Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1947, Blaðsíða 14

Fálkinn - 28.03.1947, Blaðsíða 14
14 PÁLKINN ÞEGAR ÖLL SUND LOKUÐUST FYRIR HITLER 5. Dauði Hitlers og bálför Til l?,ess síðasta liélt Hitler að hann mundi bjargast fyrir eitthvert kraftaverk. En það gerðist ekki. Á síðustu stundu voru ■þau Eva Braun gefin saman, en síðan sviftu þau sig lífi, og samkvæmt skipun Hitlers voru þau brennd, að heiðnum sið. En skósveinar hans reyndu hver sem betur gat að spilla hverir fyrir öðrum. Hanna Reitsch flugkona segir frá þvi, að í skothríð Rússa á stjórnar- ráðsliöllina nóttina 27.- 28. apríl hafi Hitler kvatt hirð sina til fund- ar. Á þeim fundi fór fram eins- konar lokaæfing undir sjálfsmorðin. Og rætt var um það út í æsar á hvern hátt líkunum skyldi eytt. Síðan héldu þátttakendur ræður, hver eftir annan, og sóru foringjan- um eilífa hollustu. í raun réttri urðu það aðeins fáir af þeim, sem höfðu óskað að deyja með honum, sem framkvæmdu þetta þegar á átti að herða. Það er atliyglisvert að hugsa til þess að margir þeirra sem sem höfðu ákveðið að deyja en fundust síðar við góða heilsu, höfðu sig alla við að útskýra að þeir liefðu aldrei átt Nasi-Þýskalandi neitt að þakka. Hitler hafði að minnsta kosti þann fasta ásetning að fyrirfara sér ef Rerlin félli, og þó trúði hann því ennþá, að borgin gæti bjargast. Þó að hann væri viðbúinn dauða sínum fannst honum óhugsandi að borgin félli meðan hann sjálfur, for- inginn, væri þar. í Rastenburg hafði hann sagt við Keitel, að „ef ég yfir- gef Austur-Prússland þá er það giatað; ef ég verð hér þá höldum við Austur-Prússlandi.“ Keitel hafði talið honum liughvarf svo að hann fór frá Austur-Prússlandi, og það féll i hendur Rússa skömmu siðar. En hann ætlaði sér ekki frá Berlin og þessvegna gat Berlin ekki fallið. Hann imyndaði sér að hann gæti átt von á hjálp. Herinn, sem hjálpa skyldi, var að visu sigraður, en Hitler hafði svo lengi stjórnað herj- urp, sem hvergi voru til nema í heilabúi hans, og síðar skellt skuld- inni á hershöfðingjana, þegar á- rangurinn varð ekki samkvæmt því, sem hann hafði gert ráð fyrir. Þegar Albert Speer, eftirmaður Todts sem hergagnaráðherra í Ham- borg heyrði um þá ákvörðun Hitlers að verða kyrr i höfuðborginni, af- réð liann að bregða sér til Berlin til að kveðja hann. Speer hafði talsvcrt óvenjulegan stjórnmálaferil að baki sér. Lengi vel hélt hann sig utan við lxina eig- inlegu stjórnmálastarfsemi, þó að hann að visu yrði persónulegum á- hrifum Hitlers að bráð. „Allir urðu að beygja sig fyrir mætti hans,“ hefir hann sagt siðar, „hvernig svo sem hægt er aö skýra þetta fyrir- bæri. Meðan ég starfaði sem húsa- meistari, tók ég eftir að ég varð þreyttur, lémagna, innantómur af því að vera lengi i návist hans. Hæfnin til sjálfstæðra starfa lamaðist." í ellefu ár hafði Speer baðað sig í náðarsól Hitlers, en hélst þó óspillt- ur að skapferli. En í febrúar 1945 var hann kominn i sjálflieldu, á- standið var vonlaust, en örvænting- in gerði ekki annað en auka ger- eyðinguna í flokknum. Guderian hershöfðingi sagði við Ribbentrop að striðinu væri lokið. Hann endur- tók þessi orð fyrir Hitler, sem sam- stundis lét kalla til sín Guderian og Speer og sagði þeim að þessi orð þýddu landráð. Framvegis mundi hvorki metorð né staða bjarga nokkr um landráðamanni frá lífláti. 1 sama skipti krafðist Göbbels þess að 40.000 flugmenn bandamanna skyldu líflátnir og að notaðar yrðu tvær nýjar tegundir af eiturgasi, sem hétu tabun og sarin. Speer af- réð að skerast í leikinn. Áform hans gekk út á að myrða ítlla helstu stjórnendur ríkisins. - Hann ætlaði sér að afmá alla klik- una kringum Hitler með eiturgasi á fundi, sem lialdinn yði i jarðhús- inu. Sagði hann nokkrum trúnaðar- mönnum sínum frá þessu áformi. Þegar hann liafði lokið undirbún- ingnum undir þetta uppgötvaði hann að Hitler hafði skipað að láta gera fjögra metra háan reykháf til varn- ar kringum loftræsirörið, sem Speer hafði ætlað að leiða eiturgas inn um svo að áformið var ónýtt. í annað skipti á sjö mánuðum komst Hitler hjá morði. En það var ekki aðeins tæknileg ástæða, sem