Fálkinn


Fálkinn - 22.06.1951, Side 12

Fálkinn - 22.06.1951, Side 12
12 FÁLKINN Framhaldssaga eftir Jennifer Ames. 12 JANET TAMAN Afarspennandi ástarsaga, viðburðaríh oc iularfull. svo eftir öllu saman, að hún hefði getaö kropið á kné og heðið liann fyrirgefningaií. Hann greip hönd hennar, áður en hún lét iiana siga eftir höggið. — Allt í lagi, sagði hann og var livass á svipinn. Það er aðeins eitt svar við þessu. ’Það er aldrei nema um eitt svar að ræða, þegar ung stúlka slær mann utan undir. Annað livort slær liann liana aftur eða hann kyssir liana — og vafalaust er það það, sem þú hefir verið að slæða eftir. Hún fann að hann tók liana í faðm sér og kyssti hana ákaft. Kyssti hana heldur óþyrmilega og óblitt, svo að liún varð aum í vörunum. Þegar hann loksins sleppti henni, starði hún um stund orðlaus á hann. — Hvernig gastu þqtta? livislaði liún og varir hennar skulfu. Hvernig gat ég? endurtók liann. — Hvern- ig gat ég gert nokkuð annað? Þetta vild- irðu. Og þótt þú hefðir ekki viljað það, hvernig átti samt að láta skipsdaður enda öðruvísi ? Hann hrosti, en það var þvingað bros. — Fyrirgefðu mér. Þú liefir komist að raun um dýrseðlið í mér, Janet, — dýrseðlið, sem finnst hjá öllum, eins og þú þekkir vafalaust. — Þú heldur kannske að ég liafi lent í ástabralli áður? Er það þess vegna .... Hann greip fram í fyrir henni. — Það getur vel verið, að þú hafir ekki lent i því áður, en þú ættir að minnsta kosti að liafa gert það. Þú lítur nógu vel út til þess að liafa getað lent í slíku — jafnvel skips- daðri. — Svo að það liefir þá eekki verið þér meira virði en þetla! Skipsdaður! Rödd hennar var nöpur. Hvers annars gaslu vænst mlli okkar? Hana dauðlangaði til að fá frekari skýr- ingu á þessu frá honum, en sjálfsvirðing liennar varnaði lienni þess- — Jæja, þetta er víst rétt hjá þér, Jason- Þetta hefir ekki verið annað en skipsdað- ur. Og á morgun förum við í land og höld- um hvort í sina áttina. Vertu sæll! Ilún snerist á hæli og hjóst til að fara en liann greip hönd hennar, og nú var rödd hans breytt. — Við sjáumst aftur — við komumst ekki lijá því. — Það vona ég nú samt, að við getum. Ilún hafði fengið nóg — meira en nóg. — Ágætt! Ilann sleppti hendi hennar, og hún gelck yfir þilfarið, niður káetustig- ann og inn í klefa sinn. Henni fannst hún ganga í einhvers konar draumi. Hún óskaði þess, að hún gæti gengið beint út i liafið og horfið í kaldan faðm þess i stað þess að fara inn í klefann. En hún hafði bæði of mikið og of lítið hugrekki til þess, svo að hún fór beint til klefa sins. Þegar liún staðnæmdist i klefadyrum sínum, hevrði liún raddir inni i klefa nr. 11. Þar virtist ríkja hinn mesti æsingur. En henni stóð á sama um það. Hún hafði enga löngun til að fara að hlera eftir því, hvað væri á seyði. Hún lokaði dyrunum á klefa sinn og gekk inn fyrir. 7. KAFLI. HÚN mun hafa sofnað fljótt út frá hug- leiðingum sínum, en hún svaf létt, þvi að hún glaðvaknaði, þegar dyrnar á klefa hennar voru opnaðar hljóðlega og þeim lokað aftur. Hún þóttist örugg um að ein- hver væri inni í klefanum hjá henni, en gat ekki greint það í myrkrinu. Hún reis upp við dogg í rúminu og hafði ákafan lijartslátt, en hún var of skelkuð til þess að geta hrópað. Sá, sem hafði opnað dyrnar og lokað þeim, hlaut að standa við þær og halla sér upp að þeim. Hann eða hún hreifði sig greinilega ekki og virtist