Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1952, Side 23

Fálkinn - 12.12.1952, Side 23
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1952 19 ÍIÐABREKKAN lá fram- undan, hvít og glitrandi. Hver vöðvi i mér var strengdur. Eg sá mig í anda renna mér niður á fleygiferð í löngum sveigum og loks svífa fram af brúninni í löngu stökki — svífa eins og fugl, sem hefur sig til flugs upp í bláma himinsins. Nei, brekkan var ekki fyrir mig. Eg var ekki orðin nægilega þjálfuð í skiðaí'þróttinni, svo að ég varð að láta mér nægja að renna mér í minni brekkum. „Kærðu |)ig kollótta," sagði maðúr- inn minn og hló. Við höfðum verið gift í fimrn daga. „Við komum liingað til Pine Lodge aftur næsta ár — ef til vill á liverju ári. Hver veit iíka nema þú verðir orðin góð á skíðum, áður en við förum héðan. Fyrir þann tíma ætla ég að vera búinn að kenna þér ýmislegt, sem að gagni mætti koma.“ „Nei, nei, Phil. Þú mátt ekki eyða tima þínum i það. Þú hefir verið val- inn til þátttöku í stóra mótinu. Eg hefi gaman af því að horfa á þig.“ Hann faðmaði mig að sér, svo að allir horfðu á, og kyssti mig hressi- lega. ,-,Þakka þér fyrir, ástin. Eg ætla að renna mér einu sinni, og svo kem ég aftur til þín. En reyndu að læra sem fljótast, svo að við getum verið saman." Hann sneri sér við og renndi sér á eftir hinum. Eg stóð og horfði á hann full stolts og hrifningar. Hann var svo stór og gerðarlegur þessi maður, sem ég elsk- aði af öllu ihjarta. Þegar hann var horfinn gekk ég yf- ir að litlu brekkunni, ákveðin í því að verða góður skíðamaður á styttri tíma en þekkst hafði í Pine Lodge. Einu skíðaferðirnar mínar til þessa höfðu verið um lágu ásana kringum bæinn heima. Eg var ákveðin í að geyma það ekki til næsta árs að leggja í stóru brekkuna. Áður en hálfsmánaðardvöl- in í Pine Lodge væri á enda, ætlaði ég að renna mér niður hana. Það skyldi ég sýna! Þegar ég kom.aftur heim i skálann klukkan fimm, þá beið Pliil mín þar og Ijómaði af ánægju. „Eg hefi verið að horfa á þig síðasta hálftímann,“ sagði liann og tók mig í faðm sinn. „Þér fer mikið fram. En ])ú þarft ekki að læra allt á einum degi, ástin min.“ Eg glotti til hans. Pine Lodge var dásamlegur staður, þó að hann væri ekki meðal stærri og íburðarmeiri fjallahótela. Skíðahraut- irnar voru tvær og lágu hvor í sína áttina. Sú stærri lá niður bratta fjalls- hlíðina gegnum furuskóg. Á henni hafði verið gerð stökkbraut. Hin lá niður afMðandi brekku og fyrir neðan var sléttlendi. Skálinn var gerður úr trjábolum og hafði verið reistur uppi undir fjalls- toppinum, svo að undanfæri væri mik- ið. Við vorum tiu þarna í þetta slcipti. Sumir voru einungis áhugamenn í skíðaiþróttinni, en aðrir voru þaul- vanir skiðagarpar. í hópi þeirra siðari var Sigrid Ericson, glæsileg stúlka með Ijósgult liár og bláustu augu, sem ég hefi séð. Hún liafði skæra, hljómfagra rödd, sem hreif mig frá upphafi. •— -— eða ef til vill var það það, sem hún sagði, sem hreif mig. „Eg var að horfa á þig sagði lnin. Þú kemur til með að verða góð, mjög góð.“ „Heldurðu það?“ hrópaði ég næst- um því yfir mig hrifin. „Hve langan tíma heldurðu að það taki?“ Hún brosti og yppti öxlum. „Eg veit ekki. Eg liefi verið á skiðum, síðan ég var fimin ára, i Noregi.“ Það hljóta að liafa sést vonbrigði í svip mínum, þvi að hún hló. „Eg var orðin það, sem kallað er „meistari“, fimmtán ára. Það tók aðeins tíu ár.“ „Tíu ár,“ sagði ég ekki alls kostar ánægð með lausnina. Hún hló upphátt. „Eg er viss um, að það tekur þig ekki tíu ár. Eg get vel trúað, að þú ættir að vera orðin góð næsta ár eða þar næsta, því að þú leggur þig svo vel fram.