Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1947, Blaðsíða 4

Fálkinn - 11.07.1947, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N syni og Arne Hoff-Möller arkitekt, fjödi uppdrátta af ýmiskonar húsum i sveit, gömul baðstofa (sem gæti orðið Jifandi með því að láta fólk vera þar við vinnu sína í g'ömulm stil) og margt fleira, sem eigi er rúm að nefna. Næst tekur við Deild eidri bús- áhalda. Þar má fyrsf nefna amboð þau, sem nú eru ýmist horfin eða að hverfa, og notuð til útivinnu svo sem torfskurðar, kekkjastungu, ávinnslu túna o. fl. o. fl. hæru- poka, reipi, klifbera, melreiðing o. s. frv. Það væri gott að börnin úr skólunum fengi að sjá þessa sýn- ingu, því að margt af þessu er að hverfa úr meðvitund æskunnar. Skal ég nefna dæmi, sem ég var sjálfur heyrnarv ittur að í þessari deild. Tveir mc in stóðu og horfðu á grip (þeir vi.ru um fertugt að sjá). Annar sagði: „Þetta er meis, Jieir voru notaðir undir hey!“ sagði hann. Hinn sagði: „Nei, þetta er móhrip“, Lárus Rist sat þarna í horninu, og mátti sjá brosið á honum gegnum hans mikia skegg. „Nei, jjetta heitir nú bara sldtakláfur, piltar,“ sagði liann loks. Iín mér er til efs hvort piltarnir vita enn að kláfarnir með opnanlega botninum voru notaðir til að flytja mykjuna úr haugstæð- inu og á túnið. Og enn mcira efast ég um að börnin þeirra viti það. Öndvegisdeildin. Nú er komið að þeim liluta sýn- ingarinnar, sem flestum gestum mun þykja tilkomumestur, en hún skipar skálann þveran við innri gafl. Það er sýning, sem byggist að all miklu ieyti á jarðhitanum, en þó ekki að öllu leyti. Og garðyrkjumenn hafa sannað ]>að áður, að þeir kunna að sýna ávöxt iðju sinnar; þeir gerðu það forðum í skálanum er þeir reistu við Túngötu. Þetta eru smekkmenn, enda skyldi þeim ekki þakkað það, úr því þeir lifa sam- lífi við ]>að, sem fegurst er á jörð- inni - hlómin. Þrír garðyrkjumenn voru í undirbúningsnefnd þesarar sýningar. Er þá fyrst að geta keiiu þeirrar, sem blasir við þegar lialdið er á- fram úr Búsáhaldasýningunni. Henni er þrískipt og í hvcrjum þriðjungi er sýning frá einni af blómaversl- unum bæjarins: Blómum og ávöxt- um, Flóru og Litlu blómabúðinni. Þarna stendur kona í þjóðbúningi í liafi af blómum, gladiolurnar ná henni upp fyrir mitti og allt er fegurð og yndisleikur. Því fer ekki eitthvert skáldið þarna inn og yrkir fallegt kvæði um fallegt efni, í stað ])ess að yrkja misjafnlega gé)ð kvæði um sjálfa sig og' dapurleik lífsins. Það gæti hug'sast að liann lærði á því. Næst koma svo „hin helgu vé“, sem kalla mætti, því að þar má enginn stíga yfir til að stytta sér leið. Fálkinn hafði mynd af hluta úr þessum stað i siðasta blaði, og eig- inlega er ekki liægt að lýsa þessum stað betur en myndin gerir. Þarna er hlaðinn upp grunnur úr hraun- grýti kringum dálitla tjörn, en á milli nybbanna er komi fyrir sæg af jurtum, frá mosanum til pálm- ans, frá steinbrjótnum til gladiól- unnar. Og í baksýn hleðst upp grjót- veggur, hraunfoss, eins og sá sem nú rennur úr Heklu, en kaldur og blómvaxinn svo að blómin í berginu mynda einskonar fléttur vafnings- Pýramidi viðar upp á brún, til að minna á, að lífið sigrast alltaf á dauðanum. „Blóm eru óþarfi, þau eru luxus“ segja margir. „Fólkið eyðir of miklu í blóm.“ En hversvegna vill fóllti þá hafa blóm fyrir aug- unum á sér? Vegna þess að fólkið þráir fegurð og mesta fegurðin er blóm. Hversvegna sendir fólkið blóm, eða jafnvel lyngkrans án blóma á leiði vina sinna? Vilja þeir, sem segja að blóm séu lúxus, senda hraungrýtismola, grágrýti eðá gjali úr Heku á leiði vinar síns? Þeir gera það ekki. Þetta voru lniglciðingar um blóm og grjót. En svo lokið sé þvi hjali vil ég spá því, að myndirnar hans Ásmundar Svcinssonar, sem sjást þarna, hafi aldrei kunnað eins vel við sig' og þær gera í þessu um- hverfi. Eg verð svo að breyta út af farar- áætlun, vegna þess að ekki er liægt að vaða yfir „hin helgu vé“ með sldtuga skóna, eða jafnvel ekki þó maður dragi af sér skóna, eins og Abraham var sagt einu sinni. Þess- vegna verð ég að geta j)ess að ég strunsaði beint í kring' án ])css að líta til hægri eða vinstri og allt inn að pýramídanum mikla, sem er hlið- stæða til blómasýningarinnar, scm ég minntist fyrst á i þessum kafla. Þar fer munnvatnið að streyma