Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1947, Blaðsíða 8

Fálkinn - 28.03.1947, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N FYRIR mörgum árum átti ég lieima í litlu húsi við Champs-Elysées, í hverfinu Douze-Maisons. Þama var eins- konar skák úr úthverfi troðið irin á milli stóru og fallegu strætanna í Champs-Elysées. Eg veit ekki hvaða tiltektir þetta liafa verið í lóðareigandanum, hvort það hefir verið ágirnd eða að liann hafði gaman af því sem gamalt var, að hann skyldi geyma þessa krókastiga með ljót- um smágörðum og fúahjöllum þarna inni á milli skrautliýsanna. Þessir kofar höfðu stigana út- byrðis og langsvalir voru á hverjum kumbalda. Þarna bjuggu einkum fátæk- lingar, maurapúkar og slangur af listamönnum - alltaf finnur maður einbverja listamenn þar sem eitthvað af trjám hefir ver- ið skilið eftir. Og þarna voru líka þrjú matsöluhús, sem voru svo sóðaleg og Ijót, að maður skyldi halda að þau hefðu safn- að saman eymd og óhreinindum margra kynslóða. En svo allí í kringum þetta skröltið í vögnun- um, liófatak, glymurinn í skemti- vögnum, sem óku inn í portin, lágir píanótónar og fiðluspil. Og svo umgerð af stórhýsum, þögl- um og ábúðarmiklum, með sneiddum hornum og fögrilm gluggum, tjölduðum með silki og með slípuðu gleri, og á bak við voru Ijósakrónur eða sjald- gæfar jurtir vetrargarðanna. Þessi braklegi bakhúsastigur, sem fékk alla sína birtu frá ljós- keri í öðrum enda götunnar, var eins og leiktjald i forgrunni allr- ar dýrðarinnar fyrir handan. Allt sein var falsað liafði bæki- stöð sína þar. Gullbryddingar þjónabúninganna og nærbolir leiktrúðanna, sirkusfólk, tamn- ingamennirnir úr reiðskólanum með litlu hestana sína, vagnar með geithöfrum, brúðuleikhúsið, kökukerlingarnar, og svo sægur af blindu fólki, sem kom heim á hverju kvöldi með harmóník- ur sínar og betlikrúsir. Einn þessara blindu manna hélt brúð- kaup sitt meðan ég átti heima i götunni, og í sambandi við það kom mér ekki dúr á auga heila nótt fyrir hávaða úr flautum, harmóníkum og lírukössum. Það var eins og allir götusöngvarar Parísar blönduðust í eina liring- iðu. En annars var hljótt þarna í hverfinu. Allt þetta fólk göt- unnar hvarf heifn til sín þegar fór að dimma, og þá voru allir þreyttir. Það var bara á laug- ardagskvöldin, þegar Arthur hafði drukkið upp vikukaupið sitt, sem gauragangur var á nóttunni. . Arthur var nágranni minn. Lágur grjótgarður með girðingu ofan á, var það eina, sem skildi húsið mitt frá leigualmenningn- um, sem hann bjó í ásamt konu sinni. Þó að honum væri það þvert um geð höfðum við þess- vegna talsvert saman að sælda, og á hverju laugardagskvöldi hejTði ég þann liræðilega og hrein-parísiska sorgarleik, sem leikinn var þarna á verkamanns- lieimilinu. Leikurinn byrjaði allt af á sama hátt. Konan bjó til kvöldmatinn, og börnin hnöpp- uðust kringum liana. Hún talaði góðlátlega við þau og liafði mik- ið að hugsa. Svo varð klukkan sjö, og svo varð hún átta og ekki kom Arthur, - enginn Arth- ur.... Þegar á leið kom annar hreimur í rödd hennar. Hún varð kjökrandi, ör og áköf. - Börnin voru soltin og syfjuð og fóru að skæla. En eklci kom maðurinn. Svo borðuðu þau án hans. Og síðan voru börnin báttuð og lögð i rúmið, og þegar þau voru öll sofnuð kom móðirin út á svalirnar og ég heyrði liana segja í hálfum hljóðum og grát- andi: — Æ, þessi bölvaður óþokki! Æ, þessi bölvaður óþokki! Nágrannarnir koinu heim og sáu hana þarna. Og þeir kenndu í brjósti um liana. — Þér ættuð lieldur að fara að bátta. Þér vitið livort sein er, að hann kemur ekki í bráð. Það er kaupgreiðsludagur í dag. Og svo var það kvennaraus og heilræði: — Eg er ekki í vafa um hvað ég myndi gera ef ég væri í yðar sporum. Hversvegna klagið þér hann ekki fyrir húsbóndanum hans ? En gráturinn ágerðist bara við allt þetta skraf. Samt gaf liún ekki upp vonina. Hún beið og beið þangað til liún var alveg yfirkomin af þreytu. Og eftir að allar