Fálkinn - 22.06.1951, Blaðsíða 3
FÁLKINN
3
Garðar Gíslason
hálfáttræður
ÞaS var á fyrsta ári aldarinnar sem
ungur Nor'ðlendingur, Garðar Gíslason
að nafni, vakti athygli um land allt
með því að stofna heildsöluverslun
liti í Skotlandi. Hér heima var slíkt
ekki tiltækilegt, því að símasamband
var ekkert við umheiminn og siglingar
strjálar. En það sýndi sig að undir
eins og síminn kom liófst innlend
heildsöluverslun á Islandi.
Garðar Gíslason sýndi það þá þeg-
ar, og hafði enda sýnt það fyrr, að
hann var á undan sinum tíma — og
þorði að vera það. Hann er einn af
frömuðum innlendrar verslunar og
samgangna, sívakandi og sístarfandi.
Þegar saga frjálsrar verslunar á fs-
landi verður skrifuð mun nafn Garð-
ars Gislasonar koma þar viða við.
Því að sannast að segja hefir hann
jafnan verið í fararbroddi eða fram-
arlega í fylkingu alls staðar þar, sem
verið liafa á döfinni vaxtarmálefni
íslenskrar verslunar og samgangna.
f fimmtán ár var hann formaður
Verslunarráðs fslands. Þegar stofnun
Eimskipafélagsins kom til tals var
hann þegar einn af talsmönnum þess,
og um langan aldur álti iiann sæti
í stjórn þess félags. Og um annað
félag — sem eiginlega enginn íslend-
ingur liafði raunverulega trú á — er
mér það minnisstætt, hve hann og
Pétur Halldórsson unnu kappsamlega
að. Það var Flugfélag íslands, hið
elsta.
En fyrst og fremst voru það hin
eiginlegu verslunarmál, sem honum
voru hjartfólgin. Hann var meira en
iðkandi frjálsrar verslunar — liann
var helsti forsvarsmaður þeirrar hug-
sjónar, sem i henni felst, um langan
aldur. Bæði í ræðu og riti. Hann deildi
um langt skeið, ásamt Birni heitnum
Kristjánssyni bankastjóra mjög á það,
sem kallað var skattfrelsi samvinnu-
félaganna, þær deilur urðu oft heitar.
En þó hefi ég spurnir af því, að and-
•stæðingar Garðars hafi jafnan metið
rök hans.
-----Garðar Gíslason byrjaði versl-
unarferil sinn á erlendum vettvangi,
og nú á 75. afmælisdegi sínum er hann
á ný á erlendri grundu, og meira að
segja i annarri heimsálfu. Hann hefir
rekið umsvifamikið fyrirtæki hér á
landi mestan hluta starfsævi sinnar,
en eigi að siður réðst hann i að setja
á stofn verslunarfyrirtæki í New York
fyrir 9 árum, og rekur það áfram,
ásamt fyrirtæki i Suður-Ameríku. Og
Á Arnarhóli.
Fagur þjóðhátíðardagur
Forsjónin lagði til fagurt veður á
7 ára afmæli íslenska lýðveldisins á
sunnudaginn var. Og af hálfu bæjar-
valdanna hafði vcrið unnið gott verlt
að því að skapa fagra umgerð um
hátíðina sem í hönd fór. Fánaraðir
um allan miðbæinn, einkanlega þó
meðfram Lækjargötunni, við Austur-
völl og á Arnarhóli, en á þessum
stöðum fóru hátíðahöldin aðallega
fram.
Það var fögur sjón að sjá mann-
fjöldann safnast að Austurvelli
skömmu fyrir kl 14. Þar mættust
skrúðgöngurnar úr Austur- og Vestur-
urbænum og góða veðrið hafði stuðl-
að að þvi að gera þær fjölmennari
en nokkurn tima fyrr.
Klukkan 2 hófst guðsþjónusta i
Dómkirkjunni, en þar prédikaði síra
Jón Auðuns, en Stefán Islandi söng
einsöng. En kl. 214 gekk forseti Is-
lands ásarnt Steingrimi Steinþórs-
syni forsætisráðherra frá Alþingis-
liúsinu að líkneski Jóns Sigurðsson-
ar,. þar sem forseti að vanda lagði
blómsveig á fótstallinn. Meðfram
brautinni út að likneskinu var þétt-
skipuð röð fánabera frá félögum
þeim, sem höfðu tekið þátt í skrúð-
göngunni, en bak við likneskið var
fánaborg með þjóðfánanum.
