Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1952, Blaðsíða 6

Fálkinn - 28.03.1952, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN 10. LJÓS og SKUGGAR ER HÚN GIFT EÐA EKKI? Ameríska leikkonan Nancy Val- cntine, sem fyri rnokkrru fór til Indlands til þess að giftast op- inberlega — að því er hún sagði — maharajahinum af Cooch Behar, er nú komin til USA aftur. Sagðist hún hafa verið gift þessum pótentáta á laun í ivö ár, en nú segir hún sig vera löglega gifta lionum. En hins vegar er þessu neitað í Bombay. — Ilér sést Nancy Valentine þegar hún kom aftur til New Y ork. í HAFSNEYÐ. Þýska skólaskipið „Pamir“, sem er eitt af þeim fáu fjórmöstr- uðu barkskipum sen enn eru til i veröldinni lenti í fárviðri í Ermarsundi í janúar og mun- aði minnstu að það færist. Það rak stjórnlaust með fram Eng- landsströnd heila nótt með U6 farmennskunema um borð. — Myndin er tekin úr lofti og sýnir enskan björgunarbát, sem far- ið hefir skipinu til aðstoðar frá Margate og hringsólar kring um það. En skipið reið af sér storminn og gat lialdið áfram ferð sinni til Suður-Ameríku. KANN EKKI AÐ HRÆÐAST 1 Þýskalandi er maður, sem gengur undir nafninu „Max vel- klifrandi“, og sem oft hefir sýnt að hann kann ekki að hræðast og þjáist ekki af lofthræðslu. Iiér sést hann gera það að gamni sínu að hjóla upp á hæsta húsinu í Frankfurth a. M. og til þess að vekja enn meiri at- hygli hefir liann stúlku á há- hesti. Aumingja stúlkan. FLÓTTA-HUNDAR. Fjórir úrvals hundar voru með einum flóttamannahópnum sem kom til Vestur-Berlín nýlega frá Austur-Þýskalandi. Þeir komu með húsbónda sínum, 56 ára skógarverði frá óðali, sem kom- múnistar höfðu tekið af eigand- anum. — Iiér sjást flóttahvolp- arnir í bakpoka húsbónda síns, þegar liann kom til bresku landamæravarðanna. Eigand- inn vildi koma hundunum í góðra manna umsjá og auglýsti þá. Og u m600 manns gáfu sig fram og vildu taka hundana að sér. Framhaldssaga eftir Hann hjálpaði hinum unga manni i rúmið þetta kvöld, og Geráld Briggs svaf svo lengi fram eftir næsta morg un. Þegar Durning fór inn til þess að vekja hann, var skipið, sem El- isabet hafði tekið sér far með, farið til Englands. Þegar Gerald varð þess áskynja, hve framorðið var og að Elísabet væri farin til Englands, varð hann daupur í bragði. Var þá oft erfitt að tjónka við hann, og Durnig átti ekki sjö dagana sæla. Gerald vildi hvorki talca sér eitt né neitt fyrir hendur, og einhvern veginn tókst lionum alltaf að komast undir áhrif áfengis næstu daga. Það var ekki fyrr en Durning talaði við hann i fullri alvöru og tjáði honum að liann mundi láta föður lians vita hvernig málin stæðu að Gerald sá sitt ráð vænna að halda áfram ferðinni eins og ráðgert liafði verið. Auðvitað hafði Elísabct alveg gleymt honum. Sú hugsun livarflaði ekki að henni, að hún kynni að hafa komið illa og ónærgætnislega fram við liinn óreynda og ótamda ungling. En minningin um liina seiðfögru rödd og fagra útlit hennar kvaldi Gerald Briggs ennþá. Og enn síður gleymdi hann því, að hún hafði for- smáð hann og hætt. Þetta olli þvi hugarástandi hjá lionum, að til stórra vandræða horfði með vel- ferð hans í framtíðinni. VII. Ungfrú Charlbury hafði ekki verið sólarhring í hinum nýju lieimkynn- um, þegar hún komst að þeirri nið- urstöðu, að hún gæti ekki setst þar að til frambúðar. Allt var öfugt og snúi ðvið það, sem hún hefði kosið En auðvitað varð hún að fara var- lega að öllu. Ef til vill var það af því, að hún var liyggin, eða af því, að liún fann, að hún þurfti að hafa einhverja eins og Hester til að gæta sín — eða þá af því, að hún vildi gjarna kynnast Michael Panister betur — en hún vandi sig