Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1947, Blaðsíða 12

Fálkinn - 07.03.1947, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N DREXELL DRAKE: . ' xo »HAUKURINN« — Nei, — Vilið þér það með vissu? — Já. — Vitið þér hvernig fór með Slim. — Þann sem var með mér? — Slim og Brady eru báðir drepnir. — Ilvað er nú þetta. Þetta liefir verið meiri slátrunin! — Nú sldljið þér máske að þér þurfið á hjálp minni að halda? — Til hvers? —Það vill þannig til að við þurfum að ná í sama manninn, en hvort af sinni ástæð- unni. * — Viljið þér ekki segja mér hver hann er? — Ekki ennþá. Yður verður að batna fyrst. Eg skil. Það var kannske þessvegna, sem þér voruð í „Hálfmánanum“? — Hver veit. — Þá þurfið þér ekki að nefna neitt nafn. Uss! Hann! „Haukurinn“ var lcominn nær ráðningu ákveðinnar gátu en nokkurn tíma áður. Hann hafði fengið staðfestingu á grun þeim, sem hann hafði um hver stæði á hak við morð Kolniks. Reyndar hafði hann al- drei verið í vafa um það — með þeirri þekkingu, sem hann hafði á rás viðburð- anna. — Stúlkan horfði forvitnislega á hann, og hann gat getið sér til hvaða spurningu hún hafði á vörunum. En hann langaði ekki neitt til að svara þeirri spurningu einmitt nú, svo að hann varð fyrri til. — Og hvað nú, ungfrú Kolnik? — Nefnið ekki þetta nafn, gerið þér svo vel! Það er búið með það. Kallið mig hara Clara Lafare. Þér megið enda kalla mig Clare — og ekkert annað. — Ágætt! Eg hefi lagt mín spil á borðið. Þér verðið að reyna að smeygja yður út úr þessu eins fljótt og þér getið, sjálfrar yðar vegna. Þér munuð skilja þetta þegar þér sjáið hvað blöðin skrifa í dag. Og ég get eins vel sagt yður það undir eins, að ég stal yður af Mayfair-sjúkrahúsinu í dag. Þér höfðuð verið lögð inn þangað. Augu liennar urðu full af aðdáun. Þarna var maður, sem hún gat átt samvinnu við án þess að brjóta í bág við ættarvenjuna. — Þér eruð snillingur! Yður hefir þótt áríðandi að ná í mig! Mig langaði til að fá vilneskju um ýmis- legt, sem aðeins þér gátuð sagt mér. Eins og ég sagði áðan, þá erum við bæði að elt- ast við sama manninn. Hvern getið þér sakað — nema hann — með því að segja mér alla söguna? Joe Kolnik. Slim og Bradley eru livort sem er ekki lengur i lif- enda tölu. Hvað er það þá, sem þér viljið helst vita? — Fyrst og fremst hvað það var, sem þér höfðuð tekið að yður að gera í „Hálfmán- anum í gærlcvöldi? Dyrnar opnuðust og inn kom Mason læknir ásamt ungri, rjóðri stúlku í hjúkr- unarkvennabúningi. XIV. ' Leigða húsið. „Haukurinn* hafði staðið upp af stóln- um, og Clare leit fram til dyranna. — Sjúklingurinn yðar er kominn til sjálfs sín, læknir. Þetta gengur allt sam- kvæmt áætlun, sagði hann. — Þetta er Mason, læknirinn liugsar um yður, ung- frú Trent. Hann liafði kallað liana nafninu, sem honum datt fyrst í hug, og hún leit þannig til hans að liann sá að hún skildi, að hún ætti að ganga undir nafninu ungfrú Trent meðan hún hefði noklcuð saman vað lækn- inn að sælda. En þegar hann nefndi nafnið Mason, tók hann eftir að hjúkrunarkonan leit hæðnis- glotti til læltnisins. Og læknirinn virtist verða hálfvegis viðutan. Það varð eins og allir færu hjá sér. Læknirinn var talsvert skjálfraddaður þegar hann fór að rúminu og sagði: — Ungfrú Norton ætlar að vera hjá vð- ur í nótt, ungfrú Trent. „Haukurinn reyndi að íhuga hjúkrunar- konuna án þess að hún tæki eftir. Ilún virt- ist alls ekki vera glöð yfir þessu starfi. Enn lélc hæðnisglott um munninn á lienni, þarna sem hún stóð bak við