Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1947, Blaðsíða 12

Fálkinn - 28.03.1947, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N DREXELL DRAKE: 13 »HAUKURINN« Haukurinn liafði liætt að skrifa og sneri sér að útvarpstækinu. — Líkin voru i nærklæðunum einum; allt sem hægt hefði verið að þekkja þau á hafði verið tekið hurt, hélt frásögnin áfram. En yngra líkið hefir eigi að síður þekkst, og er það alkunnur bófi. — Það er talið lík- legt að menn þessir hafi verið drepnir í hófa- bandaganum á Manhattan fyrir tveimur nóttum. Og svo, herrar mínir og frúr — Jordans mentól-hálstöflur. .. . Sarge lokaði útvarpstækinu. — Jæja, þeir eru þá komnir í líkhúsið, húsbóndi. — Já, og þá finnst mér að þér ættuð að reyna að leita frekari frétta. Sarge fór í frakkann og gekk til dyra. — Það er eins gott að þér hafið þetta með yður, sagði Haukurinn. -— Hversvegna? — Clare veitir máske ekki af einhverri aukahjúkrun. Sarge hrosti. — Þér hafið hugsun á öllu, húsbóndi, sagði hann og tók við seðlabúnti. XVII. Breytt Andlitsfall. Haukurinn sat við hádegisverðinn i stóra matsalnum i Copley Vendome. Úlnliðsúrið lians sýndi kortér yfir tvö. Það mundi hest að biða hérna þangað til Sarge kæmi. — Óskið þér nokkurs fleira, lierra Win- gate? -— Þakka yður fyrir, Playton, gefið þér mér annan bolla af kaffi. Og svo vindil og miðdegisblað. Þjónninn kom með það sem um var heð- ið og tók við góðum drykkjuskildingi. Það voru ekki margir af fastagestum hótelsins, sem voru jafn örlátir á þjórfé og Wingate var. Miðdegisblaðinu varð einnig tiðrætt um tiifeliið Sadie Olsen. Stúlkan var þó ekki nefnd með nafni, og engin skýring var gefin á því hversvega iiún Jiefði fleygt sér út um gluggann. Með fyrirspurnum simleiðis hafði fengist staðfesting á þvi, að Sanderson lækn- ir væri ekki lieima en dveldi i Florída, og að hús hans hefði staðið autt. Fremur lítið var sagt frá líkfundinum við Schwerdtmannsbæinn. Það var orðið svo al- gegnt að lik fyndust af bófum, sem orðið höfðu að bíla í grasið fyrir keppinautunum. Annað líkið hafði þekkst. Maðurinn hét Ant- on „Busty“ Pandova og var í bófaflokki Kolniks. Höfuðkúpan var brotin. — Það hefir skeð þegar liann datt á gólf- ið, liugsaði Haukurinn með sér. Hann fletti blaðinu en fann auðsjáanlega ekkert, sem vakti forvitni hans, þangað tii hann kom á öftustu síðuna. Þar stóð eitllivað sem kom honum til að glenna upp augun. Hann braut saman blaðið, stakk því undir handlegginn og gekk liröðum skrefum gegn- um matsalinn og fram í anddyrið. I sama bili kom Sarge inn um vindudyrnar og flýtti ^sér til hans. Hann var að springa af frétt- um. — Bíðið þér þangað til við komum upp til mín, sagði Haukurinn, ýtti lionum inn í lyftuna og ók upp á 9. hæð. Þeir fóru inn í stofuna og Haukurinn breiddi úr blaðinu á borðið. — Þekkið þér þetta andlit? spurði liann. Sarge horfði lengi á myndina. — Það hefði ég nú haldið, sagði hann svo. Það var maðurinn, sem þeir Haukurinn höfðu séð í Hálfmánanum. Robert L. Sneed senator stóð undir myndinni og svo látandi greinarstúfur fylgdi: Ungfrú Elenaor Sneed hefir tilkynnt lög- reglunni, að faðir liennar, Robert L. Sneed öldungadeildarmaður hafði verið horfinn siðan á þriðjudagskvöld. Ilann fór frá heimili sinu í 77. götu eftir miðdegisverð og hefir ekki látið heyra frá sér síðan. Þegar það kom 'á daginn, að hann hafði heldur ekki komið á heimili sitt í Albany, íor stúlkan að verða hrædd og sneri sér til lögreglunnar. Sneed kom frá Washington á sunnudaginn var, í viðskiptaerindum hing- að. Hann hafði ætlað sér að hverfa aftur til Washington á föstudag. — Það er ómögulegt að villasl á þessum andlitum, sagði Haukurinn. — Nei, þetla er hann. Ef þér sæjuð lík- ið i líkhúsinu þá munduð þér ekki þekkja það af myndinni. Ilvernig