Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1947, Blaðsíða 5

Fálkinn - 07.03.1947, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Úr heimi brezkra kvikmynda: Michael Redgrave. Hann er einn af hinum frægari leik- urum Breta nú á tímum og vann sér hylli með starfi sínu fyrir leikfélagið „Liverpool Rcpertory Co“, sem hann hóf 193b. Undan- farið hafa verið tvö frœg leikfélög í London, annað með hinum frægu leikurum Laurence Oliver, Ralph Richardson og Sybil Thorn- dike, en hitt er félag John Gielgud á Hay- market. En bráðlega mun Redgrave-félagið verða nefnt um leið og þes-si. Hann er mjög fjölhæfur leikari og bindur sig ekki við á- kveðna hlutverkategund. Hann leikur Hinrik F., Antonius, Faust og verstu óbótamenn jöfnum höndum. Redgrave er fæddur 1908, yfir 6' feta hár, jarphærður og fríður maður. For- eldrar hans voru bæði leikarar og vildu ekki að Michael færi inn á sömu braut. Hann varð fyrst barnakennari i þrjú ár, en hann vitdi lcika. Síðan hefir hann leikið bæði með Laurence Oliver og Gielgud, en þegar stríðið hófst gerðist hann háseti á flugvélaskipin'u „Itlustrious“. Redgrave hefir samið tvö leikrit. Myndin er af honum í aðalhlutverkinu i „Þrumuþór". Hún var á döfinni fyrir 20 árum. Þá átti að knýja fram ófrið með því að myrða Charlie Chaplin, og taka svo Filipp|Seyjar af Banda- ríkjamönnuml!! Árið 1935 var jap- anskur bóksali myrtur fyrir þá sök eina, að hann hafði reynt að kenna Japönum hinn ajneríska þjóðar^ knattleik, baseball. Má af þessu marka að „Svarta drekanum“ fannst mál til komið að lnjfjast handa þeg- ar ráðist var á Pearl Harbor, en þá árás hafði bófaklíkan undirbúið. „Svarti drekinn“ færðist mjög í aukana undir forustu Mitsuru Toy- ama, sem dó fyrir tæpum tveimur árum, 84 ára. Hann var ásýndum eins og heimspekingur, með liorn- spangagleraugu og sítt skegg, virt- ist vera friðsamlegur einsetumaður, en var eini maðurinn í Austurlönd- um, sem gat kallað saman 50.000 manna vopnað lið á tveimur tímum. Toyama hafði alist upp í ein- kennilegri stofnun, sem gerð var samkvæmt spartverskri fyrirmynd, en þessum skóla stjórnaði kven- forkur einn, sem Takaba hét og full- yrti að hún liefði verið sköpuð kven- kyns fyrir misgáning einan. Toyama var af fátækri bændaætt en ríkur maður tók hann að sér í sonar stað og lét hann ferðast um Japan. í því slangri komst hann i tæri við „Svarta drekann“ og varð einn af forustumönnum lians. Hann var jafn ónæmur fyrir hótunum og hóli. Var þess oft freistað að fá hann til að taka þátt í stjórnmál- um en Toyama neitaði jafnan og kaus heldur að vera sá, sem miklu gæti ráðið bak við tjöldin. Bylt- ingaspelcingurinn Sun Yat-Sen var mikill vinur lians, og liann hafði blandað blóði við núverandi drottn- anda Kínverja, Chang Kai-Chek, svo að Toyama var orðinn álirifamaður meðal gulra þjóða. Hann hafði njósn- ara í Bandaríkjunum og morðingjum lians skaut einnig upp í Indlandi. Þegar Okuma greifi hóf samn- inga við erindreka erlendra ríkja 1892, viðvíkjandi sérréttindum þeirra í Japlan, sendi Toyama mann með handsprengju í humátt eftir greifanum, og missti hann annan fótinn við það tilræði. Daginn eftir kom Toyama brosandi og bliður í sjúkravitjun til greifans, sem spurði liann glottandi: „Ertu kominn til að færa mér fótinn aftur?“ Toyama hrá hvergi og svaraði: „Merkum stjórnmálamanni hlýtur að vera það gleðiefni að fá að fórna fæti sínum fyrir ættjörðina.“ Og í endurminn- ingum Okuma greifa, þar sem þessi saga er sögð, bætir sjálft einfætta fórnarlambið því við, að sér hafi ver ið nauðugur einn kostur að dást að þessum ættjarðar-bófa.... Núverandi stjórn „Svarta drekans“ vill helst láta heiminn yfirleitt en þó sérstaklega amerikanska setuliðið halda, að „drekinn“ hafi lognast útaf um leið og Toyama. Amerík- anskir blaðamenn hafa haft tal af síðasta foringja drekans, Kuzuu, sem kemur þeim fyrir sjónir eins og sak- leysið sjálft. Hann er 72 ára og hefir látið sér vaxa alskegg og sið- an er hann likari hinum fræga fyr- irrennara sínum en áður. Hann segir að „Svarti drekinn“ sé ekki nema nafnið tómt og að langt sé síðan hann hætti að láta nokkuð til sín taka. Og svo bætir hann þvi við, að starf þessa félagsskapar hafi jafnan verið friðsamlegs og menn- ingarleg eðlis, þó að liann verði hinsvegar að játa, þegait gengið er á hann, að „einstaka félagsmenn liafi stundum framið ppólitísk morð, upp á eigin spýtur og án fyrirskip- ana frá félagsstjórninni." Kuzuu er fæddur i Japan en flutt- ist til Iíoreu 19 ára gamall og fór að gefa út dagblað þar. Hann liefir gengt mikilsvarðandi embætti undir þrem mismunandi ríkisstjórnum er á síðustu áratugum hafa haft mikil áhrif á japanskt þjóðlíf, og ennfrem- ur var hann lengi hægri liönd Toy- ama og síðar eftirmaður hans og réð miklu um valdastefnu Japana og yfirgang þeirra út á við. Amerikumenn treysta ekki Kuzuu, þeir treysta því ekki að „Svarti drek- inn“ og um 200 önnur pólitísk leyni félög, sem á síðustu árum hafa haft úrslitaálirif á þjóðlíf Japana hafi allt i einu liætt að vera til, og þeir trúa því ekki lieldur að hinar gömlu launmorðingjahugsanir og fyrirsáta- hugsjónir séu gleymdar. Þeir telja þvert á móti að „Svarti drekinn“ og önnur félög honum lík liafi farið í felur og bíði eftir lientugu tækifæri til þess að beita ofbeldi á ný, að dæmi þýsku varúlfanna - og vitan- lega koma aftan að andstæðingnum. Bak við kurteisa framkomu og hæverskt látbragð liinna brosandi sigruðu Japana leynast öfl, sem stunda njósnirnar sem hverja aðra list og launmorðin sem vísindi. ***** ölga í Palestínu. Það virðist lítið kyrrast um í Palestínu, og síðastliðin vika hefir hefir orðið ein hin örlagaríkasta þar í landi. Hér sjást enskir hermenn koma með hóp Gyðinga, sem grun- aðir eru um spellvirki, til yfirheyrslu í herbúðum víð Jerúsalem. ■

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.