Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1952, Side 41

Fálkinn - 12.12.1952, Side 41
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1952 37 FRAMHALDSSAGAN: FJÓRAR — Eg spurði hann um erindið, iiélt Willoughby áfram, — og hvers vegna liann hefði ekki sagt til nafns síns. — Hefði ég gert ]>að munduð þér hafa neitað að taka á móti mér, sagði hann og tók nokkur bréf upp úr vasa sínum. — I'essi bréf skrifaði Gordon hershöfðingi í Khartoum fyrir löngu, sagði hann. Þau voru komin áleið's niður með Nil til Berber, en daginn eftir að iþau komu þangað gafst bær- inn upp fyrir her Mahdians. Abou Fatma, bréfberinn, faldi þau í grjót- garði við hús sem arabiskur maður. Yusef, átti. Abou var tekinn höndum, en gat strokið til Suakin. En bréfin lágu óopntið i grjótgarðinum þangað til Feversham fann þau. Eg las þau og sá að þau liöfðu ekki neitt sérstakl gildi. Þess vegna spuði ég Feversham hreinskilnislega hvers vegna hann, sem ekki hafði þorað að fylgja sveit simii i virka herþjónustu, hefði lagt sig i þá hættu að verða ef lil vill kvailnn til bana, eingöngu til þess að ná í bréfin. Feversham hafði sagt honum sögu sína, rólega og umsvifalaust. Hann hafði sagt frá samfundum sínum og Abou Fatma í Suakin, hvernig hann hafði áformað að ná í bréfin, hvern- ig þeir hefðu orðið samferða að Obak- brunninum, og hvernig Feversham hefði haldið áfram með asnann til Berber, eftir að Abou Fatma þorði ekki að fara lengra. Hann hafði ekki farið dúít með hve hræddur bann varð þegar liann sá múrana í Berber í fyrsta sinn og döðlupálmana á Níl- arbökkum. Hann hafði sagt honum hvernig hann tók til fótanna út í eyði- mörkina, trylltur af hræðslu. En hann minntist ekkert á tímana sem hann lá undir mórauða kuflinum sínum og sá i huganum andlitið, sem hann elskaði meira en allt í heiminum. — Hann hélt áfram til Berbcr um sólarlagið, sagði Willoughby höfuðs- maður. Það var Ethne Eustace nóg. Hún andaði léttar, gráu augun ljóm- uðu og varirnar brostu. — Hann hélt áfram til Berber, endurtók hann lágt. — Og liann kom að gamla bænum í rústum, — emír- inn hafði skipað svo fyrir, og að byggja nýjan bæ sunnar. — Allar leiðbeiningarnar scm Feversham hafði fengið og ætlað að nota til að finna hús Yusefs aftur, voru gagnslausar. Húsin voru rifin og allt á ringulreið. Ekkert sýndi livar Yusef hafði átt heima. Ethne var hætt að brosa en liorfði ánægð á hvítu fjöðrina. Hún var orð- in gul af eyðimerkurdustinu. Willoughby sagði frá svertingjanum, sem hafði verið sendur til Abou Fatma við Obakbrunninn. — Feversham varð tvær vikur í Berber, sagði hann. Á hverjum degi fór hann á torgið til að sjá hvort svertinginn væri kominn aftur frá Obak. Hann kom eftir viku og fór að leita að Yusef, sem áður hafði selt salt á torginu. Eg held varla, ung- frú Eustace, að þér þó að fegin vild- uð, getið skilið hvcrnig Feversham 'leið þessar tvær vikur — kvíðinn, hætturnar, meðvitundin um að hann gæti lent i klóm fantanna hvenær sem vera skyhli, og að dauðinn var vægasta refsingin, sem hann gat gert 13. FJAÐRIR sér von um. í bænum eru lág hús og breiðar sandgötur og hvergi felu- staður. Allan daginn eru göturnar troðfullar af organdi óþjóðalýð. Feversham þorði ekki að biðjast gist- ingar, því að hann var hræddur um að málið mundi koma upp um sig. Hann kcypti sér mat á torginu, en talaði sem allra minnst. Á nóttinni lá hann í holu í rústunum í gamla bænum. Og hann þorði ekki annað en vera sem allra minnst á ferli á dag- inn, til þess að komast hjá að vera- spurður hvað hann hefði fyrir stafni. Hann gat ekki leitað að Yusef á torg- inu heldur, því að þar átti hann á hættu að vera spurður. Frá sólar- uppkomu til sólarlags varð hann að ganga liratt um göturnar, eins og hann væri í ákveðnum erindum. Og þessu hélt liann áfram í hálfan mánuð, ung- frú Eustace! Eg vildi óska að ég gæti lýst þessu jafn lifandi og hann gerði um kvöldið forðum á svölunum i Suakin. Ethne óskaði þess líka. Harry Feversham hafði gert þetta svo lif- andi fyrir