“ „Næsta ár! Eða þar næsta! Eg furð- aði mig á, livað hún mundi segja, ef hún vissi, að ég ætlaði að leggja í stóru brekkuna í næstu viku. — í ÞRJÁ DAGA æfði ég mig kappsam- lega. Hungmyndin um að fara niður stóru brautina hafði gagntekið mig. En Phil gekk þess dulinn. Tækifærið kom fyrr en mig varði. Og þrátt fyrir allt sjálfstraust vissi ég vel, að ég var ekki undirbúin und- ir það. Kvöld eitt, þegar ég var á heimleið niður í skálann, reif ég skiðabuxurn- ar á grein. Morguninn eftir settist ég niður við að stoppa í buxurnar, en Phil fór út með liinum. Eg sagð- ist mundu fara út ein míns liðs seinna. Eg varð undrandi, þegar ég heyrði fótatak gegnum opnar lierberg- isdyrnar, því að ég hélt, að allir væru farnir út. Eg leit upp og sá Sigrid standa þar. Eg sýndi henni buxurnar og sagði: „Þetta eru einu skiðabux- urnar, sem ég hefi, svo að ég verð að gera við þær.“ „Þú ættir að senda þær til þorps- ins og láta gera við þær þar,“ sagði Sigrid. „Herra Cowley tekur þær á- reiðanlega fyrir þig, þegar hann fer að sækja matarbirgðirnar. Eg er viss um, að þú getur fengið þær aftur á morgun.“ HEILL DAGUR TIL ÓNÝTIS! hugs- aði ég. Nei, það kom ekki til mála. Eg hélt áfram að sauma. „Þú mátt vera í einhverjum skíða- búningnum minum,“ sagði Sigrid. „Eg er með nokkra með mér, og auk þess fer ég ekkert út i dag. Eg er að fá kvef. Eg vil fyrirbyggja, að það verði alvarlegt. Svo er það heldur alls ekki gott fyrir söngvara að fá kvef.“ Eg lagði buxurnar frá mér, full af forvitni. Við höfðum talað nokkuð sarnan, en hún hafði bókstaflega ekk- ert sagt mér um sjálfa sig. „Eg vissi ekki, að þú vær-ir söngkona." Hún torosti feimnislega. „Eg er nú ekki orðin það ennþá. En ég er að læra óperusöng." „En hvað það er dásamlegt!" sagði ég fagnandi. „Þú verður glæsileg á sviðinu!“ „Þakka þér. fyrir,“ sagði liún. „Það er fallegt af þér að segja þetta. Þú skalt líka njóta þess og fá að vera í uppáhaldsfötunum mínum í dag — þeim rauðu. Ivomdu með mér og sjáðu, hvernig þau fara þér.“ Eg lagði buxurnar frá mér og fylgdi henni. Meðan ég dáðist að rauða bún- ingnum, kom mér skyndilega nokkuð í hug: Við vorum hér um bil jafnliáar! í nokkurri fjarlægð gæti enginn þekkt okkur í sundur! „Hann fer þér ágætlega,“ sagði Sigrid. „Farðu nú af stað. Eg skal sjá um, að herra Cowley fari með buxurnar niður i þorpið.“ „Eg skal gæta búningsins vel,“ sagði ég. „Hann mun gæta þín,“ sagði hún hlæjandi. „Þessi búningur hefir reynst mér happadrjúgur. Eg er alltaf i hon- um i erfiðum mótum, og hann liefir ávallt reynst mér vel.“ Eg flýtti mér af stað. Eg hafði gleymt öllu öðru en því að ég ætlaði að komast efst í stóru brautina. Eg ’hafði gleymt Phil — og glcymt að athuga bindingarnar á skiðunum nógu vel. Eg nam ekki staðar, þegar upp var komið, heldur renndi mér strax af stað. Vindurinn lék um andlit mér. Ilrað- inn óx. Skynjun mín á umliverfinu dvínaði. Eg heyrði hróp. Mér fannst ég ekki líða áfram eins og fugl á flugi, eins og ég hafði imyndað mér að ég mundi gera. Það litla, sem ég kunni til skiðameðferðar virtist rokið út í veður og vind. Eina skynjun mín var blandin vaxandi ótta — hræðslu. Eg brunaði áfram á fleygiferð í átt- ina að stökkbrautinni. Allt gerðist á skjótri svipan og allt i einu slokkn- aði ljós skynjunarinnar. Þegar ég opnaði augun næst, var ég i kunnuglcgu umhverfi. Eg var heima. Sársaukinn var liorfinn, en mátturinn litill. Eg var í svefnherberginu heima — ekki í nýju íbúðinni okkar Phil. Nei, ég var í gamla herberginu mínu heima hjá foreldrum mínum. „Hún er komin til meðvitundar!“ Það var Phil, sem sagði þetta lágri röddu, sem þó var fagnandi. „Kathie, ástin mín,“ hvíslaði hann. En hann gerði enga tilraun til að snerta mig, og það blikuðu tár í augum hans. Mig langaði til að segja svo margt — spyrja um svo margt, en mér var um megn að hreyfa varirnar. „Phil, ástin — —“ Hvít'klædd hjúkrunarkona kom og fór með hann burtu. „Hún má ekki verða þreytt,“ sagði hún hljóðlega. „Hún er rnjög máttfarin.“ SNJÓRINN bráðnaði og vorið koin. Við leigðum frá okkur íbúðina, sem við höfðum útbúið svo yndislega fyr- ir okkur. í stað hjúkrunarkonunnar var komin góðleg miðaldra kona, sem hét frú Andrews, en við kölluðum Andy frá byrjun. Hún hafði flutst með farangur sinn í herbergið við Athyglisverð saga um trú og ást.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.