Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1947, Blaðsíða 11

Fálkinn - 07.03.1947, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 ÞEGAR ÖLL SUND LOKUÐUST FYRIR HITLER II. FÓnNABLilIB SKOTTULÆIÍNISINS Hitler var orðinn skar, en trúði á skottulækninn og lét fang- elsa tvo samviskusama lækna, er þeir sögðu honum sann- leikann. Það er auðvelt að gera sér í hugarlund hvernig áhrif aSbúSin, sem lýst vár i fyrri greininni, hafSi á Hitler. Doktor von Hasseibach, hinn áreiSanlegasti og glöggskyggn- asti af læknum Hitlers segir, aS „fram að 1940 hafði Hitler litið út fyrir að vera yngri en hann var. En eftir þaS eltist hann fljótt. Og frú 1943 líktist hann gömlum manni. SíSustu daga ævi hans voru komin á hann elliglöp, segir Speer. Allir, sem sáu hann i apríl 1945 lýstu hon- um sem skari. Þessi hnignun heilsufars Hitlers hefir oft verið talin afleiðing sam- særisins, í júli 1944, en það er rangt. Sárin, sem hann fékk voru lítil og greru fljótt. ÞaS' sem raunvedulega bjátaði á siSustu mánuði ævi hans var tennt: lifsvenjur hans, sem þeg- ar hefir verið lýst, og læknar hans. Eina líkamsveilán sem Hitler hafði fyrir stríð, var í hálsinum. Árið 1935 var hann liræddur um að eitt- hvað væri athugavert við raddbönd- in í sér og lét sækja til sín sér- fræðing, von Eicken prófessor, sem fann æxli í raddböndunum og skar það burt. AS undanteknu því að Hitler hafði hlustarverk við og við og hætti til að fá magakrampa, var heilsa hans góð til 1943. Hann hélt að vísu sjálfur að hann væri lijarta- bilaður, og eftir 1938 forðaðist hann göngur og aðra likamlega áreynslu. Hann byggði kastalann Kehlstein uppi á fjallstindi og þaðan var hægt aS sjá yfir Bayernalpana, en brátt hætti hann að koma á þennan stað. Loftið var þunnt og hann fékk ó- þægindi fyrir brjóstiS og kenndi það hjartabilun. En læknarnir fundu engin merki liennar og hugguðu sig við þetta, eins og magakramp- inn væri ímyndun ein. Það voru þrír læknar sem stund- uðu Hitler: Brandt, von Hasselbach og Morell. Brandt var ekki í tölu bestu skurðlækna, og það er erfitt að tala um Morelí með liógværum orðum. Hann var skottulæknir. Þeir, sem sáu hann eftir að Ameríkumenn höfðu tekið hann fastan áttu bágt með að skilja hvernig þessi maður gat fundið náð fyrir augum Hitlers, því aS bæði var hann sóSalegur, skriðdýrslegur í framgöngu og virtist enga sómatilfinningu hafa. Þeir töldu að fólk, sem annars átti úr litlu að velja, mundu ekki hafa trúað Morell fyrir lífi sínu fyrr en í fulla iinefana. En Hitler tók hann ekki aðeins til reynslu heldur hafði hann fyrir lækni í níu ár og kaus liann fremur en alla aðra og trúði loks honum einum fyrir lífi sínu, þrátt fyrir aðvaranir mætra manna. Mammon var guð Morells. Honum stóð alveg á sama um allt sem heitir sannleikur og visindi. Morell þurfti ekki aS hafa fyrir því að verja sig gegn árásum. Afstaða sú, sem liann náði gagnvart Hitler, var af- leiðing af geðveilu hins síðarnefnda, en ekki af dugnaði hins. Hitler var mjög hneigður til dultrúar, á sama hátt og hann elskaði stjörnuspár og svefngöngu-opinberanir. Hann trúði á einskonar dularlyf, segir einn læknirinn. Þegar Morell, sem hafði sest að i Berlin, sem kynsjúkdómalæknir léttúðarkvenna af listræna taginu, kom til Berchtesg^den í nauðsynleg- um erindum til Hoffmanns (einka- ljósmyndara Hitlers), var hann ekki iengi aS höndla hnossið. Morell fór að setja upp efnagerðir og fram- leiða „patentlyf“. Hann var