Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1947, Blaðsíða 2

Fálkinn - 11.07.1947, Blaðsíða 2
 2 F Á L K 1 N N „Þeir héldu, uö ég væri í fang- elsi,“ sagði hann. Ferðaskrifstofa ríkisins gefur ferðamönnum upplýsingar um allt, sem lýtur að ferðalögum, skipuleggur og efnir til orlofs- og skemmti- ferða. Skrifstofan starfar einnig á Akureyri um sumartímann og er þar í húsinu nr. 5 við Strandgötu, sími 475. I Reykjavík er skrifstofan við Arnarhólstún, sími 1540 (þrjár línur). Ferða&krifstofa ríkisins. Nú er „Giilleyjan“ á enda og ævintýrum skipsdrengsins Jim lok- ið. í næsta tölublaði Fálkans hefst ný myndaframhaldssaga. Það er hin fræga skáldsaga Victors Hugo, „VESALINGARNIR“, sem valin lief- ir verið. Saga galeiðuþrælsins or þrungin af viðburðum. Hún mun veita lesend- um á öllum aldri ósegjanlega gleði og varpa ljósi á sálarlíf vel meitl- aðra persóna, sem höfundur sýnir okkur i sögu sinni. Hún er í senn ævintýraþrungin og raunsæ. Þeim, sem hafa lesið þessa bók Hugos eða séð kvikmyndina um galeiðu- Jirælinn fyrrverandi, sem lierst fyr- ir að fá mannréttindi í þjóðfélag- inu að lokinni þrælkun, verður það til ánægju að rifja upp þessa klass- isku skáldsögu. Þetta er saga af manni, sem vill hafa sig upp úr vesæld, en reynist brautin torsótt, þar sem fortíðin verður honum oft að fótakefli, og enn eimir eftir af spillingu þrælkunaráranna. Ilann kemst þó til metorða og gerist þá málsvari hinna fátæku, en lifsgeng- ið er fallvalt, og galeiðustimpillinn bregður öðrum blæ yfir lif hans en hann sjálfur hefði æskt. Fylgist með frá byrjun. Landbúnaðarsýningin er án vafa mesta sýning, sem hér hefur verið haldin. Aðsóknin, sem verið hefur, sannar það líka, að landsmenn hafa kunnað að meta hana. — Dómar blaðanna eru lof- samlegir og ánægja sýningargesta nærri einróma. — — Sýningin er enn um sinn opin klukkan 2—11 siðdegis, en óvíst að hún standi nema til sunnudagskvölds þann 13. þessa mánaðar. Komið því iiii þegar! Landbúnaðarsýningin

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.