Fálkinn - 25.08.1950, Side 15
FÁLKINN
15
Fegurðarstjarna
Það getur átt við yður.
Hin fagra
Margaret Lockwood
segir:
„Þér ættuð að auka yndisþokka yð-
ar með því að nota Lux handsápu
fegurðaraðferðina eins og ég geri.
Þessi hreina hvíta sápa gerir húðina
mýkri, sléttari. Ég hyl andlit mitt
með hinu mikla rjómamjúka löðri,
nugga léttilega inn en þó fullkomlega.
Hreinsa því næst með volgu vatni
og því næst með köldu. Þér megið
vera öruggar að Lux handsápan ger-
ir húðina hreina og ferska, en það
er undirstaðan undir fegurð.
LUX HANDSÁPA
A LEVER product
X-LTS 699/1-939-50
HIN ILMANDI HVlTA SÁPA KVIKMYNDASTJARNANNA.
GUÐSPEKIFÉLAGIÐ.
Frh. af bls. 3.
stúkurnar í Hafnarfirði og á Akur-
eyri einu sinni á hálfum mánuði.
Innan félagsins starfar og félags-
skapur, er nefnist Þjónusturegla
Guðspekifélagsins. Hefir sá félags-
skapur verið mjög athafnasamur á
síðustu árum. Formaður hans er frú
Svava Fells.
Félagið gefur út tímaritið „Gang-
lera“. Flytur það fræðslu um guð-
speki og andleg mál. Ritstjóri þess
er Gretar Fells.
Á hverjum vetri eru höfð svo-
kölluð kynniskvöld á vegum félags-
ins (venjulega 3 að tölu). Eru þá
flutt erindi um guðspekileg efni,
en fremur þó um viðliorf guðspek-
innar til ýmissa viðfangsefna manns-
andans en um sjálft fræðikerfi Guð-
spekinnar, sem verður ekki rakið,
svo að gagni komi, í stuttum er-
indum. Atkvæðamesti ritliöfundur
innan félagsins fyrr og siðar var
Sigurður Kristófer Pétursson (dá-
inn 1925). Hann var áhugasamur
mjög um guðspekileg efni og frá-
bærlega vel ritfær maður. Eftir hann
liggja 'margar hækur um guðspeki,
þýddar og frumsamdar.
Aðalstöðvar félagsins á íslandi eru
i Reykjavík, Ingólfsstræti 22, og
býr þar núverandi forseti. Húsið,
sem er hyggt í sérkennilegum stíl og
táknrænum, var gefið félaginu af
Lúðvík Kaaber bankastjóóra. Hann
var mjög áhugasamur guðspekisinni
og einn af fyrstu og helstu brautryðj-
endum guðspekinnar hér á landi.
Allsherjarfélagsskapur guðspeki-
nema, sem Guðspekifélag íslands er
deild úr, verður 75 ára 17. nóvem-
ber næstkomandi, og verður þess
minnst um allan heim. Forseti al-
heimssamtaka þessara er nú Ind-
verjinn J. Jinarajadasa.
Guðspekisfélagið er ekki trúfélag.
Það er félag þeirra er leita sann-
leikans í andlegum efnum og kjósa
yfirleitt það, er sættir menn og
sameinar fremur en hitt, er sundrar
þeim. — Það hefir þegar látið nokk-
uð að sér kveða í andlegu lífi ís-.
lensku þjóðarinnar og á samúð og
vinsældum að fagna meðal margra
þeirra, er kynni hafa af því, jafnvel
þó að þeir séu ekki skráðir félagar
þess. Starfsaðferðir félagsins hafa
aldrei borið á sér blæ áróðurs eða
auglýsingaskrums, enda liefir frá
upphafi verið áhersla á það lögð
innan félagsins, að virða beri sjálfs-
ákvörðunarrétt manna í andlegum
efnum sem öðrum, og að það til-
lieyri almcnnri mannhelgi að stilla
allri boðun — jafvel hinna æðstu
sanninda •— í hóf. — —
BERNH. PETERSEN
REYKJAVÍK
Símar: 1570 (2 línur). Símnefni: „Bernhardo“
KAUPIR:
SELUR:
Þorskalýsi, allar tegundir
Síldarlýsi
Síldarmjöl
Fiskimjöl
Kaldhreinsað meðalalýsi
Fóðurlýsi
Kol í heilum förmum
Salt í heilum förmum.
Ný, fullkomin kaldhreinsunarstöð - Lýsisgeymar fyrir 6500 föt
Sólvallagötu 80. — Sími 3598.