dyr vor lokaðar og gatan orðin hljóð og dauð, stóð hún enn og studdi liöndunum á grind verkið. Hún hélt að hún væri ein, og var svo niðursokkin i hugsanir sínar að hún talaði upphátt við sjálfa sig um raun- ir sínar, og var jafn óðamála og fólk verður þegar það lifir hálfa ævi sína á götunni. Húsaleigan var ekki borguð, Jiað kom hótun á hótun ofan frá kaupmönnunum, og bakarinn vildi ekki lána henni brauð leng- ur. Hvað álti liún að gera ef hann kæmi peningalaus heim í kvöld, enn einu sinni? Loks yfirbugaði þreytan liana, hún afbar ekki að sitja þarna lengur og hlusla eftir fótataki og telja mínúturnar. Hún fór inn. Ekki löngu seinna, þegar ég hélt að allir væru sofnaðir, heyrði ég hana liósta úti á svöl- unum. Yeslings manneskjan! - Kvíðin og eirðarleysið liöfðu rek- ið hana út aftur. Árangurslaust reyndi hún að stara út i nóttina og myrkrið. Klukkan eitt til tvö — oft seinna — heyrði maður svo söng niðri í götunni. Það var Arthur, sem var að koma heim. Oftastnær dró hann einlivern fé- laga sinn *með sér heim að dyr- um. —. Svona, komdu nú, komdu nú! Og þegar hann var kominn heim á dyraþrepið gat liann eklci ráðið við sig hvort liann ætti að fara inn, og var lengi að slóra fyrir utan. Hann vissi á hverju hann ætti von þegar inn kæmi. Loks heyrðist hann ganga upp stigana. I kyrrðinni frá öllum sofandi húsunum heyrðist brak- ið í stiganum vel um nágrenn- ið, það var eins og ákæra gegn honum. Hann talaði við sjálfan sig og nam staðar við hverjar dyr í þessum leigubragga. — Gott kvöld, madame Mathieu! Þegar enginn svaraði lionum fór hann að bölva og skammasl og loks opnuðust allar dyr og gluggar og ókvæðisorðunum rigndi yfir hann. Og það var einmitt það sem liann vildi. — Hann var einn þeirra, sem allt- af vilja rifast þegar þeir eru fullir. Þessvegna komst hann í skap þegar farið var að skamnia hann, liann blés sig út og hleypti í sig vonsku, og þá var liann ekki eins hræddur við að koma heim. Heimkoman var hræðileg. — Opnaðu, það er ég! Eg lieyrði nakta kvenfætur stíga á steingólfinu og að kveikt var á eldspýtu. Eg heyrði mann- inn koma inn og reyna stamandi að Jjúga upp einliverri sögu. - Efnið var alltaf það sama. Fé- lagarnir.... gat ekki sloppið frá þeim.... Chose, manstu Chose sem vinnur við járnbrautina. — Iíonan lilustaði ekki á hann. — Og peningarnir? — Eg á enga peninga eftir. — Þú lýgur því! Og það gerði hann lika. - Hversu fullur sem hann var þá lumaði hann alltaf á nokkrum skildingum. Hann liugsaði lil mánudagsþorstans. Það voru þessar leifar, sem konan reyndi að ná frá honum. En Arthur varðist. — Eg sagði þér að ég liefi drukkið þá upp! öskraði hann. Án þess að svara flaug liún á hann og hristi hann og tæmdi vasa hans. Eftir augnablik heyrði ég glamra í peningum á gólfinu, og konan hrifsaði þá og hló sigri hrósandi. — Ha, ha, ha, — þarna sérðu! Svo heyrðist ragn og barsmið. Fyllirafturinn var að liefna sín. Allt það sem óþverrinn, sem hann liafði hellt í sig, átti til af illsku, steig lionum til höfuðs pg varð að fá útrás. Iíonan vældi og öskraði, síðustu liúsgagna- garmarnir brotnuðu — börnin hrukku upp grátandi og niðri í götunni opnuðust gluggarnir og allir sögðu: Það er Arthur! Stundum reyndi tengdafaðir- inn, gamall tuskusafnari, sem bjó í næsta herbergi, að hjálpa dóttur sinni. En þá aflæsti Artli- ur, til að láta ekki trufla sig. Svo hófust orðaskipti milli þeirra gegnum skráargatið. Við lieyrð- um margt fallegt. — Finnst þér ekki nóg að hafa fengið tveggja ára tukthús, Jiorparinn! æpti gamli maðurinn. Og fvllirafturinn svaraði drýg- indalega; — Hvað er það. Eg hefi borg- að skuld mína við þjóðfélagið. Nú ættir þú að borga þína. Því að Artbur fannst þetta ofur ein- falt mál. Hann hafði stolið og verið settur í tukthús — og það gekk upp. Ef gamli maður- inn varð of áleitinn missti Arth- ur þolinmæðina, opnaði dvrnar ALPHONSE DAUDET: Aríhur

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.