Fálkinn - 12.12.1952, Page 27
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1952 23
GÖSTA A F GEJERSTAM:
FIÐLAN
TV/ÍONSIEUR Beaupoil varS litið til
■*■’■*■ litla drengsins, sem hafði komið
svo feimnislega inn í kjötbúðina hans.
Strákur sem er að betla, hugsaði Beau-
poil með sér, smáþorpari og sníkju-
dýr.
Þarna stóð strákurinn votur og kald-
ur í lélegum fötum og götóttum skóm.
Hann hélt á fiðlukassa i hendinni.
Monsieur Beaupoil lagði feita höndina
á marmaradiskinn og sagði: Iiér er
ekki gefin ölmusa!
Drengurinn stamaði eitthvað, sem
ekki skildist, og augun fylltust af tár-
um, er hann liélt fram fiðlukassan-
um. Monsieur endurtók orðin með á-
herslu á hverju atkváeði, og bætti við:
— Mamma þín ætti að skammast sin!
— Mamma er dáin, sagði drengur-
inn, og nú grét liann. Vitanlega er
mamma hans dáinn, hugsaði Beaupoil
með sér. — Það segja þeir alltaf.
— Pabbi þinn er vitanlega dáinn
iíka? sagði hann glottandi.
— Nei, monsieur, pabbi er veikur.
Náttúrulega, hugsaði Beaupoil með
sér, — þegar pabbinn er ekki dauður,
þá er hann veikur.
— Mér datt i hug, stamaði dreng-
urinn og kreppti loppna fingur um
handfangið á fiðlukassanum — að ef
monsieur vildi vera svo afar góður
að .... bara ofurlítið af kjöti, lækn-
irinn segir að pabbi verði að fá kjarn-
góðan mat, kjötsúpu, — og monsieur
gæti fengið fiðluna í pant — aðcins
í nokkra daga?
Monsieur Beaupoil bað drenginn að
hypja sig út. Hann væri enginn veð-
lánari. Á morgun kæmi líklega einhver
með lírukassa, básúnu eða trumbu!
— Út með iþig!
"Nú hefði sagan af monsieur Beau-
poil ekki orðið lengri ef madarne Beau-
poil, sem sat í glerskáp og sá um bók-
Iialdið og peningana, hefði ekki grip-
ið fram í. Frúin var feit og brjósta-
mikil, barnlaus og mikið máluð í
framan. Stundum var hún gripin af
einhverri tilfinningu, sem monsieur
nefndi með fyrirlitningu angurblíðu.
— Beaupoil, mér finnst að við
gætum hjálpað veslings drengnum.
Bráðum koma jólin, og .... Þetta
litla orð við, sem hún lagði áherslu
á, stöðvaði Beaupoil. Hann rétti upp
báðar feitu hendurnar og ætlaði að
andmæla. — Meyrðu, Marion!
Hann skar dálítinn kjötbita í bræði
sinni, vafði hann í bréf og skellti
honum á horðið, án þess að vega
hann. Drengurinn þakkaði stamandi
og lagði fiðlukassann á diskinn og
spurði hvað kjötið kostaði.
— Fjögur hundruð franka, sagði
Beaupoil og leit á fiðlukassann. Hvað
átti hann að gera við hann? Höggva
hann sundur í kótelettur? Eða buff?
Hann sagði þetta við frúna og hafði
hugsað sér að segja miklu meira, én
þagði, því að nú opnaðist liurðin.
Nýi viðskiptavinurinn var prúðbúinn
höfðingi i úlsterfrakka og með pípu-
hatt, og Beaupoil varð allur eitt bros.
— Monsieur vill dilkakjöt? Dilka-
kjötið var það, sem Beaupoil lagði
mesta áherslu á, svo að maðurinn var
kominn á réttan stað. Beaupoil þótti
gott að versla við karlmenn, þeir
prúttuðu ekki og liöfðu enga hugmynd
um verðlag. Beaupoil bjó vandlegn um
kjötið.
— Þér leikið á fiðlu, monsieur?
sagði gesturinn og benti með höfðinu
á fiðlukassann.
— Nei, sagði Beaupoil hógvær og
bandaði frá sér.
— Leyfist mér? sagði gesturinn og
dró af sér gráu hanskana. Eg rek
liljóðfæraverslun í Liéges.
Hann athugaði fiðluna vél og lengi.
•— Hm, Jietta er engin verksmiðju-
vinna, nei!
Beaupoil flýtti sér að kveikja á fleiri
ljósum og sagði gestinum frá drengn-
um, sem hafði komið með fiðluna.
— Já, sagði gesturinn og lagði fiðl-
una aftur í kassann, — það er ekki
oft sem ég hefi handleikið svona hljóð-
færi. Kannist þér við nafnið Stradi-
varíus? Ekki það? Eg get ekki sagt
um hvort meistarinn hefir smíðað
hana sjálfur. En fiðlan er afar verð-
mæt. Og nú nefndi gesturinn upphæð,
sem var svo liá að Beaupoil sundlaði.
— Ef þessi drengur kemur þérna
aftur, þá ætla ég að biðja yður að
segja honum að finna mig. Eg er fús
til þess að borga sannvirði fyrir þessa
fiðlu. Gesturinn tók upp nafnspjaldið
sitt. Eg verð á Grand Hotel þangað lil
á laugardaginn.
— En ef drengurinn kemur ekki,
monsieur? stamaði Beaupoil.
— Ætlaði hann ekki að koma aftur
eftir tvo daga? í dag er þriðjudagur.
Eftir þann tíma áttuð þér að liirða
fiðluna, og þá gætum við kannske
verslað saman.