af því að selja upp drembi legan svip, sem henni var svo litt áður. Hún varð hátiðleg á svipinn i staðinn, eins og hún beygði sig skilyrðislust undir grimm örlög. Með mestu varfærni og kænsku reyndi lhin að veiða það upp úr Hester, hvort Miss Martingate sál- uga hefði borið til hennar nokkurn góðvildarhug. Þó að Hester þættist viss um, ag gamalt ástarævintýri hinnar látnu húsmóður eða eitthvað slíkt byggi að baki þessu máli, þá þekkti hún ekkert nánar til málsatvika. Hins vegar fullvissaði hún ungfrú Charl- bury um það, að henni hefði áreið- anlega verið tekið vel af Miss Mart- ingate, ef hún hefði verið á lifi. „Fólk sagði að hún væri hörð og kaldlynd,“ sagði Hester eitt sinn við Elísabetu, „en það er ekki satt. Eg segi ekki, að það hafi verið auð- velt að umgangast hana. En hjarta Adelaide Rowlands. hennar var gullnáma. Enginn nema ég vissi Iive mrgt gott hún gerði í raun og veru. Hún vék alltaf ein- hverjum einhverju góðu. Og hvað hefir liún ekki gert fyrir mig!“ Elísabet leit snöggt á hana og gat með erfiðismunum látið ógert að koma með háðslega athugasemd. Hún sagði aðeins: „Já, hún hefir verið góð við yð- ur, Hester. En þér hljótið einnig að liafa verið góðar við liana!“ Þó að Elísabet léki hlutverk sitt af hyggindum og þó að henni tækist að sannfæra Hester um þakklæti sitt, þá var hún full af kviða og ó- róa út af framtíðinni. Hún liafði óbeit á Hester. Það kostaði hana mikla áreynslu að sýna henni tilhlýðilega kurteisi. Og liún hafði andstyggð á húsinu. Hún varð að hafa sterkt taumhald á skapi sinu, ef vel átti að fara. Umhverfið var að gera út af við hana. Hún þráði heiminn og lifið utan þess. Hin eina sem skildi hana, var Ethel, stofustúlkan. Hestcr liafði ráðið fleira þjónustufólk — mat- reiðslustúlku og aðstoðarstúlku handa henni og svo aðra stofustúlku. Nýja starfsfólkið dáðist mjög að ungfrú Charlbury. „Það er enginn vafi á því, að hún er tigin stúlka!" sagði nýja stofu- stúlkan. „Og hún hefir ekki týnst aftan úr flutningavagni!" sagði matreiðslu- stúlkan. „Hún hefir ferðast mikið og hefir vit á góðum mat.“ „Það vcrður enginn ríkari á 'því að þckkja liana,“ hugsaði Ethel með sér. Henni þótti það sárt vegna Hest- er. Að sumu leyti fannst henni El- ísabet Charlbury aðlaðandi, en hún var það lífsreynd, að liún vissi, af hvaða sauðahúsi hún var. „Ilún mun aldrei festa yndi hér,“ hugsaði lnin með sér. Og hvaða á- hrif hefir það á veslings Hester, ef Elísabet hröklast liéðan? Hún verð- ur ómöguleg manneskja! Hvað skyldi eiginlega verða úr þessu öllu sam- an? Eg hefði gaman af að vita, livað Micliael heldur.“ En i raun og sannleika vissi Michael Panister ekki, hvað hann átti að lialda um Elisabetu Charl- bury. Hún var bæði áðlaðandi og frá- hrindandi. Hann fann það — þó að Ethel fyndi það ef til vill betur — að stúlkan var ekki eins og æski- legt hefði verið. Þess vegna tók liann það sárt að sjá, hvernig Hester gerði allt, sem hún gat, til þess að gera henni til hæfis. Hann vissi ekki hvernig amma lians hafði komist á snoðir um það, að ungfrú Charlbury væri setst að i Inisinu. En dag nokkurn fitjaði hún upp á því, meðan þau voru að drekka kaffisopa. Hann hrökk við. „Kemur þú nokkurn tíma í gamla húsið í Kennington?“ spurði hún. „Eg heyri að Slayde hafi fengið unga stúlku i húsið. Veist þú nokk- uð um það, Michael?" FÁLKINN - VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM - AfgreiÖsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10-12 og 1-6. BlaCiÖ kemur út á föstudögum. Áskriftir greiðist fyrirfram. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested. — Herbertsprent.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.