Fálkinn


Fálkinn - 13.05.1949, Qupperneq 15

Fálkinn - 13.05.1949, Qupperneq 15
FÁLKINN 15 99 GULLFAXI áá Áætlaðar flugferðir í maí 1949 REYKJAVÍK—KAUPMANNAHÖFN: KAUPMANNAHÖFN—REYKJAVlK: REYKJAVÍK—PRESTWICK: PRESTWICK—REYKJAVÍK: REYKJAVÍK— LONDON: LONDON—REYKJAVÍK: REYKJAVÍK—OSLO: OSLO—REYKJAVÍK: Afgreiðslur erlendis: KAUPMANNAHÖFN: PRESTWICK: LONDON: OSLO: Laugardaga 7., 14., 21. og 28. maí. Frá Reykjavíkurflugvelli kl. 8,30. Til Kastrupflugvallar kl. 16,15. Sunnudaga 1., 8., 15., 22. og 29. maí Frá Kastrupflugvelli kl. 11,30. Til Reykjavíkurflugvallar kl. 17,45. Mánudag 2. og þriðjudaga 10., 17., 24. og 31. maí. Frá Reykjavíkurflugvelli kl. 8,30. Til Prestwickflugvallar kl. 14,00. Þriðjudag 3. og miðvikudaga 11., 18. og 25. maí. Frá Prestwickflugvelli kl. 14,00. Til Reykjavíkurflugvallar kl. 17,45. Mánudag 2. og þriðjudaga 10., 17., 24. og 31. maí. Frá Reýkj avíkurflugvelli kl. 8,30. Til Northoltflugvallar kl. 17,30. Þriðjudag 3. og miðvikudaga 11., 18. og 25. mai. Frá Northoltflugvelli kl. 10,30. Til Reykjavíkurflugvallar kl. 17,45. Miðvikudag 4. og fimmtudag 19. maí. Frá Reykjavíkurflugvelli kl. 8,30. Til Gardermoenflugvallar kl. 15,30. Fimmtudag 5. og föstudag 20. maí. Frá Gardermoenflugvelli kl. 12,15. Til Reykjavíkurflugvallar kl. 17,45. Det Danske Luftfartselskab A/S (DDL/SAS), „Dagmarshus“ Raadhuspladsen. Sími: Central 8800. Scottish Airlines, Ltd., (SAL). Prestwick Airport, Ayrshire. Sími Prestwick 7272. British European Aii-ways Corporation, (BEA). Panlanir og uppl.: „Dorland Ilall“, Lower Regent St. London S. W. 1. Sími: GERrard 9833. Farþegaafgreiðsla (brottför bifreiða til flugvallar Kensington Air Slation 194—200 High St., Kensington, London W. 8. Simi: WEStern 7227. Det Norske Luftfartselskah A/S,(DNL), 8 Fridtjof Nansens Plass. Sími: Oslo 29874. Allar nánari upplýsingar í skrifstofu vorri, Lækjargötu 4, Reykjavík, símar 6608 og 6609. Flugfélag íslands h.f. SKYNDIFERÐ. Frh. af bls. 5. „Nei. Við fórum til Stavang- er eflir björgunina og nokkru síðar kom þangað slcipið Borg, sem var í íslandsferðum. Eg fékk þar skiprúm og hélt heim- leiðis með því. Árið 1918 fór ég svo á Lagarfoss í fyrstu, en síðar á Villemouse, og 1924 tók ég svo við kyndarastarfi á „Lagganum“, og við þau störf liefi ég nú verið um 25 ára skeið.“ „Hefir ekki Lagarfoss verið mest í strandferðum hér við land?“ „Jú. í 12 ár sigldum við t. d. aðallega austur um land. En á stríðsárunum 1939—’45 sigldum við einkum á Ameríku, til New York og Savannah.“ „Og ykkur hefir alltaf geng- ið vel í ferðunum?“ „Ekki verður annað sagt. Við sigldum yfirleitt í skipalestum. Einu sinni fórum við þó einir alla leið, og ferðin heppnaðist ágætlega. Þá var Sigurður Gísla son skipstjóri. „Hvernig sjóskip er Lagar- foss?“ „Prýðilegt, hlessaður vertu. Kyndarastarfið á honum er á- gætt, því að hann er svo léttur og fer vel í sjó. „Ekki trúi ég nú samt öðru. en þú hafir einhvern tíma svitn- að við kolamoksturinn?" „Einu sinni sérstaklega. Þá voruin við að koma frá Eng- landi og liöfðum vond kol. Þá þurfti ég að standa við kola- mokstur í 2 sólarhringa sam- fleytt. Brytinn liafði lofað mér rauðvíni, þegar ég slyppi úr prísundinni, en það var nú held nr sterkara, þegar til kom, lasm. Hvorki meira né minna en fyrstá flokks viskí! Þá blessaði ég hann Friðgeir (brytann) sannarlega fyrir hugulsemina.“ „Hefir þú ekki verið lengst á Lagarfossi ykkar, sem hér eruð í flugvélinni?“ „Jú. Enginn hefir verið með mér um borð öll þau 25 árin sem ég er húinn að vera kynd- ari á Lagarfoss.“ „Langar þig á sjóinn aftur?“ „Já, Eg kann hvergi við mig nema á sjónum, og það yrðu mér sár vonbrigði, ef ég fengi ekki skiprúm aftur.“ Þegar samtali okkar er hing- að komið, steypir flugvélin sér niður úr skýjáþykkninu, og við sjáum niður á úfinn sjóinn, enda er vindhraðinn 8 stig. Þá segir Guðbrandur: „Yggldur er liann í dag, bless- aður sjórinn. Eg er hræddur um, að „Lagginn“ minn ylti meira í svona veðri en Gullfaxi. Sv. Hj.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.