Willoughby þetta kvöld, að þessi hugarflugssnauði maður gat niunað lýsinguna að mestu leyti, fimmtán mánuðum seinna. — Framundan okkur var höfnin og Rauðahafið og yfir okkur hvelfdist alstirndur Afríkuhiminninn. Fvers- ham talaði rólega, en horfði stöðugt á ntig, eins og ltann væri að reyna að fá mig til að skilja. Hann hafði jafnvel ekki augun af mér meðan hann kveikti í vindlinum sinum. Eg hafði nefnilega boðið honttm vindil. Þetta var i fyrsta skipti í fjögur ár sent hann sat með jafningja sinum. Eg vildi óska að ég ntyndi allt setn hann sagði. Willoughby virtist vera að reyna að muna fleira, en hristi svo höfuðið. — Þegar Feversham ltafði verið í Berber ltálfan mánuð fann hann svertingjann Yusef, sent var hættur að selja salt en rak dálítinn dýra- garð niður við ána. Og hjá honum fékk Feversham þær upplýsingar sem nægðu til að finna grjótgarðinn og þar voru bréfin enn. En nú var ekki hægt að treysta Yusef lengur. Ef til vill ltefir röddin kontið upp um Fev- ersham. Líklega hefir Yusef haldið að hann væri njósnari og að hyggileg- ast væri að meðganga fyrir emírnum, Mohantmed-el-Kheir, hvaða hlut liann ltefði átt að bréfamálinu. Annars er þetta tilgáta. En aðalatiðið var: — Sama kvöldið fór Feversham i gamla bæinn. — Aleinn! sagði Etline. — Og hvað svo? — Hann fann húsið í þröngri götu — það sjötta í röðinni. Franthliðin var brotin niður cn afturveggurinn stóð. Þrjú fet frá jafnsléttu og tvö fet frá hægra horni voru bréfin fal- in. Hann víkkaði holttna með hnifn- um sínum, svo að hann gat stungið hendinni inn. iLoks náði hann bréf- unum og faldi þau í fellingu í káp- ttnni sinni. I sama bili sá hann bjarma af ljóskeri bak við sig. Ethne hrökk í kút, eins og hún hefði verið að lenda í gildru sjálf. Þetta var allt lifandi fyrir hugsjón- um hennar og bún gat varla skilið hvernig Harry hefði koniist lifs úr þessu ævintýri. — Hvernig fór þetta? spttrði hún óþolinmóð. — Hann stóð með andlitið að múrnum og ljósið kom aftan að hon- unt. Hann ieit ekki við en sá livíta kápu fyrir aftan sig. Hann faldi bréf- in betur og fór svo rólega að öllu, að hann var hissa á því sjálfur. Hann hugsaði ráð sitt — aðeins ein leið var fær. Hann vatt sér við með hníf- inn i hendinni. Þarna stóðu tveir menn og biðu. Feversham réðst á þann, sem liélt á ljóskerinu. Hann sá spjótsodd, beygði sig, hljóp fram og hjó nieð ltægri hendi. Arabinn hneig niður og slokknaði á ljóskerinu. Feversham ltljóp yfir likið og tók á rás út i eyðimörkina. En hann var alls ekki hræddur, hann sagði sjálfur að hann hefði sjaldan verið eins ró- legur. Hinn hermaðurinn elti. Fev- ersham hafði búist við því. Hann hljóp fyrir horn og beið þar, og þegar Arabinn kom hlattpandi hljóp hann á hann og notaði hnífinn aftur. Það skrítnasta var að Feversham fann ekki til hræðslu nteðan á þesstt stóð. Eg skil það ekki — gerið þér það? Frá því að hann sá Ijóskerið bak við sig og þangað til hann var kominn út úr gamla bænum vissi hann ekki hvað hræðsla var. Þetta var hreinasta ráðgáta fyrir Willoughbý höfuðsmann. Harry Fev- ersham hafði sárnað það. Hann ltafði setið á svölununt hjá Willoughby höf- uðsmanni í Suakin og handleikið hnif- inn, sem hann liafði notað í Berber til að víkka lioluna nleð og síðar reyndist honum gott vopn. Hann hafði viljandi þttrrkað blóðið af honum, og hann ltafði liaft hann með sér þessa tvö hundruð milna leið yfir eyðimörk- ina til Suakin. Að fráteknum hvítu fjöðrunum mat hann ekkert eins mik- ils og hnífinn. Það var ekki aðeins að hann gat sýnt Willoughby hann, heldur minnti hnifurinn hann jafnan á að hann hefði verið hugrakkur. Hann villtist í sandhólununt við Obak að kvöldi annars dagsins, og hafði gengið eitthvað út i bláinn, en döðlurnar og vatnið, sem hann hafði með sér var á þrotum. I.oks hafði ltann dottið i sandinum alveg magn- þrota og mest sárnaði honum þá, að ltann þóttist vita að brunnurinn við Obak og Abou Fatma mundu ekki vera nema svo sem einn kilómetra undan. Jafnvel á þeirri örlagastundu hafði hnifurinn