Fálkinn


Fálkinn - 22.06.1951, Blaðsíða 6

Fálkinn - 22.06.1951, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN 3 HVAR ER EVA? Framhaldssaga eftir H. COURTHS-MAHLER. CRDRÁTTUR. Foreldrar Evu ern dánir. Máðir henna,r dó i hálfgerðu volæði skömmu eftir að Eva fæddist. Faðir hennar, se mhafði verið að reyna að kóma, undir sig fótun- unum sem tónlistarmaður í Am- erílcu, hafði allt í einu hætt að lála til sín liegra og var talinn dáinn. Iiulœl hjón tóku Evu að sér og fliittust til Sviss með hana, þar sem hún ólst upp. Við lát stjúpforeldra, sinna varð Eva eignalaus einstæðingur, því að œttingjar stjúpmóður hennar sner ust gegn henni og og höfðu af henni allan arf. Nú er Eva kom- in i aðra borg í atvinnuleit. Henni vegnar illa. Hún hefir selt eða, veðsett allar eigur sinar og verið sagt upp húsnæði. Ban- hungruð gengur hún fram lijá matvöruverslun, en þar fœr luin aðsvif, er hún sér allar kræsing- arnar í glugganum. Ungur maður kemur henni til hjálpar, gefur henni mat og lánar henni pen- inga,. Ungi maðurinn er verkfrð- igurinn Ib Oldentoft, og hann œtlar að opinbera trúlofun sína nœsta dag hálfnauðugur. Henni fannst það ómögulegt. Hún gat ekki setið heima og beðið eftir honum og systur hans aðeins til þess að þiggja nýjar velgerðir af þeim. Engan mann vildi liún síður standa í þakklætisskuld við en hann. Hún vissi ekki hvers vegna. Hún vissi aðeins, að liún mundi aldrei þora að horfa í augu honum — jjessi djúphugulu, vorkunnlátu augu. Bifreiðin nam staðar. Bifreiðar- stjórinn fór út og opnaði dyrnar fyrir henni. „Jæja ungfrú, líður yður betur núna?“ spurði hann góðlátlega. Ilún kinkaði kolli til samþykkis. „Eg þakka yður kærlega fyrir. Þér hjálpuðuð mér iíka. Guð launi yður það. Eg get það ekki!“ „Það var nú litið sem ég gerði. Verkfræðingurinn sá fyrir þvi öllu. Það er hann, sem þér eig'ið að þakka.“ „Já, ég mun aldrei gleyma því, sem hann gerði fyrir mig!“ Hún kinkaði kolli til hans og gekk inn í húsið. Bifreiðarstjórinn liorfði brosandi á eftir henni. „Þetta var i rauninni allra lag- legasta stúlka. Það sá ég eiginlega ekki fyrst, meðan hún var föl og tekin í framan. Úh! Það hlýtur að vera hræðilegt að svelta,“ sagði hann og sneri bifreiðinni við. Eva gekk upp stigann, upp á fimmtu hæð og hringdi dyrabjöll- unni lijá frú Möller. Frú Möller opn- aði dyrnar og horfði undrandi á hana. „Hvað, eruð það þér, ungfrú Malte? Eg var búin að segja yður, að ég get ekki veitt yður húsaskjól. Það er ekkert rúm fyrir yður.“ „Nei, ég er heldur ekki komin til að læiðast þess, frú Möller. Eg er aðeins komin til þess að sækja það, sem ég á, og greiða skuld mína.“ „Já, cn hafið þér nóg til þess?“ . „Já, ég hefi fengið lánaða pen- inga. Eg skulda yður 53 franka. Get- ið þér gefið til baka?“ Frú Möller starði með uppglennt- um augum á hinn stóra peninga- seðih „Ja, það cr svei mér heppilegt, að ég á eftir að greiða húsaleiguna sjálf, því að annars hefði ég ekki getað gefið yður til baka úr svona stórum seðli. Hver hefir eiginlega lánað yður svona mikla peninga?“ „Þér jjekkið viðkomandi mann- eskju alls ekki, frú Jlöller. Viljið þér gera svo vel að láta mig hafa dótið mitt og gefa mér til baka. Eg verð að hafa hraðann á, ef ég á að útvega mér gistingu, áður en komið er svartamyrkur.“ Frú Möller horfði á hana mjög tortryggnislega. „Þér hafið vonandi ekki tekið neitt, sem þér ekki áttuð, barnið mitt. Reynið ekki að fá mig til að trúa því, að einhver hafi lánað yður svona mikla peninga." Eva stokkroðnaði. Hún brosti bit- urt. „Það hefði sannarlcga ekki verið neitt undur þótt ég hefði gert það! En verið ])ér bara rólegar. Það er ennþá til fólk, sem vill hjálpa for- eldralausri og vinasnauðri stúlku eins og mér þó að slikt sé ákaflega sjaldgæft cftir svip yðar að dæma. Viljið þér gera svo vel að láta mig liafa dótið mitt!