Fálkinn - 12.12.1952, Qupperneq 21
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1952 ^*^*^*^*^*^*^*^*^*^*^*)^*^*^*^*^ 17
Þá hefir jólaguðspjallið sam-
kvæmt Lúkasarguðspjalli verið
lesið. Kórinn svarar:
Fjárhirðar, sem gættu hjarðar
í haga, undruðust stórum, féllu
á kné og sungu:
Dýrð sé Föðurnum. Hallelúja.
Dýrð sé Syninum og Heilögum Anda.
Hallelúja, hallelúja, hallelúja.
Þannig voru haldin jól aðfara-
nótt 6. janúar suður í Egypta-
landi í byrjun 4. aldar.
Heimild er til frá Sýrlandi um
helgi þessarar hátíðar þar á 4.
öld. Skáldið og prédikarinn Efrem
kveður epifaníu-hátíðina hina
dýrðlegustu helgistund ársins.
Hvert hús sé skreytt blómum
(e. t. v. er hér fjarlæg fyrirmynd
jólatrésins), annarlegur fagnað-
arljómi leiki jafnvel um kirkju-
veggina og börnin séu tiltakan-
lega glöð. „Nóttin er komin",
segir hann, „nóttin, sem friðinn
færði gjörvöllum heimi“, „Hver
getur sofið þessa nótt, þegar
himnanna heimar vaka“. Þessa
nótt, aðfaranótt 6. jan., hugleiddu
menn fæðingu Jesú í Betlehem,
tilbeiðslu hirðanna og tákn stjörn-
unnar. En dagurinn var helgað-
ur tilbeiðslu vitringanna og skírn-
inni í Jórdan. Efrem túlkar blæ og
innihald hátíðarinnar í þessum
hendingum:
Sköpunin gjörvöll boðar það,
vitringarnir boða það,
stjarnan boðar jiað:
Sjá, sonur Konungsins er kominn.
Himininn opnast, Jórdan-bylgjur
[freyða.
Dúfan birtist: Þessi er sonur minn
[clskaður.
Með sérstakri vegsemd var
þessi hátíð haldin í Palestínu. Um
það er til allfræg heimild eftir
Eþeríu nokkra, kristna aðals-
konu og pílagrim, sem dvaldist
um þriggja ára skeið i landinu
helga. Hún á vart orð til að lýsa
áhrifunum af helgihaldinu, ljósa-
dýrðinni, söngnum, manngrúan-
um. Um nóttina (aðfaranótt 6.
jan.) var farin skrúðganga með
biskupinn í Jerúsalem í farar-
broddi, til gripahellisins, þar sem
Jesús fæddist og þar fluttar
tíðir með óviðjafnanlegri viðhöfn.
Síðan hélt fylkingin um nóttina
aftur til Jerúsalem, syngjandi
sálma Kristi til dýrðar og hingað-
burði hans. Um afturelding var
gengið til Upprisukirkjunnar í
Jerúsalem, sem var uppljómuð af
þúsundum kertaljósa og þar fram-
in heilög þjónusta með hinni
mestu vegsemd. önnur messu-
gjörð var fíutt á hádegi og enn
önnur um kvöldið.
Allar heimildir um jólahald
fornkirkjunnar bera með sér, að
jólin eru frá öndverðu ljóssins há-
tíð. 1 Nýja testamentinu er ljós-
ið tákn Krists: Hann er ljósið,
sem skín í myrkrinu, hið sanna
ljós, sem upplýsir hvern mann.
Sjálfur sagði hann: „Eg er ljós
heimsins, sá, sem fylgir mér, mun
ekki ganga í myrkrinu, heldur
hafa Ijós lífsins“. Það var því
eðlilegt og nærtækt, að kristnir
menn kysu að minnast komu
hans á degi, sem í heiðni var tyili-
dagur í tilefni þess, að daginn var
farið að lengja, sólin tekin að
hækka á lofti. Það var þeim kær-
komin ytri liking eða tákn þess
boðskapar Nýja testamentisins
og trúar kirkjunnar, að með
komu Krists hafi í andlegum
skilningi orðið sólhvörf í þessum
heimi.
Þau brot fornra, kristinna jóla-
tíða, sem hér hefir verið minnst
á, bera með sér, að trúaratriðin,
sem síðar og allt til þessa dags
eru hugleidd og túlkuð í kristinni
kirkju á jólunum, setja blæ og
mót á jólahelgi þessara trúbræðra
fornaldarinnar. Fæðing Krists er
uppistaðan, þótt jafnframt sé
minnst annarra viðburða, svo
sem komu vitringanna, skírnar-
innar og ennfremur brúðkaups-
ins í Kana, þar sem Jesús opin-
beraði dýrð sína samkvæmt Jó-
• hannesar-guðspjalli (2, 11), en
það hefir haldist í kirkjunni að
minnast þessara viðburða á þrett-
ándanum eða í grennd hans, eins
og þeir vita, sem kunnugir eru
guðspjallaröð kirkjuársins.
