Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1947, Blaðsíða 6

Fálkinn - 07.03.1947, Blaðsíða 6
e F Á L IC I N N .. R. L. STEVENSON: GIJLLEYJAM MYNDAFRAMHALDSSAGA 19. „Eg held að ég sé að verðb, veik, Jim, hvað cigum við að gera?“ sagði móðir min allt i einu á flótt- anum. Til allrar hamingju var brú í nágrenninu, þar sem hægt var að koma henni í skjól og felur. — En forvitni min lét mig ekki i friði, svo að ég fór að njósna um, hvað væri á segði i kránni. 20. t broddi fylkingar voru þrír menn. Sá, sem var í miðjunni var tvímælalaust blindi maðurinn, sem kom með bréfmiðann. Hann var sýnilega höfuðpaurinn. „Brjótið upp hurðinal“ öskraði hann. Þeir, sem fyrstir urðu inn, fundu líkið og köll- uðu út að Bill væri dauður. „Leitið í vösum hans og kistunniT' sagði sá blindi. 21. En sú leit bar skiljanlega lít- inn árangur, og höfuðpaurinn varð æfur og trylltur, þegar kortið hans lcapteins Flints fannst ekki, þvi að til þess að hremma það var förin farin. ,,Bölvaður piltungsþrjóturinn“ hrópaði hann. „En hann skal verða fundinn. Leitið um húsið hátt og lágt!“ — Siðan var öllu umturnað i húsinu, og allt brjótanlegt var brot- iiið. En hvergi var neitt að finna. Copyright P. I. B. Bo« 6 Copcohagtn 22. Þá heyr'ðist hœttumerki i grenndinni, sennilega frá einhverj- um varðmanninum í sveitinni. Hóp- urinn bjóst þá til að flýja, en blindi beiningamaðurinn — forkólfur þorp- arana — barði i allar áttir en komst ekki fótmál, þ.vl að félagar lians skildu hann eftir hjálparlaus- an. 23. Nú heyrðist viðvörunarslcot, og hófaskellir urðu greinilegri og greinilegri. Brátt kom það i Ijós, að það var riddaralið héraðsins, sem var áferðinni. Það geystist á- fram og blindi beiningarmaðurinn tróðst undir hestafótunum og bærði ekki á sér lengur, cn félagar hans voru allir á bak og braut. 2't. Með hjálp riddaranna kom ég mömmu heim á bóndabæ, þar sem henni var vcitt góð aðhlynning. Síðan tvimennti ég með einum ridd- aranum til héraðsfógetans og læknis- ins dr. Livesey, til þess að gefa skýrslu um atburðina á kránni. Við riðnm greitt, og ég righélt mér um mitti riddarans. 25. Dr. Livesey var ekki heima. Hann hafði verið kallaður til ein- hvers herra Trelawny, og þangað fór ég. „Nei, Jim Hawkinsi hvað er þér á höndum?" sagði hann, er ég kom inn. Eg gaf skýrslu af við- burðinum, og bæði dr. Livesey og hr. Trelaumy hlýddu eftirvæntiny- arfullir á frásögn mína. 26. Að síðustu rétti ég þeim pakk- ann, sem ég hafði fundið hjá kap- teininum, og þeir opnuðu hann með ákefð. í honum var bók með reikn- ingum, sem hljóðuðn upp á háar fjárhæðir, og ýmsum útreikningum. Stjörnulestur Eftir Jón Árnason, prentara Nýtt tungl 21. febrúar 1947. Alþjóðayfirlit. í aðalatriðum er stundsjá þessi ekki þróttmikil, því megnið af plá- netunum eru í veikum merkjum og breytilegum áhrifum. Hjálparstarf- semi œtti þó að aukast, jafnvel þó að fjárhagsatriðin og framkvæmdir verði fyrir ýmsum truflurium. Meiri hluti pláneta eru í vatnsmerkjum, sem benda á aukna samúð, en það jafnvægist að nokkru við það að öll merki loftþrihyrningsins eru set- in plánetum, sem styrkja huglífið. Lundúnir. — Nýja tunglið, Merkúr og Mars eru 3. húsi. Umferða og flutningamálin munu mjög á dagskrá í Englandi. Örðugleikar ýmsir munu birtast i þessu sambandi og óá- nægja meðal verkamanna í þeim greinum. Eldur gæti komið upp í samgöngutækjum, einkum í sam- bandi við járnbrautir og slys sýni- leg. Þötta er slæm afstaða. Þó geta góð áhrif Merkúrs eitthvað bætt úr. Blaðaumræður um þessi efni koma til greina. — Venus i 2. húsi. Fjár- hagsmálum undir slæmum áhrifum, þvi Venus hefir slæmar afstöður. —Úran í 7. húsi. Örðugleikar, sem birtast fyrirvaralaust í utanrikismál- um. — Satúrn í 9. húsi. Hefir allar afstöður slæmar. Örðugleikar mikl- ir í sambandi við nýlendurnar og viðskiptin þar. Berlin. — Fjárhagsmálin munu mjög á dagskrá í Þýskalandi, því Mars, Sól og Tungl eru 2. húsi og hafa slæmar afstöður. Útgjöldin munu aukast mjög og bankaörðug- leikar geta komið til greina. — Úr- an í 7. húsi. Hefir afstöður ‘slæm- ar og veldur örðugleikum í viðskipt- um við aðrar þjóðir og áróðri gegn valdhöfum og lögleysur og lögbrot k.oma í ljós. — Neptún i 10. húsi. Hefur slæmar afstöður. Ráðendur munu komast i örðuglcika og missa álit og hátt settir menn eiga á hættu að komast í vandkvæði og tapa í veraldlegum og siðferðilegum efnum. Satúrn og Plútó í 8. húsi. Kunnir öldungar inunu deyja. Moskóva. — Mars, Sól, Tungl og Merkúr í 1. húsi Örðugleikar meðal almennings og óánægja mun sýni- leg. Heilsufarið slæmt og hitasóttir gera vart við sig. — Úran í 4 húsi. Örðugleika munu ráðendurnir eiga Framh. á bls. li Og þar var lika kort kapteins Flints af „Treusnre Island“ (Gulleyjan). Á eynni voru merktir staðir eins og „Spueglass Hill“ (Kikishæð) og „Skeleton Island" (Beinagrindarey). 27. Yfirleitt var kortið nákvœml, og siglingarleiðir við eyjuna voru merktir, og innan skamms fór djarf- legum hugmyndnm að skjóta upp í kolli dr. Livesey, og hr. Trelaway. Þeir hugðu á siglingu til Gulleyj- unnar í leit að fjársjóðum kapteins Flints. „En við megum ekki fara óðslega að neinn," sagði dr. Lives- ey, „því að fleirum er kunnugt um sjóðina en okkur, og það eru karl-- ar, sem láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna."

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.