Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1947, Blaðsíða 5

Fálkinn - 28.03.1947, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 samsæti og þar ialaði hann fyr- ir málinu, og um þýðingu forn sagnanna. Rithöfundurinn Edw- ard Everett Hale bar þá fram tillögu um að reistur skyldi minnisvarði um Leif heppna og var nefnd áhrifamanna sett i málið, fylkisstjórnin í Massachu- setts, borgarstjórarnir í Boston og Cambridge og af nafnkennd- um andans mönnum m. a. Edw. Everett Hale, Bayard Taylor og Henry W. Longfellow, sem tald- ir voru frömuðir í bókmenntnm um þær mundir. Þessi nefnd fékk nú peninga þá, sem nefndin í Madison hafði safnað. En mál- ið átti enn langt í land. Ole Bull dó 1880, en það var ekkja hans öllum öðrum fremur að þakka, að minnisvarðinn komst nokkurntíma upp. Hann var settur við Commonwealth Aven- ue í Boston og aflijúpaður 29. nóv. 1887. Myndin var gerð af Anne Whitney og próf. E. N. Horsford hélt ræðuna við af- hjúpunina. —- Þannig er í stuttu máli saga hins fyrsta minnis- merkis, sem Leifi var reist í landinu sem hann fann. En það var farið að tala meira um Leif heppna en áður. Ole Bull þekkti marga og lét sér jal'nan tíðrætt um Leif og sögurnar, því að maðurinn var iiánorrænn í anda. Þessara álirifa gætir í bókmenntum Bandaríkj- anna um þessar mundir. Eftir að brynjuð beinagrind hafði fundist í jörðu vestra kom sú skoðun fram að þarna væri um að ræða leifar gamals Vínlands- fara, og skrifaði Longfello'w kvæði á þeim grundvelli, sem frægt er orðið. „The Skéleton in Armou,r“ hét það. James Piussel Lowell orti kvæðaflokk undir nafninu „The Voyages to Vinland". Menn fóru að rýna i krot á steinum og töldu þetta vera rúnir. Kunnastar af þessum ristum eru þær sem fundust á Dighton Rock við Taunton-á hjá Berkeley í Massachusetts, og Yar mouth-steinninn, um 30 km. fyr- ir suðvestan Halifax. Ameríku- menn sem um þessi mál fjöll- uðu, voru djarfir í ályktunum sinum og fullyrtu t. d. að Haki þræll Leifs hefði rist rúnirnar á Yarmouth-steininum. Þá fund- ust og rústir af turni einum við Newport, og voru þær taldar vera frá tímum íslenskra manna. Það var einkum Horsford próf., sem lét sér annt um þessar rann- sóknir og að leita uppi leifar hinna fornu byggða. Hann og Cornelia kona hans fundu rúst- ir við Charles River hjá Cam- bridge, sem þau þóttust svo viss um að væru norrænar, að þau girtu blettinn og settu þar spjald með þessari áritun: „On this spot in the year 1000 Leiv Ei- riksson huilt his house in Vin- land“ (Á þessum bletti byggði Leifur Eiríksson spr bústað í Vínlandi, árið 1000). Harsford prófessor skrifaði ýmsar bækur um málið: „The Problem of the Northmen“ 1890, „The Land- fall of Leiv Eiriksson“ 1892 og „Leivs House in Vinland“ 1893, en Cornelia Horsford gaf sama ár út bók, sem hún nefndi „The Graves of the Nortlimen“. Þeir Valtýr Guðmundsson og Þor- steinn Erlingson voru fengnir vestur til þess að kanna rústir þessar. Horsford þóttist sannfærður um, að norrænir menn hefðu byggt þorp skammt þar frá, sem nú er Boston. Kallaði hann þennan stað „Norumbega“ og reisti þar turn. En það var frú J. Bunford Samuel, sem kostaði áðurnefnda standmynd Þorfinns Kalsefnis i Fairmont Park. Árið eftir að standmynd Leifs var afhjúpuð í Boston var af- steypa af henni sett upp í Junne- au Park í Milwaukee, og var það frú Gilbert, frænka ekkju Ole Bull, sem gekkst fyrir því. Árið 1891 hófst stúkan „Leifur Eirílcs- son“ handa um að setja Leifi minnismerki í Chicago. Þá rnynd gerði norskur myndhöggvari, Sigvald Asbjörnsen, og var hún afhjúpuð 1901. Hún stendur í Humboldt Park. Ánið 1893 var heimssýning haldin i Cliicago til minningar um að 400 ár voru liðin frá komu Columbusar til Ameríku. Þá var það sem Magnús Ander- sen, skipstjóri, síðar ritsljóri „Norges Handels og Sjöfarlstid- ende“ sigldi til Chicago á skipi vneð fornri gerð, lil þess að færa sönnur á að sagan um Leif heppna gæti verið sönn. Norð- menn vestra keyptu skipið og var það sett upp í Lincoln Park i Chicago. Rúnasteinn einn fannst í Kens- ington, Minnesota, 1898 