Fálkinn - 26.08.1949, Qupperneq 5
FÁLKINN
5
En nú ætla ég að segja frá því,
er ég sá Gröndal hið fyrsta sinn.
Og var hann þá, að sjá i besta
s'kapi.
Það var eitt sinn þennan vetur
nokkru fyrir jól, að mér var boðið
á sjónleik, sem sýndur var í Iðnó
í Reykjavik. Þegar inn í anddyri
hússins kom, varð mér starsýnt á
tvo menn, er stóðu þar nokkuð af-
síðis. Annar var fremur hár vexti,
og að því skapi gildur, dálitið lot-
inn í lierðum, með feitt andlit, og
mikið úfið hár. Hinn var lágur vexti
og fremur pervisalegur. Andlitið var
nokkuð langt og dálítið slapandi, og
Jiárið að framan greitt beint upp,
og stóð þannig lóðrétt eins og
skemmuburst. íitærðarmunur þess-
ara manna var svo mikill, að hinn
minni varð að lita nálega beint upp
í loftið til þess að sjá framan í hinn.
Og gjörði það liann enn einkenni-
legri ásýndum. En andlit þessa
iitla manns var eitt ljómandi bros,
og leiftrandi fjör og glettni skinu úr
augum hans. Hinn var lika að sjá í
skinandi skapi, en nokkuð þyngra
yfir honum. Samtal þeirra hlaut að
vera blandað gáska og fyndni. En
hverjir voru þessir menn, svona
gagnólíkir ásýndum, en þó svo inni-
lega samglaðir, að minnsta kosti á
þessari stundu. Enginn þeirra, sem
með mér voru, gat sagt mér það.
En seinna um kvöldið fékk ég að
vita, að sá minni var Benedikt skáld
Gröndai, en Iiinn stærri Þorsteinn
Gíslason skáld. Kvæði beggja þess-
ara skálda hafði ég iesið með hrifn-
ingu og aðdáun. Og þótti nú mikill
fengur í, að hafa þá angum litið.
Eg kom oft á heiniili Ögmundar
utan kennslústunda, og var þar
nokkuð kunnugur. Kona Ögmundar
var Guðrún Sveinsdóttir, prests
Skúiasonar, á Staðarbakka. Hlýleg
og indæl kona, sem bar með sér
góðvild og göfgi, í ásýnd og fram-
komu. En kynni okkar urðu skamm-
vinn, því að hún dó þennan vetur á
gamiaársdag. Og fylgdi henni nálega
allur Hafnarfjörður til grafar að
Görðum.
Tók þá við stjórn á lieimilinu
frk. Margrét, systir frú Guðrúnar
sálugu. Og annaðist hún heimilið
og börnin með slikri snilld, að til
var tekið. Frk. Margrét kom frá
Ameríku þetta haust, og vorum við
samskipa frá Reykjavík lil Hafnar-
fjarðar. Kynntist ég frk. Margréti
dálitið, þar sem ég var svo tíður
gestur á heimilinu, og fannst mér
hún mjög geðfelld kona. En hún
átti það sameiginlegt með nokkr-
um þeim geðfelldustu konum, er ég
hefið kynnst um dagana, að hún var
fremur ófríð. Og hin sama varð
reyndin á með hana og liinar, að i
augum mínum varð andlit hennar
brátt frítt við kynningu hinnar
fögru sálar, er það speglaði.
Þennan vetur las ég mikið af
skáldritum, þvi að nú gat ég fengið
nóg af læss konar bókum að láni
af bókasafni skólans. t Steinnesi
hafði ég eignast „Þyrna“ eftir Þor-
stein Erlingsson, en ekki liafði ég
haft tíma til að lesa þá með at-
hygli. En nú tók ég til þeirra fyrir
alvöru. Og það svo rækilega, að ég
lærði Þyrna utanað, nálega alla. Og
enginn hafði opnað mér dýrðarheim
skáldanna eins yndislega og Þor-
steinn. Því hefir hann alla tíð verið
uppáhalds skáldið mitt.
Þannig liðu þessir vetrarmánuðir.
Fyrir mér voru þeir tímabil frelsis
og ánægju inn á við, en viðburða-
snauðir hið ytra.
En ætti ég að greina frá því,
hvernig mér féll landslag Ilafnar-
farðar í geð liefi ég þar liinar bestu
áhrifa að minnast. Reyndar er það
nú svo, að á vetrum nýtur maður
lítils af fegurð og gæðum liinnar
ytri náttúru landsins. En það vildi
svo vel til, að á útmánuðunum um
veturinn, var á tímabili mesta blíð-
skaparveður, nálega sem um há-
sumar væri, aðefns gröðurinn vant-
aði.
Það mætti nú ætla, við fyrstu
kynningu Hafnarfjarðar, að hér
væri um litla náttúrufegurð að ræða.
