Fálkinn - 12.12.1952, Page 9
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1952 5
ui 'ívo mikið er víst, að í hléinu á
umtan siðasta lið söngskrárinnar var
kari kominn í iierhergið sitt, lagstur
upii á dívan og hafði kveikt i pípunni,
sagðíst vera þreyttur og vildi fara að
hátia sém fyrst. Við flýttum okkur að
ljöka konsertinum og siðan að kom-
ast tit úr húsinu, því að nú var reykjar-
svælan orðin svo mögnuð, að rétt
grillti í karlinn á dívaninum."
II.
Nn skal vikið að því, er fyrr er frá
horfið, eftir þennan útúrdúr uin tón-
listarkjörin í Reykjavík fyrir 30—40
árunt. Eftir að Haraldur hafði lokið
prófum í Kaupmannahöfn, fór hann
til framhaldsnáms i Þýskalandi og
dvaldist iþar að mestu til 1918, að und-
anteknu þó fyrsta ári heimsstyrjaldar-
innar fyrri, er hann var heima (1914
—1915). Hann fór í tónlistarháskól-
ann i Dresden, og kennari hans þar
var frú Rappoldi-Kahrer, einn fræg-
asti píanókennari þeirrar tíðar, nem-
andi Franz Liszts og sjálf „konungleg
og keisaraleg hirð-virtuosin“ að nafn-
bót. Telur Haraldur hana besta kenn-
ara sinn — að öllum öðrum ólöstuð-
í Dresden kynntist Haraldur konu
sinni, sem stundaði söngnám við tón-
listarháskólann þar og lauk prófi um
líkt leyti og Haraldur. Þau giftust
1918, og siðan hafa nöfnin Haraldur
og Dóra verið óaðskiljanleg í vitund
tónelskra íslendinga. Frú Dóra, fædd
Köcher, er austurrísk málaflutnings-
mannsdóttir, fædd i Leitmeritz i Bæ-
heimi, og rúmlega hálfu öðru ári
yngri en máður hennar. Fyrsta árið,
sem þau voru gift var Haraldur kenn-
ari við tónlistarskólann i Erfurt, en
árið 1919 varð hann kennari við tón-
listarskólann í Kaupmannahöfn, þar
sem hann hafði fengið fyrstu mennt-
un sína erlendis. Frú Dóra varð kenn-
ari við þessa sömu stofnun nokkrum
árum síðar, og síðan hafa þau unnið
Heima hjá Haraldi og Dóru. Frá
bak við
þar óslitið og eru nú bæði prófessor-
ar, hún í söng og hann i píanóleik.
Margs konar annir af umfangsmiklu
starfi, að ógleymdu samgöngubann-
inu á árum síðari styrjaldarinnar,
hafa valdið þ'ví, að Haraldur og Dóra
eru nú fátíðari gestir en áður var. Á
árunum eftir fyrri styrjöldina héldu
þau oft hljómleika saman, og fágaðri
og samhentari listamenn er ekki hægt
að hugsa sér. Haraldur hafði áður en
þau hjónin lieyrðust saman á hljóm-
leikum hér getið sér orðstír sem hinn
fullkomnasti undirleikari, og af skilj-
anlegum ástæðum varð árangurinn
vinstri: Ólafur hagfræðingur, frú Dóra með Jón sonarson sinn í fanginu, en
hana stendur Elísabet. Til hægri Haraldur Sigurðsson.
Prófessorarnir Dóra og Haraldur i garðinum við hús sitt í Charlottenlund.
ekki lakari, er þau hjónin voru saman
á pallinum. Enda er það mál listrýn-
enda á Norðurlöndum, að eigi sé völ
á öðru úrvalsfólki betra en þeim
saman.
Þau hjónin hafa haldið liljómleika
í sjö löndum, en eigi hafa þau haft
tölu á, hve margir þeir eru. Auk þess
hefir Haraldur leikið undir hjá fjölda
frægra listamanna, en einna viðfræg-
astur þeirra mun söngvarinn Heinricli
Schlusnus hafa verið. Hann er látinn
fyrir nokkrum árum. Ekki hefir Har-
aldur tölu á því, fremur en hljómleik-
um sinum, hve marga listanienn og
konur hann hefir aðstoðað á hljóm-
leikum.