komið honum að gagni. Hann tók hann upp og strauk ryðblettiiiii á honum og hnífurinn bað hann um að láta ekki hugfall- ast. En hann hafði orðið að þola miklar kvalir áður en hann sá livitu þökin í Suakin í fjarlægð. Á svölunum hjá Willoughby hafði hann sagt með beiskju: — Hræðsl- an í mér var skynvilla, en hún hefir orðið til harms ungri stúlku, sem ég óskaði öllu öðru freinur að gera hamingjusama. Og ég hefi orðið að borga hræðsluna dýrt, þvi að hún befir gerspillt lífi mínu. Willoughby höfuðsmaður hafði ekki skilið ]>etta, og það hafði gamli Fev- ersliam hershöfðingi ekki gert lteld- ur. En Ethne hafði þroskast eftir finun ára harm eftir dansleikinn á Lennon-óðalinu, þegar Harry Fevers- hatn hafði sagt henni frá bernsku- árum sinum, frá móðurtnissinum, frá djúpinu sem var milli ltans og föður lians og frá hræðslunni við að verða ætt sinni til minnkunnar, liræðslu, sem hafði kvalið hann dag og nótt. — Já, það var skynvilla, sagði hún. — Eg skil það svo vel núna. Eg hefði átt að skilja það þá, en vildi það ekki. Þegar fjaðrirnar komu sagði hann mér ofur rólega frá hvers vegna þær hefðti verið sendar. Og þegar faðir rninn frétti þetta beið Harry rólegur eftir honum og borfðist í augii við hann án þess að livika. Bara að ég hefði verið ofurlitið hyggnari — ekki alveg eins viss, ekki alveg eins ]>röng- sýn! Eg hefði átt að geta skilið hann, og ég hefði að minnsta kosti ekki átt að vera jafn harðneskjufull og ég var. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem hún iðraðist eftir fjórðtt fjöðrina. En nú ætlaði tilhugsunin inn hana að bera líana ofurliði. Willoughby var hins vegar þrár eins og naut og vildi ekki fallast á að liann hefði gcrt neitt rangt. — Eg get ekki séð okkur þrentur verði lagt neitt til lasts, sagði hann. Og þér hafið að minnsta kosti ekki neina ástæðu til að ásaka sjálfa yður. Ethne ætlaði allt í einu að slcppa sér af reiði. Það ljómaði af hontint heimskuþráinn frá hvirfli til ilja. Hvernig gat þessi niaður dirfst að ger- ast dóntari auðvirðilegustu meðbræðra sinna, hvað þá dómari Harry Fverers- hams? En á sömu stundu nuindi Iuin, að hún hafði einu sinni verið sam- þykk þessuni dónti, og roðnaði af blygðun. — Ilver ykkar þriggja átti upptök- að því að senda fjaðrirnar? spurði hún ásakandi. — Það muntið ekki hafa verið þér? — Nei, mig ntinnir að það væri Trench, svaraði ltann. — Trench! Etline kreppti hnefana. — Því nafni skal ég ekki gleyma. — Eg ber ábyrgðina með honiim, sagði Willoughby. — Mig tekur mjög sárt að við skulunt hafa bakað yður svona ntiklar raunir, en ég get ekki játað að við höfum gert neitt rangt, því að við vissum ekki betur. Eg hefi tekið við fjöðrinni minni aftur og gert afsökun mína. En það er yðar verk. — Mitt? spurði Etline. — Hvað eigið þér við? Willoughby leit forviða á hana. — Þótt ntaður cigi lieima í Sudan er maður ekki blindur fyrir þvi að konur geti fyrirgefið, sagði hann. — Þér fenguð Feversham fjaðrirnar til þess að ltann gæti fengið uppreisn. Það er auðskilið mál. Ethne spratt upp áður en Wilí- ougltby gat sagt það sem ltann ætl- aði að segja. Nú skildi hún hver skylda liennar hafði verið. Hún hafði gcrt unnusta sinum hrapalega rangt til, en henni þótti vænt um það, úr þvi að það hafði snúist honum til gæfu. — Viljið þér gera svo vel að end- urtaka það sent þér sögðttð, ofurhægt? spurði hún. — Þér fenguð Feversham fjaðrirnar. — Ilefir hann sagt yður ]>að? — Já. Til þess að hann gæti fengið fulla uppreisn .... — Sagði hann það líka? — Nei, en ég gat mér þess til. Það var eina leiðin til þess að hann gæti fengið æruna aftur. Að visu voru lík- urnar til ]>ess ekki miklar. Hann varð að biða þrjú ár í Suakin eftir fyrsta tækifærinu. Nei, ttngfrú Eustace, það þurfti trú og traust konu lil þess að gera svona áætlun — og hvatningu koiiu til þess að maðurinn yrði ekki ráðþrota og örvæntandi itm allt. Ethne brosti ánægð. Það ljómaði af lienni gleðin. Jafnvel Willoughby varð hrifinn.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.