“ Frú Möller sótti handtösku og fiðlu kassa út i krók i íbúðarkytrunni og setti það fyrir framan Evu. Siðan sótti luin peninga til þess að gefa til baka. Þá kom hún auga á bréf, sem komið hafði um daginn og var stílað til Evu Malte. „Vel á minnst! Þessu hafði ég næstum því gleymt. Það kom bréf til yðar og ég tók við þvi, þar sem ég gerði ráð fyrir þvi, að þér mund- uð koma hingað aftur.“ Að svo mæltu rétti liún Evu pen- ingana og bréfið. Eva leit undrandi á blátt umslagið, sem bar firma- merki. „Veitingahús Schrö4ers“, stóð þar. Eva kipptist við. Hún hafði fyrir nokkrum dögum snúið sér þangað' í neyð sinni út af auglýsingu. Stofn- unina vantaði stúlku til þess að leika á fiðlu til þess að skemmta g'estunum ásamt píanóleikara. Ilún hafði sótt um þessa stöðu með trega í huga. Hún vildi ógjarna koma fram sem fiðluleikari á veitingahúsi, en hún hafði ekki ráð á því að setja markið hærra. Þegar hún fór þang- að til þess að sýna sig, var þegar búið að ráða i stöðuna. En eigandi veitingahússins hafði séð eftir fljót- færni sinni, þegar hann átti kost á svo yndislegri stúlku, sem Eva var, og þess vegna hafði hann skrifað nafn hennar og heimilisfang lijá sér. Það væri ekki ómögulegt, að hann þyrfti á henni að halda seinna, hafði hann sagt. Eva fékk ákafan hjartslátt. Hana grunaði að nú væri þetta tækifæri komið. Atvinna þýddi ekki aðeins það fyrir liana, að hún væri nú fær um að sjá sér farborða, heldur gæti luin lika greitt Oldentoft verkfræð- ingi peningana aftur. Og það skipti einna mestu máli, fannst lienni. En hún opnaði ekki bréfið. Hún vildi ekki að forvitin augu livíldu á sér, meðan hús læsi það. Hún stakk því i vasann ásamt peningunum, tók handtöskuna og fiðlukassann og fór burt eftir að hafa kastað lauslegri kveðju á frú Möller, sem horfði for- vitnislega á eftir henni. Á tröppun- um fyrir utan las Eva bréfið i Ijós- glætunni. Hún titraði af geðshrær- ingu. „Heiðraða ungfrú! Þar sem stúlka sú, er ég réð lil þess að leika á fiðlu í veitingahúsi mínu, er veik og getur ekki tekið við stöðunni, leyfi ég mér að senda yður fvrirspurn um það, hvort þér séuð ennþá falar til starfsins. Ef svo or, þá vinsamlega talið við mig kl. 9 í fyrramálið. Eins og þér vit- ið eru greiddir 100 frankar á mán- uði fyrir starfið auk fæðis, en her- bergi fylgir að sjálfsögðu ekki. Vinnu tíminn er frá kl. 2 e h. til 12 á mið- nætti með hléi milli G og 7. Þér ættuð að hringja til fnín strax og þér fáið þetta bréf, þvi að annars kynni ég að vera búinn að ráða aðra. Virðingarfyllst Max Schröder.“ Evu varð funheitt í kinnum. Hér gat hún fengið stöðu, atvinnu, mögu- leika á því að standast baráttuna fyrir tilverunni. Frelsun frá neyð og örvilnun. „Og nú get ég greitt velgerðar- manni minum það, sem ég skulda honum“, hugsaði liún og stundi af létti. Ilún tók töskuna og fiðlukass- ann aftur upp og gekk hröðum skref um frá húsinu. Hún gekk rakleitt til gistihúss eins óbrotins og lát- lauss, sem hún hafði nokkrum sinn- um veitt athygli. Þar ætlaði lnin að bciðast gistingar um nóttina. Henni var lcomið fyrir i litlu, snotru herbergi. Hún hringdi strax til herra Schröders og tilkynnti honum, að hún vildi taka stöðitna með þeim kjörum, er greind voru i bréfinu. Loksins gat hún gengið ró- leg til svefns. En samt fór hún ekki að hátta, fyrr en hún hafði skrifað Ib Oldentoft verkfræðingi bréf. „Ileiðraði herra Oldentoft! Velgerðir yðar við mig hafa lcitt mig til frekari