Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1952, Blaðsíða 19

Fálkinn - 12.12.1952, Blaðsíða 19
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1952 15 v u v a Q t Eg fer heim til að bera á borð, og ef svo kynni að fara að þér yrðuð búinn bráðum — ætlið þér þá að hringja til mín svo að við getum farið út saman, þó ekki væri nema einn klukkutíma? — Ef ég verð búinn í tæka tíð þá vil ég það gjarna, segir hann og fylgir henni til dyra. Hann opnar hurðina með vinstri hend- inni, dauða járnhöndin í svarta hanskanum hangir niður með mjöðminni. Af tilviljun verður henni litið á gervihandlegginn. Um leið og hún fer út sér hann að hún er með tár í augunum, eins og hún hafi skilið að hann, örkumlamaðurinn, þori ekki að bjóða henni óvirka hönd. Og það eina sem hún óskar er að ástin reikni ekki með einni hendi meira eða minna heldur aðeins með hjartanu, og hún veit að hjarta hans er heilt. Hann þarf aðeins- að sigra sjálfan sig. Og nú er hann einn aftur. And- varpar. Lítur á járnhöndina á borðinu. Hann minnist miðils- fundar sem hann sat einu sinni af forvitni. Hann sá miðilinn rétta út höndina og láta hana falla af- ar þungt niður á borðið. Þá minntist hann þess að einn skóla- bróðir hans, námuverkfræðingur, missti höndina við sprengingu og fékk gervihönd í staðinn. Honum hafði verið svoddan kvöl að þessu, að núna eftir dauðann var hann að sýna á sér heimildir með því að slá járnhendinni í borðið. En það er ekki þetta, hugsar Peter Cornel með sér. Hann not- ar gervihöndina sína fullum fet- um, svo að þeirra hluta vegna getur hann unnið fyrir Eleonoru og gert hana hamingjusama. Nei, það er þetta með tölurn- ar. Þessar andstyggilegu tölur. Hann andvarpar þungt. Beygir höfuðið aftur og horfir á rós Eleonoru, óvenjulega stóra rós — hreinan og beinan rósa-hers- höfðingja, segir hann við sjálfan sig, því enn hefir hann ekki vanist af að hugsa á hermannamáli. Hann dregur út skúffuna og kemur auga á búntið af 500 króna seðlum, sem milljónamað- urinn fékk honum í staðinn fyrir að láta hann fá ávísun, sem hefði verið ólíkt léttari. Hreinir hers- höfðingjar, heyrir hann sjálfan sig segja .... og allt í einu hallar hann sér aftur í bakháum stóln- um, andlitið verður eitt birtu- bros, hann sér eitthvað í anda, eitthvað ósegjanlega frelsandi. Hann getur breytt tölunum í herdeildir1. Hérna hefir hann hershöfðingjana. Hann opnar pen- ingaskápinn og tekur upp búnt með fimm króna seð’lum, það er fótgönguliðið, — þarna eru fimm- tíu króna seðlar, majórar .... hann raðar seðlunum á borðið eftir stærð og flokkar þá í her- deildir og sveitir. Og svo fimm hundruð króna seðlarnir: það er herforingjaráðið. Og hann skellihlær og klórar sér í gagnaugað með járnhend- inni, því að það getur hann líka, — hlær hristir höfuðið. Æ, drott- inn minn, skelfingar börn erum við annars — nú leik ég mér að tölunum, eins og ég lék mér að tindátum þegar ég var drengur. Þennan her get ég sent út um víða Péturskirkjan seld! Péturskirkjan í Róm liefir verið seld til Ameríku! Það er að segja ekki sú, sem stendur í Páfagarði, heldur nákvæm eftirliking af henni, gerð úr plasti af 73. ára gömlum líkanasmið, sem Attilio heitir, og syni hans. Hafa þeir verið fjögur ár að smiða kirkj- una og efni, sem til hennar hefir verið varið er 9 milljón líra virði. En Attilo vill ekki segja live mikið hann hefir fengið fyrir smíðina — því að skattanefndir erii til i ftalíu. „Óslííandi —7“ í verksmiðju einni i Welwyn í Herfordshire ganga visindamenn í sokkum úr nýju undragarni, sem nefnist „teryline", til þess að ganga úr skugga um hvort það sé jafn end- ingargott og af er látið. Það er talið vist a ð terylinesokkar endist að minnsta kosti eitt ár án þess að gat- slitna, og líka haí'a vísindamennirnir gert tilraunir með föt úr teryline. Þeir segja að þessi föt muni endast fjórum sinnum lengur en venjuleg föt. — Eigandinn að einkaleyfinu á þessu undragarni er „The Imperial Chemical Industries" og hefir félagið svo mikla trú á framtíð þess, að það veröld og lagt undir mig lönd í viðskiptunum. Tölurnar geta líka verið lifandi. Hann læsir alla seðlana inni í peningaskápnum í flýti, tekur símann og hringir til Eleonoru. Hún svarar strax, alveg eins og hún hafi beðið með eftirvæntingu við símann. — Kæra Eleonora, segir hann hlæjandi, — hvernig er það með þessa jólasýningu, hafið þér tima til þess að fara þangað núna? —Hvort ég hefi tíma . . en . . nú er það vonandi ekki mín vegna sem þér svíkið tölurnar . . . . ? — Nei! Hann heyrir sjálfur hve rödd hans er glaðleg. — Nei, það er vegna hers- höfðingjans — rósarinnar yðar. er að reisa stórliýsi til að framleiða það í. Iíostar hús þetta 20 milljón pund og er í Wilton i Middles- borough. Eftir tvö ár verður farið að spinna garn þetta í stórum stíl og ger úr þvi prjónles og dúka. En í verksmiðjunni i Welwyn hafa glugga- tjöld, fiskilinur og kaðlar þegar verið framleidd úr „eilífðargarni“. Jólasveinijinn er vinur barnanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.