Fálkinn


Fálkinn - 25.08.1950, Blaðsíða 4

Fálkinn - 25.08.1950, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN BRYSSEL er meSal fegurstu borga Evrópu, ein af dýrustu borgum Ev- rópu (ef ekki sú allra dýrasta), borg sem ferðalangurinn getur fundið allt hugsanlegt í — nema náðhús — þess konar útréttingar ólíta víst Bryss- elbúar að hinn frægi sprænandi drengur, Mannekan Pis, geti annast fyrir hönd allra borgarbúa, því að hann sprænir allan sólarliringinn. Eg kom til Bryssel á hundköldu kvöldi í aprílmánuði, skalf af kulda þegar ég kom út úr hlýjum járn- brautarvagninum, og á móti mér tók demba af svo hörðu hagléli, að ég óslfaði mér að vera kominn heim í hlýjuna á Norðurlöndum. Svo náði ég i vagn og bað bílstjórann að aka á gistihúsið mitt, sem reyndist vera nokkur hundruð metrum ofar i göt- unni. Að skilnaði krafði hann mig um fé, sem svaraði til 5 króna í norskum peningum og tilkynnti súr á svipinn að aukaskildingurinn sem hann fékk væri í minnsta lagi: hann þóttist eiga heimtingu ó 10 frönkum lægst eða n. kr. 1.50. Þá fór ég undir eins að sjá að verðlagið í Bryssel svaraðj til þess sem af var látið. Daginn eftir fór ég út úr lierberg- inu mínu, sem var fremur sóða- legt en kostaði þó 17—18 krónur, en var það ódýrasta sem gistihúsið hafði að bjóða, — og fór á stjá til þess að snuðra um „konungskrepp- una“ svokölluðu. Það fyrsta sem ég rak augun í var að borgin hafði falið sig undir alla vega litum flöggum. Þau hengu og dingluðu eins og þvottur á snúru milli liúsanna og byrgðu jafnvel út- sýnið til skýjanna. Mér varð brátt ljóst að flöggin voru konungskrepp- unni algjörlega óviðkomandi, en voru liins vegar viðbúnaður undir alþjóðakaupstefnuna, sem átti að opna eftir nokkra daga. Yfirleitt var erfitt að sjá áhrif konungskrepp- unnar á yfirborðinu, og ferðamað- ur sem ekki hefði vitað að hún var staðreynd, hefði vel getað farið svo heim, að hann hefði ekki tekið Leopold III. ferðast mikið. Hér sést fjölskijldan talca á móti homim (t. v.) á flugvelUnum. Næst er kona hans, prinsessan af Réthy, sem áður hét Mary-Lilly Beels, þá Boudoin erfðaprins og prins Albert. Fyr- ir framan erfðaprinsinn stendur Alexander, sonur konungsins og seinni konu hans. Deilan um Leopold Grein þá sem hér fer á eftir skrifaði norski blaðamað- urinn J. Nyhamar í vor sem leið. Þá er enn óleikinn síðasti þáttur deilunnar um Leopold. Hann komst til valda en svo sterk var andúðin gegn honum að hann varð að flýja land aftur og fela syni sínum völdin. Hefði hann ekki gert það væri Belgía lýðveldi í dag. eftir neinu óeðlilegu í stjórnmála- lífinu. Á yfirborðinu virtist Bryssel friðsamleg. Andstæðurnar sem mað- ur veit að eru þar og sem skiptu borgarbúum i tvo nokkurn veginn jafnstóra flokka við þjóðaðratkvæð- ið um Leopold, ber enginn utan á sér. Svo kaupir maður nokkur dag- blöð til að finna konungskreppuna þar, og finnur hana loks undir ó- verulegum fyrirsögnum. Þegar mað- ur fer að lesa sér maður þó fljótt að það er ekkert að marka smæð- ina á fyrirsögninni. Því að lesmál- ið er kryddað stækustu stóryrðum ,sem tungan á, meiðyrðin ekkert spöruð og persónulegar skammir eins og silkihúfur ofan á öllu sam- an, eins og verst í kosningahríð Iieima, en allt miklu neyðarlegra, eða á maður að segja skrilslegra. Og haldi maður á blaði getur maður átt á hættu að verða viðriðinn deiluna sjálfur. Eg steig inn í sporvagn með eintak af „Le Peuple“ —• aðaland- stöðublað Leopolds konungs — i vasanum, og var nú orðinn svo vanur verðlaginu að ég var ekkert hissa ó þvi að sporvagnsgjaldið var 40 aurar. Snyrtilegur, roskinn mað- ur, sem heyrði af samtali mínu við vagnstjórann að ég var útlendingur, tók varlega í ermina mína og fór að tala við mig á sæmilegri ensku og sagðist vita að það væri ekki mér að kenna að ég hefði lent i því óláni að kaupa „Le Peuple“ — sá sem ekk þekkir til kaupir vitanlega fyrsta blaðið sem að honum er rétt. En liann ætlaði að fræða mig á þvi, að „Le Peuple“ væri alls ekki gott blað. „La Libre Belge“ væri best, — „haldið yður að því. Bon jour, Monsieur!“ Glaður yfir því að hafa komist í svo að segja persónuleg kynni við konungsdeiluna lét ég nú málgagn kristilega flokksins, „La Libre Belge“ vera utan á í vasan- um og uppgötvaði fljótt að mér var gefið óhýrt auga er ég skömmu síðar kom inn á veitingastað til að fá mér kaffi. Með þessu liefði ég fengið vottorð um, að blaðið sem maður er með í vasanum er eins konar yfirlýsing um hverrar skoð- unar maður sé í konungsdeilunni. Síðar, eftir að ég hafði verið í Bryssel í nokkra daga, uppgötvaði ég að sundrungin í þessu máli er afar mikil, þó að henni sé leynt í daglegri umgengni undir venjulegum kurteisishjúp. En það var bara þetta, að í Belgíu hefir verið stælt og rif- ist um þetta mál alla tíð siðan Belg- ar fengu frelsi sitt aftur, en eftir allan gauraganginn kringum þjóð- aratkvæðisgreiðsluna 12. mars er fólk dólítið dasað. Allflestir kjós- endur — og fleiri — hafa sína á- kveðnu skoðun á málinu og finnst nú tími til kominn að hætta öllu ofstæki. Þess vegna hittast kunningj- ar sem ekki eru sömu skoðunar í málinu, á kaffihúsum sínum, taka

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.