Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1952, Síða 11

Fálkinn - 12.12.1952, Síða 11
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1952 ^*œ*»í*œ*»*œ*®**œ*»*œ*»*œ*»*œtó**£ 7 VANKA Smásaga eftir ANTON TSJEKOV: 'p'ITT kvöldiíS rétt fyrir jólin fór L Vanka ekki að hátta á venjuleg- um tíma. Hann var niu ára gamali stráklingur og liafði fyrir þremur mánuðum byrjað að læra hjá Aljachin skósmið. Hann dokaði við þangað til húsbændurnir og formennirnir voru farnir í kirkju á kvöldsönginn. Þá tók liann blekbyttu og pennaskaft með ryðguðum penna fram úr skápum skósmiðsins. Svo lagði hann velkt blað úr forskriftarbók fyrir framan sig og byrjaði að skrifa. Meðan hann var að koma fyrsta bókstafnum á blað leit hann hvað eftir annað þjófs- lega kringum sig, gaut hornauga til dýrlingsmyndarinnar, sem stóð á leistahillunni, og andvarpaði mæðu- lega. Pappírsblað lá á bekk og hann stóð á hnjánum við bekkinn og skrif- aði. — Góði afi minn Konstantin Maka- rytsj, skrifaði hann. — Nú ætla ég að skrifa þér bréf. Eg óska þér gleði- legra jóla. Guð uppfylli allar óskir þínar. Eg á iivorki föður né móður, þú ert það eina, sem ég á eftir. Vanka gægðist upp að dökkri gluggarúðunni, endurskinið frá tólg- arkertinu flögraði um hana. Honum fannst hann sjá afa sinn fyrir fram- an sig. Hann var næturvörður á Sjivariviene-óðalinu og var lítill og pervisalegur, en einstaklega sprækur og frár á fæti, þótt orðinn væri hann hálfsjötugur. Hann var með bros á vörunum hvar sem hann fór og líkt og móða væri á vingjarnlegum aug- unum. Á daginn svaf hann oft í vinnufólkseldhúsinu eða þá að hann var að skrafa við eldakonurnar. En á nóttinni var liann á sífelldu eigri um húsagarðinn, í víðri sauðskinns- úlpu og með digra kylfu í hendinni. Og á eftir honum löbbuðu hundarn- ir báðir og báru hausinn lágt. Um Kastabka var ekki nema gott eitt að segja. En Vion, kolsvartur hundur- inn, sem var svo merkilega langur, var ekki allur þar sem hann var séður. Hann var að vísu sérlega frómur og vinalegur og horfði einstaklega bljúg- um augum á alla gesti, en samt treysti enginn honum. Því að undir grímunni faldi hann jesúitiska illkvittni. Enginn kunni betur en liann að laumast að fólki og höggva vigtönnunum í kálf- ann á þvi. Hann var líka útfarinn í því að laumast á burt, og margan bóndann hafði hann gert liænu fátækari. Enda Iiafði liann oft komist í hann krappan, tvisvar sinnum liöfðu þeir reynt að hengja hann og í hverri einustu viku hálfdrápu þeir hann með barsmið, en hann náði sér alltaf aftur. Nú stóð afi vafalaust í hliðinu og pírði aug- unum á glampann í rauðu gluggun- um á kirkjunni og stappaði fótunum í flókaskónimi og rabbaði við vinnu- fólkið. Kylfuna sína liafði hann hengt i beltið sitt. Ef til vill er hann að berja sér og sýpur hveljur af kulda um lcið og hann masar og klípur vinnukonuna eða matseljuna. — Villu ekki fá þér í nefið, segir hann og réttir fram tóbaksdósirnár. Og þær fá sér i nefið og hnerra, eins og vera ber. Og þá leikur afi á als oddi af lífsgleði, skellihlær og hrópar: — Slítið þið mig upp, ég er frosinn fastur. Hundarnir fá lika ofurlítið í nefið. Kastabka hnerrar, fitjar upp á trýnið og dregur sig í hlé móðgað- ur. Vion er svo frómur að liann hnerrar ekki einu sinni, heldur dingl- ar bara rófunni. Veðrið er ljómandi gott. Loftið er kyrrt, gagnsætt og hressandi. Nóttin er dimm, en þorp- ið með hvítu þökunum sést vel samt. Hér og hvar leggur reyk upp úr reyk- háfunum, og trén eru silfurgrá í hrimfötunum sínum. Eestingin er al- sett giltrandi stjörnum og vetrar- brautin hefir víst þvegið sér í tilefni af hátiðinni, þvi að hún er svo björt og skær. Vanka andvarpar létt, dýfir penn- anum í og heldur áfram: — í gær átti ég erfiðan dag. Meistarinn dró mig á hárinu út á hlað og notaði á mig flengingarólina af javí að ég hafði sofnað meðan ég var að vagga litla drengnum hans. Og þegar ég var að hreinsa síld fyrir konu skóarans hérna um daginn fór illa fyrir mér, því að ég flatti síldina ekki rétt og skar af henni sporðinn, og þá tók konan síldina og neri henni við and- litið á mér. Svéinarnir hlæja að mér og senda mig á vertshúsið eftir brenni- víni og