Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1947, Blaðsíða 11

Fálkinn - 11.07.1947, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Operur sem lifa Framhald af bls. (i. I£n um Eleazar er þaö að segja, að hann hatar kardínálann eins og fjandann sjálfan. Þegar búið er a'ð tvístra múgnuni, ber þarna að Leo- pold prins, liinn keisaralega yfir- hershöfðingja, og gengur hann að Rechu. Hann hefir áður leitað ásta við hana í dulargervi og undir fölsku nafni, - nefnt sig Samúel, og nú biður liún liann að koma með þeim feðginum og vera við- staddur helgiviðhöfn, sem fram á að fara uiii kvöldið á heimili föður hennar. En þessum þætti lýkur með því að um leiksviðið fer mikil viðhafnarskrúðganga, þar sem keis- arinn er í fararbroddi, og með iionum hinir helstu hirðmenn lians og höfðingjar. Þar er og Ruggiero yfirdómari í Constance, og jafn- skjótt, sem hann ber kennsl á Eleaz- ar, Gyðinginn og dóttur hans í hópi áhorfendanna, liyggst hann láta gripa þau öðru sinni. En þá gengur i.eopold fram og bjargar þeim báðum, Rechu til liinnar mestu undrunar. Hún skilur það ekki, að Samúel iiennar skuli mega sín svona mikils. Annar þáttur hefst á helgisam- komu, þar sem fjöldi Gyðinga, karla og kvenna - eru saman komnir. Þar er liinn svonefndi Samúei einnig. En þetta helgihald er truflað í miðjum kliðum, því að Eudora, frænka keisarans, kemur ])ar inn þeirra crinda, að lnin falar til kaups gullfesti, sem Konstantin keisari liafði átt að ciga einhverntima. Ætlar luin að gefa elskhuga sínum og tilvonandi eiginmanni, Leopold prins, festi jiessa. Er j>að fastmæl- um bundið, að Eleazar skuli sjálf- ur færa lienni festina næsta dag. Samúel gerist nú ærið ókyrr út af lmssu, og þegar samkomunni cr lokið og allir Gyðingarnir farnir, nema Recha, játar hann það fyrir henni, að hann sé ekki Gyðingur heldur kristinn. Ástin sigrast á trúargrillum Rechu, og samþykkir liún að flýja með elskhuga sínurn. En í ])essum svifum kemur Eleazar að þeim óvörum. Hann hafði heyrt játningu Samúels og' reiðist svo svikum hans, að hann sver þess dýran eið að liefna sín á honum. Dóttur lians tekst þó að sefa liann svo, að liann lætur við það sitja, a'ð krefjast þess, að Samúel giftisl Rechu, þegar í stað. Því neitar Samúel, og ver'ður að hafa sig á brott við svo búið. Eleazar for- mælir lionum en Reclia harmar svik elskhugans. Þriðji þáttur hefst í veglegri veislu, sem keisarinn lieldur. Þang- að kemur Eleazar, og Recha dóttir hans i fylgd með honurn, og nú sér hún fyrst áð Leopold prins og brúðgumi Eudóru cr einn og sami maðurinn og Samúel, sem svo hefir nefnt sig. Hún getur ekki orða bundist, kemur upp um svikarann og kærir liann fyrir að liafa lifað ólögiegu hjónabandi við Gyðinga- stúlku, en það er lögbrot sem við lá dau'ðahegning. Leopold (eða Samuel) er nú dæmdur til útskúfunar, en .Brogni kardináli lýsir yfir þeim öllum þremur hannfæringu, og eru þau sett i fangelsi. í fjórða þætti kemur Eudóra til Klæðnaður sem þessi hefir fyrst og fremst tíSkasl á baSstöSum. Einnig hefir hann í Ameríku veriS notaSur á veitingaliúsum fyrir stúlkur, sem ganga um og selja sælgæti. - TÍZKCMflDIR - í sumarfríið. Hessi búningui’ er dálítið sér- stæSur, en mjög bentúgur í sumarfríiS. Rechu i fangelsið, og kemst Recha loks svo við af bænum hennar, að hún sigrast á hatri sínu til þessar- ar yngismeyjar, og felst á a'ð hjarga Leopold með því, að iýsa þvi yfir a'ð hún hafi ranglega ákært iaann. Svo mikið er göfuglyndi hennar a'ð hún fyrirgefur þeim báðurn, Leo- pold og Eudóru, og horfist í augu við það liugrökk, að láta ein lífið. xMeðan þessu fer fram hefir kard- inálinn átt tal við Eleazar, sem tjáir honum að liann viti hver Gyð- ingur sá hafi verið, sem bjargað hafi dóttur kardínálans endur fyrir löngu úr eldsvoða. En kardinálinn fær ekki meira út úr Gyðingnum. Eleazar neitar að gefa lionum frek- ari upplýsingar, eða segja laonum nafn björgunarmannsins. Býðst kardínálinn þá loks til að bjarga Rechu, ef Eleazar vcr'ði við tilmæl- um hans. En allar bænir lians reyn- ast árangurslausar. í fimmta þætti heyrast álengdar óp skrílsins, sem heimtar a'Ö Gyð- ingarnir séu líflátnir. Ruggiero Ics yfir mæðginunum dauðadóminn: skulu þau bæði brennd til bana. En Leopold er lát- inn laus vegna yfirlýsingar Rechu. Þegar þau standa fyrir framan l)ól- ið, spyr Eleazar dóttur sína hvort hún muni vilja taka því, - og þess sé kostur - að tifa við allsnægtir pragtuglega, og taka kristna trú, - en hún neitar því. Ilún er þá leidd á bálið, en á síðustu stundu snýr Eleazar sér við, víkur sér að kardí- nálanum, bendir til Recliu og segir honum að þarna sé dóttir hans. Ganga þau svo hæði á bálið. En Rogni kardináli hnígur í ómegin. ***** Hinn vinsæli klútur. — Fallega ganila gerðin, með fínum lila- skiptum er komin aftur i tísku. Þennan fallega silkiklút má nola til þess að skreyta gömlu dragtina, einnig er mjög þægi- legt að bafa klút til þess að grípa til í vorkuldanum. Beltisnýjung við sportpilsið, me'ð rauðbrydduðum vösum og stórri bringju. Blússan er ljósblá með hvítum ermum og stórum kraga. Nið- urstykkið með bvítum dílum. Blá og hvít strandföt. — Hið skemmtilega pils með bylgju röndunum er bneppt upp. Þegar sólskin er og beitt í veðri er fyrirbafnarlítið að fara úr því, og undir eru „sborts“ úr sama efni og blússan.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.