þar sem landsýn virðist jiar næsta
lítil, og hraunið ekki beint aðlað-
andi. En við nánari kynningu verð-
ur allt annað upp á teningnum. í
góðu veðri er það fyrst sjórinn, svo
sléttur og aðlaðandi vinalegur þarna
við ströndina, sem dregur mann að
sér. Og gangi maður upp á Hamar-
inn, er þaðan víðáttumikið útsýni
allt um kring. Og þá liggur bærinn
í allri sinni friðsæld útbreiddur fyr-
ir sjónum manns. Og þar nýtur
maður í fullum mæli hins yndislega
hafs, svo langt, sem augað eygir.
Þaðan sér maður líka yfir hið víð-
áttumikla liraun, hrikalegt að gerð,
og í margs konar litbrigðum.
Og í hrauni jjessu mátti að sögn,
finna mörg óviðjafnanaleg elskenda-
skjól. Þarna sem hraunveggir hylja,
sól nær að ylja, en vindur ekki að
blása. — En þetta síðastnefnda
mætti kannski fremur telja til hinna
hagkvæmu kosta Hafnarfjarðar.
En það er — eða var — sæla frið-
arins yfir Hafnarfirði, sem mér
fannst hafa hin bestu og dýpstu áhrif
á mig.“
y. s. v.
Fífldirfska. — 21 árs gamall Frakki
vakti mikla athygli á sér i París ný-
lega. Hann klifraði upp í 30 metra
háan obeliska við Concorde-torgið og
sat þar með rcgnhlíf i (i klukkustund-
ir samfleytt. Hann tókst þetta djarf-
ræði á hendur til þess að láta kvik-
mynda sig í auglýsingaskyni. Er kvik-
myndatakan var búin, vildi liann ekki
fara niður aftur. Lögreglan átti i
miklu stauti við að ná honum, en
heppnaðist j)að loks með stórum
brunastiga.
Hann: „Drottinn minn — lield-
urðu að ég sé gerður úr peningum?“
Hún: „Eg vildi óska að þú værir
það. Þá gæti ég fengið þér skipt.“
Stjörnulestur
Eftir Jón Árnason prentara
Nýtt lnngl 24. áf/úst 1949.
A Iþjóðayfirlit.
Jarðarmerkin eru yfirgnæfandi i
áhrifum og bendir það á hyggindi,
sem liggja á bak við framkvæmd-
irnar og aðalmerkin eru einnig yf-
irgnæfandi í áhrifum, svo að fram-
kvæmdaþrek er mikið og áróður
mikill bak við tjöldin, sem birtist í
ákveðnum athöfnum.
Lundúnir. — Nýja tunglið er i 1.
húsi. Þetta bendir á breytingar
nokkrar meðal almennings, en af-
stöðurnar eru vafasamar, þvi að góð
áhrif og slæm vega salt. Góð álirif
munu koma frá þinginu og ályktun-
um ráðandi manna. — Satúrn og
Merkúr i 2. húsi. Tafir og örðugleik-
ar nokkrir munu í fjármálum og
bankastarfsemi. En þó er líklegt
að Merkúrsafstaðan dragi eitthvað
úr, þvi að liann hefir góðar af-
stöður og sterkar. Hyggindi koma
til greina i meðferð þessara mála.
— Venus og Neptún i 3. húsi. Hafa
slæmar afstöður. örðugleikum má
húast við í umferðamálum og sak-
næm verk gætu komið til greina.
Ahrifin koma að nokkru frá aðgerð-
um þingsins. — Júpiter i (i. húsi.
Þetta ætti að boða góða afstöðu
fyrir verkamenn og þjóna, einnig
þá, sem cru að einhverju leyti i
þjónustu hins opinbera, kirkjunnar
manna, kennarar og fræðara. •—Plútó
er við austursjóndeildarhring og
bendir á óheillavænleg áhrif meðal
almennings.
Berlín. — Nýja tunglið er á aust-
ursjóndeildarhringnum. Allt, sem
telst afstöðu almennings, er mjög
á dagskrá og veltur á ýmsu. Áhrif-
in að sumu leyti atlnigaverð. -—
Merkúr í 2. húsi. Bendir á góða af-
slöðu í fjárhagsmálum. Peningaveltan
eykst og mikið verður rætt um þau
mál. •— Mars og Úran i 11. húsi.
Afstaða þessi bendir á örðugleika
i löggjöf og þingstörfum. Lögleysur
munu koma i ljós í ýmsum greinum
og áróður rekinn gegn ráðendum.
Júpiter í 5. húsi. Skemmtanalif og
leiklistarstörf munu undir fremur
góðum áhrifum og fræðsla barna
munu hafa fremur góða afstöðu.
Moskóoa. — Nýja tunglið er i 12.
húsi. Afstaða þessi bendir á örðug-
leika í sambandi við vinnuhæli,
betrunarhús og fangabúðir, spítala
og góðgerðarstarfsemi ýmiss konar.