Hann brosti og Beaupoil brosti á
móti og hneigði sig djúpt þegar gestur-
inn fór.
— Beaupoil, sagði frúin alvarleg
þegar liann var farinn. — Þú ætlar
víst ekki að svíkja drengaumingjann?
— Svíkja? sagði Beaupoil móðgaður.
— Ilann skal fá tíu — nei tuttugu
þúsund franka!
— Tuttugu þúsund, sagði frúin and-
agtug. — Þú gætir að minnsta kosti
borgað honum þrjátíu!
—• Þrjátíu! öskraði Beaupoil. —
Ertu vitlaus?
Það var líkast og Beaupoil hefði
liitasótt næstu tvo daga. Hann hrökk
við i hvert skipti, sem gengið var
um dyrnar. Hann var ergilegur og
ókurteis við skiptavinina. Kæmi strák-
urinn eða kæmi hann ekki?
— Á fimmtudagskvöldið stóð dreng-
urinn i búðinni. Hann var fölari og
tærðari en áður.
— Ertu kominn, vinurinn? Beaupoil
brosti.
— Hérna eru fjögur hundruð, sagði
drengurinn og lagði nokkra velkta
seðla á borðið.
— Skárri er það nú skilvisin! sagði
Beaupoil hás. Hvernig líður honum
pabba þinum?
— Hann pabbi er dáinn, sagði dreng-
urinn hljóðlega. — Mið langar til þess
að fá íiðluna aftur, hún er það eina,
sem ég á eftir hann.
Beaupoil afréð að láta strákinn fá
þrjátíu þúsund. — Heyrðu vinur minn,
gætir þú ekki .... ég skal segja þér
.... ég hefi gaman af að spila á fiðlu!
— Er það? sagði drengurinn og Ijós
kom í dapurleg augun. — Viljið þér
spila fyrir mig?
— Það væri ekki viðeigandi núna,
þegar hann pabbi þinn er nýdáinn,
en kannske þú vildir selja mér fiðl-
una? Beaupoil fann að svitinn kom
fram á enninu á honum.
— Selja fiðluna? Æ, nei — hún er
frá honum pabba mínum, og hann
fékk hana frá fqður sinum, honum
afa mínum, sem féll fyrir Frakkland
1871.
— Eg býð þér tuttugu þúsund!
Beaupoil hafði ekki fyrr sagt orðin
en hann lieyrði frú Beaupoil ræskja
sig inni í klefanum sínum. — Þrjá-
tiu, ég meinti vitanlega þrjátíu þús-
und! Hann langaði til að taka og
hrista þennan strák, sem ekki skildi
hvað honum var fyrir bestu. — Þú
getur keypt allar fiðlur heimsins fyr-
ir þrjátíu þúsund!
Drengurinn fór að kjökra. — Eg
verð að fá fiðluna aftur!
Þá kom frúin til skjalanna. Hún
sigldi virðuleg fyrir endann á búðar-
borðinu og tók í höndina á drengn-
um. — Þú ert bara lítill drengur, en
ef hann faðir þinn hefði lifað þá hefði
hann vafalaust ráðið þér til að selja
fiðluna fyrir — segjum fimmtíu þús-
und! Þú getur fengið margt fyrir svo
mikla peninga.
Þá stóðst drengurinn ekki mátið.
Hann kinkaði kolli og þerraði sér um
augun. Hikandi tók liann við pening-
unum, sem Beaupoil með blæðandi
hjarta sá konuna sína telja fram á
búðarborðið. Og hikstandi ráfaði
liann út á götuna og hvarf augum
Beaupoilhjónanna i blárri móðu
kvöldbirtunnar.
— Hann skikli ekki hvað honum
var fyrir bestu, anginn sá, sagði
Beaupoil er hann vatt af sér hvitu
svuntunni og greiddi sér. Svo hljóp
hann á dyr með fiðlukassann. Hann
var svo uppveðraður að liann fékk
sér leigubil, þó að sporvagn hefði
verið ódýrari.
BiIIinn nam staðar við stórt gisti-
hús og skrautbúið fólk gekk út og
inn. — Ármaðurinn virti Beaupoil
fyrir sér. — Hér býr enginn'með þvi
nafni. Eg veit ekki hve margir hafa
komið hér með fiðlu og spurt eftir
honum. Að minnsta kosti einir þrjá-
tíu!
„Amma Móses“ á heima vestur í Ameríku. Hún er listmálari og er rúm-
lega 90 ára gömul. Eiginlega heitir hún eitthvað allt annað, en „Amma
Móses“ hefir festst við hana sem gælunafn. — Hún hefir lifað lengst af æv-
innar sem bóndakona. I sveitinni var hún annáluð fyrir að sjóða gott sæta-
mauk og fyrir fallegar hannyrðir. En svo tók hún upp á því að fara að
mála, einn góðan veðurdag. Nokkrar af myndum hennar lentu í veitinga-
húsi í smábæ. Og þar sá listaverkasafnari þau. Hann varð hrifinn af þeim
. og efndi til sýningar á verkum „Ommu Móses“ í New York. Sýningin vakti
feikna athygli og „Amma Móses“ varð fræg. Þá varð hún að verða áttræð.
Fjöldi fólks elskar myndirnar hennar, það er létt yfir þeim og þær eru lit-
ríkar og lýsa lífinu í sveitinni og smábæjunum. — „Amma Móses“ notar
hvorki léreft, málaragrind né fyrirmyndir. Hún málar eftir minni — á
krossviðarfjalir, sem hún leggur á borðið. — Hér sést ein mynda hennar.