Er forseti iiafði lagt sveiginn á stall
inn léku Lúðrasveit Reykjavíkur og
Svanur þjóðsöngin saman, en þær
höfðu verið sin í hvorum fararbroddi
fylkinganna úr Austur- og Vestur-
bæ. En' er þjóðsöngurinn hafði ver-
ið leikinn kom frú Guðrún Indriða-
dóltir, Fjallkona þessa árs, fram á
svalir Alþingishússins og sagði fram
kvæði Tómasar Guðmundssonar,
sem helgað var deginum. Og að þvi
loknu hélt Steingrímur forsætisráð-
herra skörulega og kjarnmikla ræðu,
en á eftir henni var leikið „ísland
ögrum skorið.“
Þegar athöfninni við Austurvöll
var lokið liélt margt af fólkinu suð-
ur á íþrótttavöll um Suðurgötu,
og var staðnæmst fyrir framan gröf
Jóns Sigurðssonar, svo sem venja
er til. íþróttasýningarnar hófust með
knattspyrnu tveggja kvenflokka, cn
búningur dómarans, Erl. Ó. Péturs-
sonar virtist benda til þess, að ekki
ætti að taka þennan sýningalið al-
varlega. Næst var fimleikasýning
kvennaflokks úr Ármanni, undir
stjórn Guðrúnar Nielsen, og þá
frjálsar íþróttir. í 400 metra grinda-
lilaupi keppti Ingi Þorsteinsson við
sjálfan sig (cinn) og náði þó 58,3
sek. árangri. Gunnar Huseby sarpaði
kúlu 16.32 metra,, og var þetta talið
besta afrek mótsins og launað með
konungsbikarnum. Þykir ei ástæða
til að greina frá afrekum mótsins
hér, þvi að þau eru áður kunn úr
dagblöðunum. En yfirleitt varð á-
rangur þessa móts með lélegra móti.
Skemmtigarðurinn Tivoli var op-
inn frá klukkan 4 og safnaðist þang-
að fjöldi mikill, einkum af yngri
kynslóðinni og skemmti sér við
þýskan gervi-Chaplin, Baldur og
Konna, Clever og Cleviru og fleira.
Var aðgangur ókeypis framan af.
Klukkan átta að kvöldi hófst
skemmtun á Arnarhóli, mcð tónleik-
um Lúðrasveitar Reykjavíkur en sið-
an var kvöldgleðin selt af Þór Sand-
holt, sem var formaður Þjóðhátíð-
arnefndar bæjarins. Nú sungu
Karlakór Reykjavikur og Fóstbræð-
ur og að þvi loknu flutti Gunnar
Thoroddsen borgarstjóri snjalla ræðu
og gerði m. a. samanburð á Reykja-
vík fyrir 50 árum og nú. Og á eftir
ræðunni söng Guðmundur Jónsson
óperusöngvari einsöng. Þá var stutt
leikfimissýning, sem K.R. stóð að
og Ben. Jakobsson stjórnaði, en
næst las Lárus Pálsson leikari
kvæði, og Þjóðkórinn söng, undir
stjórn Páls ísófssonar.
Þessi skemmtiatriði voru hvert
öðru betri, hæfilega stutt og mjög
tilbreytigarik, svo að þeim, sem
höfðu ætlað sér að standa aðeins
stutta stund við, dvaldist lengur en
ætlað var. Enda varð mannfjöldinn
svo mikill að lokum, að aldrei mun
jafn mannmarg liafa verið ý nokk-
urri útisamkomu í Reykjavík. Enda
var veðrið dásamlcgt um kvöldið
og náttúrufegurðin af Arnarhóli ó-
gleymanleg.
Þegar Ararhólsskemmtuninni lauk
um sólarlagsbil, dreifðist fólkið nið-
ur á Lækjartorg, suður Lækjargötu
og vestur Austurstræti, þvi að þar
liófst dansinn. Nýju dansarnir lögðu
Lækjartorg og lóðina þar sem Hotel
ísland stóð undir sig, cn syðst í
Lækjargötunni voru þeir gömlu. Og
dansinn dunaði óslitinn til klukkan
tvö um nóttina.
Þess má gcta, til verðugs lofs, að
mikil háttprýði rikti yfir ölluin
þessum mannfagnaði frá upplifi til
enda, eftir þvi sem best varð séð.
Og snemma morguninn eftir var
bærinn farinn úr sparifötununi —
allar flaggstengurnar horfnar og lika
bréfaruslið af túnblettunum, sem
fólkið hafði sólbaðað sig á.
heildsölufirmað Garðar Gíslason við
Hverfisgötu hér í Reykjavík, starfar
áfram undir forstjórn Bergs, sonar
hans, og Halldórs Jónssonar tengda-
sonar hans.
Viðskipti Garðars Gislasonar i Vest-
urheimi munu að einhverju leyti vera
alútlend. En ávallt mun það þó verða
svo, að einmitt íslensk innflutnings-
og þó einkum útflutningsverslun mun
sitja í fyrirrúmi í huga hans. Því þó
að Garðar Gíslason sé mikill „cosmo-
polit“, þá er hann og verður fyrst
og fremst íslendingur. Góður íslend-
ingur, sem hefir reist sér óbrotgjarn-
an minnisvarða i viðreisnarsögu ís-
lands.
Sk. Sk.