Fálkinn - 12.12.1952, Qupperneq 18
14 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1952
THIT JEN5EN
RÓS ELEONORU
ÍANN hafði verið liðs-
foringi og var úr sög-
unni vegna þess að
hann hafði misst ann-
an handlegginn. Vinir hans höfðu
útvegað honum stöðu, sem hann
mátti vera þakklátur fyrir, —
hann var féhirðir í stórri ferða-
skrifstofu. Og vinir hans voru í
þann vegþm að útvega honum
konu, sem hann var ástfanginn
af .... Eleonoru leist líka vel á
hann.
Svo að fljótt á litið virtist allt
horfa vel.
Peter Cornel situr í stórri og
bjartri skrifstofunni sinni og
horfir á langa talnadálka. Er
nokkuð í veröldinni jafn ömur-
legt og tölur? Hann, sem hafði
vanist að vera á ferli úti á víða-
vangi með hermönnunum sínum,
lifa þvi lifi sem honum hafði frá
barnæsku fundist vera sjálfsögð
tilvera hverjum atgervismanni.
Faðir hans, afi hans, öll ættar-
tala hans var samfellt safn her-
mannanafna. Hann vissi, »síðan
hann var lítill angi og lék sér að
trésverðum, að ef stríð kæmi þá
mundi hann hiklaust ganga fram
gegn kúlnaregninu. Slíkt gengur
í ættir eins og svo margt annað.
Hann hafði numið hernaðar-
iist frá því að hann lærði að lesa.
Og svo hafði hann lent þarna!
I lokuðum klefa með uppdráttum
á öllum veggjum, með skápum
troðfullum af tölum, og hrúgum
af útreikningum á borðinu sínu.
Rusl! Eintómt ryk og rusl!
Þarna á hann að lifa alla sína
ævi á kafi í tölum. Og hann hat-
ar tölur. Meira en það, hann hef-
ir beinlínis viðbjóð á tölum. Get-
ur maðurinn gert að hvernig
heilinn í honum er settur saman?
Hann er stór og sterkur; en hon-
um finnst heilinn kiprast saman
eins og mímósublóm undir eins og
hann kemur nærri tölum. Þvi
fleiri sem tölurnar eru því meira
herpist hann saman.
Hann á að lifa þvert um geð
sér öll komandi ár. Er lífið þess
virði? Ef ekki væri Eleonora þá
væri þetta einfalt mál, skamm-
byssan liggur hlaðin í skrifborðs-
skúffunni hans og er hann hand-
viss — hann er ekki hermaður
fyrir ekki neitt.
Getur' nokkur sagt að hann
væri óvarkár daginn sem hann
ruddist fram með hugdjarfa
sveitina sína? Nei, því að þeir
náðu marki. En margir féllu, og
sjálfur fannst hann með sundur-
skotinn handlegginn.
Hvers vegna féll hann ekki með
félögum sínum? Hvers vegna á-
skotnaðist honum ekki sá heið-
ur að deyja hlið við hlið með hin-
um? Hann fékk að vísu heiðurs-
viðurkenningu fyrir djörfung og
framtak. En hann fékk gervi-
handlegg um leið. Þegar hann
situr í sporvagni skeður það ó-
sjaldan að einhver krakki hróp-
ar í ákafa: „Sjáðu mamma, þessi
maður er með járnhandlegg,
hvers vegna hefir hann járnhand-
legg, mamma? Móðirin þaggar að
vísu niður í barninu, en hann veit
að eftir fimm mínútur hefir hún
gleymt að mannssál hefir verið
særð. Hann gæti borið það ef
hann yrði einn, en ekki mundi
honum falla að sitja við hliðina
á Eleonoru og heyra að hún væri
minnt á að hún ætti örkumla-
mann. Og ef hann eignaðist börn
sjálfur þá vissi hann að þau
mundu segja: „Hvers vegna hef-
ir hann pabbi ekki handlegg eins
og aðrir pabbar, hann pabbi hans
Óskars hefir tvo handleggi,
pabbi!“
Nei, hann vill það ekki.
Þó væri það viðlit, ef hann yrði
ekki að lifa lífinu í tölum.
Nei.
Á borðinu hans stendur rós
Eleonoru, stór rós umvafin fín-
gerðu venusarhári. Það stafar ilm
frá henni, hún er nýkomin, loftið
í stofunni breytist, það er líkast
og kvenlegur litur læðist gegn-
um hið óvirka loft. Það færist
líf í skrifstofuna. I hverri viku
sendir Eleonora rós inn á skrif-
borðið hans, hún brosir að vísu
og segir að rósin sé frá bróður
sínum — þvi að bróðir hennar
var einn af þeim sem voru svo
heppnir að fá að deyja áður en
þeir fengu örkuml. En hann veit
að bróðir Eleonoru skrifaði henni
um það í öllum sínum bréfum
hve ágætur félagi Cornel höfuðs-
maður væri, afbragðs maður og
duglegur foringi sem vafalaust
ætti glæsilega framtíð í vændum.
