Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1947, Blaðsíða 7

Fálkinn - 07.03.1947, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Andrés önd. — Maðurinn við hljóð- nemann getur hrósað sér af þvi að eiga best þekktu rödd i heimi. Hann heitir Clarence Nash, og það er rödd hans, sem heyrist, þ.egar Andrés önd hin frœga persóna Walt Disney, opnar gogginn á hvíta léreftinu. — Hér heldur Nash á líkani, sem börn um víða verötd kannast við. Bakarinn, sem kemur með brauð til íbúanna í frönsku Ölpunum, skeytir litið um vandfýsni eða aðrar kreddur. Hann kemur með brauðin umbúðalaus á sleða og rambar með hann eftir götunuml Woolworth Building. — Þetta er hinn frœgi skýjakljúfur Woolworth Building i New York. Hann var reistur árið 1912 af Woolworth- firmanu, sem hefir lengi verið ein freegasta bazar-verslun i Ameríku. Það hefir verslanir um víð og dreif vestan hafs, þar sem aðeins hafa verið tvær verðtegundir, 5 og 10 cent. Það voru bræðurnir Chartes Summer Woolworth og Frank Win- field Woolworth, sem Mofnuðu fur- irtækið. Þeir voru synir blásnauðs bónda, en urðu síðan einir rikustu menn í heimi. Charles er nú látinn. V.2-flugsprengjan. — Atomsprengjan hefir engan veginn drcp- ið áhuga hernaðarsérfræðinga á V,2-flugsprengjunni. 1 til- raunsatöðvum ameriska hersins í White Sands, New Mexico, er stöðugt unnið að fullkomnun þessa vopns undir forystu þýskra sérfræðinga. Á myndinni sést V.2-sprengja í tilrauna- stöðinni. Hún er fest í skotturninum áður en henni er skotið. Neðst til vinstri eru amerískur verlcfræðingur og þýskur rakettusérfræðingur að tala saman. Þjóðnýting. — Nú hafa Bretar sem kunnugt er þjóðnýtt kolanámurnar. Mynd þessi er frá kolanámu í Kent, þar sem verkamennirnir hafa skrif- að á eina skófluna: „First National Coal 1/1 ’V7.“ Nýtísku vatnspóstur. — Þessi tegund af vatnspóstum er nýjung vestanhafs og er áhaldið mjög hentugt l sveita- skólum, þar sem rennandi vatn er ekki nálægt. Það þarf aðeins að dæla nokknr slög, til þess að vatns- súlan standi i boga upp\ í loftið nokkurn tíma, svo að hœgt er að fá sér vat.nssopa bollalaust. GRAFREITURENN. — Orustan við El Alamein hefir vafalaust breytt meiru um framvindu stríðsins en flestar aðrar orustur styrjaldarinnar, að Stalingrad-orustunni þó undanskilinni. — En þótt þar tækist að stöðva sókn Rommels og hrekja hann öfugan sömu leið og hann kom, þá var það ekki gert fórnar- laust. Á sandauðninni við El Alamein féllu 8000 Englendingar úr 8. hernum og fjöldi særðist. Hinir föllnu hvíla nú í grafreit úti í sandauðninni, þar sem ráðgert er að reisa þeim veglegan minnisvarða. Myndin er tekin á minningarhátíð, sem haldin var við grafreitinn. asus. Ivan Iíoniev marskálkur hefir nú ver- ið skipaður æðsti maður „territor- ialherjanna“ rússnesku eftir Sjukov marskálk. 1 styrjöldinni kvað mikið að Koniv og var hans getið í skeyt- um. Ilann var hershöfðingi i Úkra- inu og ásamt Budjeny hershöfðingja rak hann þjóðverja til baka eftir að þeir voru komnir með her sinn austur fyrir Svartahaf og voru um þ,að bil að ná oliiúindunum á Kák-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.