Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1952, Side 43

Fálkinn - 12.12.1952, Side 43
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1952 39 FRAMHALDSSAGA: Karl í k Með aðstoð fimm-dollara seðils ávann hann sér samhug þjónsins. — I vagni nr. 7 situr ung stúlka, sagði hann. — Eg veit ekki hvaða klefa hún hefir, nafnið veit ég ekki heldur, né hvert hún ætlar. — Það mun vera þetta, sem þér viljið fræð- ast um, sagði vagnþjónninn. — Það er ofur einfalt mál. 1 vagni nr. 7 er aðeins ein stúlka. Eg geri ráð fyrir að þér eigið við þessa með suðræna hörundið, í grænu kápunni og .... — Já, einmitt. — Gott og vel. Nafn hennar og ákvörðunar- staður stendur á farmiðanum. Eg skal reyna að finna hann og skrifa þetta hjá mér. — Já, treystið ekki minninu, fyrir alla muni. Skrifið það hjá yður. Nokkru síðar kom vagnþjónninn aftur og rétti honum miða, sem hann hafði skrifað á: „Dolores Ruey. Frá Los Angeles um San Pedro, Los Angeles & Salt Lake til Salt Lake City, Denver & Rio Grande til Denver, Burl- ington til St. Louis, Illinois Central til New Orleans. Viðstaða í Denver.“ Webster sat hugsi með miðann í hendinni. Þetta var spanskt nafn, en samt gat hún ekki verið af blandaðri suðrænni ætt. Það var eitt- hvað engilsaxneskt við svipinn og sérstaklega augun. Þau voru brún, með gullnum bjarma, fannst honum. Eg held ég verði að hætta á að rannsaka þetta nánar. 3 1 Salt Lake City fór allt saman svona • nokkurn veginnn samkvæmt áætluninni, sem Webster hafði gert fyrirfram. Þegar hann hafði verið hjá rakaranum og i fatabúðinni lét hann lækni dytta að glóðarauganu sínu, og eftir þrjá daga gat hann sýnt sig á almanna- færi án þess að fyrirverða sig. Hann setti hafurtask sitt í spánýja ferðatösku og hélt áfram til Denver. Og þar tökum við upp sögu- þráðinn á ný. Klukkutíma eftir að taskan hans var kom- in á gistihúsið í Denver stóð maðurin frá Dauðadal fyrir framan spegilinn og athugaði sína eigin endurfæðingu. Nú skulum við at- huga hvernig John Stuart Webster leit út, eftir að hann var kominn í sómasamleg föt, í fyrsta skipti í þrjú ár. Hann hafði keypt sér silkisokka og silkinærföt. Og hvíta silkiskyrtan hans var svo fín og skrautleg að hann óskaði þess í huganum að einhver kæmi og skoraði á hann að koma í billiard, svo að hann fengi tækifæri til þess að fara úr jakkanum og gæti sýnt skyrtuna í allri sinni dýrð. Flibbaröndin meiddi hann ofurlítið, en afgreiðslumaðurinn í versluninni huggaði hann með því að þetta væri síðasta tíska. Hnúturinn á gráa Ascot- bindinu hans var fallegur, og í honum var gull- nál, svo að hann aflagaðist ekki. Svarti jakk- inn fór einstaklega vel á bakið, svo að breið- ar herðarnar og hálsinn nutu sín vel. Brotið á gráröndóttu buxunum var beitt eins og rak- hnífur, og lakkskórnir gljáðu eins og besti spegill. 1 stuttu máli: Hann var svo vel til fara sem aðeins vel vaxnir menn með þykkt veski geta orðið. rapinu Enda var hann nú ánægður með útganginn á sér. Honum var líkt innanbrjósts og forðum, þegar hann kom í síðar buxur i fyrsta sinn. Og svo bættist svartur íbenholtsstafur, grár Stetsonhattur og gráir hjartarskinnshanskar ofan á allt þetta. Síðan gekk hann niður í for- salinn i dýrasta gistihúsinu í Denver, nam staðar við tóbakssöluna og fyllti veskið sitt af dýrustu havanavindlum. Stúlkan fyrir inn- an búðarborðið horfði á hann aðdáunaraugum. Hún taldi víst að hann væri að minnsta kosti gullnámueigandi frá Nevada. Er hann hafði kveikt sér í vindli þrammaði hann niður Seyt- jándu götu að stóru og fögru húsi. Hann fór í lyftunni upp á 12 hæð og nam staðar við breið- ar dyr með skilti úr gylltum bókstöfum: VERKFRÆÐINGAKLÚBBURINN, stóð þar. Síðustu tuttugu árin hafði Verkfræðinga- klúbburinn verið John Stuart Webster eins konar uppbót fyrir eigið heimili. Og nú nam hann staðar á þröskuldinum, eins og til þess að anda að sér heimþránni. Yfir bognum inn- ganginum hókk glymjandi, sams konar og þeir nota í námunum. Webster barði þrjú högg á glymjandann með kylfunni, en það er merki sem allir námumenn þekkja og þýðir að nú eigi þeir að fai’a að lyftunni. Aðeins þeir með- limir, sem verið hafa fjarverandi í meira en missiri, mega nota þetta merki til þess að ó- náða meðlimi Verkfræðingaklúbbsins með. En til endurgjalds eru þeir skyldir til þess að svala þorsta allra þeirra, sem tekið hafa viðbragð er merkið heyrðist. Þegar söguhetja vor hafði tilkynnt komu sína með þessu móti gekk hann inn í dyrnar að