Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1947, Blaðsíða 5

Fálkinn - 11.07.1947, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 Norðvesturhornið með hagfræðilegum limiritum. Lítið svo á hagfræðilegu tölurnar og sjáið hvað þarf að gera, og minn- isl um leið þess, að fallega lauf- merkið, sem var gert á okkar full- veldisári, á að minna alla íslend- inga á, að hér þarf fleiri hendur og meira starf. Einu sinni átti ég heima austur á Rang'árvöllum. Þar átti sanii liættu- legi norðanstrekkingurinn heima og i Landsveit. Fellisvoríð lögðust i eyði 3/4 af öllum býlum í Land- sveit, svo sem Stóri Klofi, býli Torfa og Stóru Vellir, að ég ncfni dæmi. 'En i mínu minni lögðust i eyði á Rangárvöllunum Dagverðar- nes, Brekkur, Gurinarsliolt og fleiri, þó að ekki væri um sérstaklega hörð vor að ræða. Sandurinn flutti sig með hverju ári sunriár og sunn- ar yfir hreppinn. Landeyjasandur er líka til. Hvenær mundu þeir ná saman? Sandur alla leið frá Heklti og silður að sjó! Eyjólfur hét maður, ljóndi í Hvammi í Landsveit. Hann gerði tilraunir t i 1 að bjarga sveitinni, hlóð grjótgarða þvert yfir sandgár- ana, sáði melkorni til að hefta þeflnan lausa og létta sand, sem var að eyðileggja sveitina lians. Harin vann á. .Bændúr í Landsveit bjuggu þannig hér á Kreppulána- sjóðsárunum, að ekki var leitað styrks til ríkissjóðs handa þeim. Það voru víst aðeins tveir hreppar á landinu, sem ekki þurfu að géra það. Maður er nefndur Gunnlaugur Kristmundsson. Hann liafði lært á vísindalegum gruridvelli hvernig ætti að hefta sandfok. Svo fór hann að starfa hér. Hans boðorð var að friða landið fyrir ágangi sauðfjár. Það var fyrsta boðorðið. Fæstir höfu trú á kenningum lians, og' það gekk illa að fá styrk hjá ríkinu til þess a setja upp girðing- ar, og sumsstaðar urðu bændur honuni reiðir, er hann fór fram á, að taka mætti skika af landi þeirra til friðunar, til þess að bjarga þvi. sem cftir væri af landi þessara sömu bænda. Sumstaðar var hann rekinn út. En harin var svo umburðarlynd- ur. Hann kom aftur, og aftur. Gunnarsholt, sem hafði verið flutt þrisvar undan sandfoki og lagðist loks algerlega í eyði, er nú besla jörðin á Rangárvöllum. Þánnig fer, þegar vitið sigrar yfir heimskri þrjósku. Nú er Gunnlaugur Ivrist- mundsson orðinn fullorðinn maður og' lætur af embætti. Lengra verður ekki komist i þessu blaði. í næsta blaði verður sagt frá mjólkuriðnaðardeildiuni, óvimim dýra og gróðurs, dýralækn.- deildinni, kjötiðnaðardeildinni, jarð- ræktardeildinni, hlunnindadeild. grá vörudeild og heimilisiðnaðardeild, sem muri verða rúmfrekust í þeirri lýsingu. Sk. Sk. Allur tjósmymlirnar eru eftir Vignir. Ástralía er eins og menn vita niesta sauðfjárræktarland ver- ‘ilda. En þar er árferði niisjafnt sem annarsstaðar. I fyrra dráp- nst 2 milljónir fjár af völduin þurrkanna, sem geysuðu um Queensland. Br unabótafélag Islands. vátryggir allt lausafé (nema verslunarbirgðir). Upplýsingar í aðalskrifslofu,. Alþýðuhúsi (sími 4915) og lijá umboðsmönnum, sem eru í hverjum hreppi og kaupstað. Þekktar af flestum, þekkaslar flestum . . . .Enskur Yardley Lavender rifjar upp ilm liðinna stunda æsku og gleði. Minnir þá sem elska yður á nafn yðar eins og Ijóð eða lag. I r Pissar og allar aðrar fegurúarvörur frá Yardley fást l góðum verzlunum hvarvetna FS3 ' r?v tnaíiik. YARDLEY iavÍnder 33 Old Bond Street, LonJon Vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar Skúlatúni 6. Sími 5753. FRAMKVÆMIR: Hverskonar viðgerðir á Dieselmótorum og Benzínmótoorum. SMlÐUM: Bobbinga úr járni fyrir mótorbáta. Ejnníremur gróðurhús úr járni, mjög hentug við samsetningu. Rafkatla til upphitunar á íbúðarhúsum. Rafgufukatla. Síldarflökunarvélar o. m. fl. Vjelaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar Sími 5753. !

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.