Spurningin um það, hvort Jes-
ús hafi fæðst 6. janúar, er hins
vegar yfirleitt ekki á dagskrá.
Það kom málinu ekki við, hvort
þeir viðburðir, sem minnst var,
hefðu gerst þennan dag í upphafi
eða einhvern annan dag. Það,
sem öllu skipti, var, að þetta hafði
gerst, það var staðreyndin sjálf,
sem menn minntust með lotningu
og lofgjörð. Og þess vegna olli
það ekki eins miklum ei’fiðleik-
um og virðast mætti að breyta til
um daginn, flytja jólin yfir á 25.
desember.
Sú breyting varð á 4. öld. Hvað
kom til, að sú breyting var gerð?
Ekki vita menn nákvæmlega,
hvenær þetta gerist, en það verð-
ur á fyrra hluta aldarinnar. Heim-
ildir eru fyrir því, að árið 336 eru
jól haldin í kirkjunni í Rómaborg
25. des. En jafnframt er vitað,
að áður hafði þrettándinn náð
fótfestu sem jólahátíð einnig á
Vesturlöndum.
Ekki voru það nýjar skoðanir
eða niðurstöður um fæðingardag
Jesú sem ollu þessari tilfærslu.
Það atriði er enn sem fyrr í þagn-
argildi. Ástæður þess, að 25. des.
verður jóladagur, eru fyi’st og
fremst trúfræðilegar, en auk þess
hafa hagnýt trúboðssjónarmið
komið til greina.
Trúfræðilegu ástæðurnar
standa í sambandi við átök mis-
munandi sjónarmiða á persónu
Krists, sem áttu sér stað á önd-
verðri 4. öld og voru meginvið-
fangsefni kirkjuþingsins mikla í
Níkeu árið 325. Sú spurning, sem
knúði á og kirkjan varð að leysa
úr, var þessi: Var maðurinn Jesús
frá Nasaret sá Guðssonur, sem
Nýja testamentið vitnaði um?
Var maður og Guð raunverulega
eitt í honum? Var hann Giiðs
hugsun holdi klædd? Eða hafði
himnesk vera, sköpuð og send af
Guði, tekið sér bústað með timb-
urmanninum frá Nasaret um
stundar sakir?
Gáfuðustu mönnum kirkjunnar
var ljóst, að hér var um kristin-
dóminn sjálfan að tefla, allt, sem
sérkenndi hann gágnvart öðrum
átrúnaði — eingyðistrúin, opin-
berunin, hjálpræðið —, allt, sem
játendum hans var dýrmætast
frá öndverðu. Og úrslitin urðu
þau, að meginkirkjan tók undir
og áréttaði þann skilning, sem
fluttur er í vorum bestu og kær-
ustu jólasálmum enn í dag: Guð
er sjálfur gestur hér, í jarðnesku
barni, fæddu af fátæku foreldri.
Guðs sonur lét sér sæma að iklæð-
ast mannlegu holdi, taka á sig
lægingu raunverulegrar mennsku:
Jesús Kristur er sannur Guð og
sannur maður.
Söfnuðurinn í Rómaborg hafði
á ýmsan hátt forystu um þessi
málalok. Nú var það talsvert mik-
ilvægt sjónarmið meðal þeirra,
sem ekki aðhylltust þennan skiln-
ing meginkirkjunnar, að hin
himneska vera eða guðlegi sendi-
boði hefði komið yfir Jesú í
skírninni. Það var því ekki heppi-
legt að minnast fæðingar og
skírnar í einu, eins og orðin var
hefð víða í Austurkirkjunni. Það
gat alið á misskilningi, hjúpað þá
dýrmætu vitund, að Guð faðir
hefði verið í manninum Jesú frá
Nasaret, fæddum af Maríu meyju,
og að hann hafi þar með til fulls
og alveg skýlaust vitjað vor, strítt
með og fyrir oss, birt oss hug
sinn og vilja, sigrað fyrir vora
hönd. Það var því eðlilegt, að
svipast væri um eftir nýjum degi
og mun Rómarborgarsöfnuður
hafa haft frumkvæði i því. Or-
sök þess, að 25. des. varð fyrir
valinu, var efalaust sú, að sá dag-
ur var þegar tilhaldsdagur mikiil
í rómverska ríkinu og hafði vegur
hans farið vaxandi undanfarið,
m. a. að tilstuðlan keisaranna.
Það var tyllidagur sóldýrkunar-
innar, haldinn með íburðarmikl-
um sýningum og leikum og bál
kynnt til þess að létta undir með
sólinni. Keisarar höfðu reist. „sol
invictus", hinni „ósigruðu sól“,
musteri og skæðasti keppinautur
’kristninnar á þessu skeiði, Mit-
hrasátrúnaðurinn, tilbað sólina og
fagnaði sigri hennar 25. des. Það
Frá Betlehem.
Framhald á bls. 45.