Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1952, Qupperneq 31

Fálkinn - 12.12.1952, Qupperneq 31
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1952 ^#*^*^^#*^#;^*^^#^^*^^*^*#}^;*^***^*^***^*^**^ 27 MÁTTUR TRÚARINNAR Framhald af bls. 22. Carl Henderson. Hann var lítill — næstum því lítilfjörlegur ásýndum. Andlitið var óbrotið og venjulegt, en viðkunnanlegt. Hann iióf mál sitt. Það er tæplega hægt að kalla það prédikun, því að mér fannst sem við værmn orðin þarna tvö ein. Mér fannst hann tala við mig — mig eina. Hann talaði um það, að trúin gæti fiutt fjöll. Eg hlustaði með tárvotum augum og þeirri hjartahlýju, sem ég hafði ekki haft til að bera um lang- an tíma. Gamla, ljóta hlaðan var horf- in sjónum minum. Fornfálegir stól- ar og óslélt gólfið skipti ekki iengur máli. Þegar hann sagði, að það væri auðvelt að lækna mannlega kvilla, ef trúin væri nógu sterk, dró ég orð hans ekki i efa. Og þegar 'hann steig úr stólnum, gekk fram á pallbrúnina, rétti fram liendurnar og sagði „komið, trúið og fáið heilsubót,“ stóð ég á fæt- ur og gekk fram salinn í áttina til hans. Hvort sem það voru kiill fólksins, sem kliðuðu í eyrum mér, eða sú skynjun mín, að fleiri en ég ætluðu til hans, þá riðaði ég allt í einu og datt frarn yfir mig. Eg greindi iætin, sem urðu kringum mig og rödd, sem sagði: „Verið kyrr i sætum yðar!“ Siðan var mér lyft upp af sterkum örmum, þar sem ég fann mig örugga. Ed Hamon bar mig nokkru siðar upp i lierbergið mitt heima. Hvorug okkar mælti orð, meðan Andy klæddi mig úr fötunum sem voru óhrein að framan eftir byltuna í Wentleyshlöðunni. Andy var vand- ræðaleg og ég vissi, að ég þyldi ekki, að hún minntist á atburði kvöldsins einu orði. „Farðu út,“ sagði ég með grátklökkva. „Farðu út, ég vil vera ein.“ Tárin streymdu niður vanga mína, og i fyrsta skipti á 21 árs æviskeiði mínu óskaði ég þess heitt að mega deyja. Nokkru siðar koniu Pliil og dr. Murphy. Pliil fékk mig til að taka skammt af einhverju og drekka vatn á eftir. Það hlýtur að hafa verið sterkur skanuntur, því að ég féil í fasta svefn og svaf i margar klukku- stundir. Eg vaknaði til örvæntingar. Alit það, sem ég hafði orðið að þola varð að hjómi hjá því, sem næstu dagar færðu mér. Loks kom yfir mig slíkur sljóleiki og sinnuleysi, að ég veitti engu atliygli af því, sem fram fór í kringum mig. Mamma og pabbi lcomu aftur úr ferðalaginu. Læknirinn kom og fór á vissum tíma. Andy var ó- breytt. Gjafir voru mér gefnar og herbergið fyllt af blómum. Allir vildu sýna mér ástúð og blíðu. En ég end- — Nú skil ég hvers vegna hún Soffía gaf mér vatnshelt armbandsúr í jóla- gjöf. urgalt ekkert. Eg þorði ekki að hugsa um fortíðina og bollaleggingar um framtíðina voru mér óbærilegar. Svo var j)að, að Andy birtist í dyr- unum þriðja daginn í röð, rauð í kinnum og skjálfandi á beinunum. „Það er maður niðri, sem langar til að sjá þig. Eg sagðist skyldi nefna ]iað við þig.“ „Hver er það?“ spurði ég óþolin- móð. „Það er —“ Hún dró andann djúpt. „Maðurinn. Þessi, sem var í hlöðunni. Séra Henderson. Eg hélt, að þú vildir ekki sjá hann, svo að ég —“ „En ég vil einmitt sjá hann!