jæir vilja fá mig til að stela agúrkum frá skóaranum, en þegar liann sér það j)á flengir hann mig. Eg fæ ekki almennilegan mat heldur. Á morgnana fáum við brauð og um miðjan daginn, graut og á kvöldin er aftur brauð. En teið og súpuna fæ ég ekki að smakka. Eg er látinn sofa í ganginum, en þegar litli strák- — Eg er að skrifa jólasveininum . . heyrðu, hvernig skrifar maður chinc- hilla-feld ? urinn ])eirra grætur þá verð ég að vagga honum. Góði afi, taktu mig liéðan. Lofðu mér að koma til þín í sveitina. Annars dey ég .... Varirnar á honum titruðu, hann þerraði sér um augun með óhreinni hendinni og fór að kjökra sárt. — Eg skal skera tóbak fyrir þig, hélt hann áfram, — og ef þú heldur að það verði ekkert að gera handa mér hjá þér þá ætla ég að biðja um að lofa mér að bursta skóna skrifarans eða silja yfir fénu fyrir hann Feldka. Eg ætlaði að koma gangandi til þin, en svo hefi ég enga skó og það er svo kalt úti. Og þegar ég verð stór ætla ég að ala önn fyrir þér, og enginn skal fá að gera þér mein, og þegar þú deyrð skal ég biðja fyrir þér og henni ömmu. Eg segi þér það satt — Moskva er stór borg. Alls staðar eru stórhýsi og liér eru margir hestar, en sauðir sjást ekki og liundarnir eru ekki grimmir. Einu sinni sá ég í búð- arglugga öngla með alls konar beitu á, en þeir voru skelfing dýrir. Þar var líka öngull, sem ég er viss um að getur tekið sextán kílóa fisk. Eg sá líka verslun og þar voru alls konar finar byssur, en þær kostuðu yfir luindrað rúblur. Og í slátrarabúðinni voru rjúpur og þiður og hérar, en enginn vill segja livernig farið er að skjóta þá. Þegar þið haklið jólin á óðalinu og fáið góðgæti, verður þú að taka frá gyllta hnot handa mér. Geymdu hana í græna koffortinu. Biddu frúna um hnot og segðu að hún eigi að vera handa Vanka. Hann andvarpaði og fékk krampa- — ......... Það er honum Kristjáni að kenna. Hann segir alltaf: Við skul- um bíða þangað til í siðustu liig, þá fáum við falleg jólatré fyrir sama sem ekki neitt! kviðu og starði svo á ný út i glugg- ann. Hann nmndi að afi hans hafði verið vanur að fara út i skóg til að ná í jólatré handa óðalsherranum. Þá fór hann með honum. Það voru yndislegar stundir. Afi var vanur að kveikja sér i pípu áður en hann valdi tréð. Hann andaði reyknum langt ofan í iungu og hló að Vanka, sem var svo kalt að hann hoppaði. Ungu hrimklæddu grenitrén stóðu graf- kyrr og biðu. Hvert þeirra átti að deyja? Og þegar minnst varði skaust héri eins og ör fram hjá þeim yfir skaflana. Afi varð ákafur og hrópaði: „Hæ, biddu svolítið við, stubbrófu- árinn þinn! Svo drógu þeir jólatréð heim á sleða og fóru að skreyta það. Ungfrú Olga gekk betur fram i því en nokkur annar, og hún elskaði Vanka. Meðan móðir hans, luin Pelageja, var á lifi og var vinnukona þar á heimilinu, rétti Olga oft að honum góðan bita. Og þegar hún átti tómstund kenndi hún lionum að lesa og skrifa og telja upp að hundrað, já, einu sinni ætlaði hún að kenna honum að dansa líka. Þegar móðir hans dó var liann settur fram í vinnu- fólkseldlnisið, og síðan var hann sendur til Moskva. — Komdu og sæktu mig, i guðs bænum komdu og taktu mig liéðan. Þú hlýtur að vorkenna mér, sem hvorki á föður eða móður. Allir berja mig og ég er svo svangur. Og ég græt á hverjum degi. I fyrradag sló meist- arinn mig í hausinn svo að ég datt og varð meðvitundarlaus. Lifið mitt er eymd og það er farið verr með mig en nokkurn hund. Virðingarfyllst, barnabarn ])itt, Ivan (Vanka) Sjukov. Hann braut blaðið saman og lagði ])að í umslagið. Hugsaði sig um stundarkorn, svo dýfði hann penn- anum í blekbyttuna og skrifaði ut- an á: Til afa í sveitinni. Hann klóraði sér ofurlítið í höfð- inu og bætti við: Til Konstantín Makarytsj. Honum þótti vænt um að enginn hafði ónáðað liann. Svo setti liann upp skinnhúfuna sína og fór i gömlu sauðskinnsúlpuna og hljóp út. Hann liljóp að næsta póstkaSsa og lét dýr- mæta bréfið sitt hverfa ofan i rif- una. Klukkutíma siðar svaf hann vært og áhyggjulaust. í draumi sér hann stóran ol'n. Afi situr á ofninum og er að lesa bréfið hans fyrir eldakon- unni. Og Vion stendur hjá og dingl- ar rófunni.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.