hraðar, því þar kallar maginn. - Þarna 'eru á eina hlið sýning firm- ans Eggert Kristjánsson og Co„ sem nú mun hafa söhiumboð fyrir ýmsar grænmetisafurði landsþekktra gróðurhúsa, þarna er sýning blóma og berja, sem Kennarafélag hús- mæðrafélagsins Hússtjórn sér um. Þarna er líka hægt að fá yfirlit um jurtir ýmsar erlendar, sem til- tækilegt og vænlegt er að rækta Iiér í gróðurhúsum. Grænmetið er af öllum lieilsu- fræðingum nútímans talið nauðsyn- legt næringarefni til viðurhalds heil- brigði, og nauðsynlegt með þeim fæðutegtindum, sem íslendingar hafa sér til matar úr dýraríki lands síns. Efling grænmetisframleislunnar er ])ví eitt mesta nauðsynjamál þjóðar- innar. í Noregi liefðu þúsundir manna (eiiikum börn) dáið, — ef þau liefðu t. d. ekki haft gul- rætur og skógarber, með þráa hvala- ketinu og úrgangssildinni á stríðs- árunum. Ef ísenldingar eru ekki orðnir flaumósa og hugsunarlitilir um fram- meö grænmeti. þá ættu þeir að banna börnum sín- um að eyða 50 kr. við hverja ski])a- komu, í útlend myndablöð fyrr en þeir hefðu skipað j)eini að lesa eitthvað betra, l. d. „Heilbrigt líf“. íslensk ull og hör. Um nokkur ár hafa tvær lieiðurs- konur, Anna Ásmundsdóttir og Lauf- ey Vilhjálmsdóttir starfað að þvi, að sýna og sanna, að islensk ull er engin „carpet wool“ (gólfdúka- ull, en lnin var i lægra tollflokki en g'óð ull frá Spáni og af hrein- ræktuðu fé yfirleitt). Þær gerðu til- raunir á ullinni, sem sýndu, að cf vel var tekið ofan af ullinni okkar, þá er þelið svo gott og fallegt, að það jafnast á við það besta erlendri ull. En hér var háan múr að klifa, og þeim var lítið sinnt í fyrstu. Smám saman vannst þó á. Nú eru islenskar konur farnar að skilja, að gera má margt fallegt úr góðri ull. Og þrátt fyrir fólksleysið, sem er sameiginlegt sveitum og sjó- byggðum, þá reynist það svo, að blessaðar húsmæðurnar sjálfar hafa þrátt fyrir annriki sitt alltaf ein- hvern tíma afgangs. Þá taka þær prjónana sina, heklunál, saumnál eða önnur tæki, sem ég kann ekki að nefna, og dunda sér til hvíldar við þau einföldu tæki. Aðrar eiga vefstól, setjast i hann og vefa nokkra þumhmga i hverri tómstund. Og svo lítur maður sýninguna sem haldin er á heimavinnu kvenna, sem unnin er úr íslenskri ull. Eg skal ekki leitast við að fara að telja neitt fram sérstaklega. En þess- ar tvær áhugasömu dömur hafa ef til vill hækkað sauðkindina meirá en tuftugu búnaðarmálaráðunautar hefðu nokkurntíma getað gert. Það er önnur sýning, scm eiginlcga hefði átt að ummælast i sambandi við þessa, sem sé heimilisiðnaðar- deildin. En hún kemur ekki fyrr en í næsta blaði. Hinsvegar vil ég geta hér um Islenskan hör. Heitið í nútímamáli er misráðið, þvi að það, sem nú er kallað hör heitir á réttu máli lín, og lín var rækta liér fyrrum, m. a. i Línakra- tungu og mjög víða annarsstaðar hér á landi. Þetta er aðeins at- hugasemd um mál, en málefnið sjálft er jafn gott fyrir því. Frú Iíakel Þorleifsson er upphafsmað- ur að linrækt á íslandi á nýjum sið og' sýnir þarna ýmsar tegund- ir af lini, ásamt þeim breytingum sem það tekur i meðferðinni, uns það er orðið a fallegum dúk, svo sem handklæðin á sýningunni hera með sér. Á hinni frægu rannsókn- arstofu í Svalöf í Svíþjóð voru gerðar nákvæmar rannsóknir á, hversu gott íslenskt lin reyndist. Það reyndist fyrsta flokks. Forseti íslands hefir ræktað lín á .Bcssa- stöðum, og sést það á sýningu frú Rakeiar, þróttvaxið, beint og hnapp- arnir mátulega stórir, cins og besta lín í sunnanveðri Skandinaviu. Og' í næstu deild er: SkÓ£irækt og sandgræðsla. Á sýningunni, sem skógræktin hefir annast er um undraverða hluti að ræða. Björkunum, sem eru þarna til vinstri, liður að vísu ekki vel, og ekki öðrum trjátegundum held- ud. En livílík prýði! Og svo má mælast til þess, við gesti, að þeir renni auununi yfir myndirnar af eyðileggingunni, ]>ar sem norðan- gjósturinn herjar á landið, skcfur burt nokkurra metra jarðveg nið- ur í hraunið, sem löngu var grasi gróið og skilur eftir örfoka land. Þetta er mynd af vanrækslu graf- inna kynslóða, bein sumra níðinga og rányrkjumanna fósturjarðarinn- ar og forfeðra okkar hafa stundum verið gerð ber í þeim leik, svo sem á Skeljarstöðum í Þjórsárdal. — Skógræklarsýn ingi n.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.