lækninn, sem laut niður að sjúklingnum. — Þetta virðist allt á góðum vegi, herra Gate, sagði læknirinn. — Dálítið að borða núna, og nægan svefn í nótt, og þá verður stúlkan bráðhress i fyrramálið. — Eruð þér soltin, ungfrú Trent, spurði „Haukurinn“. — Elcki skyldi ég amast við að fá dá- lítinn bita núna, svaraði hún. — Það er líka ýmislegt annað, sem mig langaði lil að biðja ungfrú Norton að gera fyrir mig. — Það er þá hest að þið fáið að vera ein- ar dálitla stund, sagði læknirinn. — Við förum niður á meðan, herra Gate. Meðan þeir gengu niður stigann sagði Mason frá því, að ungfrú Trent væri mjög hrausthyggð. Hún mætti gjarnan fara á fætur á morgun, ef hún aðeins færi var- lega með sig. Lækirinn bauð „Hauknum“ sæti í dag- stofunni en sjálfur hvarf hann út um dyr, sem væntanlega liafa legið út i eldhúsið. Dagstofan var með ágætum húsgögnum, en frekar þungt loft var þar inni. í einu horninu lýsti lampi yfir smáborði, sem síminn stóð á. Nú hringdi bjalla einliversstaðar i hús- inu og að vörmu spori kom læknirinn inn. Hann fór til dyranna og lauk um fyrir negrastrák, sem kom með körfu, sem breitt var yfir. — Við báðum um dálítið af mat handa ungfrú Trent, sagði læknirinn. — Ungfrú Norton lcemur bráðum niður og fer með hann upp til hennar. En viljið þér biðja ungfrú Norton að koma inn til mín áður en hún fer upp með matinn? — Það skal ég gera. Nú livarf læknirinn aftur, og aftur varð alveg hljótt í húsinu. „Haukurinn“ hugsaði margt. Læknirinn virtist vera móðgaður, af einliverri ástæðu. Nærvara ungfrú Nor- ton var einskonar gáta. Húsið virtist vera frernur einmanalegt. Þarna var ekkert hús- hald, svo að fá varð mat utan frá. Lækn- irimí virtist ekki liafa neina aðra sjúlcl- inga. Sarge lilaut að fara að koma aftur úr þessu. Hann þekkti læknirinn og gat víst gefið margskonar uppjýsingar um liann. Nú var ekkert um að villast. Ungfrú Norton fitjaði fyrirlitlega upp á trýnið þeg- ar hann nefndi nafn læknisins. Þegar hún liafði lokað dyrunum eftir sér spratt Haukurinn upp og hljóp upp á loft lil Clare. Hún sat uppi i rúminu, ,með lcodda við hakið. — Fleiri spurningar, lierra Gate? — Nei, ungfrú Norton kemur með mat- inn á liverri stundu. Hún virtist híða eftir þvi að hann segði meira, en liann stóð þarna þegjandi og horfði á hana. Hún fór hjá sér við þetta og lagði aftur augun. — Glápið þér ekki svona á mig, maður, hrópaði hún. Hann þagði áfram og hún opnaði aug- un aftur. — Jæja, það verður engu tauti komið við yður. Kannske eigið þér líka kröfu á að vita það. En þér megið ekki standa svona og gera mig hrædda! Hann gelck úl að dyrunum og hlustaði. Ungfrú Norton var hvergi nálæg ennþá. Clare talnði hreimlausum rómi. — Joe fékk skipun frá einhverjum. Bradley átti að koma með jólasvein með sér eftir miðnættið. Joe sagði mér og Slim að stytta honum stundir. Svo átti Bradley að laka við honum, þegar hann væri orð- inn hæfilega fullur. Joe átti að slökkva Ijósið þegar Brady gæfi merki. Hún tók málhvild til þess að draga and- ann. — En demanturinn? — Hann var .... ég verð víst að kalla það aukagetu. Hann var svo fallegur. Brady vildi fá hann. Hann ætlaði að horga mér hundrað dollara fyrir liann. — Svo að það var þá rétt sem ég hélt. Það var þessvega, sem ég tók hjann af yður. En sögðuð þér Joe nokkuð frá því, sem okkur fór á milli, áður en þér fóruð? — Nei, ég sagði ekki öðrum en Brady og Slim af þvi. Hefði ég sagt Joe frá þvi mundi hann hafa sleppt sér.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.