“ hróp- aði ég og rétti mig upp eins og ég frekast gat. „Eg vil engan fremur sjá en séra Henderson." Reiðin svall i lirjósti mér. Eg skipu- lagði skammirnar, sem ég ætlaði að láta rigna yfir gestinn, strax og hann birtist i dyrunum. En ég hafði aðeiús hugsað upp fátt eitt, þegar liann stóð á þröskuldinum. Lítill, venjulegur og blátt áfram mað- ur. Hann stóð kyrr i sömu sporunum og mælti ekki orð frá vörum. „Svikarinn þinn,“ sagði ég. „Skrum- arinn þinn. Litilmótlegi, ómerkilegi Þetta er nóg, Kathie. Hætlu nú!“ Dr. Charles Stevens, sóknarprestur í St. Albans birtist allt í einu í dyr- unum. Eg hafði þekkl liann og rödd lians frá barnæsku. Það var maður, sem ég hafði lært að liafa mætur á og virða. Hann lagði höndina á öxl séra Hendersons og ýtti honum á undan sér inn í herbcrgið. Þeir koinu báðir að rúmstokknum hjá mér. „Þessi maður kom ekki liingað til að biðj- ast afsökunar eða þiggja óvirðingar, Kathie,“ sagði dr. Stevens ákveðinn. „Eg frétti af þvi, að hann liefði áhuga á að hitta þig, svo að ég liringdi i hann og bað um að fá að koma með Iionum. Eg var hræddur um, að að- koman yrði eitthvað þessu lík.“ Hann brosti allt í einu, og bros iians var ástúðlegt og töfrandi. „Eg þekki þig orðið, Katliie.“ Blóðið þaut fram í kinnar mér und- ir orðum lians, því að ég bar ekki. aðeins virðingu fyrir honum heldur þótti mér ákaflega vænt um iiann. Hann settist á stól, sem hann dró að rúminu, og benti förunaut sínum á annan. Síðan iiélt hann áfram: „Við skulum tala ofurlitið um kvöldið, hvort scm þú vilt eða ekki. Það er þýð- ingarlaust að segja, að vegir mínir séu aðrir en herra Hendersons. Við stefnum báöir að sama marki. Þess vegna ætla ég ekki að segja, að það hafi verið heimskulegt af þér að sækja fund lians. Ef þú liefðir leitað ráða hjá mér áður, þá veit ég ekki, hvað ég mundi liafa lagt til málanna. En vissulega mundi ég hafa reynt að búa Álit húsföðursins á jólasveininum. þig betur undir kvöldið en þú varst. En nú er það liðið. Það er framtíðar- viðhorfið, sem við skulum ræða um. „Eg vil aðeins segja þetta, Katliie: Eg vil, að þú ásakir engan — ekki einu sinni innst í iiuga þínum -— fyrir það, sem skeð hefir. Og þýðangarmest af öllu er, að þú ásakir ekki guð. Þá er liættan vís. Ef þú gerir það, þá fyllir þú huga þinn af hatri og biturleika, svo að annað kemst ekki að. Og guð hjálpi þér og fjölskyldu þinni þá.“ Hann horfði fast á mig og orð lians voru svo ákveðin, að þau komu mér í geðshræringu. Hann stóð skyndilega upp og ýtti stólnum aftur á bak. „Við ætlum að fara núna. Við viljum ógjarna þreyta jiig. Herra Henderson fer frá Shaw- port á morgun. Viltu, að hann flytji bæn fyrir ])ig, áður en liann fer?“ Eg gat aðeins kinkað kolli og horfl niður til þess að leyna tárunum. Séra Henderson gekk að rúm- stokknum og lyfti höndunum. „Fað- ir,“ sagði hann, ,.ef það er vilji þinn, þá læknaðu barnið þitt, hana Kathie. Ef ekki, þá kenndu henni að segja: Verði þinn vilji.“ Að svo mæltu fór hann út úr herberginu ásamt dr. Stevens. Þeir voru farnir. Já, þeir voru farn ir, en höfðu hins vegar gert krafta- verk með koniu sinni. Þeir höfðu numið biturleikann og örvæntinguna burt úr huga mér. Eg hafði Öðlast frið i sál minni. Eg lá kyrr og hugsanir mínar reik- uðu til kvöldsins, er ég fór á fundinn í hlöðunni. Eg lokaði augunum til þess að sjá betur fólkið og umhverf- ið i huga minum. Eg bcið þess, að biturleikinn næði aftur tökum á mér. En hann kom aldrei. Minningarnar komu að þvi augnabliki, er séra Henderson lióf mál sitt, og síðar að því, er hann sagði okkur að koma og læknast. Það