki gæti þó gert vart við sig. Júpíter i 6. húsi. Aukin .útgjöld vegna hersetunnar. Washington. — Mars, Sól og Tungl i 5. liúsi. — Leikarar og leikhús munu mjög á dagskrá og örðugleik- ar koma í ljós. Misgerðir gagnvart börnum og konum mun komast til almennrar vitundar. Merkúr í 6. húsi. Afstaða verkamanna og þjóna mun góð. — Venus í 4. húsi. Óhag- stætt verðurlag fyrir bændur og búa- lið. -— Júpíter i 2. húsi. Slæm af- staða til fjármála, bæði liins opin- bera og bankanna. Aukin útgjöld. — Neptún í 1. húsi. Undangraftar- starfsemi rekin og leynilegur áróð- ur. Óróleiki meðal almennings og lögbrot og misgerðir koma fyrir dagsins ljós. — Satúrn í 11. húsi. Tafir miklar á framgangi mála í þinginu, sem valda stjórninni mik- illa örðugleika. — Úran í 9. húsi, vandkvæði í utanríkissiglingum og verzlun qg eldur gæti komið upp í skipi. ísland. 4. hús. — Nýja Tunglið og Merk- úr eru í húsi þessu. Afstaðan til stjórnarinnar mun koma í ljós og miklar umræður um afstöðu bænda og málefni þeirra. Mikil starfsemi er óséð í sambandi við málefni landbúnaðarins í Merkúríusarafstöð- unni. 1. hús. — Júpter er í húsi þessu og hefir nálega allar afstöður slæmar. Örðugleikar koma frá ýmsum hlið- um svo sem þinginu, utanlandssigl- ingum, samgöngum innanlands og jafnvel hjá bændum, en þó mun Merkúr eittlivað draga úr því. 2. hús. — Júpíter ræður húsi þesáu. — Venus er einnig í þvi. — Fjárliagsafstöður ekki góðar og lík- legt að útgjöldin vaxi, en tekjurnar aukist ekki að sama skapi. 3. hús. — Mars er í húsi þessu. — Samgöngur og ferðalög munu und- ir truflunum og slys gætu átt sér stað og eldur gæti komið upp i þessu sambandi. 5. hús. — Mars ræður húsi þessu. Örðugleikar og ágreiningur meðal leikara og leikhússtarfsemi undir truflunum. Eldur gæti komið upp i leikhúsi eða skemmtistað. Konur og börn undir örðugum áhrifum. 6. hýs. — Mars ræður húsi þessu. Veikindi noldcur og hitasóttir gætu gert vart við sig. 7. hús. — Venus ræður lmsi þessu. — Hefir yfirgnæfandi slæmar af- stöður. Örðugleikar nokkrir i utan- landsviðskiptum og viðskip/tum við önnur ríki. 8. hús. — Úran er i húsi þessu. — Bendir á ófyrirséð og bráð dauðs- föll, slys og sprengingar og vofeif- lega dauðdaga. 9. hús. — Satúrn, og Plútó eru í þcssu húsi. — örðugleikar miklir í utanlandssiglingum og óánægja og verkföll gætu átt sér stað. — Trufl- anir i kirkjumálum og lögfræðing- ar gætu átt við ýms vandkvæði að etja. 10. hús. — Merkúr ræður húsi þessu. — Hefir hann nálega allar afstöður góðar. Bendir á aukna starfsemi stjórnarinnar og betri að- stöðu. 11. hús. — Neptún er í húsi þessu. — Bendir á óþægileg atvik í þing- inu. Baktjaldamakk og áróður milc- ill rekinn frá liendi róttækra 'afla. 12. hús. — Engin pláneta var í húsi þessu og mun það því hafa minni áhrif. Meiri hluti pláneta voru í fram- kvæmdamiklum liúsum og ætti starf- semi því að vera rekin með fullum þrótti og framtak áberandi. Ritað Í4. febráar 1947.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.