orðinn líflæknir Hitlers og þá var ekki að því að spyrja að vörunar seldust. Stundum fékk hann því til leiðar komið, að sala á undralyfjum lians var fyrirskipuð í öllu Þýskalandi. Samkvæmt skipun frá Hitler var t. d. hið „rússneska lúsaduft" Mor- ells notað i hernum. Og liverju sem tautaði var Morell alltaf látinn ganga fyrir öðrum með byggingar- efni þegar hann þurfti að reisa nýja verksmiðju. Eitt af lyfjum Morells, sem hét „Ultraceptyl“ og framleitt var i Budapest, var bann- fært af lyfjafræðingastofnuninni vegna þess að það væri beinlínis skaðlegt fyrir taugarnar. Skýrsla stofnunarinnar var lögð fyrir Hitler, en hann stóð á sínu. Morell fékk að auka framleiðsluna frá því sem veriS hafði. Ekki er rétt að segja, að Morell léti lyf sín fara á markaðinn án undangenginnar reynslu. Hann hafði sitt tilraunadýr til þess að reyna sullið á, og tilraunadýrið var — Hitler sjálfur. Gerður hefir verið nær fullkominn listi yfir lyfin, sem Morell notaði við Hitler, saminn eftir „journal“ þessa undralæknis, og eru á honum 28 mismunandi lyf, þ. á. m. „UHraceptyl" og fjöldi svákalyfja. Æsingalyf og dáleiðslu- lyf eru ekki talin með. Dr. Brandt hefir lýst því hvernig Morell notaði lyfin: „AS lokum var hann farinn að gefa þau í spraut- um eingöngu. Hann gaf sprautur með drúfusykri, hormónum, fjör- efnum o. s. frv. þannig að sjúkl- ingnum leið betur fyrst í stað á eftir. Hitler virtist liafa álit á þessu. Þegar hann fann að hann var að kvefast, lét hann sprauta sig 3-6 sinnum á dag. Þegar hann átti að halda ræðu fékk hann sprautu daginn áður, samdægurs og daginn eftir. Þegar stríðiS hófst fannst Hitler liann vera ómissandi sjálfur, og öll stríðsárin lét hann sprauta i sig lyfjum í sífellu. Morell gaf öll- um í herforingjaráði Hitlers lyf, aS Jodl undanteknum.“ ÞaS er eingöngu vegna þess að Hitler var hraustur að upplagi, að hann þoldi þessa meðferS jafnlengi og raun bar vitni. En 1943 fór liann aS fá skjálfta í útlimi, sérstaklega vinstri handlegg og vinstri fót. Ilann dró á eftir sér vinstri fótinn og fór aS ganga álútur. Sumir læknarnir héldu aS þessi skjálfti stafaði af því að hann liefði fengið svonefnda „Parkinsons-sýki“. Aðrir liéldu að það væri móðursýki. En hvað sem þvi líður þá stafaði skjálftinn ekki af áfalli við júlí-sprenginguna, eins og ýmsir hafa viljað halda fram. Skjálftinn hafði verið sýnilegur áð- ur og gefið Göbbels tilefni til sam- úðarkenndrar afmælisræðu, er hann hélt fyrir Hitler i apríl 1943. Þar lýsti liann Hitler sem „goðinu At- las sem ber allan hnöttinn á herð- um sér.“ Sannleikurinn er sá, að allir læknar sem til þekkja, segja aS skjálftinn, sem löngum fór si- versnandi, hafi algerlega hætt dag- inn, sem sprengingin varð. En síðar byrjaði liann aftur í nýrri mynd og verri en áður. Þegar Hitler hafði náð sér eftir hin beinu meiðsl af sprengingunni — eftir fjórar vikur, og tók til venjulegra starfa á ný, hafði hann afar langan vinnudag, og vinnu- staðurinn var jarðhús í hinu raka og ólieilnæma loftslagi Austur-Prúss- lands. Hann liætti sér aldrei út úr liíSi sínu því að samsærishræðsla hans fór sívaxandi. Hann forðaðist hreint loft, hræddist alla hreyfingu og sá liættur á liverju leiti. í september og olctóber kom dr. von Eicken til hans til aS gera aS igerð í kjálkanum; þá hafði hann líka bólgna liálskirtla. í október var en tekið æxli af raddbandi í honum. Um það leyti hafði Hitler að staðaldri magakrampa og höfuð- verk, sem Morell var