Fálkinn


Fálkinn - 22.06.1951, Qupperneq 4

Fálkinn - 22.06.1951, Qupperneq 4
4 FÁLKINN Rahhað við séra Riarna Jonsson vigslubiskup í Lækjargötu 12B í Reykjavik eru dyr, sem liklega fleiri hafa gengið um en nokkrar aðrar á einkaheimili hér í liöfuðstaðnum. Og mér er nær að halda að síminn hjá liúsbóndan- um í þeirri íbúð hafi hringt oftar en nokkur einkasími á landinu. Húsbónd- inn á heimilinu er séra Bjarni Jóns- son vígslubiskup og húsmóðirin er frá Áslaug Ágústsdóttir. Þau hafa bú- ið þarna í siðastliðin 32 ár og hálfu betur. Dómkirkjupresturinn i Reykjavik liefir aldrei haft sérstaka skrifstofu eða skrifstofufólk, en er viðbúinn því, að fólk þurfi að tala við sig á flestum timum dagsins. Þetta er sérkennilegt fyrir manninn, hann mun hugsa sem svo og hafa langa reynslu af því, að oft komi það fyrir, að fólk þurfi að tala við sig sem fljótast. Til dæmis þegar sjóslys eða önnur slys ber að höndum og presturinn þarf að ganga íiús úr liúsi til þess að flytja ættingj- um liarmafregnina, svo að aðeins sé nefnt dæmi. Þess vegna er svarað í símann hjá séra Bjarna frá rnorgni til kvölds og þess vegna tekur hann á móti fólki hvenær sem hann er við- látinn. Fálkann langaði til að hafa tal af séra Bjarna og ætlaði að birta eitt- hvað úr því um mánaðamótin síð- ustu, svo að það fylgdist með mynd- inni, sem þá birtist af honum. Af viðtalinu varð þó ekki fyrr en síðar. Bkki hafði ég ætlað að tefja dóm- kirkjuprestinn lengi, því að margir sem annríkt eiga, sjá sér ekki annað fært en reka blaðasnápana út, ef þeir verða of þaulsætnir eða þaul- spyrjandi. Og ekki vildi ég láta það spyrjast, að séra Bjarni þyrfti að segja: Nú má ég ekki vera að því að tala við yður lengur, því miður. — Yerið þér sælir. — Það kom heidur ekki fyrir i þetta skipti. Eg sat hjá honum hátt upp í klukkutíma og sá aldrei á honum neitt óróasnið, eins og hann væri að hugsa: Hvenær fer hann nú að fara? Það er kannske noklcuð óbrigðult einkenni sumra þeirra, sem mestir eru starfsmennirnir, að þeir virðast hafa tíma til alls. Ýmsir þeir, sem kannske hafa minnst að gera, eru alltaf að flýta sér. Ilinir, sem afkasta mestu, láta aldrei á sér sjá, að þeir séu að flýta sér. --------Lesandinn afsakar þennan formála, en mér fannst ég þurfa að hafa hann svona langan. Þvi að áreið- anlega er séra Bjarni Jónsson dóm- kirkjuprestur sá cmbættismaður þjóð- kirkjunnar frá upphafi vega hennar, sem átt hefir mest annriki. Það vita allir landsbúar, — ekki Reykvíking- ar einir. Ef ég man rétt voru ibúar Reykjavíkur um C.000 á aldamótaár- inu siðasta. Þeim fjölgaði óeðlilega mikið á næstu tiu árum — togaraöld- in var að hefjast á íslandi. Og Reykja- vík er hennar fæðingarstaður. Reykjavík er líka fæðingarstaður séra Bjarna. Og ég vissi fyrirfram, að gaman 'hefði verið að spyrja hann um Reykjavík bernsku hans. En ég stillti mig um það og reyndi að halda mig við jjessi 41 ár, sem liann licfir verið starfandi dómkirkjuprestur í Reykjavík. Þess vegna spyr ég aðeins: Hve mikið iiefir Reykjavík stækkað siðan þér urðuð dómkirkjuprestur? — Siðan ég varð prestur við Dóm- kirkjuna hefir hún 5-faldast. Mreia var ekki talað um landafræði Reykjavíkur á árunum eftir aldamót- in, enda það ekki erindi mitt til séra Bjarna. Eg vík að aðalerindinu og fer að spyrja um starfsemi hans sem sálu- sorgara, utan kirkju og innan, en þó fyrst og fremst innan. Eg fer að spyrja liann — vegna þess að nú á tímum er svo margt reiknað í tölum — live margar guðsþjónustur hann hafi hald- ið á liðnu 41 ári, hve mörg börn hann hafi skírt og fermt, hve mörg hjón hann hafi gefið saman, hve mörgum hann hafi talað yfir, er þeir voru horfnir hérvistum. Þá brosir hann og segir: Þetta verður svo langt reiknings- dæmi, að ég held að það sé best að við sleppum því. Fólki leiðist að lesa of mikið af tölum. En ég hefi pré- dikað hér i Dómkirkjunni i 41 ár, og að minnsta kosti 50 sinnum á ári, að meðaltali. — — Það verður þá yfir 2000 guðs- þjónustur alls, að minnsta kosti- — Já, en í rauninni hefir mér fund- ist ég halda guðsþjónustur víðar en í kirkjunni. Til dæmis í Kristilegu félagi ungra manna. Og svo hefi