Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1947, Blaðsíða 12

Fálkinn - 11.07.1947, Blaðsíða 12
12 F Á L Ií I N N Kathleen O’Bey: Framhaldssaga. — 2. Augu blinda mannsins — Sjálfur er ég að ininnsta kosti nijög hrifinn af staðnum, liann er alveg eftir minum smekk, hrosandi, vistlegur og vel i sveit settur. ... og mikið af trjám og blómum. Staður eftir mínu höfði, sem ég hefði gaman af að eiga heima á, ef ég væri ekki bundinn í háða skó í borginni, en ég er nú líka. . . . nú, það getið þér ekki vitað.. en ég er grasafræðingur. Ja, vitan- lega ekki nema sjálfmenntaður, en grasa- fræðin er mitt yndi.... og' það er kanske þessvegna, sem mér finnst staðurinn svo dásamlegur. — Mér keinur eflaust til með að falla vel þar, svaraði Karter vingjarnlega. Mulberg knikaði kolli. — Eg' liugsa það. Eins og áður sagt, ég leitaði mjög lengi, þagað til ég fann stað, sem komst í námunda við það, sem ég hafði hugsað mér, og svo harst þessi stað- ur upp í hendurnar á mér, eins og af til- viljun. — Svo-o? Það var enginn vandi að sjá, að Sveinn Karter var með hugann annarsstaðar, en til jiess að vera kurteis liafði hann mannað sig upp í að segja þetta litla spurnarorð. Mulberg virtist ekki taka neitt eftir þessu; hann hélt ósleitilega áfram máli sínu, eins og maður, sem hefir vndi af að hlusta á sjálfan sig tala. Þér vitið vist — jú, að bróðir minn er læknir, og spottakorn frá borginni, miðja vegu milli Hörsholm og Sjælsö, hefir hann stórt einka-sjúkraliús fvrir sjúklinga sína. — Ó, já, það er rétt. Eg hefi heyrt talað um það. Og skammt frá sjúkrahúsinu hans fann hann fyrirmyndar búgarð, sem var til sölu, og scin hann benti mér á. Eg fór þangað undireins og varð undireins hrifinn af feg- urðinni, og keypti hann lianda yður. Sveinn Karter hafði verið hugsi, við og við leit hann aftur, eins og liann væri að líta eftir hvort enginn elti þá. En nú sneri hann sér að málaflutningsmanninum. — Það var ágætl, sagði liann. Eg þekki vilanlega ekki staðina, sem þér nefnduð, en úr því að þér teljið þetla góðan stað þá verð ég vafalaust ánægður með hann. Hve lengi verðum við á leiðinni þangað? — I bifreið er maður lítið meira en hálftíma eða í liæsta lagi þrjá stundarfjórð- unga, svaraði hann eftir nokkra stund — og ég áleit það vera hæfilega langt frá borg- inni. Er það ekki rétt? -— Alveg rétt. Einmitt eins og ég liefði sjálfur kosið. Og hvað jörðina sjálfa snertir, og áhöfnina. . — Jörðin er í ábúð og með fullum rekstri. Eins og sakir standa er þar sami bústjórinn og var þar, þegar ég keypti jörðina, en það er hægt að segja lionum upp fyrirvaralaust livenær, sem þess er óskað. Honum voru sett þau skilyrði fyrir að liann yrði áfram, og honum er ljóst, að ráðstöfunin er ekki nema til bráðabirgða. . . . Karter svaraði ekki og Mulberg leii for- viða á hann. — Mér finnst einhvernveginn á mér, að þér takið alls ekki eftir því, sem ég er að segja, sagði liann og virtist móðgaður. Karter hrökk við, sneri sér að honuin og brosti alúðlega: — Þér liafið rétt fyrir yður, ég var að liugsa. Eg var að dáðst að umhverfinu hérna, sagði liann hægt. Sundið hérna er með því fallegasta sem ég liefi séð. Hvað voruð þér annars að segja? Málaflutningsmaðurinn endurtók hina löngu skýrslu sina, o,g Karter kinkaði kolli ánægjulega. — Þetta er girnilegt, sagði liann svo. Nær landið niður að sjónum? — Garðurinn, eða réttara sagt aldingarð- urinn, gerir það. — Það líkar mér vel. — Jörðin liggur yfirleitl alveg' dásam- lega við. Eg vil gjarnan leyfa mér að leggja áherslu á, að ég er hreykinn vfir að hafa getað útvegað yður hana, og ég er þakldátur bróður mínum fvrir að liafa vakið athygli mína á henni í tæka tíð. Annars