Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1947, Blaðsíða 3

Fálkinn - 28.03.1947, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprenf SKRADDARAÞANKAR Vélbátaútvegurinn hefir aukist ó þann hátt, a'ð margir urðu til að stofna með sér félagsskap og eign- ast bát, sem þeir geðu út í samein- ingu og reru á sjálfir. Það var sam- vinna. En hversvegna er hún ekki reynd í Iandbúnaðinum? Fjöldi ungra manna flýr sveitina vegna þess að þeir rísa ekki undir því að kaupa eða leigja jörð, byggja á henni sœmilegan húsakoSt og rækta hana. En hugsum okkur að fimni til tíu ungir menn réðust í að kaupa stóra jörð, skipta þar með sér verkum og starfa að búskapjnum, fleiri eða færri í einu, eftir því.sem þörf krefur eftir árstiðum. Það ætti að vera vandalaust að hafa slíkt reiknishald á búrekstrinum að hver fengi sitt. Vélabúskapurinn er framtíðin og vélabúskap er betra að reka á stórri jörð en iítilli. Þessvegna stefnir nú allsstaðar í þá átt að stækka býlin i stað þess að gera þau smærri. Finnland er eina undantekningin; þar skipta menn jörðum til þess að útvega 300-400 þúsund manns aust- an úr Kyrjáium jarðnæði. En vél- anar koma ekki að fullu gagni og sýna ekki hvað þær geta, nema þegar þær vinna á stórum spildum. Þar njóta þær sin. Nú kostar stór vélbátur nálægt hólfri milljón króna. Hver vill taka að sér að sýna, hvað hægt er að gera í búskapnum með hálfri mill- jón? Einstakir menn hafa sýnt það. En það væri gaman og gagnlegt að samvinnufélag nokkurra manna vildi sýna þetta líka. Og það fyrirkomu- lag ætti að tryggja, að jafnan yrði nægur mannafli til að rækta jörð- ina og stunda búskapinn, því að fyrirtækið nyti jafnan starfs eigend- anna sjálfra. Úti um sveitir landsins sjást stórar og góðar jarðir fara í eyði vegna þess að enginn fæst til að nota þær. En í Reykjavík er svo mikil at- vinna við húsbyggingar, að erfitt er að fá menn á skipin, hvað þá í sveitirnar. Enginn er í vafa um hvort eykur meira framleiðsluna, húsið í Reykjavík eða vel setin stór- jörð úti á landi. Og aukin fram- leiðsla - er það ekki einmitt krafa nútímans? LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: »BÆRINN OKKAR« Eftir Thornton Wilder. Það laefði þótt fyrirsögn hérna í Reykjavík fyrir nokkrum ár- um, ef sýnt hefði verið leikrit í Iðnó, þar sem engin leiktjöld né ieiksviðsútbúnaður, svo að heitið gæti, væri notuð. Reyndar þykir mörgum þetta hálf ein- kennilegt enn, en nú hefir þetta einmitt átt sér stað. Leikritið sem Leikfélag Reykjavíkur sýnir um Alda Möller. þessar mundir, er einmitt svona, þar er lítt hirt um annan eins hégóma og leiktjöld og annan úthúnað á sviði: Leikrit þetta heitir „Bærinn okkar“ (Our Town) eftir Thorn- ton Wilder, en hann er Banda- ríkjamaður, sem getið liefir sér góðan orðstír sem leikritahöf- undur, og er þetta leikrit eitt af frægustu sjónleikum lians, en fyrir það hlaut hann á sínum tíma hin nafnkunnu Pulitzer- verðlaun. Dr. Pthil. Helgi Pjeturss verður 75 ára 31. þ. m. Bryndís Pélursdóttir og Rúrik Haraldsson. Óneitanlega er leikrit þetta ný- stárlegt. Leikendurnir verða að byggja leik sinn á hreyfingum einum og látæði, þvi að ekki hjálpa leiktjöldin þeim. Ekki eru nein skilrúm eða veggir, sem af- Lárus Ingólfsson. marka hús eða herbergi. Notuð eru að vísu einföld borð og stólar, en ekki neinn horðbún- aður hafður. Þegar leikendurnir Aðalbjörn Arngrímsson, bióstj., Þórs- höfn varö 40 ára 8. þ. m. sýna máltíð, sýna þeir hana með ímynduðum hnífum og göfflum og íinynduðum diskum og boll- um. Sama er að segja um störf húsmæðranna í eldhúsinu. Þar eru hreyfingarnar eina tækið til að sýna starfið. Annað einkennilegt er við þetta leikrit, en það er það, að „leik- sviðsstjórinn“ svonefndi er oftasl inni á leiksviðinu og talar hæði við leikendurna og áhorfend- urna. Þennan „leiksviðsstjóra“ leikur Lárus Pálsson, og er hann jafnframt leikstjóri. Leikurinn lýsir smábæ i Banda- Þorsleinn ö. Stephensen og Rúrik Haraldsson. rikjunum skömmu eftir alda- mótin siðustu. Einkum er lýst tveimur fjölskyldum, fólki Gibbs læknis og Webhs i-itstjóra, dag- legu starfi þeirra, gleði og á- hyggjum. Fólkið talar um al- burðina, sem gerast umhverfis það í hænum og um liversdags- atburði á heimilunum. En í lífi þessa fólks gerast samt stórvið- burðir, sem eru áhrifaríkir. Elsti sonur Gibbs læknis kvænist dóttur Webbs ritstjóra. Sú ást- Framhald á bls. 15. %

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.