Eleonora vill reyna að eyða sekt-
artilfinningunni hjá honum, bróð-
ir hennar gerði skyldu sína sem
góður hermaður, hann fórnaði
lífinu fyrir land sitt. Eleonora vill
ekki að hann skuli halda að henni
sé kalt til hans þó að einkabróð-
ir hennar félli. Þetta er allt svo
fallegt og hann er þakklátur henni
fyrir. Og það sem verra er, hún
er ástfangin af honum, og það
sem allra verst er, hann elskar
Eleonoru.
Hann dregur út skrifborðs-
skúffuna sína og lítur á skamm-
byssuna, og frá henni á rós Eleo-
noru .... lífið og dauðann!
Hann þráir að fá að lifa, eins
og aðrir heilbrigðir menn, setja
fæturna undir eigið borð sem
kallað er, eignast börn og ....
Hann rennir augunum yfir
borðið með öllum talnadálkunum.
Og svo dregur hann skrifborðs-
skúffuna út aftur.
Skrifarinn hans ber á dyr og
spyr hvort höfuðmaðurinn geti
tekið á móti ungfrú Barsebæk?
Og svo situr Eleonora and-
spænis honum, og víst er hún
lífið sjálft, eins og rósin. Ekki
kornung, en svo lifandi, brosandi,
full af djörfung heilbrigðrar og
þróttmikillar konu í meðlæti og
mótlæti. Stuttur hvítur loðskinns-
jakkinn er fráhnepptur að ofan,
hann sér hvernig hálsvöðvarnir
hreyfast ótt og títt, hún er ekki
jafn róleg og hún lætur, hún bið-
ur þess með eftirvæntingu hvort
hann muni nú loksins hafa jafn-
að sig eftir bölsýniskastið og segi
henni það sem hún veit, að hann
elski hana og þrái að .... En
hann segir það ekki, hann sér í
huganum skammbyssuna í skrif-
borðsskúffunni og hann er eitt-
hvað að tauta um tölur, um líf
í tölum.
— Jæja, kapteinn, segir hún
brosandi, eigum við að koma á
jólasýningu? Þér getið sjálfsagt
sagt tölunum yðar upp hlýðni og
hollustu svo sem einn klukkutima,
— ég þarf að kaupa jólagjafir,
og þér verðið að hjálpa mér til
þess — að minnsta kosti með
gjöfina, sem ég kaupi handa yð-
ur. Nú megið þér ómögulega
segja þetta venjulega: ég vil enga
jólagjöf, því að þér vitið ofur vel
að þér fáið hana samt. Og þá er
eins gott að þér fáið eitthvað sem
þér óskið yður að eiga.
Hann horfir á kinn hennar,
sem roðinn færist í, á fíngerðan
munninn .... varirnar hófiega
litaðar, öruggur smekkur sem
ekki leyfir öfgar. Hann deplar
augunum, hann verður að yfir-
buga löngun sína í að þrýsta vör-
unum að þessu mjúka hörundi,
finna ylinn við munninn á sér. En
hann flýtir sér að líta niður á
talnablöðin sín og fullvissa hana
um að sér sé ómögulegt að koma
út í bili, hann sé önnum kafinn
við verk sem hann þurfi að Ijúka
við.
— Hvað er það? Er það 'ekki
eitthvað sem ég get hjálpað yður
með?
Það er komið fram á varirnar
á honum að segja: — Það er dá-
lítið sem ég verð að hugsa til
fullnustu, því að nú getur þetta
ekki gengið svona lengur ....
en hann segir bara, og brosir um
leið: — Æ, það er löng ferðaáætl-
un handa milljónahjónum, sem
ætla í ferðalag um jólin.
— Skelfing eru þau vitlaus,
segir hún, hvers vegna halda þau
ekki jólin heima? Vitið þér nokk-
uð jafn yndislegt og jólin, svona
eins og við höfum vanist þeim
síðan við vorum lítil. Ár bætist
við ár og maður horfir til baka
til þess sem lífið gaf, hvað lífið
tók, hve mikið við sjálf höfum
veitt öðrum og hvers maður ósk-
ar til næstu jóla, og á hverjum
jólum þakkar maður fyrir að
hafa þá nærri sér sem manni þyk-
ir vænt um. Munduð þér kæra
yður um að fara í ferðalag um
jólin, kapteinn?
Hann horfir í gaupnir sér. —
Ef til vill, segir hann hugsandi,
— hann er að hugsa um síðustu
langferðina, sem enginn kemur
til baka úr. En hann getur ekki
horft framan í hana, því að hon-
um finnst að hann sé að svíkja
lífið sem hún er að tala um, lífið
með þeim sem manni þykir vænt
um.
Eleonora stendur upp og býr
sig til að fara.
— Jæja, verið þér nú sælir, nú
fer ég svo að þér fáið næði til
að ganga frá milljónahjónunum.