varla draga and- annj. Þögnin varð óbærileg, og loks varð hún að gera eitthvað, ef taugarnar áttu ekki að bila. — Hver er þar? Hver stendur þarna? Rödd hennar var liás eins og í kráku. — Hrópaðu ekki í guðanna bænum! Eg ætla að kveikja Ijós, sagði karlmannsrödd. Hún þekkti röddina, en hún liefði ekki trúað sínum eigin eyrum, ef Ijós hefði ekki verið kveikt allt í einu. Hrópið kafnaði í hálsi hennar og hún starði fram fyrir sig mállaus af undrun. Jason stóð þar með höndina á kveikjar- anum. Hann var fölur, sá hún á auga- bragði En hún sá ekki fyrr en dálitlu seinna, að það var rauður blettur á ermi hans, sem fór stækkandi. Það, sem varð efst í huga hennar i fyrstu, var það, að hann stóð inni í klefa liennar um miðja nótt! — Hvernig dirfist þú að koma hingað inn? hvíslaði hún. Hvernig dirfist þú? — Heldur þú, að ég hafi komið hingað inn af ásettu ráði? Já, auðvitað heldur þú það. Þú ert svo rómantísk í hugsunarhætti. Munnur hans afskræmdist dálítið. — Rómantísk í hugsunarhætti! Hún hreytti hví næstum því út úr sér. — Það er ekkert rómantískt við það fyrir unga stúlku, að karlmaður ráðist inn í klefa hennar um miðja nótt. — Nei, en það er ekki svo óvanalegt. ' Geðjast þér ekki að því? Hún fann það, þótt liún væri reið, að Jason var að draga dár að henni. — Nei, mér geðjast ekki að því, og ég yrði þér mjög þakklát, ef þú vildir fara hið bráðasta. Hún vonaði, að rödd sín hljómaði kaldliæðnislega. — Það er nú einmitt það eina, sem ég get ekki gert eins og á stendur, þótt þér væri mikill greiði gerður með því, sagði liann. Hún settist betur upp í rúminu, og andlit hennar var eldrautt af reiði. — Átt þú við að þú viljir ekki fara? IJún sá að liann beit á jaxlinn, og og þá var það, að hún tók eftir dökka blettinum á ermi hans, sem fór stækkandi. -— Hefir þú nokkuð á móti því, að ég tylli mér niður? — Hvað er þetta á erminni þinni? spurði hún. Hann horfði kæruleysislega á það. —■ Eg liugsa, að það sé hlóð. — Blóð ? •— — IJún teygði sig eftir sloppn um, sem var við fótagaflinn og smeygði sér í hann í snatri. — Jason, livað hefir komið fyrir, hefir þú særst? Rödd hennar titraði. Hún var gripin ofsalegum kvíða og hræðslu út af honum. Eg veit ekki annað en að kúlan hafi lent þarna. Þetla getur ekki verið mikið sár, en kúlan hefir greinilega hitt á æð, því að það blæðir heiftarlega. — Hefir verið skotið á þig? — Það er víst erfitt að fá skotsár án þess að verða fyrir skoti, Janet mín kær, sagði hann. Ennþá fannst henni hann vera að hæð- ast að sér. En nú lét hún það eklci á sig fá. Nú komst það eitt í liuga liennar, að Jason var særður. — Farðu úr jakkanum og leyfðu mér að lita á sárið, sagði hún. Ilann hikaði. — Það er víst best. Hún hafði tekið þátt í námskeiði í hjálp í viðlögum og hjúkrun í skólum, og eftir 10 mínútur hafði hún lireinsað sárið og bundið um það. Það var eins og óvinátta þeirra breyttist í vináttu á þessum stutta tíma. — En hvernig atvikaðist þetta? spurði Janet. — Hvers vegna kallaðir þú ekki? Eg heyrði ekkert skot! — Það heyrði ég nú satt að segja ekki heldur. Mig grunaði varla nokkurn skap- aðan hlut, fyrr en ég varð fyrir skotinu. Það hlýtur að hafa verið hljóðdeyfari á hyssunni. — En hvers vegna hrópaðirðu ekki? — Af því að ég vildi síst af öllu, að allir kæmist í uppnám. — Veistu hver það var, sem skaut á þig?

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.