ég prédikað í öðrum kirkjum líka, bæði víða úti um land og á Norðurlöndum, við ýms tækifæri. Til dæmis, dóm- kirlcjunni í Hróarskeldu og Haderslev. Meira að segja komst ég einu sinni í það að prédika við guðsþjónustu í Berlín, þar sem fólk frá öllum Norð- urlöndum var viðstatt auk Þjóðverj- anna. Svo fer ég enn á ný að inna séra Bjarna eftir eins konar hagskýrslu um embættisvcrk lians. En hann svar- ar aðeins þessu: — Eg held að ég taki ekki of djúpt i árinni, þótt ég segi, að ég hafi lialdið rúinlega eina ræðu á dag, þessi 41 ár, sem ég hefi verið prestur. Að meðtöldum þeim ræðum, sem ég hefi haldið um kristileg efni utan kirkju- veggjanna. Og vitanlega að meðtöld- um tækifærisræðum. Eg held oft bæði húskveðju og likræðu yfir sama mann- inum. — En hjónavígslur? — Það er hægt að gcfa saman hjón án jiess að skrifa ræðu. í handbók- inni er „formúlar“, sem prestar mega láta duga við hjónavígslur. En það er nú einhvern veginn svo, að mér finnst ég ekki geta gefið saman hjón, án þess að láta fylgja þeim nokkur orð frá mínu eigin brjósti. Oftast nær þekki ég ýmist annaðhvort brúð- hjónanna, ég hefi stundum bæði skírt og fermt þau, eða þá föður þeirra og móður. Og mér finnst ég megi til að láta fylgja þeim eitthvað, sem snertir þau eða þeirra nánustu persónulega. Margt fólk man þetta vel, og þakkar mér stundum fyrir það, mörgum ár- um eftir að það var sagt. Frú Áslaug kemur nú inn i stofuna, og spyr, hvort luin megi ekki bjóða okkur kaffisopa, eða hvort það eigi að bíða þangað til við séum búnir að tala saman. Okkur kemur saman um að fá kaffið strax og göngum inn i stofuna. Þar er í horninu stórt brjóst- líkneski af séra Bjarna, heiðursgjöf til hans frá söfnuðum bæjarins, fyrir forgöngu sóknarnefndanna, gert af Sigurjón Ólafssyni myndhöggvara. — Séra Bjarni bendir á myndina, bros- ir og segir um leið: Talið þér við þennan! Hann talar ekki af sér. Eg vildi nú samt heldur tala við séra Bjarna sjálfan og frú Áslaugu, yfir kaffibollanum. Og ég fer að spyrja þau bæði um ráðningu þeirrar gátu, að séra Bjarni sé jafn ungur, líkamlega og andlega, og hann er, eftir meira en fjögurra áratuga þjón- ustu umsvifamesta prestsembættisins á íslandi. — Er það ekki vegna þess að þér séuð í rauninni afar léttlyndur, eins og stundum lýsir sér í ýmsum gaman- sömu tilsvörum yðar? spyr ég. — Léttlyndur er ég í rauninni ekki, svarar séra Bjarni. — Eg er frekar þunglyndur. Viðkvæmur er ég og set oft margt fyrir mig, og læt mér verða áhyggjur út af því. En oftast ræðst allt til betri vegar, og það er að þakka þeirn, sem öllu ræður. Hitt er svo ann- að mál, sem þér minntust á: gaman- semina, eða réttara sagt það, sem felst í orðinu humor. Biðið þér snöggvast við, ég ætla að ná hérna i bréf, sem ég fékk nýlega frá dönskum presti, vini mínum sem einhvern veginn hafði frétt, að ég væri að segja af mér. Og svo les hann upp kafla úr bréf- inu: „Nathan Söderblom erkibiskup liefir sagt það á einum stað, að þrennt sé ævarandi: trú, von og kærleikur, en að margir gleymi þvi fjórða: hum- or. — „Hvað er humor?" Það er allt þetta þrennt í hversdagsbúningi. — Hæfileikinn til að brosa samúðarbrosi og skilja allt uin Ieið.“ — En er þetta þá nóg til að varð- veita likamlega heilbrigði líka? — Ekki eru það mín orð. En það er ótrúlegt hve inikil áhrif skaplynd- ið getur haft á líkamlega heilbrigði og vanheilsu. Fyrir réttum 30 árum var ég staddur i Kaupmannahöfn á prestajiingi. Þá veiktist ég í hálsinum, og sá mér ckki annað fært en að tala við sérfræðing. Það var próf. Mygind, sem í þá daga var talinn frægasti sérfræðingur Dana í háls- • sjúkdómum. Sonur lians skoðaði mig áður en ég komst „í tæri við“ föður hans. Eftir að hafa skoðað hálsinn i mér spurði liann, hvort konan min væri með mér í ferðalaginu. Eg svar- aði þvi neitandi. En skelkaður varð ég við þetta og hugsaði með mér: Á nú að fara að leggja mig á spítala og gera hættulegan skurð á mér? En á meðan ég var að hugsa þetta, skrifar hann nokkrar línur á nafnspjaldið sitt og fékk mér. Þar stóð: „Það er ekk- ert alvarlegt að manninum yðar.“ —

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.