vænti ég að bróður mnum leyfist að kynnast yður, liann er — þó að ég segi sjálfur frá — verulega viðkunnanlegur maður, og duglegur læknir er hann líka. — Mér er ánægja að því að heimsækja hann við fyrsta hentugleika, svaraði Karl- er, en þrátt fyrir þann vinsamlega tón, sem orðin voru sögð i, var það auðheyrl að Karter talaði ekki af neinum alhug. Bifreiðin þversneri til vinstri og stefndi inn í landið. - Eftir kortér erum við komnir þang- að, sagði Mulberg. Fjarlægðirnar eru litlar, svaraði Kart- er. — Eg meina þegar maður miðar við afríkanskan mælikvarða. — Vitanlega, vitanlega. . . . það er nú eitthvað annað. Það er eflaust fallegt líka, þarna syðra, en samt vilduð þér ekki vera þar áfram. Mér féll vel við Afríku, sagði Karter eftir augnabliks þögn. Enda hefi ég átt heima þar alla mína ævi.... — Svo-o? — Já, ég er fæddur þar syðra, og eftir að faðir minn dó, þegar ég var tæplega fimm ára gamall, tók fjárhaldsmaður minn mig til sín, og svo varð ég þar. Hjá „Demantakonginum“, sem kall- aður var? tók Mulberg fram í. Alveg rétt — hann var kallaður „Demantakongurinn“, og að vissu leyti bar hann það nafn með rentu. — Líf lians var ekki ósvipað ævintýri? — Nei, hann fór að heiman tuttugu og þriggja ára gamall, og tíu árum síðar fann hann eina auðugustu námuna þar syðra.... nú já, þér þekkið víst þá sögu eins vel og ég, sagði hann svo. Já, hann skrifaði mér ýmislegt, sagði Mulberg. — Ef ég man rétl þá voruð þér eitl- hvað skyldur honum, var ekki svo? spurði Karter. - Jú, skvldir vorum við, en ekki náið. Eg veit ekki hvort lieldur við vorum þre- menningar eða fjórmenningar, en eitthvað nálægt því var það, en vegna þessa skyld- leika var alltaf samband milli okkar, og Iiann lét mig alltaf annast um sín málefni, ef eitthvað var sem þurfti að sinna hérna. Vitanlega var aldrei um mikilsverð mál að ræða. — Nei, ég þvkist vita það. — Við fengum bréf frá yður, herra Ivarter, þegar liann dó, hélt Mulberg á- farm eftir örstutta þögn. Eru ekki bráðum fimm mánuðir síðan. . . . ? — Nákvæínlega tiltekið: — fjórir og hálfur mánuður á morgup. Rétt, og við fengum erfðaskrá hans en það vitið þér sjálfur. Ilann þverbeygði og ók gegnum hlið mcð tvöföldum járn- grindum. — Þá erum.við komnir, sagði hann. Finnst yður ekki fallegt liér? Sveinn Karter virtist nú fyrst vera farinn að atliuga kringum sig. Hann reis upp i sæt- inu og svipaðist um með áhuga. — Jú, það er fallegt, svaraði liann. Einmitt éins og ég hefði óskað mér sjálfur. Húsið er í skjóli af skóginum, og aldingarð- urinn gamall og í góðri rækt. . og hafið jiarna niðurfrá.. .. jú, þella er allt ljóm- andi fallegt, sérstaklega þegar kvöjdsólin speglast i lygnu hafinu. Bifreiðin hafði numið staðar með rykk við aðaldyrnar, og mennirnir tveir flýttu sér út. — Hér er enginn til að taka á móti yður, sagði Mulberg hlæjandi. Eg hefi látið berast að þér viljið ekki láta ónáða yður í kvöld. Hér er ekki einu sinni neinn þjónandi andi. . — Hann kemur þarna, svaraði Karter rór lega. — Eg liefi svertingja, þjón minn, með mér frá Afríku, liann yfirgefur mig aldrei. Mulberg liorfði forviða á liann. — Hann liefi ég ekki séð! Hvar er hann? — Þarna, svaraði Kartei- hægt. Hann benti á bifreið, sem var að aka trjágöngin heim að húsinu — og í þessum svifum nam liann staðar bak við bifreið málaflutningsmanns- ins. — Það var viljandi sem ég gekk svo liægt á járnbrautarstöðinni, svo að liann fengi ráðrúm til að ná í farangurinn okkar, sagði Karter. Og hann hefir elt okkur síðan. Hár og þrekinn svertingi, nokkuð við aldur og með hátíðlegum alvörusvip, steig út úr nýkomna vagninum. Hann hneigði sig

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.