Satúrn hefir hér einnig slæm á-
hrif og saknæm verk verða kunn í
því sambandi og fjárhagsörðugleik-
ar sýnilegir. Venus og Neptún í 2.
liúsi. Hafa slæm áhrif á fjárhagsá-
slandið og bankastarfsemin háð örð-
ugleikum og útgjöld vaxa og koma
áhrif þessi frá ráðendunum og til-
(ektum þéirra. •— Úran í 10. húsi.
Þetta er alvarleg afstaða fyrir
ráðendurna og óvænt atvik koma í
Ijós, sem þeir eru ekki viðbúnir.
— Mars í 11. luisi. Mjög slæm afstaða
fyrir æðsla ráðið og starfsemi þess.
Júpíter i 5. húsi. Ætti að hafa lyft-
andi áhrif á leikhús, leiklist og
barnafræðslu.
Tokyó. — Nýja tunglið er í 9.
lnisi, ásamt Plútó og Satúrn. Þetta
er ekki heppileg afstaða. Utanríkis-
siglingar og viðskipti munu mjög
á dagskrá og eru örðugleikar sýni-
legir i þeim málum, tafir og afleið-
ingar fjárliagsörðugleika. — Merk-
úr er i 10. liúsi. Hefir góðar afstöð-
ur. Þetta tryggir afstöðu ráðendanna
og gerir þá stöðugri i sessi. •— Júpít-
er i öðru húsi. Þetta ætti að vera
sæmileg astaða fyrir peningaversl-
un og verðbréfakaup og tekjur hins
opinbera ættu að vaxa fyrir atbeina
ráðendanna, en utanlandssiglingar
munu þó takmarka þetta að ein-
hverju leyti. — Dánartala mun stíga
að mun.
'Washinglon. — Nýja tunglið er
i 4. húsi. — Þetta er ekki heppileg'
afstaða fyrir landbúnaðinn. And-
staða stjórnarinnar mun ef til vill
færast í aukana. Úran er i 1. húsi.
Slæm áhrif á almenning og misgerð-
ir geta koinið í ljós. Mars i 2. húsi.
Ekki heppileg afstaða fyrir peninga-
verslun og fjárliagsmálin yfir höfuð.
Útgjöld vaxa. Merkúr í 5. liúsi.
Góð aðstaða fyrir leikhús og leik-
listarstörf og leikara. Barnafræðsla
undir góðum áhrifum. — Júpíter i
8. húsi. Bendir á dauðsföll meðal
háttsettra manna.
ÍSLAND.
2. hiis. — Nýja tunglið er i húsi
þessu. — Það er álitamál að hve
miklu leyti áhrif þessi koma til
greina. Þó má búast við örðugleik-
um nokkrum í fjárhagsmálunum og
útgjöld munu stíga, en tekjur minnka,
því að Satúrn er hér sterkur í áhrif-
um, dregur úr og tefur fyrir fram-
kvæmdum.
1. hús. — Plútó er i húsi þessu.
— - Afstaða þessi er ekki álitleg.
Sakæmir verknaðir gætu átt sér
stað og vcrða heyrinkunnir, sem nú
eru utan vitundar manna.
3. htis. — Satúrn er í liúsi þessu.
Hefir hann takmarkandi áhrif á
flutninga og ferðalög í landinu og
tefur fyrir framkvæmdum. Þó liefir
Merkúr hér nokkur bætandi áhrif,
sem eru meðverkandi.
4. hús. — Neptún er í húsi þessu.
— Hefir slæm áhrif á landhúnað-
inn og afkornu bænda. Örðug afstaða
gagnvart stjórninni.
5. hús. — Júpíter ræður húsi þessu.
— Leikhús og leikstarfsemi ætti
að vera undir sæmilegum áhrifum.
Einnig barnafræðsla og skólastarf-
semi.
6. hús. — Júpíter er í húsi þessu.
— Afstaða verkamanna ætti að vera
góð, einkum vegna góðrar og sterkr-
ar afstöðu Merkúrs. En þó gæli slæm
afstaða Satúrns orsakað hindranir,
einkurn í sambandi við flutninga.
7. hús. — Satúrn ræður liúsi þessu.
— Þetta er athugaverð afstaða í ut-
anrí kismálum. Tafir og hindranir
geta komið til greina i viðskiptum
við aðrar þjóðir.
8. hús. — Satúrn ræður húsi þessu.
— Ekki er liklegt að ríkið eignist
fé að erfðum i þessu sambandi.
9. hús—Júpiter ræður liúsi jiessu.
— Utanrikissiglingar ættu að vera
undir góðum áhrifum og lialdasl
nokkurn veginn í sæmilegu horfi.
10. hús. — Mars ræður húsi þessu.
— Þetta er ekki heppileg afstaða
fyrir stjórnina og á hún í miklum
örðugleikum. Óvænt atvik geta kom-
ið til greina. Andstaða frá verka-
mönnum óliagstæð og tafir gera
henni örðugt fyrir.
Frh. á bts. 14.