Fálkinn


Fálkinn - 22.06.1951, Blaðsíða 13

Fálkinn - 22.06.1951, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 — Já, ég liugsa það. Rödd lians varð nú aftur kaldranaleg. Allt í einu dokaði hún við, meðan hún var að binda um sárið. Henni fannst hún vera. viss um það líka. Hún mundi nú greinilega, livað hafði komið fyrir hana sjálfa. Hún hafði horft inn í skammbyssu- hlaup í herberginu við iiliðina. En hvað hafði Jason haft þangað að vilja? Hafði hann villst, eins og lmn? Hafði hann farið dyravillt — haldið að það væru dyrnar á lclefa hennar? Hvað liafði hann ætlað að gera til klefa hennar um miðja nótt? — Þetta er ekki alvarlegt. Þú getur vel farið núna, sagði liún kuldalega. — Það er einmitt það, sem ég ekki get eins og á stendur. Hefir þú nokkuð á móti því, að ég reyki einn vindling? Hún horfði hvasst á lignn vegna þessar- ar frekju. — Já, það hefi ég svo sannarlega. Til hvers ætlastu eiginlega af mér? Hann virtist hugsa sig vel um áður en hann svaraði. — Þú gætir kannske komið hingað og kysst mig, — eða kannske viltu heldur fá þér hlund. Nú v'ar hún örugg um, að liann gerði óspart grin að henni. Hafði hann aðeins lcomið til þess — og það á þessum tima nætur? — Eg kýs vist áreiðanlega lieldur að leggja mig, en ég á erfitt með að skilja, hvernig það á að vera hægt, meðan þú ert liér inni — og með ljósið kveikt í þokka- bót. — Eg skal slökkva ljósið, ef það er það, sem ónáðar þig, svaraði hann hægt. Og svo bætti hann við, þegar hún reiddi höndina á loft: — En blessuð berðu mig ekki. Einu sinni á dag er nóg. Hann brosti góðlátlega. — Nú liringi ég hjöllunni, sagði hún. — Já, gerðu það, Það er ágætishugmynd. Hringdu og láttu kasta mér út úr klefa þín- um! Á morgun hefir samferðafólkið þá nóg til að tala um. Það mun sannfæra alla — hann lagði áherslu á síðasta orðið — Um, að ég hefi ekki átt annað erindi yfir þennan hluta skipsins en að hitta þig. Hún horfði forvitnislega á hann. — Það virðist sem þú viljir helst, að ég geri ein- mitt það. Hann horfði á hana á móti og brosti dauft. — Var ég ekki einmitt að segja þér, að það vær einmitt það, sem ég vildi? —- Þú vilt með öðrum orðum að fólk haldi, að þú hafir farið á fund við mig i klefa mínum? — Eigum við ekki fremur að segja á- kveðin persána en fólk? spurði hann. Hún var alltof rugluð til þess að reiðast. — Eg skil ekki við hvað þú átt! Og svo bætti hún við: — Þér er þá alveg sama um mannorð mitt? Hann svaraði henni ekki strax. Loks drap hann í vindlingnum og stóð á fætur. — Þú mátt reiða þig á, að mér stendur ekki á sama um það. Mér þykir það leitt, ef ég hefi á einhvern hátt stofnað því í hættu. En þó að ég hafi gert það, þá veit ég, að þú harmar það ekki, fyrst það var fyrir mig. Svo þakka ég þér kærlega fyrir, að þú hatst um liantdlegginn á mér. Góða nótt! Ilann hneigði sig og fór út úr klefanum. Hún sat grafkyrr og starði á dvrnar. Hún skildi ekki hegðun hans. Hún vissi eklci, livað liann hafði verið að tala um. Það var allt svo fjarstæðukennt — en hún gat samt ekki slitið sig frá því. Hún óskaði þess, að hún hefði aldrei stigið fæti sínum um borð í þetta skip. Hún minntist þess, livernig það hefði verið, þegar hún gekk niður bryggjuna í Englandi og um borð í skipið í fyrsta skipti. Það hefði verið eins og ein- hver aðvaraði hana — eins og skipið vissi eiltlivað. En hvað vissi það? Ilvað vissi hún? Ekkert! Ekki annað en það að hún elsk- aði Jason og mundi gera, hvað sem liann gerði á hluta liennar. Hann móðgaði hana, hegðaði sér kynlega gagnvart henni og tal- aði í gátum, en samt elskaði hún hann. Ilún skammaðist sín fyrir það og fannst hún vera auðmýkt og óhamingjusöm. Hún gróf andlitið niður í koddann og grét. SNEMMMA næsta morgun komu þau til Kingston. Hún sá Jason ekki. Henni var sagt að Jason hefði snætt morgunverð fyrir allar aldir og væri farinn í land. Sir John heimtaði að fá að hjálpa henni gegnum tollskoðunina, og síðan ók hann henni, frú Heatlison og Sonju upp á Myrtle Bank Hotel í stórum Limousine, sem beið hans á hafn- arbakkanum. Janet fannst, að fyrsta ökuferðin um li'inar heitu og troðnu götur Kingston mundi verða ógleymanleg. Það var eins og hitinn stigi í hylgjum upp af götum og gangstéttum, og þar sem hún var óvön hon- um, var sem hún lamaðist algjörlega. Þau óku niður King Street, þar sem flestar verslanirnar eru að frátöldum tveimur stór- um vöruhúsum. Gangstéttirnar voru