heppni. Þegar ég kom þangað sem ég hafði leigt, beið mín bréf, þar sem mér var boðin staða. Fyrir hádegi á morgun mun ég byrja að vinna. Mér er þetta mik- ið gleðiefni, og bráðlega mun ég geta borgað yður peningana, sem þér lánuðuð mér. Ef ég get fcngið fyrirframgeiðslu, þá fáið þér þá strax á morgun Annars bið ég yður að hafa biðlund, þangað til ég fæ fyrstu útborgunina. Eg er yður eigi að síður þakklát fyrir, að þér rétt- uð mér hjálparhönd, þegar ég var í sárustu neyð. Eins og málum horf- ir nú, þá er engin ástæða til þess fyrir yður o gsystur yðar að heim- sækja mig og gera yður þannig ó- næði og erfiðlika. Eg flyt yður svo innilegar þakkir og vona, að guð launi yður að verðleikum. Fyrir- gefið, að ég hefi gert yður svona mikið ónæði. Yðar þakklát Eva Malte. Ilún flýtti sér að fara með bréfið i póslkassa, e síðan kom luin sér i værð, dauðþreytt eftir hina marg- vislegu atburði dagsins. Hún sofn- aði þó að vísu ekki strax. Ilvað eft- ir annað stóð mynd Ib Oldentofts henni fyrir hugskotssjónum. Hún fann, að vingjarnleg augu hans og skilningsgóð hvíldu á henni, og hún heyrði liinn fagra liljóm raddar hans. En hvað luin hlaut að vera ham- ingjusöm stúlka, sem hann ætlaði að opinbera trúlofun sína með dag- inn eftir! En hvað lnin hlaut að elska hann! Hún snökti. Aldrei mundi lífið veita lienni slika ham- ingju. Hún mátti þakka sínum sæla fyrir að fá vinnu i veitingahúsi Schröders og fá 100 franka á mán- uði auk fæðis. Hún gæti fengið sér leigt herbergi og keypt eithvað af tfötum fyrir peningana. Mynd Ib Oldentofts livarf, en í þess stað sá liún sjálfa sig i veit- ingahúsinu með fiðluna sína við hliðina á pianóleikaranum. llún sá pallinn, sem fiðluleikaranum var ætlaður. Hún hafði tekið sérstak- lega eftir honuin, þegar hún lagði inn umsókn sína. Salurinn var allstór með marmaraborðum á við og dreif og reyrstóhim við hvert borð. Við inngangsdyrnar var borð með kökum, konfekti og fleira góð- gæti. Bak við borðið var op fram i eldhúsið, en þaðan voru réttir heitir drykkir. Nokkrar ungar stúlk- ur í svörtum kjólum, með hvíta kappa og svuntur afgreiddu gestina. Þarna yrði nú starfsvettvangur hennar í framtíðinni. Á þessum palli mundi hún standa frá kl. 2 til kl. G og frá kl. 7 til kl. 12 og leika á fiðluna sína. En sú heppni að faðir hcnnar hafði skilið henni eftir þetta hljóðfæri og hún læra að leika á það. Hana hafði að visu áður dreymt aðra og stærri drauma. Hún liafði þráð að geta einhvern tima komið fram á hljómleikum og leikið fyrir andlegar sinnaða áheyrendur. En þó hafði þessi þrá hennar alltaf verið kviðablandin. Henni fannst, að það hlyti að vera kveljandi að vita af ótal augum hvíla á sér, meðan hún spilaði. Það hafði jafnvel glatt liana þegar stjúpforeldrar hennar höfðu sagt lienni, að það mundi ahlrei koma til þess. Það væri betra fyrir liana að lijálpa þeim við verslun- arstörfin og bókhaldið. En alltaf varð þráin kvíðanum yfirsterkari, ])egar lnin var komin ein upp í her- bergið sitt og lét bogann dansa efir strengjunum og lúlka allar leyndar og ljósar óskir liear ok vonir. Þá óskaði lnin sér, að hún ætti eftir að standa fyrir framan áheyrenda- hóp, sem kynni að meta góða tón- list. Kennari hennar hafði sagt, að hún byggi yfir óvenjulegum hæfi- lcikum og tónlistargáfum og liún gæti þess vegna gert sér vonir um að koma fram á opinberum liljóm- leikum. En hún hafði aldrei tekið þau orð mjög alvarlega og látið sér nægja að leika fyrir stjúpforeldra sína og nánustu vini fjölskyldunnar. Henni liefði þótt vænt um það, er þetta óbrotna alþýðufólk hafði orð-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.