Fálkinn


Fálkinn - 13.07.1951, Page 8

Fálkinn - 13.07.1951, Page 8
8 FÁLKINN KIRKJUKLUKKAN í smá- bænum Menda var að enda við að slá miðnæturstund- ina. Ungur franskur liðsforingi stóð álútur fram á brjóstvarnar- garðinn, sem var umhverfis alla Menda-höllina. Hann virtist í al- varlegri hugleiðingum, en vér telj- um áhyggjulausu hermannalífi eiginlegt, en rétt er að geta þess, að aldrei hafði staður og stund gefið meira tilefni til umhugsun- ar. Fagur Spánarhiminn myndaði asúrbláa 'hvelfing yfir höfði hans, Tindrandi stjörnur og mildur máni vörpuðu bjarma yfir djúpa gjána, sem lá í boga fyrir neðan hann. Hann studdist við appelsínu- tré og horfði yfir bæinn, sem stóð 30—40 metrum lægra, kúrði sig í hléi norðanvindanna undir fell- inu, sem höllin hafði verið reist á. Honoré de Balzac: Þegar hann leit í hina áttina eygði hann hafið, glitrandi vatn í um- gerð landsins í kring, með breiðu silfruðu bandi. Höllin baðaði í ljósum. Glaðvær kliðurinn frá dansinum, tónarnir og hlátur liðsforingja og kvenna bárust alla leið til hans og blönd- uðust fjarlægum nið hafsins. — Hann styrktist af kvöldsvalanum svo að þreytukenndin eftir hitann um daginn hvarf. Aldingarðurinn var alvaxinn ilmandi blómum og trjám, og ungi maðurinn virtist lauga sig í anganinni. Höllin var eign spænsks grande, og þessa stundina bjó hann þar með fjölskyldu sinni. Allt kvöldið hafði eldri dóttirin starað á liðs- foringjann með svo angurblíðu augnaráði, að það gat vel verið samúðin er augnaráðið lýsti, sem gerði hann svona 'hugsandi. Clara var falleg, og þó að hún ætti þrjá bræður og eina systur, var eign markgreifans de Leganes svo mikil, að Mardhand majór gat vafalaust gert sér von um rífleg- an heimanmund með ungu stúlk- unni. En hvernig gat hann hugs- að sér að gamli faðirinn, sem var ætthreyknari en nokkur maður á öllum Spáni, mundi fallast á að gifta dóttur sína kaupmannssyni frá París? Og svo voru Frakkar svo hataðir þarna. G.t.r. hershöfð- ingi, sem var setuliðsstjóri þarna í umdæminu, grunaði markgreif- ann um að róa undir uppreisn í því skyni að koma Ferdinand VII. til valda, og liðsveitin, sem Victor Marchand stjórnaði, hafði verið sett niður í Menda til þess að hafa gát á sveitunum, sem heyrðu und- ir de Leganes markgreifa. Ney marskálkur hafði fyrir skömmu varað við uppreisnarhættunni, og að vera kynni að Englendingar reyndu þá og þegar að senda her á land þarna á ströndinni. Ney hafði gefið í skyn að de Leganes væri í makki við stjórnina í Lund- únum. Þrátt fyrir hinar ágætu við- tökur, sem Leganes markgreifi hafði veitt Marchand majór og mönnum hanS, var hinn ungi for- ingi alltaf var um sig. Þegar hann gekk niður að brúnni til að líta yfir bæin og nágrennið, sem hann hafði umsjón með, velti hann því fyrir sér, hvernig hann ætti að skilja gestrisnina, sem markgreif- inn hafði jafnan sýnt honum, og hvernig hann ætti, eftir að hann fékk bréfið, að gera sér grein fyrir þvi, hve friðsamlegt væri í land- inu. En þessi umhugsun var von bráðar komin út i veður og vind, en sterkur grunur og furða kom- in í staðinn. Hann tók sem sé eftir því hve víða voru Ijós í bænum. Og jafnvel þó að í dag væri Sankti Jokobsmessa, hafði hann þó um morguninn skipað að slökkt skyldu öll ljós á þeim tíma, sem hann hafði tiltekið. Höllin ein hafði undanþágu. Hann sá glampa á byssustingi hér og hvar. Menn voru á verði eins og vant var. En þögnin var grunsamleg, og ekkert benti á að Spánverjarnir héldu Jakobsmessuna hátíðlega. Hann hugsaði áfram um þetta brot á reglununum, að slökkva ekki ljósin, og honum fannst það þeim mun óskiljanlegra, sem hann hafði sett liðsforingja til þess að líta eftir að varðliðið og lögreglan gættu skyldu sinnar niðri í bæn- um. Með athafnasemi æskunnar flýtti hann sér að opi í brjóstvarn- argarðinum og ætlaði að klifra niður hamrana og stytta sér leið niður í bæinn. En þá heyrði hann hávaða í fjarska, svo að hann dokaði við. Honum heyrðist mölin í garðgöngunum marra eins og undan fótataki léttstígrar stúlku. Hann leit snöggt við en sá engan, en tók í staðinn eftir björtu geisla- blikinu frá sjónum. Þar úti sá hann óheillavænlega sjón, svo að hann varð sem steini lostinn og ætlaði varla að trúa sínum eigin augum. I daufu tunglsljósinu