Yfirleitt er það mesti gallinn á Har-
aldi — frá blaðamannssjónarmiði —
hve ófús hann er til þess að segja frá
sjálfum sér. Eg hitti hann í svip einn
morgun í október sl. i Kaupmannahöfn
og tókst að tefja hann dálitla stund,
en hafði þó samviskubit af því, vegna
þess að hann var á leið í tónlistarhá-
skólann, og dagsverkið átti að. byrja
eftir hálftíma. Og þennan sama dag
átti hann að leika undir hjá einum
nemenda frú Dóru, sem var að halda
fyrstu hijómleika sína um kvöldið.
— Frú Dóra og Haraldur munu kenna
kringum 25 stundir á viku iivort um
sig, auk þess sem þau starfa að því
að hjálpa ungu tónlistarfólki í heima-
húsum. Síðan 1920 munu nemendur
Haralds vera orðnir kringum 600 og
nemendur hennar eitthvað ofurlítið
færri, enda byrjaði hún ekki að kenna
í Kaupmannahöfn fyrr en nokkru síð-
ar en Haraldur. Af nemendum þeirra
hvors um sig munu 20 til 30 hafa
verið íslendingar. Eg hefi átt tal við
nokkra þeirra, og öllum ber þeim sam-
an uni, að yndislegri, hæfari og sam-
viskusamari kennara sé ekki hægt að
hugsa sér.
III.
Á námsárum sinum i Kaupmanna-
höfn bjó Haraldur löngum hjá Gustav
Hansen á Monradsvej á Friðriksbergi,
síðar yfirmanni járnbrautanna á Jót-
landi, og segist eiga þeim manni ó-
metanlega mikið að þakka. Hann sá
fljótt, hvað í Haraldi bjó, og reyndist
honum jafnan eins og góður faðir og
hollur ráðunautur. Síðan Haraldur og
Dóra settust að í Kaupmannahöfn hafa
þau lengstum átt heima á Maglemose-
vej 83 í Charlottenlund, þvi að þar
reistu þau hús árið 1934, fallegt hús
með stórum og blómlegum garði, þar
sem höfuðborgarskarkalinn nær ekki
til þeirra. Þvi að fátt er Haraldi jafn-
.illa við og ískrandi hljóð eða skerandi
óhljóð vélamenningarinnar. Eg man
vel eftir því, er við urðum stundum
samskipa í gainla daga, hve fljótur
hann var að taka fyrir eyrum þegar
heyrðist i eimblístrunni.
í hinu lága, hlýlega liúsi á Magle-
mosevcj er tónlistarsetur, sem ýmsir
gestir hafa gaman af að minnast, og
þarna er austurriskt og íslenskt heim-
ili, er allir heillast af, sem þangað
koma. Þar búa Haraldur og Dóra á-
samt Elísabetu dóttur sinni, sem tekið
hefir i arf listgáfu foreldra sinna. Hin
börnin hafa reist bú, annáð hér á landi
og hitt i Kaupmannahöfn.
Börnin þeirra öll hafa alist upþ við,
að móðir þeirra talaði við þau þýsku,
en faðirinn islensku. Ýmsir uppeldis-
fræðingar telja það varasamt, að börn
alist upp við tvö mál á heimilinu —
og svo það þriðja meðal leiksystkin-
anna á götunni. En ekki liefir ]iað
skaðað börn Dóru og Haralds. Þau
virðast hlutgeng á hverri tungunni
sem er þessara þriggja.
Sigríður er elst þriggja barna þeirrá
hjóna. Hún er fædd i Leitmeritz, éins
og móðir hennar, fluttist hingað til
íslands eftir síðustu heimsstyrjöld
og gerðist kennari við húsmæðraskóla
Reykjavíkur í matreiðslu, næringar-
fræði og búreikningum. en er nú orð-
in húsfreyja í Reykjavík, gift Arnljóti
Guðmundssyni lögfræðingi, og eiga
þau dreng, sem Haraldur heitir. —
Ólafur er næstur í röðinni, hann er
hagfræðingur og starfsmaður í hús-
næðismálaráðuneytinu i Kaupmanna-
höfn, kvæntur danskri konu, Lene, og
eiga þau dreng, sem heitir .Tón, Ólafur
er fæddur í Kaupmannahöfn. Þar er
líka fædd Elisabet, yngsta barnið.