Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1952, Qupperneq 7

Fálkinn - 12.12.1952, Qupperneq 7
47.-49 Reykjavík, föstudaginn 12. desember 1952. XXV. Jóladýrd - Þetta er hin raunverulegi fagn- aðarboöskapur jólanna. Þetta er fagnaðarboöskapur lúnnar kristnu trúar. Oss er frelsari fæddur, sem er Ijómi Guðs dýrð- ar og ímynd veru hans. Þess vegna leitum vér tíl sjálfrar upp- sprettunnar, þegar vér þurfum endurnýjandi kraft í trú vora, þegar vér viljum vita það, sem sannast er og réttast um Guðs vilja. Hann er leiðtogi vor. Hann leiðir oss að Guðs eilífa föður- hjarta. 1 hvert sinn sem vér höldum jól, verðum vér að hugsa um hið innra gildi jólanna, fagnaðarboð- skapinn sjálfan. „Yður er i dag frelsari fædd- ur“, sagði engillinn við fjárhirð- ana, og dýrð Drottins Ijómaði í lcring um þá. Og í byrjun Jóhannesarguð- spjalls er á skáldlegan hátt talað um holdtekju Jesú, um Ijósið, sem var að koma í heiminn, um orðið, sem varð hold, um hann, sem bjó með oss fullur náðar og sannleika. Og það er tálað um dýrð lians, dýrð sem eingetins sonar frá föður. Hvernig bregðumst vér nútíma- menn við boðskap jólanna? Sjá- um vér Ijómann af Guðs dýrð i zfólafriður. persónu Jesú og varpar hann þeirri birtu yfir framtíðina, er fái vísað oss veginn? Eða eru jól- in aðeins orðin eins konar ævin- týrahátið með síðskeggjuðum jólasveinum, jólagjöfum og jóla- skemmtunum i ýmsum myndum? Það er full ástæða til þess að vara við þeirri hættu sem steðj- ar að jólaháldi nútimamannsins, að sjálfur fagnaðarboðskapur jól- anna gleymist í öllu lúnu ytra prjáli, sem hlaðið hefir verið ut- an um jólin. Dýrar gjafir, veislur eða skemmtanir skapa ekki hina innri jólagleði. Jólagleðin er gjöf til þess mannshjarta, sem finnur það, að það á ekkert, ef kær- leikur Guðs vermir það ekki. Þetta skildu menn áreiðanlega betur áður fyrr, þegar litla jóla- kertið logaði við rúmstokkinn þeirra á jólanóttina og var máske eina jólagjöfin, gefin til þess að minna á dýrð Guðs og kærleika hans, sem vákir yfir mönnunum. Gleymum ekki að minna börn- in á þennan sannleika, að sú dýrð og sá fögnuður, sem fylgir jólun- um á rœtur sinar í kœrleika Guðs, sem valcir yfir oss öllum. „Yður er í dag frelsari fœdd- ur“. I þessum orðum felst fyrir- heit jólanna um betra líf og bjart- ari heim. Það er fyrirheit til vor, sem viljum veita boðskap Jesú viðtöku. Vér getum orðið að nýj- um hamingjusömum mönnum í samfélaginu við hann. Og vissu- lega yrði heimurinn bjartari, ef vilji hans fengi að ráða i mann- lífinu. Aldrei hafa mennirnir haft betri skilyrði, til þess að lifa ham- ingjuriku lífi en einmitt á vorum dögum. En hin gamla saga endurtekur sig, mennirnir elska myrkrið meira en Ijósið, af því að verk þeirra eru vond. Syndin skyggir á Guðs eilífa kærleika. Þess vegna er nú svo dimmt i heiminum og þvi hvilir svo mikil óvissa yfir framtíðinni. En í skammdeginu sjáum vér Ijómann af Guðs dýrð. Guð er herra lífsins. Hann getur ekki beðið ósigur. Hann vakir yf- ir oss, ef vér treystum honum og gerum hans vilja. Fyrirheitið um frelsara mann- anna er þvi fyrirheit um sigur Guðs vilja að lokum. Guð gefi að þessi jól, sem vér nú höldum megi birta oss Ijóm- ann af Guðs dýrð, megi hjálpa oss til þess að koma auga á lún sönnu verðmœti trúarinnar. Guð gefi að friður og fögnuð- ur jólanna megi fylla hvert hjarta, skapa hátíð á heimilunum og sam- eina oss öll í kærleika og þjón- ustu við Guðs vilja. „Og vér sáum dýrö hans, dýrö sem emgetins sonar frá fööur. Jóh. I. lJf. Með gleði í hjarta fögnum vér lieilagri jólahátíð, hinni blessuðu hátíð, sem flytur oss birtu og frið. En bak við þann helgiblæ, sem jólunum fylgir, er meðvitundin um kærleika Guðs og vákandi liandleiðslu hans. 1 fyllingu timans sendi Guð son sinn í þennan heim. „Þvi svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á liann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. (Jóh. 3, 16).

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.