þótt- ist hann sjá segl úti á hafinu, drjúgan spöl frá landi. Hann hrökk við en reyndi að telja sér trú um að þetta væri missýning. I sama bili heyrði hann náfnið sitt nefnt með hásri rödd. Hann sneri að geilinni í brjóstvörninni og sá nú að hermanninn, sem hafði fylgt honum i höllina, lyfta höfðinu varlega yfir brjóstvörn- ina. — Eruð það þér, herra majór? — Já, hvað var það, sagði Marchand lágt, honum fannst nauðsynlegt að fara gætilega. — Þetta illþýði þarna niður frá — það er í stórum torfum! Með yðar leyfi skal ég segja yður það, sem ég veit. dag — Segðu frá! sagði Marchand. — Eg læddist rétt áðan eftir manni, sem kom frá höllinni, hann gekk með ljósker í hendinni. — Ljósker er hættulegur og grun- samlegur hlutur, og ekki finnst mér sannkristnir menn þurfi að kveikja á vaxljósum á þessum tima. — Þeir hafa hugsað sér að steikja okkur lifandi! hugsaði ég með mér, og veitti honum eftir- för. Og nokkur skref héðan fann ég hrísköst á syllu í hamrinum. Nú þagnaði hann við að hræði- legt öskur heyrðist neðan úr bæn- um. Liðsforinginn fékk ofbirtu í augun af ljósglampa, sem kom allt í einu. Rétt hjá þeim blossaði upp stórt bál úr hrísi og hálmi og þurru grasi. Veslings dátinn fékk kúlu gegnum hausinn og féll. Nú heyrðist enginn ómur af hljóm- leikum og dansi úr höllinni. 1 stað- inn var komin dauðaþögn, sem aðeins truflaðist af stunum. Fall- byssuskothvellur heyrðist utan af sjónum. Kaldur sviti kom fram á enni unga majórsins. Hann var varnarlaus. Hann skildi að her- mennirnir hans höfðu allir verið stungnir í gegn, og að Englend- ingar væru að hefja landgöngu. Ef hann bjargaðist lifandi úr þessu mundi hann verða ærulaus maður og lenda fyrir herrétti. Hann tók augnmál af hamrinum fyrir neð- an sig, og var í þann veginn að 'hoppa fram af, þegar gripið var í öxlina á honum. Það var Clara. — Flýðu! sagði hún, — bræður mínir koma innan stundar til þess að drepa þig. Fyrir neðan brún- ina stendur andalúsiski brokkar- inn hans Juanito! Flýttu þér! Ungi maðurin leit sem snöggv- ast undrandi á hana, en svo fékk s j álf sb j argarviðleitnin yf irhönd- ina. Hann tók á rás gegnum garð- inn í þá átt, sem hún hafði vísað honum til, og hoppaði svo niður hamrabrekkuna, þar sem engum var talið fært nema geitum. Hann heyrði Clöru kalla til bræðra sinna, að þeir yrðu að veita hon- um eftirför. Hann heyrði fótatak morðingjanna bak við sig. Skotum var hleypt af, og það hvein í kúl- um hjá eyrunum á honum. En hann komst þó niður í dalinn, fann hestinn og vatt sér á bak og hvarf svo eins og elding út í busk- ann. Hann komst á fáum klukku- timum til aðalstöðva G.t.r. hers- höfðingja. Hann var að snæða morgunverð með herforingjaráð- inu. — Eg er kominn til þess að framselja líf mitt í yðar hendur, hrópaði Marchand, er hann kom inn fölur og þreyttur. Hann settist og sagði frá tíðindunum. Og svo varð óhugnanleg þögn. — Eg lít fremur á yður sem ógæfusaman mann en sem glæpa- mann, sagði hershöfðinginn loks. — Þér getið ekki borið ábyrgð á hryðjuverkum Spánverja, og ef marskálkurinn ákveður ekki annað, þá fáið þér fyrirgefningu. En þessi orð hugguðu majórinn næsta lítið. — En þegar keisarinn fær að vita um þetta, sagði hann. — Hann óskar líklega að þér verðið skotinn, sagði hershöfð- inginn, en við sjáum nú til. Við skulum ekki tala meira um þetta núna, heldur ná hefndum, og gefa þeim eftirminnilega ráðningu, sem berjast á svona villimannlegan hátt. Klukkutíma síðar var heil her- deild komin af stað. Hershöfðing- inn og Marchand riðu í farar- broddi. Hermennirnir höfðu frétt um blóðbað félaga sinna, og voru þrungnir af heift. Leiðin frá aðal- stöðvunum til Menda var farin á ótrúlega stuttum tíma. Á leið- inni rakst hershöfðinginn á heila bæi undir vopnum. Hver einasti af þeim var umkringdur, og íbú- arnir fengu stranga refsingu. Fyrir órannsakanlega tilviljun örlaganna höfðu ensku skipin legið kyrr fyrir utan. Það kom síðar á daginn, að þessi skip höfðu aðeins stórskotalið um borð og höfðu skilist frá skipalestinni. — Bærinn Menda beið því árang- urslaust þeirra hjálpar, sem hann vonaðist til að fá frá Eng- lendingunum. Það mátti svo heita að franska hersveitin umkringdi Böðull í einn

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.