og hefir sagnfræðingurinn Hjalmar Ho- land túlkað rúnirnar á þann liátt að athygli vakti. Samkvæmt Ho- land segir steinninn frá 8 Got- um og 10 Norðmönnmn í land- könnunarferð á Vínlandi, sem hafi fundið 10 af félögum sínum drepna. Ártalið á steininum er 1362. Flestir hallast að því, að rúnirnar á steininum séu fals- aðar, en mikið hefir samt verið um þennan stein skrifað, og hvernig hann liafi komist til Minnesota, því að þangað komu elcki hvítir landnemar svo vitað sé fyrr en löngu síðar. Á þessari öld hefir verið meira ritað um norrænt landnám i Vesturheimi en nokkurntíma áð- ur. Cyrus Field Willard réðst ósleitilega á þá viðleitni, seni vissi að þvi að halda öllu um Leif lieppna sem leyndustu. I „The New Age Magazine“ í mars 1916 skrifar liann: „Columbus fann eyna San Salvador 1492, John Cabot fann meginland Ameríku 5 árum síðar. En Leif- ur Eiríksson hafði fundið Nýja England 500 árum áður.“ Siðan hefir ýmislegt verið gert til þess að minna á Leif heppna vestra. 1919 var Northen Rock við Mont ,Hope-flóa lijá Bristol á Rhode Island skh-ður um og heitir nú Leivs Rock. 1923 var félagið „Iínights and Dames of Leif the Discoverer“ stofnað af J. C. Roseland presti í Phila- delphia, og sarna ár varð Minne- sota fyrst allra ríkja í Banda- ríkjunum til þess að halda „Leifs dag“, 29 sept. — 1925 kom út 5 centa frimerki með mynd af víkingaskipi til minningar um Leif, og sambandsþingið ákvað að gefa út minnispening úr silfri. Þetta var gert í tilefni af 100 ára landnámsafmæli Norðmanna vestra og liélt Coolidge forseti éæðu á hátíðinni og viðurkenndi þá afdráttarlaust að Leifur.hefði heiðurinn af að hafa fundið Am- eníku fyrstur manna. Það sama ár var vígt „Leifstorg“ — Leiv Eiriksson Square í Brooklyn, og árið eftir sigldi Gerhard Folgerö opna bátnum „Leifur Eiríksson“ vestur til Ameríku og til baka. 1927 var vönduð akbraut með- fram Michiganvatni opnuð til Sex mánuðir fyrir koss. — MaÖur nokkur reyndi fyrir nokkru að kyssa frægustu leikkonu Englands, Vivien Leigh, og tókst víst að koma á hana einhverri kossnefnu. En þetta varð dýr koss. Maður Vivien, Laurence Oliver, og tveir lögreglu- menn stórmeiddust líka í slagsmál- unum út af kossinum. Og fyrir þetta fékk kyssandinn, sem er barna- umferðar fyrir Chicagobúa og nefnd Leiv Eiriksson Drive, og fylkisstjórnin i Norður-Dakota lögfesti 12. október sem „Dis- covery Day“ til minningar um Leif og Columbus. Wisconsin varð fyrsta rikið til að fá „Leifs-dag lögfestan og var dagurinn ákveðinn 9. októ- ber. Var Rasmus B. Anderson sá, sem mest vann að þessu. Lögin voru undirrituð 10. maí. Og 18. júní veitti Bandarílcjaþing forsetanum heimild til að þiggja heimboð fslands á Alþingishá- tíðina og jafnvel að gefa ís- landi Leifs-minnismerki. Sama ái* var hin tilkomumikla mynd Christians Krogh „Leifur finnur Ameríku“ gefin Bandarikjunum og hengd upp i Capitol i Wash- ington. -— 1935 gerði Roosevelt 9. október að „Leifs-degi“ í öll- um Bandarikjunum. —•- Það er ýmislegt ,sem bend- ir á að norræn byggð liafi hald- ist við í Ameríku í nokkur hund- ruð ár. Þannig eru skjöl til í Páfagarði er sýna að Eiríkur upsi, biskup, liafi farið til Vín- lands árið 1121. Og á 14. öld er sagt frá skipum, sem farið liafði frá Grænlandi til Marklands. — Fyrir nálægt 30 árum fann S. Larsen yfirbókavörður skjöl í ríkishókasafninu í Portugal, sem segja frá því að leiðangur sem Kristján konungur I. gerði út undir stjórn Diðriks Pínings sjó- ræningja liafi farið til Ameríku 1472, eða aðeins 20 árum áður en Columbus „fann“ Ameríku. ***** kennari (!) og lieitir Wamhon, sex mánaða fangelsi, og dómarinn kvaðst harma, eð ekki væru lög fyrir því að hafa refsinguna enn liarð- ari. Nú situr strákgreyið í stein- inum og eina huggun hans er þó sú, að hafa kysst hana Vivien. — Hann telur að liann muni verða frægur fyrir þennan koss. Rafvélaverkstæði Hálldórs Ólafssonar ÍS Njálsgötu 112 — Sími 4775 Framkvæmir: ö Allar viðgeröir á rafmagns- o vélum og tækjum. • ■ Rafmagnslagnir i verksm. og hús.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.