Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1947, Blaðsíða 10

Fálkinn - 07.03.1947, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N YNBSVW LES&NbURHtR Steinolía handa úlföldum Þú hefir víst oft heyrt talað uni „baráttuna um olíuna“, Stórveldin leggja meira kapp á aS ná undir sig olíulindum en nokkru öðru, þvi að olían er afl þeirra liluta sem gera skal. Bensínið þykir orðið ómiss- andi þjóðum, sem eiga í stríði. Ef bensínið vantar stöðvast bifreiðarn- ar og flugvélarnar geta ekki lyft sér. En stundum heyrist talað um, að olíulindir veraldarinnar verði þurr- ausnar innan skamms, og er það sist merkilegt, þegar litið er á hvílík ógrynni af olíu notuð eru í heimin- um, ekki síst síðan flugið færðist i aukana og farið er að kynda olíu í stað kola í skipum. Hefirðu lesið um landkönnuðinn Marco Polo — það kom bók út um hann á íslensku fyrir nokkrum ár- um. í einni ferð sinni kom hann í héruðin við Kaspíahafið og fann olíulind. Hann slírífar um þetta i dagbók sína: „Hér er mjög stór olíu- lind, sem hægt er að ausa úr hundr- uðum skipsfarma i einu. Það er ekki hægt að nota olíuna í mat en hún brennur vel, og er góð til að bera á úlfalda, þegar þeir hafa kláða.“ Það var ekki fyrr en undir miðja 19. öld, sem menn gerðu sér ljóst hve mikils virði olían var til lýsing- ar og orkugjafar. Árið 1859 var fyrst borað eftir olíu — í Pennsyl- vaníu í Ameríku. — Það var ekki vandalaust verk að bora eftir olíu, en sumstaðar er þrýstingurinn á henni svo mikill, að hún gýs um 100 metra upp úr liolunni. Svona lindir eru kallaðar „sprautur' og ^UF, Skógur af olíuturnum. þær geta gosið allt að 1.800.000 1. af olíu á sólarhring. En smámsam- an rénar þrýstingurinn, bunan verð- ur minni og hverfur að lokum, en samt er lindin ekki tóm. Nú verður að dæla oliunni upp úr lindinni, og sé hún góð þá endist hún í 5 ár. ***** Eisenhower hershöfðingi komst á snoðir um það, skömmu áður en hann ætlaði að heimsækja Culzean Castle i Ayrsliire i fyrrasumar, að viðreisnarnefndin hefði fengið uin- sókn um ýmislegan efnivið til að skreyta staðinn, í tilefni af því að hann ætlaði að dvelja þar tiu daga. Hann símaði þegar: „Mér er kærara eð sofa í svefnpokanum minum í Culzean Castle en seinka endurreisninni i Skotlandi.“ Adamson er raatmaður. — Láttu þaff renna svolttiff leng- ur svo aff þaff verði almenniiega kalt og svalt. — Mundu nú, að hún mamma aðvarar þig um að gera þetta aftur! Afrikanska hauskúpan. 7. Smith reyndi að hjálpa mér, en nú sá ég að hann náfölnaði, og hann sleppti mér og synti þessa 5-6 metra, sem voru til hólmans. Eg reyndi að ná i trjábolinn, en hann var slípaður og háll, svo að ég missti af honum og sökk hvað eftir annað. Eg sá að Smith komst á þurrt og heyrði hann kalla: „Kró- kódíllinn! Slepptu bolnum og syntu hingað!“ 8. Eg leit við og sá gríðarstóran krókódil stara á mig, og varð laf- hræddur. Eg fór að reyna að synda en það tókst báglega og inér miðaði lítið áfram. Krókódillinn góndi á mig en ekki réðist hann á mig enn- þá. Kannske hefir hann verið svo saddur, að hann hefir ekki nennt því. 9. Þegar Smith sá í hvílikri hættu ég var staddur, filcraði hann sig á maganum út eftir trjábolnum og þegar hann var kominn svo langt. að hann náði til mín með hend- inni, dró hann mig í land. Um leið rak hann upp öskur, sem krókó- dilnum hefir víst þótt fallegt, því að hann hvarf í sömu andránni. Og nú vorum við báðir á ofurlitl- um hólma, votir inn að skinni og það var orðið svo áliðið dags, að næturkuldinn var væntanlegur þá. og þegar. 10. Við lyppuðumst niður örmagna af þreytu' eftir allt bjástrið, en allt í einu kallaði ég: „Komdu fljótt með eiturflöskuna!“ Hún var í vasa '.Smiths. Iiann rétti mér hana í flýti iog eftir stutta stund lá næturfiðr- aldið hjá mér. „Eg sé ekld betur en þetta sé Afríkanska hauskúpan,“ sagði ég fagnandi. Við athuguðum tfiðrildið nánar. Alveg rétt! Kol- svartir vængirnir með hvítum díl- aim. Verulega sjaldgæft fiðrildi. Þeg- ar við stóðum upp, flögraði svartur dill upp úr grasinu. Rtax spennandi myndaframhaldssaga

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.