Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1947, Blaðsíða 13

Fálkinn - 28.03.1947, Blaðsíða 13
F Á L K I N N 13 KROSSGÁTA NR. 626 Lárétt, skýring. 1. Hæfileikar, 5. lina, 10. vera, 12. sneri, 14. orkugjafa, 15. nýta, 17. ævi skeið, 19. mjúk, 20. óþrifinn, 23. eldstæði, 24. fengið eftir, 26. afl- taugar, 27. neyttum, 28. stjórnmála- maður, 30. kvenmannsnafn, 31. ó- hálu, 32. borðandi, 34. snædduð, 35 flýtir 36 draugur 38 rykagnirnar 40. munnvatn, 42. slagsmál, 44. eyða, 46. skaflar, 48. ílát, fornt, 49. horfna. 51. galdrakerling, 52. fótabúnað, 53. leifar, 55. drykkur, 56. sagt, 58. flana, 59. lélegur, 61. verkfæri, 63. hvass, 64. skemmta sér, 65. ung- viði. Lóðrétt, skýring. 1. Menntastofnanir, 2. hvildust, 3. bikar, 4. ending, 6. glímukappi, 7. slcógardýr, 8. sár, 9. mótherjar, 10. framhald, 11. andvörp, 13. þótti gott, 14. allslaus, 15. guðir, 16. steintegund, 18. lofuð, 21. ó- samstæðir, 22. ending, 25. flökku- lýður, 27. rotnun, 29. tölur, 31. niálms, 33. skinn, 34. fisks, 37. þýtt, 39. söngfélögin, 41. vermir, 43. ruslið, 44. fletta, 45. kona, 47, tón- verk, 49. tveir eins, 50. frumefni, 53. yfirstétt, 54. fædd, 57. ættingja, 60. óhreinka, 62. fangamark, 63. heimili. LAUSN Á KROSSG. NR. 625 Lárétt ráðning: 1. Einar, 5. flaug, 10. kiðin, 12. ölnin, 14. fenið, 15. Ara, 17. fasan, 19. als, 20. sekúnda, 23. trú, 24. lata, 26. ruðan, 27. fitl, 28. stafs, 30. rið, 31. kanal, 32. Iírag, 34. bing, 35. hlákan, 36. kústar, 38. iðin, 40. atar, 42. annir, 44. mig, 46. ussar, 48. lægð, 49. farið, 51. itur, 52. iðu, 53. metorða, 55. ala, 56. Rinso, 58. alt, 59. laðar, 61. rupla, 63. pukur, 64. málar, 65. tórir. Lóðrétt ráðning: 1. Einstaklingunum, 2. iði, 3. niðs, 4. an, 6. L.Ö., 7. Alfa, 8. Una, 9. gistingarstaður, 10. Kelat, 11. prúðir, 13. narta, 14. falsa, 15. akur, 16. anað, 18. núlla, 21. er, 22. D.N., 25. afráðið, 27. Fantasi, 29. sakir, 31. kistu, 33. gan, 34. búa, 37. halir, 39. Pirola, 41. orrar, 43. næðir, 44. mata, 45. girt, 47. aular, 49. Fe, 50. ðð, 53. moll, 54. alur, 57. spá, 60. aki, 62. A.A., 63. Pó. tjöldin höfðu verið dregin niður hafði verið kveikt ljós þarna inni. Stúlkan liafði komið inn á eftir lionum. — Hvað er nafnið? spurði hún. — Eg hefi ekki sagt til nafns míns vegna þess að ungrú Sneed þekkir mig ekki hvort sem er. — En ungfrú Sneed vill eflaust vila það, samt. Hún er ekki aðeins dóttir senatorsins heldur er hún einkaritari lians líka. — Það er ágætt. Eg hafði nefnilega hugs- að mér að tala við senatorinn um efni, sem snertir mál, er kom á döfina á þriðjudag- isn. Og nú heyri ég að senatorinn hafi ekki komið heim siðan á þriðjudag siðdegis. Við hittumst þá í fyrsta sinn og ræddum um þýðingarmikið málefni. Eg er viss um að ungfrú Sneed hefir mikinn áhuga á því. Konán vissi ekki hverju svara skyldi og sneri frá og fór út. Eftir nokkrar mínútur kom liún aftur inn. — Ungfrú Sneed vill tala við yður. Viljið þér gera svo vel og koma með mér? Hún gekk á undan honum gegnum and- dyrið að lítilli lyftu og þau fóru upp á III. hæð. Þar var líka stór forsalur, og stúlkan fór með hann að dyrunum, sem stóðu opnar. Hann kom inn í hálfdimmt herbergi. Gráa síðdegisbirtuna lagði inn um tvo stóra glugga, sem vissu út að götunni. Hann liafði staðið þarna dálitla stund áður en hann upp- götvaði að hann var ekki einn. Við skrif- borð í einu horninu sat ung stúlka. Hún var fríð, andlitið reglulegt