að lækna með lyfjasulli sínu. En nú gerði dr. Gies- ing, eyrna- og neflæknir, eftirtektar verða uppgötvun. Morell hafði í tvö ár gefið Hitler pillur, sem nefndust „Dr. Koestlers Antigas-pillur“, og i þeim var bæði striknín og belladonna. Hitler fékk tvær eða fjórar pillur með hverri máltíð, þrátt fyrir það að ekki þykir forsvaranlegt að gefa sjúldingi nema 8 stykki á dag í mesta lagi, af þess- um pillum. En þó var það ekki það versta. Morell skammtaSi honum ekki pillurnar sjálfur heldur lét Hans Linge, þjón Hitlers, hafa þær undir hendi. ÞaS var í skúffu Lings sem dr. Giesing fann pillurnar, af tilviljun. Dr. Giesing brá í brún og ræddi þegar um þetta viS dr. Brandt. Þeim kom saman um að Morcll seigdræpi Hitler á eitri, og að þessi eitur væru ástæðan til iðrakvala Hitlers og jafnframt skýring á því, að hör- undslitur hans var orðinn svo grár. Þeir Brandi og Giesing fóru þvi til Hitlers og sögðu honum, að liann léti Morell spilla heilsu sinni með þrotlausri eitrun. Hitler þagði um stund en svo kom þruman. — Brandt var sviptur öllum pólitískum trúnaðarstörfuni (hann var m. a. „Reichskommisar heilbrigðismála), von Hasselbach varð honum sam- ferða í fördæminguna, og 16. apríl 1945, þegar liarðstjórinn lirópaði á meira blóð áSur en það yrSi um seinan, var Brandt handtekinn og dæmdur til dauða. En um þær mundir gerðust mörg tíðindi i senn og vinum Brandts tókst að tefja af- tökuna fram yfir fall Þýskalands. Síðustu ævidaga sina var Hitler þannig orðinn að aumingja 'likam- lega þó að hann þjáðist ekki af neinuin sérstökum sjúkdómi. Allir sem sáu hann segja að andlitið hafi verið grátt og úttaugað, ög tala um live álútur hann háfi verið, hve mikið hann hafi skolfið -og hve sljór hann var til augnanna. EÍTtvö skapferliseinkenni sín átti hann enn. Hitler hafði haft dáleið- andi augu, sem gat svift fjöldann tilfinningu og skynsemi og kúgaS hann til aðdáunar. Þessu persónu- lega segulmagni hélt hann til þess síðasta. Og blóðþorsti hans var sam- ur og áður eða óx jafnvel með hverri plágunni og ósigrinum. Þó að liann þyldi illa að sjá blóð æst- ist hann og eitraðist við tilhugsun- ina um blóð. Honum stóS á sama hverjum blæddi. í herferðinni til Póllands hélt Halder hershöfðingi því fram að engin nauðsyn væri á að eyðileggja Varsjá, bærinn mundi gefast upp, þvi að pólski herinn væri kominn á tvístring. En Hitler hélt fast við að Varsjá yrði lögð í rúst. Hann lýsti þeim ánægjulegu atburðum, sem gerast mundu: himininn myrkvast, milljón smálestum af sprengjum rign ir niður, fólkið drakknar í blóði. Annar liershöfSingi lýsir hvernig Hitler tók fregninni um það að líf- varðarsveit lians hefði beðiS stór- tjón i Rússlandi. Reichenau hers- liöfðingi reyndi afsakandi að skýra frá því hversvegna manntjónið hefði orðiS svona mikið. Hitler tók fram í: „Manntjón geta aldrei orðið of mikil, þau sá sæði hinnar komandi stórveldisaldar“, sagði hann sigri hrósandi. Siðustu dagana kemur hann fram scm einskonar mannætugoð, sem gleðst yfir falli sinna eigin mustera. Ein af siðustu fyrirskipunum hans var um aftökur, fangar skyldu brytj- aðir niður, mágur lians tekinn af lífi, allir svikarar slcyldu deyddir, án þess að ákveðnir menn væru nefndir. Hann óskaði mannblóta við gröf sina. Það var rökrétt og tákn- ræn afleiðing af stefnu Hitlers, að hann sliyldi sjálfur brenndur til ösku í lok byltingar eyðileggingar- innar. Framhald.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.