Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1952, Blaðsíða 20

Fálkinn - 12.12.1952, Blaðsíða 20
16 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1952 SÉRA SIGURBJÖRN EINARSSON: Upphaf kristinna jóla Úr iurninum í Kristskirkju í Betlehem. Kirkjan er talin fæðing-arkirkja Krists og er helgasti staður ailra kristinna manna. Myndin er úr turni kirkjunnar. ^lin eru haldin fegWlT* minningar um komu Jesú Krists í þennan heim. En þau eru ekki afmælishátíð í venjulegum skiln- ingi, því að enginn veit, á hvaða degi Jesús fæddist. Fæðing hans var ekki talin meiri frétt en svo, ,,að dag og ártal enginn reit“. Og guðspjöllin nefna ekki daginn. Það er sýnilegt að þeim, sem færðu guðspjöllin í letur, hefir ekki þótt skipta máli að tilgreina fæðingardaginn. Hins vegar greinir Lúkas tímann, að hætti samtíðar sagnfræðinga, með því að benda á stjórnartíð Heródes- ar konungs í Júdeu, landsstjórn Kyreníuss á Sýrlandi og stjórnar- ár Tiberíuss keisara í Róm (Lúk. 2, 2). Ennfremur getur Lúkas um atriði, sem gæti bent til, á hvaða árstíð Jesús fæddist. „1 þeirri byggð voru fjárhirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar“, segir hann (2, 8). 1 Palestínu ganga hirðar með hjörðum sínum frá því laust fyr- ir eða um sumarmál og fram yfir veturnætur. Má því segja, að lík- ur bendi til þess, að Jesús sé fæddur að vori, sumri eða hausti. Nær verður ekki komist að dag- setja fæðingu hans. Einstöku menn tóku sér fyrir hendur í fornöld að reyna að finna fæðingardag Jesú, en höfðu ekki við neitt að styðjast og tilgátur þeirra hafa ekkert sögulegt gildi, enda vakti engin slík getgáta néina athygli í kirkjunni. Það var almennt viðurkennt, að fæðing- ardagur Frelsarans væri ókunn- ur og menn fundu ekki til þess, að það kæmi að sök, það skipti trúna í sjálfu sér engu,- á hvaða degi eða stundu Jesús kom í þenn- an heim. Hitt skipti öllu að hann kom og dvaldist „með oss, fullur náðar og sannleika" (Jóh. 1, 14). Fyrst framan af héldu kristn- ir menn engin jól. Mönnum kem- ur þetta e. t. v. undarlega fyrir, þegar þeir hugsa út í, hvílíkt meg- ingildi fæðing Jesú hefir haft í vitund kristinna manna frá önd- verðu og hve jólin eru nú mikil hátíð í kristnum löndum. En þó er þetta svo. Páskarnir voru eina stórhátíð frumkirkjunnar. Páska- viðburðirnir sköpuðu kristindóm- inn, vígðu alla hans helgidóma og helgidaga. Hver „Drottins dag- ur“, fyrsti dagur hverrar viku, var og er dagur Krists upprisu. En þótt fæðingar Jesú væri ekki minnst á sérstökum degi var hún að sjálfsögðu sú grundvallar- staðreynd, sem allt það annað, sem kristnir menn vissu sig eiga dýrmætast, hvíldi á. Og um leið og helgihald kristninnar fer að komast í fastari skorður, kemur þar, að menn taka að helga á- kveðinn dag þessari óviðjafnan- legu staðreynd. Upptök kristins jólahalds verða ekki rakin með fullri vissu. En eftir því sem næst verður komist, hefst það í Egyptalandi á 2. öld og þá hjá kristnum sér- trúarflokki. Flokkur sá leit svo á, að hin guðdómlega vera, hjálpari mannanna, hafi aldrei orðið maður í raun og veru, held- ur hafi hún tekið sér bústað í manninum Jesú frá Nasaret um leið og hann var skírður í Jórdan. Því væri skirnarstundin hin raun- verulega fæðing Guðs sonar til þessa heims. Til þessa viðburð- ar var haldið 6. janúar, en það mun hafa ráðið vali dagsins, að um þetta leyti héldu heiðnir menn í Egyptalandi hátíð goðsins Dionysos og fögnuðu því jafn- framt, að daginn var farið að lengja. Egyptar höfðu og þá trú, að aðfaranótt 6. jan. væri vatnið í ánni Níl sérstaklega dulmagn- að. Kristnum mönnum mun hafa verið hugleikið að minna á þann, er meiri var en Dionysos og á undrið, sem bar yfir allt, sem gerst hafði við Níl, atburðinn við Jórdan, þegar himnarnir opnuð- ust yfir Jesú og röddin heyrðist: þessi er minn elskaði sonur, sem ég hefi velþóknun á (Mt. 3, 17). Hvað sem þessu líður, þá verð- ur 6. janúar smátt og smátt al- mennur helgidagur um öll hin austari lönd kristninnar. En meg- inkirkjan hélt alltaf fast við það, að Kristur hefði. verið sannur maður, fæddur af jarðneskri konu, maður af sama holdi og blóði og vér. Þess vegna minntist hún fœðingar Jesú í Betlehem þennan dag. Um aldamótin 300 er þessi hátíð orðin almenn í Austurkirkjunni sem fæðingar- hátíð Jesú Krists. Hátíðin var nefnd epifanía (sjá almanakið), en það þýðir „birting": Kristur birtist á jörð og við skírnina í Jórdan birti Guð, hver hann var. Hvors tveggja var minnst á einni og sömu hátið og þó í tvennu lagi, þannig, að aðfaranótt 6. janúar minntust menn fæðing- ar Jesú en dagurinn var helgað- ur skírninni. Ekki alls fyrir löngu hefir fund- ist sefpappírshandrit í Egypta- landi, sem er skráð í byrjun 4. aldar. Þar hefir geymst brot helg’ra, kristinna tíða, andstef, sem söngkór hefir sungið á móti lestri eða tóni prests. Aftan á blaðinu er athugasemd, sem gef- ur til kynna, að hér sé regla um tíðaflutning 6. janúar — elstu jólatíðir kristninnar, sem til eru. Hin helga þjónusta hefir far- ið fram með þeim hætti, að fyrst hefir verið flutt frásögn Matt- eusarguðspjalls um fæðingu Jesú, um flóttann til Egyptalands og um förina þaðan aftur til Nasaret. Kórinn svaraði: Borinn í Betlehem, fóstraður í Nasaret, til heimilis í Galíleu. Þá mun hafa verið lesin frá- sögn Matteusar af vitringunum frá Austurlöndum. Kórinn svar- aði: Vér höfum séð tákn á himni, tákn hinnar leiftrandi stjörnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.