stendur á því? — Það hefir verið gert eitthvað við and- litið á likinu. Og það hefir verið gert eftir að líkið var flutt inn. Varðmaðurinn gat ekki gefið neina skýringu á því. Hann taldi að einhver hefði farið óvarlega með ein- liverja etandi vökva, sem hefði skvettst á andlitið. Það er að heita má brunnið. — Þér álítið að þetta sé gert af ásetningi? Vitanlega. Einhver, sem er illa við að líkið þekkist, hlýtur að hafa gert þetta. Og það er ómögulegt að þekkja það á andlitinu, að minnsta kosti. Jafnvel ungfrú Sneed gæti það ekki. Og liún fær varla tækifæri til að sjá það heldur. — Hversvegna ekki? — Mér var sagl að skipun hefði verið gcfin um að líkið yrði grafið undir eins á morgun, ef það þekktist ekki. — Þá lield ég að tími sé kominn til að við höfumst eitthvað að, Sarge! Haukurinn gekk að skrifborðinu og tók upp öskju; í henni var einskonar þykkur, hvítur pappir. í London var þessi pappírs- tegund algeng í sumum blöðum og bönkum, því að allar tilkynningar Hauksins voru skrifaðar á þennan pappír. Síðustu mánuð- ina höfðu líka ýms blöð og bankar í New York fengið svona blöð. Og þau höfðu átt sinn þátt í að auka virðingu fyrir Haukn- um meðal bófanna í New York. Úr skúffu í skrifborðinu tók liann öskju með fjölmörgum prentstöfum. Hann var stundarfjörðung að setja tilkynninguna, og svo prentaði liann nokkur eintök af henni i dálítilli handpressu. Það var eins og þetta væri vélritað. En aldrei liafði neinum tekist að finna hvaða ritvélategund hefði verið notuð. Sarge stóð við gluggann og liorfði yfir horgina. Asinn og eirðarleysið, sem verið hafði yfir lionum um morguninn, var horf- ið. Nú var kominn skriður á málin, og það líkaði honum vel, því að liann óskaði einskis fremur en að hafa eitthvað fyrir stafni. Eftir að Sarge var kominn aftur til New York hafði hann hitt marga af fyrrverandi samstarfsmönnum sínum, sem lijálpuðu honum af heilum hug. Það var látið heila svo að hann starfaði fyrir njósnaskrifstofu. Ilann hafði aldrei orð á því sjálfur, en hins- vegar hafði hann heldur aldrei gert sér far um að leiðrétta þann misskilning. Haukurinn hafði loksins lokið við „prent- vcrk“ sitt og fór nú til Sarge með stórt umslag. — Viljið þér fara með þetta til Gitv News Bureau, sagði hann. — Svo ætla ég að heimsækja. ungfrú Sneed á meðan. — Hvað skyldi hafa orðið til þess að þeim Ballard og Sneed lenti saman? sagði Sarge. — Þegar við verðum þess vísari þá verðum við einnig vísari um allt hitt, svar- aði Haukurinn. XVIII. Gráar ökklahlífar. Sneed senator átli heima í hárri múr- steinsbyggingu í 77. götu og liurðirnar voru úr þykkri eik. Haukurinn þrýsti á dyrahnappinn, og stóð og beið góða stund, áður en hurðinni var lokið varlega upp. Mögur kona með hvasst nef og í hátíðleg- um, svörtum kjól stóð innan við dyrnar. — Mætti ég fá að tala við ungfrú Sneed? IJvaða ungfrú Sneed? — Ungfrú Eleanor Sneed. —- Hvern má ég kynna? „Haukurinn“ afréð að komasl hjá spurn- ingunni. — Eiginlega hafði ég ætlað mér að lala við Sneed senator, en undir þessum kringumstæðum liélt ég að ungfrú Ele- anor Sneed....... Augnablik, sagði slúlkan og skellli hurðinni aftur fyrir nefinu á honum. Hann beið þarna og fór að virða húsið betur fyrir sér. Fyrir gluggunum á neðstu hæð voru rammbyggilegar járngrindur. Það leið og beið þangað til kvenmaðurinn kom aftur, og á meðan voru gluggatjöld- in dregin niður fyrir innan járngriridar- vörðu gluggana, eins og fólkið inni væri hrætl við að hann gægðist inn. Loks kom stúlkan og lauk upp. — Gerið þér svo vel, sagði hún. — Þér getið farið þarna inn. Hún benti á stórar dyr til vinstri i anddyrinu. „Haukurinn“ kom inn í stóra stofu, en litið var þar af húsgögnum. Eftir að glugga-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.