og augun greind- arleg. Hátterni hennar bar vott um, að hún var einbeitt og gáfuð. „Haukurinn“ giskaði á að hún mundi vera um tuttugu og fjögra ára. — Ungfrú Sneed? spurði hann. — Já. — Stúlkan yðar mun hafa sagt yður hversvegsa ég heimsæki yður? —Já, og að yður virðist vera á móti skapi að segja til nafns yðar. — Þér skuluð fá að vita nafn mitt, ef ske lcynni að yður þætti það skipta máli fvrir yður. — Er það eitthvað óvenjulegt, sem yður er á höndum? — Ekki annað en það, að það varðar hvarf senatorsins. — Hver hefir sagt að hann sé horfinn? Þegar ég tók á móti yður þá var það af því að þér gáfuð í skyn, að þér liefðuð verið með senatornum á þriðjudaginn. — Ekki beinlínis með honum. — En hvað þá? — Má ég fyrst benda yður á það, ung- frú Sneed, að ég heimsæki yður sem dóttur senatorsins en ekki sem einkaritara hans. — Gerir það nokkurn mun? — Tvímælalaust. Það táknar það, að það eru persónulegar ástæður sem liggja til heimsóknar minnar, og þér verðið að skilja liana svo. Tilgangur minn er sá einn að hjálpa yður. — hversvegna er nauðsynlegt að hafa þennan leyndarhjúp yfir þessu? spurði hún óþolinmóð. — Hann steig fram og aftur á gólfinu. — Þér eigið systur, ungfrú Sneed? — Nei, en systir föður míns á heima hérna. Það er hin ungfrúin Sneed. — Og þér eruð einbirni? — Já, og móðir mín er dáin. — Ungfrú Sneed, vitið þér hversvegna faðir yðar fór út á þriðjudagskvöldið? — Eg liélt að þér væruð......... — Eg var á sama stað og hann. Þess- vegna veit ég livar liann var og hverjum hann var með. En ég veit ekki hversvegna hann var þar. — Kom eitthvað fyrir? Þá er eins gott að þér segið mér það strax. Það var hvorki ótti eða óþolinmæði að heyra i rödd hennar. Hvernig svo sem til- finningum hennar liefir verið háttað þá kunni hún að hafa stjórn á sér. Það mun hafa verið skrifborð senatorsins, sem hún sat við. Bara að hann gæti fengið færi á að rannsaka það nokkrar minútur! — Eitthvað hlýtur að hafa komið fyrir, ungfrú Sneed! — En þá hlýtur að vera hægt að rann- saka það á þessum stað, sem þér voruð, eða fólkið, sem hann var með. — Nei, því miður er það ekki hægt. — Það finnst mér einkennilegt. — Nei, það er ekkert einkennilegt. Á þeim stað er ekkert að finna, og persón- urnar, sem þarna áttu hlut að máli — þær eru að minnsta kosti horfnar. — Haldið þér að eins sé ástalt um föð- ur minn? — Það er ekki alveg víst. En hvað sem liður þá er það fyrst og fremst áríðandi að finna ástæðuna til þess að hann fór út á þriðjudagskvöldið. — Þér gerið þetta alveg vonlaust. „Haukurinn“ fór að ganga um gólf aft- ur. Svo sneri liann sér snöggt að henni. — Er faðir yðar .... umbótavinur? — Eitthvað í áttina, ef til vill. En ekki sem senator. — Er hann meðlimur nokkurrar opin- berrar nefndar, sem hafði með höndum að framkvæma einhverskonar rannsóknir? — Nei. — Hafði hann nokkurn sérstakan tilgang með ferð sinni til New York núna, meðan þingið hefir setu? — Nei, ferðin var að minnsta kosti al- veg óviðkomandi stjórnmálastarfsemi hans — Hann var vel stæður maður, er ekki svo? — Hann hefir aldrei verið i fjárhags- kröggum. — Og þér sem ritari lians, ungfrú Sneed, hafið þér nokkur metnaðarmál eða ......... — Nei, þér verðið að hafa mig afsakaða, sagði hún hlæjandi. — Eg er blátt áfram ritari hans af því að ég hefi gaman af því. Við næstu spurningu hans dró ský yfir andlit hennar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.