rann allt i einu upp ljós fyrir mér. Eg varð undrandi. Eg mundi allt í einu eftir þýðingarmesta atviki kvöldsins. Hvernig hafði ég getað gleymt þvi? Eg hafði staðið upp. Eg hafði gengið! Að vísu hafði ég ekki hugmynd um, hve niörg skref ég hafði tekið. En hvaða máli gat það skipt. Hin dásamlega og dýrðlega staðreynd stóð óhögguð. Eg hafði gengið. Strax og ég hafði skynjað þetta, kviknaði vonarneisti, sem ég þorði þó tæplega að beina huganum að. Fyrst ég hafði gengið einu sinni, hvers vegna gæti þá ekki komið sú stund aftur, að ég gæti gengið? Eg varð að fá eitthvert svar. Eg ýtti rúmfötunum til hliðar og færði mig fram á rúmstokkinn. Iiver vöðvi var spenntur, meðan ég var að koma fótunum fram yfir rúmstokkinn. Eg fann mjúkt gólfteppið undir fót- um mér. Eg reyndi svo liægt og sigandi uð rísa á fætur, en fann fljótlega, að ég gat ekki staðið á þeim. Eg hneig niður, en samt varð ég ekki yfirbuguð. Eg færði mig nær höfðagaflinum, þar sem rúmstólparn- ir voru og greip fast um þá. Mér tókst að standa upp með því að halda mér. Að visu var það af veikum mætti, en ]iað sannfærði mig samt um, að það væri líf í fótunum og það væri algjör- lega undir sjálfri mér komið, hvort ég kæmist á fætur aftur. Mér varð litið yfir herbergið og ég setti mér mark. Eg ætlaði að reyna að ganga yfir að snyrtiborðinu. Þegar þeim áfanga væri náð, væri tími til kominn að láta fólkið vita af þessu. Nú yrði ég að taka til óspilltra mál- anna og gera nótt að degi. Nóttin var eini tíminn, sem ég gæti æft mig á i næði. ÞETTA VAR byrjunin. Upi) frá því var sótt á brattann. Eftir viku gat ég orðið staðið nokkuð stöðug, með því að halda mér lítillega í rúmstólpann. Siðan fór ég smátt og smátt að geta fikrað mig áfram meðfram rúminu. Eg dró að visu fæturna fyrst i stað, og það leið langur tími, þangað til ég gat raunverulega stigið skref. Áður en svo langt var komið, hafði Andy komist að því, hvað ég var að gera. Hún hafði vanist því að fylgjast með hverju liljóði frá lierbergi mínu — jafnvel gegnum svefninn. Eina nótt- ina, þegar ég var að skríða undir sængina aftur, sá ég að hún stóð í dyrunum. Eg vissi ekki, hve lengi hún hafði staðið þarna, og lnin sagði ekk- ert, fyrr en ég hafði livíslað: „Andy!“ Þá kom hún að rúminu til mín, og ég sá, að hún þerraði tárin úr augunum með handarbakinu. „Eg hugsa að ég geti gengið aftur,“ livíslaði ég. „Mér fer fram á hverri nóttu.“ „Já, ég veit það,“ hvi.slaði hún aftur. „Eg liefi fylgst með því í þrjár næt- ur. Nú sæki ég heita mjólk fyrir þig, og svo skaltu fara að sofa.“ Eftir þetta kom hún inn til min á hverri nóttu og sat i stól, meðan ég æfði mig. Við töiuðum ekki saman og hún hjálpaði mér ekki. Við þorðnm aldrei að kveikja ljós, lieldur hýrð- umst við í myrkrinu. Á daginn gætti Andy þess vandlega, að ég fengi næga hvíld og yrði ekki fyrir ónæði. Tíminn leið hraðar en svo að ég áttaði mig á því. Sumarið var liðið og haustið komið. Eg fékk stutt bréf frá Sigrid. Hún kvaðst mundu verða um kyrrt í New York yfir veturinn og syngja þar í útvarp eftir sairiningi. Svo fékk ég langt bréf frá lienni einn morguninn. Hún kvaðsí ætla að syngja í Town Hall. „Ef þú gætir að- eins komið með Phil,“ skrifaði hún. Framhald á bls. 45. — Hvað segirðu .... er þetta hatt- urinn þinn? Eg hélt að það væri jóla- tréð!

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.