Fálkinn


Fálkinn - 22.10.1948, Síða 7

Fálkinn - 22.10.1948, Síða 7
FÁLKINN 7 Fuglar þvegnir. — Það kemur oft fyrir að sjófuglar drepast, ef þeir lenda í olíubrák á sjón- um. Þegar olíuflutningaskip nokkurt sökk skammt frá strönd Englands ekki alls fyrir löngu, lét dýraverndunarfélag í Englandi sækja marga sjófugla, sem voru hjálparvana í olíu- brákinni á sjónum, og þeir voru hreinsaðir upp úr parafíni. Myndin er tekin við hreinsun- Misheppnaður flótti. — Nokkrar stálkur gerðu nýlega tilraun til að brjótast út úr kvenfangelsi í Englandi. Lögreglan varð vör við flóttann og kom að stúlkunum, þar sem þær voru komnar upp á háan múrvegg. Var ekki hægt að ná stúlkun- um niður fyrr en slökkviliðs- menn komu með stiga og sóttu þær. Myndin sýnir slökkviliðs- menn hjálpa einni stúlkunni niður. „Hannyrðadrottning“. - 1 Belgíu þurfa stúlkurnar ekki að vera ungar eða fagrar til þess að verða „drottningar“ Hæfileikarnir eru þyngri á metunum. Hér er mynd af einni „drottningunni", sem valin hefir verið. Hún heit- ir Sabina Lueas og er frá Brugge. Hún er 84 ára gömul og þykir snjöll hannyrðakona. Vann hún titilinn „hannyrða- drottning“ við samkeppni i Briígge. Inka-gull. — Enski gimsteina- salinn Stig Engelbert, hefir safn að saman gullskrauti frá tímum Inkanna í Suður-Ameriku. 'Á myndinni sést hann með gull- perlufesti. Ilann náði einnig í gullbrynjur og hattnál úr gulli, sem sennilega hefir verið í eign Inka-drottningar fyrr á öldum. Allir þykja gripirnir hinar mestu gersemar og vart eiga sinn líka. ina. Til vinstri: Fasta í Israel. — Gyðingar i Palestínu hafa haldið hina ár- legu föstu sína til minningar um eyðingu musterisins. Mynd- in er af nokkrum hermönnum við hina trúarlegu athöfn í byrjun föstunnar. Til Iiægri: Eftirlætið matað. — Hin 10 ára gamla Ellinor hefir viðbj.óð á ormum, en þegar hún þarf að gefa eftirlætisfuglinum sínum, yfirvinnur hún óbeitina á orm- unum. Hin hættulega geislaverkun. — Eftirlitið með vísindamönnum þeim sem vinna við geislavirk efni í þágu atómorkuiðnaðar- ins, er mjög strangt, svo að þeir „smiti“ ekki út frá sér annars staðar. Táhettan í skóm þeirra er máluð hvít, er þeir koma til vinnu, svo að hægt sé að sjá, hvort þeir hafi skipt um skó, er þeir fara burt af hættusvæðinu. Iðni i fangabúðum. — 1 fanga- búðunum í Dulwich í Englandi, þar sem hópur þýskra stríðs- fanga hefir dvalist, hafa fang- arnir gert sér margt til dund- urs. Einn þeirra, fyrrverandi steinhöggvari, hefir gert líkön af ýmsum frægum byggingum, og þykja þau hreinustu lista- verk. — Hér er verið að leggja síðustu hönd á líkan af Shake- speare Memorial Theatre. Járnbrautardrottning. Á hverju ári velja enskir járnbrauta- starfsmenn sér „drottningu", sem ríkir í ár. Ferðast hún þá á vegum félagsins til annarra landa og kynnir sér félagsháttu járnbrautastarfsmanna í öðrum löndum. J árnbrautardrottning- in er valin á kjötkveðjuhátíð. Sú, sem nú ríkir, er frá Man- chester og heitir Janet Taylor. Hér sést hún við krýningarat- höfnina. Borgarstjórinn í Man- chester framkvæmir athöfnina. An 1 beinagrind. — Það hefir orðið verðhækkun á beinagrind um í Englandi nýlega. Sjúkra- húsin, rannsóknastofur og lækna stúdentar spyrja mjög eftir þeim. Einn stærsti seljandinn í þessari grein er firmað Bailey & Son í Oxford Sireet. Myndin er af afgreiðslustörfum í versl- uninni.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.