Fálkinn - 25.08.1950, Síða 12
12
FÁLKINN
Stutt framhaldssaga.
Konan fyrirgefur
13.
karlmaðurinn gleymir
„Gáðu að!“ hrópaði læknirinn, og honum
tókst rétt að grípa hana, áður en hún datt.“
„Nei,“ sagði Carol undrandi. „Eg hefi ekki
séð hana. — Eg átti ekki von á henni í dag.
Hvað er að? Hvað hefir komið fyrir?“
„Allt“, svaraði Ted með drungalegri rödd,
og meðan Carol virti hann fyrir sér með vax-
andi áhuga, er hann reyndi að halda áfram,
féll hann saman og grúfði andlitið í hendur
sér.
„Þið hafið rifist,“ fullyrti Carol kaldrana-
lega. „Það hlýtur að hafa verið mikið rif-
rildi, úr því að þú veist ekki, hvar Lee er.
Hún er ekki þannig gerð, að hún hlaupi á brott
út af smámunum. Ætli það sé ekki best að
þú segir mér allt af létta?“
Henni hafði aldrei geðjast vel að Ted. Frá
því fyrsta, er Lee fór að fara með honum út
að skemmta sér og orsakaði þannig hjónaskiln-
að, hafði Carol skellt allri skuldinni á Ted.
Seinna reyndi hún að láta sér hann lynda,
af því að hann var bróðir Lawrence, en samt
fannst henni hann vera grunnhygginn yfir-
borðsmaður, sem hvorki væri Lawrence né
Lee verður. Henni gat ómögulega geðjast vel
að honum.
En nú var hann undarlega aumur og niður-
brotinn — hún hefði aldrei getað ímyndað sér,
að hann gæti orðið svona — og hún varð að
hafa samúð með honum, þrátt fyrir allt.
„Hvað kom fyrir Ted?“ sagði hún hug-
hreystandi og hvetjandi og tókst nú að setja
dálitla hlýju í röddina.
„Eg veit það ekki,“ sagði hann, og orðin
heyrðist slitrótt gegnum greiparnar, því að
hann grúfði andlitið ennþá í höndum sér. „Eg
hefi sennilega eyðilagt allt. Eg ætlaði ekki að
gera það. Mér fannst þetta svo saklaust. Eg
veit, að þetta er mér að kenna, en ég vildi, að
ég gæti komið henni í skilning um það, hvernig
þetta var. Ef hún gæfi mér bara annað tæki-
færi. Hún er mér allt, en hún vill ekki skilja
það.“
„Talaðu dálitlu greinilegar, ef þú getur,“
sagði Carol hálf súr í bragði. „Mannaðu þig
svo dálítið upp, fyrir alla muni.“
Hann lét hendurnar falla niður og lyfti
höfðinu. Hann var augsýnilega að ná sér.
Samt átti hann ennþá erfitt um mál.
„Kvöldið, sem þið Larry buðuð okkur í
kvöldverð, og þið opinberuðuð trúlofun ykk-
ar, þá kom ég ekki. Eg sagði Lee, að ég þyrfti
að sinna viðskiptavinum um kvöldið, en bauð
stúlku af skrifstofunni út að borða. Þetta var
ósköp saklaust í sjálfu sér. Annars var ég orð-
inn afhuga því að fara út með henni, þegar að
því kom. Eg skil ekki, hvers vegna ég hætti
ekki við allt. Eg — “
Hann varð orðlaus um stund og Carol sagði
ákveðið: „Réttlættu gerðir þínar. seinna.
Segðu mér söguna núna.“
„Einhver sá okkur,“ sagði hann. „Einhver
kjaftakerling, sem á heima rétt hjá gamla
húsinu okkar. Eg þekkti þessa bölvaða 'tæfu
ekki nokkurn skapaðan hlut — nema af illri
afspurn. Jane þekkti hana. Jæja, en hvað um
það, þá beið hún eftir því, að Lee kæmi til
þess að flytja dótið úr húsinu, og sagði henni,
að ég hefði verið að halda framhjá henni.“
Hann hikaði og gaut ráðleysislegum aug-
um til Carol, sem örvaði hann upp til þess
að halda sögunni áfram.
„En þetta var ekki þannig,“ sagði Ted í
einlægni. „Þetta var bara eintóm vitleysa allt
saman. En Lee gekk af göflunum, þegar ég
kom heim fyrir tveimur dögum. Eg reyndi að
skýra henni frá málavöxtum og biðjast af-
sökunar, reyndi að fullvissa hana um, að slíkt
mundi ekki koma fyrir aftur. Eg reyndi að
sýna henni fram á, hvílík vitleysa það væri,
að ímynda sér, að ég hefði stigið út fyrir bönd
velsæmisins þetta kvöld. Eg reyndi að sann-
færa hana um, að ég elskaði hana, og hana
eina.“
Hann hristi höfuðið og hélt áfram með hásri
slitróttri rödd: „Hún — hún sagði, að ég væri
nú að leika hana eins og Jane forðum. Hún
sagði að þetta væri gamla sagan. Nú hefði ég
flett einu blaði í viðbót í bók lífs míns. Nú
yrði ég skilnaðarvaldur enn á ný. Hún hlust-
aði ekki á mig. Hún kærði sig ekki um
skýringar mínar. Hún var svo rangsleitin.“
„Mér finnst, að þú getir sjálfum þér um
þetta allt saman kennt,“ ságði Carol rólega.
