Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1947, Blaðsíða 14

Fálkinn - 11.07.1947, Blaðsíða 14
14 F Á L K 1 N N LÚÐRASVEIT REYKJAVÍKUR Gísli Guðmundsson fyrsti form. Lúðrasveitarinríar. Hinn 7. júlí 1922 var stofnað til fyrirtækis hér í Reykjavík, sem síð- an hefir veitt borgarbúuni margar ánægjustundir. Það er Lúðrasveit Reykjavíkur. Áður böfðu starfað hér Lúðrasveitirnar Harpa og Gígja, en ])ær sameinuðust í liinu nýja félagi, 25 ÁRA sem varð 25 ára á mámulaginn var. Þjóðverjinn Otto Böttcher varð fyrsti stjórnandi Lúðrasveitarinnar, dugandi maður og áhugasannir, en síðar liafa stjórnað sveitinni dr. Franz Mixa, dr. Páll ísólfsson, Karl Runólfsson tónskáld og nú siðast Albert Klahn, sem verið hefir stjórn- andi hennar mörg undanfarin ár. Verður ráðið af þessum nöfnum, að Lúðrasveit Reykjavíkur hefir jafnan verið undir forustu ágætra tónlistármanna. Ilitt er eigi minna um vert, að sveitin hefir líka verið skipuð mönn- um með ódrepandi áhug'a fyrir tón- listinni. Flestir ef ekki allir þessir menn hafa <lags daglega öðrum störfum að gegna en að sinna tón- listinni, en samt hafa þeir gefið sér tíma til að stunda æfingar og varið til þess flestum tómstundum sín- um. Hafa forustumenn félagsskap- arins jafnan staðið vel á verði um að gera starfið sem hest og happa- drýgst. Árið eflir að félagið var stofnað réðst það í að byggja Hljómskáí- ann í Tjarnargarðinum og fékk þar rúm lil æfinga sinna. Félagið lagði lika fyrstu undirstöðuna að Tón- listarskólanum, sem nú er orðinn mikil stofnun og merkileg; þó að Tónlistarfélagið annist nú rekstur hans var fyrsta starfið unnið af Lúðrasveitinni, enda átti hún og þátt i stofnun Tónlistarfélagsins. 2n Hljómskálinn var til skeminsta, og 15 ár samtals, aðal atlivarf skólans, sem á síðasta ári hafði um 300 nem- endur og hefir orðið til að gerbreyta öllu tónlistarlífi bæjarins eða rétt- ara sagt til að skapa það. Hvenær sem Reykvíkingar eiga sér hátíðisstund á almannafæri er leitað til Lúðrasveitarinnar um að- stoð. Án hennar er hvorki hægt að lialda 17. júni eða 1. desember, svo Guðjón Þórðarson, núv. formaður. að nefnd séu dæmi. Og stundum leggur Lúðrasveitin land undir fót og heimsækir fjarlæga bæi, svo sem í Norðurlandsförinni fyrir nokkrum árum og nýlega Vestmannaeyjaför- inni í ár, og er hvarvetna aufúsu- gestur. Fýrsta stjórn Lúðrasveitarinnar var skipuð þeim Gisla Guðmundssyni, bókbindara, .Birni Jónssyni kaup- manni, Pétri Helgasyni, Óskari lieitn um Jónssýni prentara og Karli Ó. Runólfssyni. Hafa þeir þessara manna sem enn lrfa komið mjög við sögu og starf sveitarinnar síðan. En núverandi stjórn skipa Guðjón Þórðarson (form.), Kári Sigurjóns- son, Oddgeir Hjartarson, Magnús Sigurjónsson og Sigurður Þorgríms- son. Starfandi mpðlimir eru alls 24, ()g eru þeirra elstir þeir Sigurður Hjörleifsson og Stefán Gunnarsson, sem báðir hafa verið í sveitinni frá upphafi. Reykvikingar minnast Lúðrasveit- arinnar með þakklátum hug á 25 ára afmælinu og fá tækifæri til að fjölmenna á afmælishljómleika þá, sem hún ráðgerir að halda á hausti komaiida. Kristín Árnadóttir,ekkja Púls Árna- sonar lögregluþjóns verður 70 ára 12. júlí. Gullbriiðkaup átta 6'. þ. m. Halldóra frá Iirjánsstöðum Pétursdóttir og Þorkell Þorleifsson i Grimsnesi. Frú Jóhanna Bjarnad. frá Hrapps- ey á Breiðafirði varð 80 ára 10 jiití.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.