Fálkinn


Fálkinn - 22.06.1951, Blaðsíða 11

Fálkinn - 22.06.1951, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 VITIÐ ÞÉR . . .? aff mikiff skýrsluefni fiurf til aff gera sem mátulegast simtœki? Amerísk talsímaverksmiðja lét gera mælingar á yfir 4000 andlitum til að ganga úr skugga um hvernig hent- ugast væri að hafa símtækið í lag- inu, þannig að það hentaði sem flestum. Hér sést stúlka með mæli- tækið. aö ýessi vél er jafn harffleikin við flutninginn ðar eis og bíll mundi vera i stórgrýeisurff? Vélin cr sem sé notuð til að kom- ast að raun um hvaða umbúðir séu haldbestar. Þegar hjólið er látið snúast rekast kassarnir, sem innan i því eru liver á annan og ýmislegt hart, og kastast til og frá. Líka er kannað hve vel umhúðirnar þoli hita og kulda. aff fólk í A'uslurlöndiim liræöist þessa skepnu eins og draug? Þetta er að visu ekki óeðlilegt, því að kvikindið er býsna ljótt, ekki síst augun. Þetta er hálfapa- tegund, skrokkurinn ekki nema 15 cm. langur, Draugaapi nefnist dýrið og er einkum á ferli á nóttinni. Giórir þá í augun á honum. Apinn er mesti stökkmeistari og þeytist margar lengdir sinar. milli trjgrein- anna. HANN HEFIR MEÐGENGIÐ. Frh. af bls. 9. og eitthvað sléttist út, — eins og andlitið á manni, sem er að skilja við. Fólkið starði á hann. — Sjáið þið, nú hlær hann? Já, sem ég er lifandi maður, — hann hlær þetta anndýr —. Heyrið þið, nú talar hann við sjálfan sig. Morðinginn sat álútur og reri fram á gráðið. Hann sat eins og liann væri með eitthvað í fang- inu, sem hann væri að rugga: Ella mín! — 'Þögn! sagði dómarinn. En morðinginn heyrði það ekki. — Hann, maðurinn, var þá kærasti Tlieu? hvíslaði hann. Svo stóð hann upp, teygði báða handleggi út í loftið eins og hann ætlaði að faðma eitthvað og hrópaði í fögnuði og angist — Þú varst saklaus, — það var frá Theu, sem liann koml Hann liafði ekki verið hjá þér? Svo rak liann upp angistaróp og var leiddur út úr salnum. Fólkið fyrir utan var óða- mála. — Það var hræðilegt að sjá hann. — Engin refsing er of ströng fyrir slik óargadýr. — Þei, víkið þið til hliðar, -— hún móðir hans kemur þarna. Fólk- ið þjappaði sér saman báðum megin o gstarði á fölu konuna, sem systir hinnar drepnu leiddi. Sagði hann eklcert? — Neitaði ekki heldur? — Þekktir þú konuna? — Við gengum tl prestsins sama árið. •— Hann og Ella voru trúlofuð þegar þau gengu til prestsins. , — Héll hún sig líka með morð ingjanum þá? — Þá vissi enginn að hann ætti eftir að verða morðingi. Þau voru trúlofuð. — Hm — þetta liggur í eðli sumra manna. — Hneigðin lilýt- ur að liggja í ættinni. — Já það er ættin og um- hverfið. Það vakti mikla heift meðai konim- únista, að aðal- bækistöð þeirra í Diisseldorf var tekin af Bretum. Hér sést hvar ver- ið er að bera rcit- ur þeirra úr hús- inu, sem nefnist „Ernst Thálmann Haus“. Á húshlið- inni sjást auglýs- ingar með orðun- um: „Við berjumst fyrir friði. Þess vegna er lagt hald á hús okkar. — Hermenn og lög- regla, látið húsið okkar laust.“ Og svo er samkvæmt Rússasið stórmynd af Max Reimann og á 'hana prentað: „SnertiS ekki Max Reimann!“ fRNST-THAlWAMN-Hi TÖFR AS V ANURINN. Frh. af bls. 10. halarófu betur fyrir sér og attur hló hún innilega, þegar hún sá vanrdæðasvipinn á föngunum. Hún gaf skipun um að snúa vágninum við og lét aka hægt til bórgarinnar aftur. Á leiðinni leit hún aldrei af halarófunni. Þegar konungurinn fregnaði að dóttir sín hefði i raun og veru hlegið, varð hann himinlifandi af gleði, og lét kalla Pétur og hið skringilega fylgdarlið hans fyrir sig í höllina. Þegar liann leit flokkinn, hló liann þangað til tárin streymdu niður kinnar hans. „Kæri vinur minn,“ sagði hann við Pétur, ,„veistu hverju ég hét þeirri manneskju, sem kæmi dóttur minni til að hlæja?“ „Nei, það vcit ég ekki,“ svaraði Pétur. „Þá skal ég segja þér það,“ sagði konungurinn. „Eitt þúsund gullkrón- ur eða skika lands. Hvort viltu heldur?“ Pétur valdi landsskikann. Því næst snerti hann unga pitinn, stúlk- una, sótarann, trúðinn, borgarstjór- ann og borgarstjórafrúna með litla sprotanum sinum og þau urðu öll frjáls á nýjan leik og hlupu strax lieim til sin eins og eldur brynni að baki j>eim. Hlaup þeirra gáfu tilefni til endurvaktrar liláturbylgju. Þá fann kóngsdóttirin hvöt hjá sér til þess að klappa svaninum og dást að fjaðraskrauti hans. Svanur- inn gargaði. „Svanur, haltu fast!“ hrópaði Pét- ur, og þannig vann liann kógsdóttur- ina sér fyrir eiginkonu. En svanurinn lióf sig til flugs og hvarf út við blá- TÍSKUMYNDIR Nýr jakki með skemmtilegum línum. — Þetta er ein af nýj- ustu uppátækjum JacquesFath’s. Jakkinn er % síður úr svörlu ullarefni oy er vel fallinn lil að vera notaður í vorkulduniim. A A Jacques Griffe hefir verið sér- lega heppinn með þennan lwít- köflótta lwöldkjól. Blússan er síð og barmarnir þannig sniðn- ir að þá má bæði hneppa og hnýta. Ermarnar eru Ingar leð- urblökuermar og pilsið plíserað. an sjóndeildarliringinn. Pétur fékk nú heilt hertogadæmi að gjöf og varð harla voldugur maður. Hann gleymdi ekki litlu konunni gömlu, sem verið hafði frumkvöðullinn að allri hans velgengni, heldur skipaði hann hana yfiráðskonu hjá sér og hinni kon- ungbornu konu sinni í hinum skraut- lega kastala þeirra.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.