„Eg veit það,“ sagði Ted með ákefð. „Eg
hafði hagað mér ósæmilega, en ekki eins ó-
sæmilega og hún hélt, og heldur ekki á þann
veg sem hún hélt. Mér hafði aldrei komið til
hugar að yfirgefa Lee. Eg meinti ekkert illt
með þessu. Eg skyldi aldrei fara aftur þannig
að ráði mínu, ef ég gæti fengið hana til að
hlusta á mig og skilja. Carol, getur þú ekki
fengið hana til að tala við mig?“
„Því miður,“ svaraði Carol, „þá hefi ég ekki
hugmynd um, hvar hún er. Eg hefi ekkert
heyrt frá henni. Ef til vill hefir hún samband
við mig einhvern tíma. Það getur vel verið, að
ég fái hana til þess að tala við þig, ef þér er
alvara. En fyrst þú ert annars hingað kom-
inn, þá langar mig til þess að segja þér sitt
af hverju."
Hún gaut augunum til hans. Ásjónan var
auðmýktin sjálf. Enginn virðuleikablær i nein-
um drætti. Hann beið aðeins eftir því, sem hún
ætlaði að segja.
„Lee elskaði þig,“ byrjaði Carol, „og ég
hugsa, að 'hún muni alltaf gera það, af því
að hún er svo traust og laus við léttúð. Hún
var dálítið illa komin um tíma, án þess að
gera sér grein fyrir því sjálf. Hún lagði mikið
kapp á að afla sér ýmissa lífsins gæða. Þessi
auðþrá hennar ruglaði hana dálítið, því að
hún er mjög góð stúlka að upplagi. Það var
þessi þrá hennar, sem olli því, meðal annars,
að þú náðir í hana. En það var annað, sem dró
hana líka að þér. Hún elskaði þig líka. Sú
ást var orðin fölskvalaus. En hún er of góð
fyrir þig Ted. Samt sem áður getur vel verið,
að þú náir aftur í hana. En ég lofa ekki að
hjálpa þér, fyrr en þú hefir lært að meta hana.
Mundu, að ég sagði aðeins, að það gæti vel
veriðj að ég fengi hana til að tala við þig.“
„Þú mátt ekki koma fram við Lee eins og
þú hefir gert. Hún á stolt til, og ef hún er
særð, þá er ekki auðgert að græða sárið. Hún
hefir þráð að komast áfram í lífinu til auðs og
metorða. Hún vill ekki vera lágkúruleg sjálf.
En þú hefir hagað þér þannig við hana, sem
væri hún lítils virð stelpa með lágkúrulegan
hugsunarhátt. Það særði hana. Og þú gerðir
meira. Þú komst því inn hjá henni líka, að
þú værir sjálfur lágkúrulegur, sem þú reynd-
ar ert, og það særði ennþá meira. Þú gerðir
hana afhuga þér. Ef þú vilt ná í hana aftur,
verður þú fyrst að verða að manni sjálfur.
Og þú verður að sannfæra hana um, að þú
hafir tekið algjörum sinnaskiptum. Þú getur
ekki vafið Lee um fingur þér lengur. Þú verður
að breyta hátterni þínu.“
„Eg veit að ég kom ósæmilega fram,“ sagði
Ted, „en ég ætlaði mér það ekki. Eg hélt, að
þetta væri svo saklaust. En slíkt skal ekki
koma fyrir aftur.“
„Ef til vill,“ sagði Carol efagjöm. „En
reyndu sjálfan þig fyrst. Nú — ég hefi víst
ekki meira að segja, Ted. Eg styð þig ekki í
þessu máli, eins og þú veist. Eg styð Lee.“
„Eg veit það,“ svaraði Ted auðmjúkur, reis
á fætur og seildist eftir hatti sínum.
„Eg á von á Lawrence," sagði Carol hálf-
vegis út í hött. „Kannske að þú viljir borða
með okkur? Hvar hefirðu annars borðað upp
á síðkastið, eða hefirðu alls ekkert borðað?“
„Eg veit það ekki,“ svaraði Ted áhugalaus.
„Eg man það ekki.“
Hann sleppti hattinum ög stóð ráðleysislega
fyrir framan stólinn, sem hann hafði setið.á.
„Heldurðu,“ spurði hann í von, en óvissu —
„heldurðu, að hún gæti komið í kvöld?“
Carol yppti öxlum, og hann hneig þunglama-
lega niður í stólinn og lokaði augunum.
10. KAFLI.
Andvarinn frá hafinu glettist við pilsfaldinn
á Jane, er hún gekk yfir grasflötina í áttina
til Georgs, þar sem hann var önnum kafinn
við blómin. Brimhljóðið frá klettaströndinni
fyrir neðan var kunnuglegt og róandi.
„George,“ sagði hún fyrir aftan hann. Hann
sneri sér við á hækjum og leit spyrjandi á
hana.
„Síminn?“ spurði hann, en hún hristi höf-
uðið.
„Nei, það hefir enginn hringt í morgun.
Mig langar bara — að tala við þig, Um —
Lee.“
„Sefur hún ennþá?“
„Eg hefi ekki heyrt í henni neitt á rjátli.
Annars var ég að hugsa um að fara að líta
upp til hennar. George — hvað kom fyrir?“
,yEg veit það ekki,“ svaraði hann með sem-
ingi og brúnu augun urðu alvarleg. „Mér skilst
að það væri eithvað út af öðrum kvenmanni,
eitthvað, sem var hræðilegt áfall fyrir hana.
Hún gat ekki talað í samhengi. Það blandaðist
allt saman hjá henni. Hún minntist eitthvað á
tesettið þitt og einhverja frú eitthvað og svo