fullar af ferðamönnum, innfæddum, sem annað hvort voru í innkaupaerindum eða að hjóða varning til sölu, og litlum tötralegum börnum, sem réttu fram grannar hendurn- ar og báðu vegfarendur um peninga. Allt var á iði, bæði á gangstéttum og á götun- um, þar sem bifreiðar þrengdu sér milli hestvagna og múldýrakerra. Hið sterka sólskin og dökk andlitin gáfu Janet þá hug- mynd, að þetta væri litauðgasti staðurinn, sem hún hefði séð á ævi sinni. Það var eitt- hvað annað í London! — Fallegur staður finnst ykkur ekki? spurði Sir John. — Það er dásamlegt, hvíslaði Sonja. Hún sat við gluggann og horfði út. Janet sá, að hún var rauð í kinnum og augu Iiennar glóðu. Það var eins og hún liefði vaknað til lifs á ný. Var það rétt, sem móðir hennar hefði sagt? Yrði þessi um- hverfisbreyting til þess að marka tímamót í lífi hennar? Mundi hún hjálpa lienni til þess að gleyma? Janet tók eftir að Sir John liorfði lika á hana. Það var einkennilegur svipur i augum hans. Hann var í senn dálitið hæðn- islegur og samúðarkenndur. Janet mundi, að liann hafði líka um sárt að hinda frá því í stríðinu. Gat það hugsast, að samúð- arböndin, sem tengdu þau saman, yrðu að einhverju meira og varanlegra? En hún fékk ekki tóm til að hugsa nán- ar um þetta. Þau voru lcomin úr umferð- inni í Ilarhour Street upp í skuggsæl trjá- göng, sem lágu upp að Myrlle Bank Hotel. Henni fannst allt i einu gusta þægilega um sig. Það var eins og að koma i vin i eyðimörk. Það var eins og notalegur, sval- andi lilær léki um „veröndina“ undir hin- um stóru bogum gistihússins og blöðin á pálmatrjánum í garðinum blöktu i golunni. Anddyrið hafði líka hressandi blæ. Það var „hátt til lofts og vitt til veggja“. Við afgreiðsluborð gistihússins var mikil ös. Innfæddir þjónar í hvítum fötum báru gest- um svalandi drykki að borðum, sem voru á víð og dreif um salinn. Sérstök póstaf- greiðsla var þarna og nokkrar verslanir. Janet kvaddi samferðafólkið og var vísað upp í herbergi sitt. Það var búið þægileg- um húsgögnum og útsýn var yfir kókos- pálmana og sundlaugina, og í fjarska sást út yfir liöfnina. Henni fannst þetta fallegt og nýstárlegt — — en hve miklu fallegra og nýstárlégra liefði það ekki verið, ef Jason liefði verið þarna með henni! Ilún hafði annars ákveðið um morgun- inn að hugsa ekki meira um hann. Ilún hélt, að hún hefði grátið úr sér alla ást til lians um nóttinai. En hvers vegna hafði hann komið inn i klefann liennar? Og livers vegna hafði verið skotið á hann? I fyrstu liafði hún haldið að hann hefði far- ið klefavillt, en um það var hún ekki viss lengur. Henni fannst, að það lilyti að liggja eitthvað meira á hak við komu hans um- rædda nótt. Hún sá ýmsa liótelgesti, sem gengu að og frá sundlauginni. Skyrtur karlmannanna voru langtum líflegri og litskrúðugri en kjólar kvennanna. Hún var óvön því að sjá karlmenn klædda í annað en venjuleg, lilt áberandi föt, og þessi fjölbrevtni í lit- um og þessir sterku litir voru þvi nýstár- legri fyrir hana. Konurnar voru þarna hin- ar íhaldssömu í klæðaburði, jafnvel hvað snerti sóldragtirnar. Átti hún að taka sól- dragt upp úr töskunni og slást í liópinn með unga og kála fólkinu við sundlaug- ina? Ilún horfði á blágrænt vatnið í laug- inni. Það virtist vera notalega svalt og seiðandi. En hún var komin hingað í við- skiptaerindum. Hún var komin til að selja eign sína, hirða peningana og halda svo heim aftur eins fljótt og liægt væri. Nú var í vændum mikill sölutími hjá Madame Cec- ile — einkum hjá tískudeildinni. Það var ekki einasta að Janet þyrfti að vera kom- in heim fyrir þann tíma, lieldur þyrfti liún að hafa hattasýnisliornin til. Héin gat því ekki látið eftir sér að vera þarna lengi - - og þó. Hafði hitabeltið kannske þegar sleg- ið liana töfrum? Henni fannst hún alls ekki vera í kaupsýsluskapi þessa stundina, Hún var ung, og þarna lá veröldin full af lífs- gleði við fætur henni. Hún hlyti að hafa tíma til þess að buslá dálítið i lauginni, áður en hún færi á fund herra Jebersons? Ifún ojmaði eina tösk- una, tók upp baðföt og liélt niður að sund- lauginni. SUNDLAUGIN var lögð hvítum flísum og vatnið var svo blátært að hægt var að telja á sér tærnar ofan i því, Borð og stólar með marglitum sólhlífum til varnar gegn sterkju sólskinsins voru þarna á víð og dreif öðru megin laugarinnar. Við sitl livorn enda voru

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.