bjargaði Hitler. Um líkt leyti var Speer á herstöðvunum við Rín. Þar sat hann eitt kvöldið með námumönnum, sem ekki vissu hver hann var. Hann hlustaði á samræður þeirra og dró nýja stjórn- málalega ályktun af þeim. Þessir verkamenn, sem að áliti lians voru cins og þýskir alþýðumenn flestir trúðu enn á Hitler og engan ann- an. Þeir trúðu að hann gæti gert kraftaverk. Ef Speer kæmi Hitler fyrir kattarnef þá svifti hann þjóð- ina um leið því einingartákni, sem hún trúði á. Og hann hætti við morðáform sitt. í apríl hafði Speer á laun talað útvarpsræðu á plötu, og þar gaf hann þýsku þjóðinni skiptin um að afhenda bandamönnum verksmiðj- ur og efni óskemmt þegar til kæmi, en þessi ræða hafði ekki enn verið notuð. Þegar hann kom til Berlin 23. apríl sagði hann Hitler hrein- skilnislega frá þvi, sem liann hefði haft fyrir stafni síðustu vikurnar. Það er enn óráðin gáta hversvegna Hitler, sem öskraði á blóð, gisla og fanga og sina eigin skósveina, lilust- aði á játningu Speers með mestu hógværð. Ef til vill er skýringin sú, að einmitt 23. apríl var einhver óvenjuleg ró yfir Hitler, ládeyða eftir ofviðrið daginn áður. Allir, sem sáu Hitler þennan dag ber sam- an um að hann hafi verið eins og slytti. Speer slapp sem frjáls maður úr ljónagröfinni, en það var meira en hann hafði búist við. Síðar fjarg- viðraðist Hitler yfir þvi að hann væri lika fallinn frá. Sama dag siðdegis hafði komið símskeyti frá Göring, sem hafði kvatt Hitler þermur dögum áður og var nú kominn til Ober-Salz- berg. Fulltrúi Görings í Berlin, Koll- er hershöfðingi, hafði þá tilkynnt honum þá ákvörðun Hitlers að verða í Berlin og deyja þar. Göring spurði alla sem hann hitti ráða um, livort þetta þýddi ekki það, að hann ætti að taka arfinn eftir foringjann. Hann var staðráðinn í þvi, undir eins og hann fengi völdin, að hefja samninga við vesturveldin og lýsti jafnvel yfir því að liann væri fús til að fljúga á fund Eisenhowers. Og nú símaði hann Hitler: „Samþykkið þér, með tilliti til þeirrar álcvörðunar yðar að verða kyrr í virki Berlinar, að ég taki þegar í stað við allri stjórn rikisins, með fullu athafnafrelsi heima fyrir og út á við, sem staðgengill yðar samkvæmt úrskurði dags. 29. júni 1941? Ef ekkert svar er komið fyr- ir klukkan 22 geng ég út frá þvi, að þér hafið verið sviftur athafna- frelsi.... Yðar liollustusamur Herman Göring. Bormann, sem alveg eins og Himmler og Göring liélt að við völdum og athöfnum væri að taka eftir dauða Hitlers, benti honum á, að skeyti Görings væri nánast úr- slitakostir. Hann minnti Hitler líka á að fyrir sex mánuðum heíði háhn grunað Göring um, að hann væri að reyna að semja við bandamenn. Svo var Göring sent skeyti um, að Hitler hefði ennþá fullt athafnafrelsi. Síðan var næsta skrefið athugað, að Speer viðstöddum: hvað ætti að gera við Göring? Hitler var í upp- námi. Þó vildi liann ekki fallast á að hann væri skotinn. En liann var sviftur öllum trúnaðarstörfum og vitanleg'a sviftur erfðaréttinum. Með símskeyti var lionum tilkynnt að hann liefði gert sig sekan í land- ráðum og að dauðarefsing lægi við afbroti hans. En lífi hans mundi verða þyrmt vegna þess, sem liann hefði áður unnið fyrir flokkinn, með því skilyrði að hann legði nið- ur öll embættisstörf þegar í stað. Jafnfamt simaði Bormann S. S. í Ober-Salzberg að handtaka Göring þegar í stað fyrir landráð. Hinn 26. april eftir að Hitler liafði skrifað arfleiðsluskrá sína, símaði Bormann til Ober-Salzberg, að „ef Berlin skyldi falla skulu landráðamenn- irnir frá 23. apríl teknir af lífi.“ Fangelsisstjórinn tók við skeytinu cn neitaði að viðurkenna að Bor- mann hefði vald til slikra fyrirskip- ana. Vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar Skúlatúni 6. Sími 5753. FRAMKVÆMIR: Hverskonar viðgerðir á Dieselmótorum og Benzínmótorum. SMlÐUM: Bobbinga úr járni fyrir mótorbáta. Ennfremur gróðurhús úr járni, mjög hentug við samsetningu. Rafkatla til upphitunar á íbúðarhúsum. Rafgufukatla. Sfldarflökunarvélar o. m. fl. Vjelaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar Sími 5753.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.