aðalsalnum og hrópaði: — John Stuart Webst- er, meðlimur verkfræðingaklúbbsins. Salurinn var tómur. Þarna var ekki einn einasti félagsmaður til þess að bjóða hann velkominn og þiggja hjá honum glas. — Heimili mitt var ekki svona þegar ég yfir- gaf það í æsku, sagði hann við þjóninn, sem stóð við símaskápinn. — Það hlýtur að vera góðæri hjá námugreftinum í Colorado, úr því að allir hafa atvinnu og enginn hefir tima til þess að slóra í klúbbnum í Denver. Þjónninn ætlaði að taka við hattinum hans og stafnum, en Webster ýtti honum frá sér og hljóp upp á loft, en þar voru spilastofunnar. Þegar hann kom inn í dyrnar nam hann stað- ar og studdist fram á stafinn sinn, dró djúpt andann og sannfærðist um að hann hafði ekkert breyst þessi þrjú ár, sem hann hafði verið að heiman. Hann hefði verið til með að veðja um að ekki hefði verið lagður nýr við- arbútur á arininn síðan seinast, eða að dómino- spilararnir út við þilið væru enn með sama taflið, sem var háð um viskyflösku. Jú, hár- lubbinn á Neddy gamla Jerome var orðinn grárri en seinast. Hann sat þarna enn við kabalinn sinn og hafði ekki hugmynd um að glataði sonurinn stóð í dyrunum og beið eftir að alikálfurinn yrði borinn fram. Eg skal dáleiða gamla skarfinn til þess að líta upp, hugsaði Webster með sér og starði fast á karlinn. En það hreif ekki, hvorki Jer- ome né neinn annar tóku eftir honum. Þá barði Webster stafnum sínum af öllum kröft- um í stoppað stólbak, svo að buldi í og ryk- gusan lagði upp eins og skýstrók. Og svo söng hann með djúpum bassaróm: Faðir hans, námufauskurinn gamli fæddist í sama bæ og ég........ — Jack Webster! Hvert i heitasta! hrópaði Neddy Jerome. Hann strauk spilin saman í hrúgu og kom vaggandi út að dyrunum á móti óróaseggnum. — Ert það þú, rófumergurinn? Aldrei hefi ég orðið jafn glaður yfir að hitta mann, sem ekki skuldaði mér peninga. Heyrðu Jack, í meira en mánuð hefi ég verið að leita að þér um allan siðmenningarheim. Hvar í áravitinu hefir þú verið? Webster deplaði augunum til kunningja sins. — Reyndu að geta, sagði hann. Annars hélt ég að þú þekktir mig svo vel að þú vissir að ekki þýðir að leita min nema í ósiðmenn- ingarveröldinni. — Jæja, en nú ertu fundinn og nú vona ég, að þú hafir þig hægan. — Tæplega, Neddy. Eg er ungur ennþá, ekki nema fertugur, eins og þú veist. Eg hefi ekki enn náð þeim þroska að geta lifað sama lífi og þú gerir: spilað á spil, étið og drukkið í hreyfingarleysi. Hann gaf vini sínum selbita á bringukollinn og fór nú til þeirra tíu — tólf sem voru að spila á spil í stofunni. Hann þekkti enga þeirra, þetta voru eintómir hvolpar, líklega nýgotnir af skólanum. En svo fór Jerome með hann með sér inn í mannlausu stofuna, sem næst var og spurði á nýjan leik hvar hann hefði verið. — Halló, Móses, kallaði Webster til þjóns- ins og rétti. honum stafinn sinn, hattinn og hanskana. — Sjáðu um þessa fjármuni mína. Það verður vist úr að ég get staldrað svolítið við hérna! Fyrrum var siður hérna, sagði hann við Jeorme, — að þegar einhver af þeim gömlu kom aftur hingað heim til föðurhúsanna varð hann að sjá fyrir öllu því visky, sem vinir hans fengust til þess að láta ofan í sig .... — Nú spyr ég i þriðja sinn: — Hvar hefirðu verið? sagði Jerome. — I Dauðadal í Kaliforníu, ég hefi reynt að safna auðæfum þar. — Hvernig tókst þér það? Webster gretti sig. — Þú sérð mig hér í spánýjum fötum, skóm, sem kosta sextán doll- ara, silkisokkum og öðru stássi, og svo spyrðu svona kjánalega. Eg er svo finn að ég þori varla að setjast, af hræðslu við að skemma brotin í buxunum mínum. Finndu lyktina af þessum. — Og svo blés hann reykjarstrók upp í nefið á Jerome gamla. — Það er peningalykt af honum, sagði Neddy. — Mikið var að þú fannst það. En þér er óhætt að sveia þér upp á að það er penginga- bragð að honum líka. Hann rétti fram vindla- hylkið og Jerome fékk sér einn. — Jæja, þú hefir þá skotið gullfuglinn, Jack? — Hélstu að mér dytti í hug að koma heim til Denver peningalaus? Ertu svo mikill græn- jaxl ennþá, Neddy, að þú vitir ekki að þegar maður á peninga er vandamál að ráða fram úr til hvers maður eigi að nota þá. Eg hefi get- að valið um öll ríki veraldar og þeirra dýrð, en svo kaus ég samt Verkfræðingaklúbbinn í Denver. Eg vissi að þar mundi ég þó að minnsta kosti hitta gamlan vindþurrkaðan karl, sem heitir Neddy Jerome. Já, Jerome, ég vissi að.ég mundi hitta þig hérna við eilífð-

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.